Þjóðviljinn - 15.09.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1979
AF SÆNSKUM PROBLEMMUM
Sænsk dramatík hefur á undanförnum ár-
um, eða jafnvel áratugum einkennst mjög af
umfjöllun um þau fyrirbrigði sem stundum
hafa verið kölluð próblemm. Sé orðinu snarað
yf ir á íslenskt gullaldarmál stöndum við and-
spænis því próblemmi að þurfa að nota orðið
vandamál. Til að firra okkur þvi próblemmi,
mun ég brúka orðið próblemm.
Þau eru ófá próblemmin, sem lagt hafa
sænskar bókmenntir undir sig á síðari árum.
Nægir þar að nefna: sambúðarpróblemm,
einbúðarpróblemm, kynslóðapróblemm, kyn-
hvatapróblemm, náttúruleysispróblemm,
próblemm hinna eldri, próblemm hinna
yngri, það próblemm sem fylgir því að vera á
miðjum aldri, próblemm þeirra sem stunda
sjálfsfróun, próblemm þeirra sem ekki gera
það, próblemm þeirra sem leiðist að vinna,
próblemm þeirra sem ekki hafa yndi af hús-
verkum og uppvaski, próblemm þeirra sem
hafa slæma húð, próblemm þeirra sem eru
„svoleiðis" eða „hinsegin" og svona mætti
lengi telja.
Um þessar mundir er verið að sýna mjög at-
hyglisvert sænskt framhaldsleikrit í islenska
sjónvarpinu og er hér á ferðinni dæmigert
próblemmdrama eins og þau gerast best frá
Svíþjóð. Svo hrífandi er ef nisþráðurinn í þessu
vandræðaleikriti að ég get ekki stillt mig um
að rif ja hann upp— eftir minni að vísu — , og
geta mér siðan til um framhaldið.
Þetta hefur skeð:
Planta Rosenbaum fimmtán ára er send í
sveit frá Stokkhólmi en þar hef ur hún átt við
umtaisverð æskulýðspróblemm að stríða,
meðal annars vegna þess að hún er farin að
reykja oní sig. Hún ferðast ein í járnbrautar-
lest og fær snert af einsemdarbrjálæði (mónó-
fóbíu). Hún reynir þó að stilla sig í von um að
félagsráðgjafi, sálkönnuður, samfélagsfræð-
ingur og hómópati bíði sín á járnbrautarstöð-
inni. Það kemur hins vegar í Ijós að á stöðinni
bíður hennar aðeins konan sem hún á að vera í
sveit hjá, frú Niola Blomkvist. Niola er ný-
komin af hæli þar sem hún hefur verið í þrjú
ár til að reyna að fá bata á sálrænum pró-
blemmum sínum, en hún hefur þjáðst af
egómaní (sjálfselsku) og er ekki öðrum mönn-
um sinnandi fyrir bragðið.
Niola ákveður því á spítalanum að fara líka
að hugsa um aðra og er þegar útskrifuð. Hún
flytur útí sveit með son sinn, gjafvaxta, Arve
Blomkvist. Arve á við sálræn problemm að
stríða vegna þess hve bólugrafinn hann er.
Hann verður innhverfur (introvert), lokar sig
gjarnan inni og kreistir bólur og kýli!
Niola fer með Plöntu heim í sumarhúsið sitt,
en þar á Planta að vera í sveit með Arva og
Niolu sumarlangt. Það kemur fljótlega í Ijós
að þau standa gagnvart hinu uggvænlega pró-
blemmi sem leiðir af hinu svonefnda kyn-
slóðabili. Niola og Planta ná ekki andlegu
sambandi. Arve lokar sig inni á baðherberginu
og heldur uppteknum hætti að kreista á sér
andlitið. Þegar hann er orðinn eins og hrúður-
karl í framan lítur hann í spegilinn og fær
taugaáfall.
Það sem á eftir að ske:
Niola biður Plöntu að reyna að róa Arva og
fer sjálf niður í þorpið til að f reista þess að ná
í þorpssálfræðinginn, þorpsfélagsfræðinginn,
þorpsfélagsráðgjafann, þorpshúðlækninn og
þorpshómópatann.
Niðri í þorpinu hittir hún gamlan vin sinn
Carl Blomkrona landslagsarkitekt, sem misst
hefur fótinn og framanaf vísifingri hægri
handar í sænska hernum í síðari heims-
styrjöldinni.
Carl Blomkrona á við sálræn próblemm að
stríða bæði vegna skafanka sinna og einnig
vegna konu sinnar, sem á við umtalsverð
áfengispróblemm að stríða. Niola fer með
Carli heim til hans og huggar hann. Þau f inna
það þessa nótt að þau eiga mörg sameiginleg
próblemm. Niola segir Carli hvers vegna hún'
hafi skilið við manninn sinn, en þeirra pró-
blemm var það að hann gerðist fráhverfur
uppvaskinu svo eina lausnin var að skilja.
Niola og Carl ákveða síðan að leysa lífs-
próblemmin saman. Þegar hún svo kemur
heim aftur næsta dag eru Arve og Planta enn i
rúminu. Arve á ekki lengur við bólupróblemm
að stríða og Planta hef ur tekið gleði sína. Þau
hafa leyst sín próblemm með líkamsendur-
hæfingu (kropsterapí) og Niola sendir þorps-
sálf ræðinginn, þorpsfélagsf ræðinginn, þorps-
félagsráðgjafann, þorpshúðlækninn og þorps-
hómópatann heim aftur. Niola Blomkvist og
Carl Blomkrona landslagsarkitekt ákveða að
hef ja sambúð með Arve Blomkvist og Plöntu
Rosenbaum. En þau standa nú andspænis
því geigvænlega próblemmi að ekkert hald-
bært próblemm er fyrir hendi að leysa.
Hvað sagði raunar ekki dramadurgurinn
(leikhúsfræðingurinn) sænski á Vasaleikhús-
semenaríinu í fyrra:
Það er svía sjónarmið
að sýna beri próblemmið,
arka með það uppá svið
svo áhorfendur komist við.
Flosi.
Auglýsingasimi
Þjóðviljans er
81333
OIODVIUINM
Pílagrímsflug hefst
ný hjá Flugleiðum
a
Flugleiðir hafa gert samning
við Indónesa um að flytja um 15
TORFÆRUAKSTURS-
KEPPNI
Veröur haldin við
Helgafell, Grindavlk
sunnudaginn 16. sept.
kl. 14.00
Komið og sjáið spennandi keppni
og styrkið gott málefni
Björgunarsveitin Stakkur,
Keflavlk
þúsund pilagrima frá Indónesiu
til Keddah i Saudi-Arabiu. Flogið
verður i tveimur lotum og
flutningunum lokið f byrjun
desembcr. Allt að 80 flugliðar
munu starfa við flutningana og
Flugleiöir munu nota DC-10 þotu
sina við leiguflugið.
Samningur Flugleiða er geröur
við hið indónesiska flugfélag
Garuda, og verður flogiö með
pilagrimana frá Surabaya i
Indónesiu til Jeddah. Þaöan ligg-
ur svo leiö pilagrimanna á jörðu
niðri til Mekka, en á þeirri borg
hvilir mest helgi i gervallri mii-
hameðstrú.
Fyrri lotan hefst 29. þessa
mánaðar og verða þá mú-
hameöskupilagrimarnirfluttir til
Jeddah með viðkomu í Dubai og
þeim flutningum lýkur 25. okt.
Siðan verða þeir fluttir til baka
frá Saudi-Arabiu milli afmælis-
dags rússnesku bytingarinnar, 7.
nóv. og 2. desember.
Sem fyrr segir veröa fluttir um
15-16 þúsund pilagrimar og verða
farnar aö minnsta kosti 20 feröir
samanlagt. Möguleiki er á 3-4
ferðum i viðbót.
—ÖS
70 þúsund komu
á vörusýninguna
Nær 70 þúsund manns sóttu
Alþjóðiegu vörusýninguna i
Laugardalshöll dagana 24. ágúst
til 9. september, að þvl er kemur
fram i fréttatilkynningu frá for-
svarsmönnum hennar. 150 fyrir-
tæki sýndu þar vörur frá mörgum
löndum á u.þ.b. 6000 fermetra
sýningarsvæði.
Skemmtiatriöi og tiskusýning-
ar voru daglega oglætur nærri aö
55 þUsund manns hafi séö þessi
sýningaratriði.
Meðal þeirra sem skemmtu
sýningargestum voru Hjómsveit-
in Brunaliðið — Guðrún A.
Simonar — HLH-flokkurinn —
Guömundur Guðjónsson og Sigfús
Halidórsson —20 manna dans- og
söngflokkurfrá Sovétrikjunum og
Haraldur og skrýplarmr.
Tveggja hæða strætisvagninn
frá London sem var tákn sýn-
ingarinnar fór i Utsýnisferðir á
klukkutimafresti meðan sýning
var opin og flutti alls um 9.000
farþega.
Sýningargestir voru þátt-
takendur I gestahappdrætti þar
sem happdrættismiði fylgdi
hverjum aögöngumiða. Voru
daglega dregnir út ferðavinning-
ar aö upphæð kr. 500 þúsund i ein-
hverri af sólarferðum Útsýnar.
Eftirtalin númer hlutu vinning i
gestahappdrættinu:
826— 2707— 8398— 15414 — 16152
— 21997 — 24594 — 26835 — 30219 —
39987 — 41061 — 44728 — 48033 —
52796 — 54353 — 60872 — 66847.