Þjóðviljinn - 19.09.1979, Blaðsíða 10
I
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. september 1979
i gær var lagður fram í borgarráði sameingarsamn-
ingur um stofnun nýrrar Landsvirkjunar og fer fyrri
umræða um samninginn fram í borgarstjórn
Reykjavíkur á morgun, fimmtudag. Samningurinn var
undirritaður í vor með venjulegum fyrirvara um stað-
festingu viðkomandi aðila, þ.e. borgarstjórnar
Reykjavíkur, bæjarstjórnar Akureyrar og alþingis, og
hafa Akureyringar þegar staðfest hann fyrir sitt leyti.
I borgarstjórn Reykjavíkur hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn lýst mikilli andstöðu við samninginn og neituðu
borgarfulltrúar hans að taka sæti í samninganefndinni
sem skipuð var i vor. I henni áttu því aðeins sæti full-
trúar meirihlutans, þeir Sigurjón Pétursson, Björgvin
Guðmundsson og Kristján Benediktsson. Andstöðu hefur
hins vegarekki gætt hjá fulltrúum SjáIfstæðisf lokksins á
Akureyri, en bæjarstjórn Akureyrar staðfesti
samninginn einróna.
Sigurjóti Pétursson
um nýja Landsvirkjun:
Miklu hagkvæmara að
sameina fyrirtækin
1 sumar urðu nokkur blaðaskrif
um samninginn og sendi
samninganefnd Reykjavikur-
borgar þá frá sér greinargerð um
efnihans. Þjóðviljinn ræddi þessi
mál við Sigurjón Pétursson og
spuröi hann fyrst hvers vegna
þeir hefðu sent þessa greinargerð
frá sér.
„Við töldum þaö nauðsynlegt
vegna þess að I skrifum um mál-
e&ii Landsvirkjunar og þessa
nýja fyrirtækis hefur gætt veru-
legs misskilnings og rangfærslna,
— aö þvi er virðist i þeim tilgangi
aötelja fólki trú um að samnings-
geröin sé mjög óhagstæð fyrir
Reykvikinga”, sagði Sigurjón. ,,I
öðru lagi er þarna um mjög stórt
mál að ræða, og viö teljum
nauösynlegt að gera Reykvik-
ingum grein fyrir þvi hvaða
ástæður eru fyrir samnings-
gerðinni og við hvaða aðstæöur
samningurinn er gerður.
í þvi sambandi verða menn að
hafa sterklega 1 huga að i lögum
um Landsvirkjunfrá 1965 er skýrt
ákvæði um að eigendur Laxár-
virkjunar geti tekið einhliða
ákvörðun um það hvort þeir vilja
sameinast La nd s vi rk ju n .
Samkvæmt lögunum getur slik
sameining orðið án þess aö
nokkrar sérstakar samninga-
viöræöur fari fram, og Laxár-
virkjun getur þannig gerst þriðji
eignaraöilinn aö Landsvirkjun
ásamt Reykjavikurborg og
rikinu. 1 lögunum er einnig
ákvæði um að rikissjóöur hafi
undir öllum kringumstæðum
helmingseignaraöild I þvi nýja
fyrirtæki, ef hann óskar eftir þvi.
Það lá einnig fyrir, aö bæjar-
stjórn Akueyrar, sem á 65% i
Laxárvirkjun, hafði þegar gert
samþykkt um að taka upp
viðræður um aöild aö Lands-
virkjun, og lýstu fulltnlar Laxár-
virkjunar isamningaviöræöunum
þvi yfir að þeir myndu neyta
ákvasðis laganna frá 1965 ef
samningar tækjust ekki.”
— Mælir eitthvað gegn þvf að
Laxárvirkjun sameinist Lands-
virkjun?
„I sjálfu sér ekki, nema það að
ef ekki eru jafnframt teknar inn í
fýrirtækið þær linur, sem tengja
orkuverin saman, þá er sam-
rekstur þeirra ekkert hagkvæm-
ari en ef þau væru áfram rekin
sem tvö sjálfstæö fyrirtæki.
Sameining Laxárvirkjunar og
Landsvirkjunar sýnist ekki
breyta neinu um raforkuverðið
frá sameiginlegu fyrirtæki, þar
sem bæði fyrirtækinseljanúorku
á sama verði til notenda sinna.”
Hækkar ekki verðið
— Nú töldu margir sýnt að raf-
orkuverð til Reykvikinga myndi
hækka viö yfrtöku byggðalin-
anna.
„Þegar ákveðið var að taka
þátt i þessum samningaviðræö-
um, boðuöu Sjálfstæðismenn i
borgarstjórn tillöguflutning um
allsherjaratkvæðagreiöslu meöal
borgarbúa um slika sameiningu,
þar sem þeir voru andvigir
stækkun fyrirtækisins og töldu að
um verulega hækkun á raforku-
verði til Reykjavikur yrði að ræða
i þessu nýja fyrirtæki.
I samningaviðræöunum hefur
málum hinsvegar verið þannig
fyrirkomið, að þrátt fyrir að
fyrirtækiö yfirtaki byggöalfn-
urnar, sem Reykvikingar eign-
ast þar með hlutdeQd f, verður
engin hækkun á raforkuveröi.
Birgir Isleifur Gunnarsson hélt
þvi ákveðið fram þegar samþykkt
var að hefja samningaviðræð-
urnar, að ástæða væri til að efna
til aílsherjaratkvæöagreiðslu
meðal borgarbúa um samninginn
vegna „stórhækkaðs rafmagns-
verös”. Sú forsenda er nú alger-
lega fallin um s jálfa sig, en Birgir
heldur samt fast við tillöguna.
Þaöer skiljanlegt, þar sem hann
var ekki með fjárhagslega hags-
muni Reykvikinga i huga heldur
einungis að reyna að finna sér
pólitiska stöðu til að vera á móti
málinu. Það sést best á þvi að
Birgir ísleifur Gunnarsson sem
situr i stjórn Landsvirkjunar
samþykkti þar virkjun viö
Hrauneyjarfoss, en sú virkjun
mun þýða nálega 100% hækkun á
heildsöluverði Landsvirkjunar
vegna aukinnar greiðslubyrði og
lántöku fyrirtækisins. Engin til-
laga kom þá frá honum um að
leggja þessa 100% hækkun undir
atkvæöagreiðslu i Reykjavikur-
borg, enda hefur slfkt aldrei verið
venjan. Auðvitaö er eölilegt að
borgarstjórn Reykjavikur taki
ákvörðun, enda er málið ekkí
afdrifarlkara en mjög margt
annað sem borgarstjórn er falið
að afgreiða i umboöi borgar-
anna.”
Réttarstaðan
betur tryggð
— Nú hefur veriö fullyrt aö
áhrif Reykvikinga á stjórn þessa
nýja fyrirtækis myndu minnka
frá þvi sem nú er I stjórn Lands-
virkjunar.
„Samkvæmt lögum um Lands-
virkjun, sem gera ráö fyrir sam-
einingu Laxárvirkjunar og
Landsvirkjunar, heföi rikið átt 3
fulltrúa i 7 manna stjórn fýrir-
tækisins. Reykvikingar hefðu
fengið 3 og Laxárvirkjun 1, en
formaður stjórnarinnar sem gert
er ráð fyrir að skipaður veröi af
rlkinu hefði haft 2 atkvæði, þann-
igaðiöllummálumhefði rikiðátt
4 atkvæði á móti 3 atkvæöum
Reykvikinga, og ef við lltum á
sveitarfélögin sem einn aðila þá
hefði rikiö átt helming á móti
þeim.
Samkvæmt þvi samkomulagi
sem nú hefur veriö gert þarf viö
alla meiriháttar ákvaröanatöku
2/3 af öllum atkvæðum I 9 manna
stjórn fyrirtækisins, þannig að
fulltrúar Laxárvirkjunar og
Sigurjón Pétursson: Augljóslega
mun hagkvæmara að sameina
fyrirtækin og hafa rekstur raf-
orkuöflunar á einni hendi.
Reykjavikurborgar geta sam-
eiginlega stöðvað öll mál. 1
sameignarsamningnum er gert
ráð fyrir þvi að stjórnin verði 9
manna; 3 væru frá Reykjavik, 4
kosnir af rflcinu og 1 frá Laxár-
virkjun. Slðan eiga þessir þrlr
aðilar að koma sér saman um
niunda manninn, þ.e. formann
stjórnarinnar, — sem þá veröur
hvorki fulltrúi rikisvaldsins né
nokkurs annars, heldur aöili sem
allir sameinast um. Réttarstaða
Reykjavikurborgar er með þessu
mun betur tryggö en skv. gömlu
lögunum frá 1965.
A hitt má svo aftur benda að
hingað til hafa engin þau
ágreiningsmál komið upp i stjórn
Landsvirkjunar ] sem skipta
stjórnarmönnum þar annars
vegar I fulltrúa rikisvaldsins og
hins vegar I fulltrúa sveitar-
félagsins.”
Margskonar ávinningur
— Hver verður ávinningurinn
af þessu nýja fyrirtæki?
„Avinningurinn er margs
konar. Þaö er augljóslega miklu
hagkvæmara að sameina þessi
fyrirtæki og hafa rekstur allrar
meginraforkuöflunar i landinu á
Botninn dott-
inn úr and-
stööu Sjálf-
stϗisflokksins
einni hendi. Benda má á að skv.
samningnum fær Landsvirkjun
virkjunarrétt á öllu landinu, en
ekki eingöngu þar sem hún nú
hefur hann á SV-landi.
Það hefur verið svo um langt
skeið, að Landsvirkjun hefúr ein
haft fjárráö til að undirbúa vel
nýja virkjunaráfanga. Þar af
leiðandi hefur aldrei á hennar
vegum verið ráöist I nýja virkjun,
nema allar rannsóknir hafi legiö
fyrir, enda niöurstaðan sú, að
virkjanir hennar hafa reynst hag-
kvæmar og góöar virkjanir.
Sömu sögu er þvi miöur ekki
hægt að segja um ýmsar aðrar
virkjunarframkvæmdir i landinu.
Allir kannast við þær deilur sem
spretta upp um hvar eigi að
virkja næst. Þær hafa fremur
veriðháðar með atkvæðasmölun i
huga og oft beitt pólitfekum
þrýstingi I þvl skyni, heldur en
þær hafi grundvallast á verk-
fræðilegum ástæðum eða hag-
kvæmni virkjunarinnar. Með
þessum samningum er allur
virkjunarréttur i' höndum nýrrar
Landsvirkjunar, og þar sem
fyrirtækið mun væntanlega hér
eftir sem hingaö til beita rann-
sóknum við val hentugustu
virkjunarstaöanna mun póli-
tiskur þrýstingur af þessu tagi
hverfa.
Menn vilja kannski halda þvi
fram að Reykvikingum komi það
ekkert við þó virkjaö sé óhag-
kvæmt og dýrt i öðrum^kjör-
dæmum landsins, en sIKt er
algjör misskilningur, sem sést
bestá þvi að Reykvlkingar búa nú
við þungt verðjöfnunargjald, til
aö greiöa kostnað við óhag-
kvæmar virkjanir viða um land.
Allur sá kostnaður sem rikið
tekur beint á sig vegna óhag-
kvæmrar raforkuöflunar er
greiddur af sköttum sem leggjast
á Reykvikinga ekki siður en á
aðra landsmenn.”
Aukið öryggi
— Nú hafa Sjálfstæðismenn
fuilyrt að afleiðingar samnings-
ins yrðu m.a. rafmagns-
skömmtun hér i Reykjavik.
„Þær fullyrðingar eru aö sjálf-
sögðu rangar að samningur um
útvlkkun Landsvirkjunar kalli
rafmagnsskömmtun yfir Reyk-
vlkinga. Ef til þess þyrfti að grípa
að skammta rafmagn yröi það
eingöngu vegna þess aö vatns-
foröi okkar er mjög lltill eftir
sumarið og s.l. vetur.
Það ástand gæti hins vegar
lagast nú með haustinu eins og
gerðist I fyrra, en um það höfum
við engan samningsrétt eða
Reykvlkingar atkvæðisrétt eins
og ailir hjóta að skilja. A það má
hins vegar benda að þau ákvæði
samningsins sem fjalla um raf-
orkuskömmtun eru óbreytt frá
því I núgildandi Landsvirkjunar-
samningi. I sjöttu grein
samningsins er skýrt tekið fram
að komi til þessað skammta þurfi
raforkusölu muni sú skömmtun ■
bitna fyrst á stórnotendum, þ.e.
Alverinu, Grundartanga, ■
Aburðarverksmiðjunni og öðrum ■
stórfyrirtækjum.
Samningurinn og stækkun
Landsvirkjunar auka hins vegar
á öryggi Reykvikinga I raforku- '
málum. Varaafl til raforkufram- |
leiöslu með diselstöðvum er fyrst ■
og fremst til staðar á N- og I
A-landi og með samningnum B
opnast nýir möguleikar á aö ■
tryggja Reykvikingumaðgangað
þessari vararaforku. Samn- ,
ingurinn tryggir þvi aukið raf- I
orkuöryggi fyrir notendur á ■
S-V-landi.”
Ágreiningur
um Kröflu
— Hvað með Kröflu?
„1 samningnum er tekið fram "
að þegar rekstur Kröflu er kom- ■
inn á tryggan grundvöll og virkj-
unin er ekki fjárhagslega óhag-
kvæmari ai aörir kostir sem völ I
er á,skv. mati stjórnar Lands- ■
virkjunar, sé heimilt aö yfirtaka
reksturinn. ■
Um Kröf luvirkjun er hins vegar
ágreiningur innan meirihlutans i
Reykjavik. Ég hef ásamt Fram-
sóknarfulltrúanum lýst þvl yfir I
að við viljum fá ákvæði inn i
samninginn um að Landsvirkjun |
taki strax að sér rekstur Kröfiu- ■
virkjunar en á kostnaö rikissjóðs
og að yfirtaka fari ekki fram fyrr m
en rekstur virkjunarinnar er _
kominn á tryggan grundvöil.
Kröfhivirkjun er staðreynd, og ■
það þýðir ekki að stinga höfðinu i
sandinn og láta eins og hún sé ■
ekki til. Virkjunin hefur ekkert ■
sjálfstættorkusölusvæði ogþvf tel
ég eðlilegt að hún sé frá upphafi
tekin inn I þennan rekstur, þó ég
telji að Landsvirkjun eigi ekki að ■
kaupa raforku þaöan á öðru og
dýrara veröi en frá öðrum ■
virkjunum.
Þetta er þó ekki alvarlegur "
ágreiningur. Við munum koma ■
þessu sjónarmiöi okkar ð fram-
færi við afgreiðslu málsins og
greiöa um það atkvææöi, en við
munum skrifa undir samninginn ■
og samþykkja hann, þó þetta
atriði nái ekki fram að ganga.” ■
Full samstaða
I meirihlutanum
— Nú hefur þvi verið haldið ■
fram að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
muni greiða atkvæði með Sjáif- ■
stæðisflokknum gegn þessum ■
samningi.
„Ég vil ekki túlka orð hennar á
þann hátt; Ég tel engan vafa á I
þvi að fúll samstaða er I meiri-
hlutanum um þetta mál og vil |
benda á að Sjöfn Sigurbjörns- |
dóttir sat fund I borgarráði og i
greiddi þar atkvæði meö þvi að I
tillögu Sjálfstæðisflokksins um
allsherjaratkvæðagreiðslu yröi
frestað. Ég tel það jafnframt af- I
greiðslu á þeirri tillögu, þar sem I ■
henni felst að við teljum ekki |
ástæðu til annars en að borgar- ■
stjórn taki sjálfstæða afstöðu til
málsins.
Ég vil einnigbenda á aðfulltrúi
Alþýöuflokksins hefur skrifað I
undir þessi samnigsdrög ogvafa- ■
laust hefur hann gert það i fullu
samráöi við sinn flokk og borgar- ■
málaráð hans.”
— Hvað meö afstöðu Sjálf-
stæöisflokksins?
,,Þeir munu vafalaust greiöa I
atkvæði gegn þessum samningi, ■
þvert á móti þvi sem flokks-
bræður þeirra fyrir noröan hafa ■
gert. Þegar málflutningur þeirra ■
nú er skoðaöur eins og hann hefur
birst I skrifum Birgis lsl. Gunn- ■
arssonar, er greinilegt aö það eru ■
allt önnur atriði sem þeir nú
gagnrýna heldur en þau sem þeir
gagnrýndu þegar viðræðurnar ■
voru settar i gang. Þetta bendir
til þess að andstaöan byggi ekki á
máiefnalegum ágreiningi, heldur ■
hafa þeir ákveðið að vera á móti
samningnum og leita nú logandi 2
ljósi að einhverju til að biása upp.
Það er athyglisvért fyrir kjós- ■
endur Sjálfstæðisflokksins, að
fulltrúar þeirra I borgarstjórn ■
skuli neita að taka þátt i |
viöræðum um mál sem þeir nú
segja að sé viðamesta og afdrifa-
rlkasta mál sem borgarstjórnin
hefur fjallað um. I öörum
flokkum væri það talin næg
ástæðatil þessað skipta um full- ■
trúa.”
—AI S
n