Þjóðviljinn - 01.09.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1979.
Samanburður á
Búreikningum og
verdlagsgrundyelli
Þrátt fyrir að niður-
stöður búreikninga fyrir
árið 1978 sýndu mikla
tekjuaukningu hjá
bændum, sem færðu
búreikninga, vantaði
tæpar 800 þús. kr. upp á
að þeir hefðu þær tekjur,
sem gert var ráð fyrir i
verðlags grundvelli
iandbúnaðarins, að þvl
er Upplýsingaþjónusta
landbúnaðarins segir
okkur.
Gunnar Guöbjartsson, for-
ma&ur Stéttarsambands bænda,
hefur gert samanburö á niöur-
stööum búreininga og launaliö
verölagsgrundvallarins fyrir áriö
1978.
Þar kemur i ljós, aö skort hefur á
launatekjur 1309 kr. á hvert
ærgildi á búreikningabúunum, til
aö ná þeim tekjum, sem miöaö
var viö i verölagsgrundvellinum.
Rétt er aö geta þess.aö reiknaöer
meö mun hærri afskriftum svo aö
munar 905 kr. á hvert ærgildi.
Þegar þessar meiri afskriftir eru
dregnar frá, þá vatntar 250 þús.
kr. á launatekjur búreikninga-
Umsjón: Magnús H. Gíslason
búanna miöað viö ærgilda-
fjöldann á þeim, auk þess sem
vantar vexti af eigin fé.
Aukning á veltu búreikninga-
búanna milli áranna 1977 og 1978
var 72% og þá voru 43,3% af
framleiöslutekjunum eftir til aö
greiöa laun fyrir vinnu fjölskyld-
unnar og upp I vexti af eigin fjár-
magni, sem lagt haföi veriö i bú-
skapinn. Aukning á framleiöslu-
tekjum milli áranna 1976
og 1977 var 70,7%. Ariö 1976
voru aoeins eftir 30,2% af fram-
leiðslutekjunum tilað greiöa laun
fjölskyldunnar og vexti af eigin
fé. Þrátt fyrir mikla hækkun á
framleiðshitekjum milli ára, mun
meiri en nemur almennum
kauphækkunum, þá kemur verö-
bólgan i veg fyrir að bændur nái
tekjum viðmiðunarstéttanna.
Ariö 1976 vantaöi 30% upp á en
áriö 1977 vantaöi bændur 22,3% af
meöaltekjum viömiðunarstétt-
anna.
Séra Heimir Steinsson, skólastjóri:
Sumarnámskeið á Skálholtsskóla
Undanfarin ár hefur Skálholts-
skóli haft „opiö hús” yfir sumar-
mánuöina. 1 þeim oröum felst
þaö, aö skólinn stendur til boöa
námskeiðum, fundahaldi ogsam-
vistum um félags- og menningar-
mál af svo sundurleitu tagi sem
til vinnst hverju sinni. Kirkjuleg
fræðsla situr i fyrirrúmi. En ýms-
ir aöilar skerast í leikinn. 011
þessi starfsemi fer fram i beinni
eöa óbeinni samvinnu milli skóla-
yfirvalda og þeirra samtaka eöa
stofnana, er hlut eiga aö máli.
Snemmsumarnámskeið
A þvi sumri, sem nú tekur aö
halla, hefur athafnasemi innan
veggja Skálholtsskóla einnig bor-
ið framangreind einkenni.
Vetrarstarfi lauk endanlega meö
skólanefndarfundi 31. maí en
dagana 7.-8. júni fór fram fyrsta
snemmsumarnámskeiö ársins.
Var þar um aö ræöa fermingar-
barnamót á vegum presta úr Ar-
nesprófastsdæmi. Námskeið af
þessu tagi eru oröin fastur Böur i
sumardagskrá Skálholtsskóla.
Framkvæmd máía er algjör-
lega aö þakka frumkvæöi hlutaö-
eigandi sóknarpresta, en skólinn
leggur til húsnæði ogréttir hjálp-
arhönd eftir þörfum og getu. Þaö
samstarf milli Skálholtsskóla og
sunnlenskra presta, — raunar
einnig margra presta af Reykja-
vikursvæöinu, — sem meö þess-
um hætti hefureflst umárabil, er
hiö mesta fagnaöarefni.
Laugardaginn 9. júní var fund-
ur Æskulýösriefhdar ArneSþró-
fastsdæmis haldinn i skólanum,
en dagana 15.-17. júni stóð Kristi-
legt félag heilbrigöisstétta aö
námskeiöi fyrir eigin meölimi og
aöra áhugamenn um kirkjulega
þjónustu viö sjúkrabeö. Stjórn-
andi námskeiösins var Sigriöur
Magnúsdóttir, hjúkrunarfræöing-
ur, en gestur fundarins og aöal
fyrirlesari var Leonora van
Tonder, stjórnandi Evrópudeild-
ar Alþjóöasamtaka kristilegra
heilbrigöisstétta (IHCF). Sam-
vist þessi var fyrir margra hluta
sakir merkur viöburöur, en fram-
angreindur félagsskapur leitast
sem kunnugt er viö aö axia þá
byrði kristins manns, er sist
skyldi vanrækt.
Dagana 22.-24. júni safnaöist
söngfóik úr ýmsum áttum til
samveru i Skálholti. Setiö var
daglangt aö söng og öörum tón-
listarflutningi f skóla og kirkju.
Hér var á ferö enn eitt dæmið um
sivaxandi iökun tónmennta á
Skálholtsstaö, en jafnframt um
afburöi forystumannsins, Jónas-
ar Ingimundarsonar, sem söng-
stjóra og kennara.
Aökvöldisunnudagsins 24. júni
bar aö garöi i Skálholti hóp
Norðursetumanna (Nordkalott-
inga), og hófst meö þeim hætti
ööru sinni tslenskunámskeiö og
Islandskynning til handa gestum
úr nyrstu héruöum Skandinaviu.
Námskeiöþettastóöóslitiö i Skál-
holtitil 5. júli, en var meö ýmsum
hætti fram haldiö i Reykjavik
næstu daga og snéru nemendur
heim aö morgni mánudagsins 8.
júli. Undirritaöur stýröi nám-
skeiöi þessu en aö þvi stóöu
Menntamálaráðuneytiö, kenn-
araháskólinn, Norrænu félögin á
Islandi og f Noröurbotni, Flug-
leiöirog .J'ramnesfarar”, en svo
nefnfet hópur Islendinga, er sótt
hafa hliöstæð námskeiö i Sviþjóö
undanfarin sumur. Allmargir
fyrirlesarar gistu Skálholtsskóla
þessadaga en aöalkennarar voru
Aöalsteinn Daviösson cand.mag.
og Ingrid Vestin, fyrrum sendi-
kennari. Feröir ýmsar voru farn-
ar, þ.á.m. aö Skaftafelli f öræf-
um. Þótt I litlu sé gerir námskeið
sem þetta norræna samvinnu
blæbrigöarikari en ella. Þeim aö-
ilum, er viö sögu þess komu, er
þakkaö og árnaö heilla.
Samtimis Noröursetunám-
skeiöi var heimsókn fjölmenns
kennarahóps frá Osló. Hlýddu
gestir þessir á fyrirlestur um
Skálholtsskóla og -staö aö kvöldi
miðvikudagsins 27. júli. Fyrirles-
ari var Jörundur Akason, kennari
viö Skálholtsskóla.
Hátið á
miðju sumri
Meö brottför Noröursetumanna
lauk snemmsumarnámskeiöum á
acálholtsskóla. Varö nú hlé á
námskeiðahaldi um hriö, en aö
settust I skólanum kærkomnir
sumargestir, tónlistarmenn undir
forystu þeirra Helgu Ingólfsdótt-
ur og Manuelu Wiesler. Tónleika
þeirra I Skálholtskirkju, er þetta
fólk stóö aö, hefur sem löngum
endranær, veriö vinsamlega getiö
I fjölmiölum. Verður framtak
þetta þó seint of miklu lofi boriö.
Meöan á hásumarhléi stóö, fór
fram Skálholtshátiö sunnudaginn
Sr. Htimir Steinsson, skólastjóri.
22. júli, auk heimsóknar Nor-
rænnar prestastefnu hinn 1.
ágúst. Viðþetta tækifæri, sem og
fjölmörg önnur áþekk,þágu gestir
aö vanda beina í matsal Skál-
holtsskóla (raunar hátt á þriöja
hundraö manns i sföasta tilvik-
inu). Yfir sumarmánuöina stend-
ur Sveinbjörn Finnsson, Skál-
holtsráösmaöur, fyrir þeim
mötuneytisrekstri. Er þar ætiö
unniö gott starf en á stundum af-
rek, svo takmarkaöur sem húsa-
kostur skólans og allur aðbúnaður
er.
Siðsumarnámskeið
Siösumarnámskeiö á Skáiholts-
skóla hófust hinn 14. ágúst en þá
efridi fjölmiðlunarfulltrúi Þjóö-
kirkjunnar, séra Bernharöur
Guömundsson, til þriggja daga
fræöslu fyrir presta og aöra
starfemenn kirkjunnar um fjöl-
miölun og önnur tjáskipti. Gestur
námskeiösins var bandariski pró-
fessorinn James Engel. Samvist
þessivarótvírætt umtalsveröasta
nýlundan sem brotiö er upp á i
Skálholti absumrinu, enda er hér
um aö ræöa fyrsta námskeiöið af
þessu tagi, sem hinn nýskipaöi
fjölmiölunarfulltrúi stendur aö.
Mikiö fagnaöarefni er þaö, að
slikt skuli af staö fara á Skál-
holtsskóla, ekki sistþegarsvo vel
tekst til um framkvæmd alla sem
raun varö á. Sá bræöralagsandi,
sem einkenndi hópinn, er saman
kom af þessu tillefni, spáir góöu
um störf séra Bernharöar.
Þessa dagana, 23. til 26. ágúst,
gengst Haukur Guölaugsson,
söngmálastjóri Þjóökirkjunnar,
fyrir árlegu organleikaranám-
skeiði í Skálholti. Þetta er fimmta
námskeiöiö, sem Haukur efiiir til
á Skálholtsskóla, og eru þessu
sinni samankomnir meölimir
kirkjukóra viösvegar aö af land-
inu, aukorganleikara. Söngmála-
stjórihefur nú þegargengist fyrir
námsförum Evrópu fyrr á sumr-
inu, og einkennist Skálholtsnám-
skeiöið þessu sinni nokkuö af þvi,
enda ýmsir staddir hér á skólan-
um, sem' þátt tóku i feröinni.
Organleikaranámskeiöin eru
hverju sinni hátið fyrir Skálhylt-
inga og þykist ég raunar vita, að
þátttakendur allir skrifi undir
þau orö, enda tekur sú sveit leiö-
beinenda, er Haukur Guðlaugs-
son hefur safnaö um sig, mörgum
öörum fram á landi hér. Rétt er
aö geta þess, aö hlutur Hauks I
sumarstarfi Skálholtsskóla hefur
ekki takmarkast viö organleik-
aranámskeiðin ein, og á skólinn
honum mikiö aö þakka fyrir alla
vinsemd fyrr og siöar.
Nú vikur sögunni til þeirra siö-
sumarnámskeiða, sem haldin
veröa næstu daga og vikur. Dag-
ana 30. ágúst til 2. sept. fer fram
fermingarbarnamót á vegum
presta úr Rangárvallaprófasts-
dæmi. Stjórnandi er séra Halldór
Gunnarsson. Fermingarbarna-
mót hafa sem fyrr greinir átt
sér staö innan veggja Skálhoits-
skóla aö sumri til frá upphafi, og
'»óli.
hafa Rangæingar komið hér i
þessu skyni árum saman.
Dagana 6. til 9. sept. stendur
æskulýösfulltrúi Þjóökirkjunnar,
séra Ingólfur Guömundsson, að
námskeiöi um helgileiki. Gestir
mótsins og aöalleiðbeinendur
veröa Svíarnir Ingemar og
Birgitta Hellerstadt Thorn.
Æskulýösfulltrúar undanfarinna
ára hafa veitt Skálholtsskóla
ómetanlegt brautargengi. Séra
Ingólfur er nýtekinn viö embætti
þessu. Er honum beðið farsældar
og góðs vænst af samstarfi viö
hann á komandi tima.
Dagana 14. til 16. sept. er
áformað æskulýösleiötoganám-
skeiö á vegum Æskulýösnefndar
Arnesprófastsdæmis. Formaður
nefiidarinnar er séra Tómas Guö-
mundsson. Sú hugmynd hefur
lengi vakaö fyrir velunnurum
Skálholtsskóla aö stofnun þessi,
ásamt söfnuðum eöa héraöasam-
tökum^tæöi aö námskeiöum fyrir
fólk, er starfa vildi aö kirkjulegri
þjónustu heima fyrir. Umgetið
áform Æsmulýösnefndar Arnes-
prófastsdæmis erskref í þessa átt
og er gott til aö hyggja.
Siðsumarnámskeiöum i Skál-
holti lýkur dagana 20. til 23. sept.
með æskulýðsleiðtoganámskeiði
undir stjórn æskulýösfulltrúa
Þjóðkirkjunnár. Þar er fram
haldiö stefnu, sem fylgt hefur
veriöum hrið. Helst hún raunar i
hendur viö þá hugmynd, er liggur
til grundvallar ráöagerö Æsku-
lýðsnefndar Arnesprófastsdæm-
is.
Samhæfing sundurleitra
afla
Vetrarstarf Skálholtsskóla
hefst um mánaöamót sept.-okt.
og veröur skólasetning nánar
auglýst siöar. Undirritaöur þakk-
ar öllum þeim, sem átt hafa eöa
eiga munu hlut aö athafnasemi
innan veggja skólans á sumrinu.
Sömu kveöjur erusendar gestum
nær og fjær.
Skálholtsstaöur hinn nýi ris
smám saman til þess hlutskiptis
sem góöir menn ætluöu honum i
öndveröu: Þrátt fyrir ótalda
öröugleika eflist kirkjuleg menn-
ingarmiöstöö I Skálholti. Sá
árangur er einvöröungu aö þakka
sameiginlegu átaki ótalinna aö-
ila, er ár frá ári hafa lagt af
mörkum tima, fé og fýrirhöfn,
góöum málstaö til framdráttar.
Sú hefur hingaö til verið gæfa
Skálholtsstaöar og Skálholts-
skóla, aö þar hafa runniö saman
margvislegir straumar, er allir
hniga þó aö einum ósi um siöir.
Slik skyldu raunar um aldur ein-
kenni þeirrar stofnunar, er Is-
lensk Þjóðkirkja, — kirkja al-
þjóöar, — hefur komiö á fót og
leiöir nú á veg fram.
Skálholti, 25. ágúst 1979.
Heimir Steinsson.