Þjóðviljinn - 19.08.1979, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN Sunnudagur 19. ágúst 1979
Riddarar Reykjavíkurborgar Rsddarar Reykjavlkurborgar
Gunnlaugur Pétursson, borgarrítarí varaoddviti TB-stúkunnar:
„Borgin má þakka fyrir
aö hafa þennan félagsskap”
Gunnlaugur Pétursson, borgar-
ritari, svaraöi þvi játandi, þegar
hann varspuröur hvort hann væri
i TB-reglunni.
— Er þetta leyniregla?
— Ja, viö höfum smásiöi, sem
viö höfum tekiö eftir Sviunum og
að þvi leyti er reglan leynileg,
siöirnir eru ekki'birtir. Reglan er
stofnuð af borgarstarfsmönnum
i Gautaborg i Sviþjóö 1928. Hún
hefur svo breiöst út um öll
Norðurlönd. Tilgangurinn er aö
efla samstarf milli borgarstarfs-
manna með fundum um borgar-
málefni og auka kynningu þeirra,
i hvaöa stéttarfélagi sem þeir
eru. baö má segja að þetta sé
hluti af norrænni samvinnu og
þetta er Ut af fyrir sig jafn
þýöingarmikið og samskipti
islenskra pólitikusa viö aöra
norræna pólitikusa.
— En er ekki óþarfi aö hafa
slika regiu i þessu skyni?
— Ja, Sviarnir fundu upp á
þessu ’28ogþetta breiddist Ut um
öll Norðurlönd. Ég hélt þab væri
nú félagafrelsi hér á íslandi lika
og viö gætum haft smá siði, ef við
vildum. Hér eru til Oddfellowar
og allskonar félög.
— Hvaö eru fundir haldnir oft
hjá ykkur?
— Við höldum yfirleitt fundi
einu sinni i mánuði, i matartima
aö vetrinum til, og tölum þar yfir-
leitt um ýmis borgarmálefni. Það
er skýrt frá ýmsum nýjungum og
þetta er mjög þýðingarmikiö,
þetta eru faktiskt hálfgerð nám-
skeið, svo borgin mætti i raun
þakka fyrir aö fá hér ókeypis
ýmislega hluti sem gagna henni i
stjórnarstarfi hér I borginni.
— Þetta er þá ekki pólitiskur
félagsskapur?
— Nei, nei, nei, nei.
— Er ekki talaö um pólitik d
fundum?
— Nei, aldrei talað um pólitik.
— Eftir hverju er farið, þegar
menn eru valdir i þessa reglu?
— Menn sem eru I hinum ýmsu
stofnunum, stinga kannski upp á
ákveönum manni og hann getur
sótt um inngöngu lika.
— Eru reglur um það, að enginn
megi greiöa atkvæði á móti nýj-
um félaga, ef hann á aö fá inn-
göngu?
— Það er yfirleitt samkomulag
um alla sem eru teknir inn. Það
eru engar slikar reglur um það.
Ég er alveg furðu lostinn á skrif-
um um þessa hluti. Við sjálfir
greiðum hvern einasta eyri I
sambandi við þetta. Blöðin eru
búin að ljúga þvi upp að við séum
á styrkjum úr borgarsjóði. Það
hefur verið haldið hér mót tvisvar
eftir að þetta var stofnað hér á
landi. 1977 komu hingað 140
manns frá Norðurlöndum og
dvöldust hér i viku. Þeir voru i
einu boði á Kjarvalsstöðum hjá
borgarstjóranum. Þangað var
borgarráði boðið.
— BjörgvinGuömundsson sagöi
samt I viötali viö Dagblaðiö, aö
hann hefði aldrei heyrt um þessi
samtök?
— Annað hvort segir hann það
af ókunugleika eða gleymsku, ég
veit það ekki. Honum var boðið á
þetta, ég er með listann yfir það
og meira að segja boðskort og
allt. Það liggur hér i skjalasafni
borgarinnar. Við vitum yfirleitt
hvaða fólki við bjóðum.
— Eru fundir ykkar haldnir I
húsakynnum borgarinnar?
— Nei, nei. Þeir eru yfirleitt
haldnir úti i bæ Þeir eru haldnir
þarsem viðgetum fengiðkeyptan
ódýran hádegismat einhverntima
i miðri viku. Þetta tekur svona
klukkutima og það er byrjað að
tala yfir matnum.
— Eru engar konur í þessari
reglu hér?
— Nei, það eru engar konur.
— En á hinum Norðurlöndun-
um?
— Nei, ekki heldur á Norður-
löndum.
— Nú er talaö um bræöur og
systur I félagsriti ykkar?
— Já, við höldum einu sinni ár-
legan fund og þar tökum við kon-
urnar okkar með og ekkjur fyrr-
verandi meðlima, sem eru orðnar
þónokkuð margar.
Það eru allir mögulegir menn I
þessu, úr öllum stjórnmálaflokk-
um, geri ég ráð fyrir. Viö spyrj-
um ekki um stjórnmálaskoðanir
embættismanna hér.
— Reglubræöur eru allir em-
bættismenn eða fyrrverandi em-
bættismenn?
— Jú, og þeir eru aukameðlimir
borgarstjórarnir. Þeim hefur
verið gefinn kostur á þvi, þó ekki
fyrr en þeir hafa verið borgar-
stjórar i allmörg ár.
— En borgarfulltrúum er ekki
gefinn kostur á inngöngu?
— Nei, þeim hefur aldrei verið
gefinn kostur á þvi, bara þeim
sem eru taldir vera i fram-
kvæmdastjórn, eða hafa með
framkvæmdastjórn að gera á
vegum borgarinnar.
— Hvaö eru TB-félagar margir
hér?
— Þeir eru eitthvaö I kringum
sextiu. Svona helmingur þeirra
eru virkir og mæta á fundum hjá
okkur. Það eru margir fullorðnir
menn I þessu, menn sem eru
komnir á eftirlaun, og eru orðnir
veikir og mæta ekki.
— Eru engin önnur samtök
borgarstarfsmanna á Noröur-
löndum?
— Það er til eldgamall félags-
skapur embættismanna á
Norðurlöndum, sem heitir Nord-
isk Administrativt Forbund. I þvi
félagi eru nokkrir borgarstarfs-
menn. Það er félagsskapur sem
heldur stjórnarfundi til skiptis á
Norðurlöndunum einu sinni á ári.
Að öðru leyti eru engin samtök
borgarstarfsmanna á Norður-
löndum.
— Er þá engin samvinna á öör-
um grundvelli milli borgarstarfs-
manna á Norðurlöndum?
— Nei, við höfum samvinnu á
þessum grundvelli. Við getum til
dæmis, af þvi að við þekkjum
þessa menn og höfum þá á skrá,
hvenær sem er fengið góðar upp-
lýsingar i gegnum ýmsa menn
sem eru i ýmsum lykilstöðum á
Norðurlöndum og sem eru I þess-
um félagsskap. Alveg eins og
þegar stjórnmálamennirnir
hérna heimsækja hverjir aðra, þá
er þetta eiginlega dálitið svipað
þvi. Þetta byrjaðibara miklu fyrr
hjá embættismönnunum heldur
en stjórnmálamönnunum .
Reykjavik er i sambandi höfuð-
borga og stjórnmálamennirnir
heimsækja hverjiraðra og eru nú
miklu stórtækari á þetta en við.
— En þaö er sem sagt ekkert
annað samband borgarstarfs-
manna á Norðurlöndum en TBO?
— Nei, ekki nema I vissum
stéttum. Ég veit það er til júrista-
samband borgarstarfsmanna á
Norðurlöndum, en við erum ekki
meðlimir I þvi. Og ég veit að það
eru til allskonar dómarasambönd
og fleiri smáfélög. Það er á
stéttarfélagagrundvelli. Þetta er
alls ekki á stéttarfélagagrund-
velli hjáokkur. Sviarnir stofnuðu
þetta einmitt á sinum tima til •
þess að komast út úr stéttarfélög-
unum, til þess að geta verið góðir
félagar þó þeir væru i mismun-
andi launaflokkum og mismun-
andi stöðum. Stéttarfélögin eru
svo sterk og þau eru svo mikið út-
af fyrir sig, að þeir töldu það
mikla nauðsyn upp á samskipti
innan viðkomandi borgarfélags
að hafa einhvern svona félags-
skap.
— En þetta er ekki leynilegt
nema hvaö reglunum viövlkur?
— Nei, nei. Það hefur verið vit-
að um þetta hér á landi alla tið.
Það hefur bara ekki komist i blöð-
in fyrr en nú. Það er ekkert leyni-
legt við þetta, ekki á nokkurn
hátt. Við ræðum allskonar hluti
T.d. ef menn hafa farið á fund er-
lendis út af einhverju máli, þá
koma þeir og gera grein fyrir þvi
hvað hafi skeð á þessum fundi.
Það eru yfirleitt mál sem varða
Reykjavik eða sveitarfélög. Þetta
eru stuttir fyrirlestrar hjá okkur
t.d. um fjármál og alla mögulega
hluti. Þetta er bara gagnlegt fyrir
borgina. Ég tel að borgin megi
þakka fyrir ,'að hafa haft þennan
félagsskap til þess að miðla alls-
konar þekkingu frá Norðurlönd-
unum hingað og til baka aftur.
—eös
Stofii- og
hagiæðingarlán
í skipasmíðaiðnaði
I samræmi við ákvörðun ríkisstjómar hefurIðnaðarráðuneytið
ákveðið aðfela stjóm Iðnlánasjóðs að annast um lánveitingar til
stofn- og hgræðingarlána í skipasmíðaiðnaði að upphæð
400 millj. kr. Eftirfarandi meginreglur munu gilda viðþessa
lánveitingu:
Veitt verði stofnlán til skipasmíðastöðva bæði vegna
framkvæmda á yfirstandandi ári ogframkvæmda á liðnum
árum. Hvað varðarlán vegna fjárfestinga á liðnum árum
telur ráðuneytið ekki rétt að binda það við ákveðin tímamörk
heldur meti stjóm Iðnlánasjóðs hve langt skuli gengið íþeim
efnum í Ijósi eftirspumareftirlánum þessum og með hliðsjón
afalmennum reglum sjóðsins í hliðstæðum tilvikum.
2Veitt verði sérstök lán til að örva og greiðafyrír hagræðingu í
skipasmíðastöðvum. íþvísambandi erstjóm sjóðsins heimilt
að lána m. a. útákostnað vegna aðkeyptrarþjónustu, vegna
skipulagsbreytinga o. fl., enda miði viðkomandi aðgerðir að
því að auka framleiðni í viðkomandi fyrírtæki.
Lánskjör verða þau sömu oggilda um almenn útlán
Iðnlánasjóðs.
4Nauðsynlegt er, að með umsókn fylgi fjárfestingaráætlun
fyrirtækisins árið 1980.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um þessi sérstöku lán til
skipasmíðaiðnaðar. Skulu umsóknir berast á eyðublöðum
Iðnlánasjóðs til stjómar sjóðsins Lækjargötu 12, Reykjavík,
(Iðnaðarbankahúsinu), fyrír 15. sept. n. k.
Reykjavík, 13. ágústl979,
Iðnlánasjóður
Iðnaóarbankinn
Lækjargötu 12-101 Reykjavík
Sími 20580