Þjóðviljinn - 22.09.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.09.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Þrlr bátar róa meO net frá Þórshöfn og hafa haft reytings- afla. Þrlr eru geröir út á linu og hefur afli þeirra veriö frekar lé- legur. Næg atvinna er á Þórshöfn. Slátrun hófst þar á miövikudag- inn. Aöeins hefur veriö smalaö úr tveim heiöum. Leitarmenn gáfust upp viö aöra þeirra og komu aö- eins meö hluta fjárins úr hinni. Eru bændur hræddir um aö fé fenni og útlitiö viröist ekki bjart, hvaö heimtur varöar. -eös/Arnþór Slátrun hafin á Fjár- söfnun Sjálfs- bjargar A morgun, sunnudag er hinn árlegi merkja og blaösöludagur Sjálfsbjargar. Arsrit Sjálfs- bjargar er nú selt i 21. skipti og kostar kr. 500. Merki Sjálfsbjargar kostar aö þessu sinni kr. 300 og fer sala á merkjum og blööum fram hjá Sjálfsbjargarfélögum og velunnurum samtakanna um land allt. Afgreiösla merkja og blaöa á Stór-Reykjavikursvæöinu veröur I félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12.- _ 1. hæö i dag kl. 13.00 til 17.00 og á morgun frá kl. 10 á sama staö. Innan Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, eru 13 félög og hefur starfsemi þeirra veriö mikil. Sjö þeirra eiga húsnæöi fyrir starfsemi. sina. -ekh. Hér er veriö aö selflytja nýja kjötiö úr birgöageymslum SS til flutnings I verslanir. Ljósm.-eik. Nýja kjötið selst grimmt Slátrun hófst i tveimur húsum i Rangárvallasýslu s.l. mánudag og hafa nýju kjötbirgðirnar litiö stoppaö I birgöageymslum SS hér 1 Reykjavik. Að sögn sölustjóra SS var gamla kjötiö aö mestu uppurið viku áöur en nýja kjötiö kom á markaöinn og sagöi hann það skýringuna á furöu góöri kjötsölu undanfarna daga. Slátursala hefst i næstu viku. -AI MedaMgtin niður um 2-3 kg. á Norðurlandi Af Noröausturlandi er svipaöa sögu aö segja af vænleik dilka og af Norövesturlandi, (frá honum var skýrt hér I blaöinu i gær), og þó sennilega lakari, ef eitthvaö er. A föstudaginn höföum viö tal af kaupfélagsstjóranum á Húsavlk og sláturhússtjórunum á Akur- eyri og Kópaskeri og fara orö þeirra hér á eftir: Akureyri. I sláturhúsi Kaupfélags Eyfirö- inga á Akureyri hófst sauöfjár- slátrun þann 12. sept. Auk þess rekur Kaupfélagiö sláturhús á Dalvik en þar byrjaöi slátrun þann 18. þ.m.og I Grenivik enþar byrjuöu þeir aö slátra i gær. Ékkert slátu rhús er nú i Ó lafsfiröi en sláturfé flutt til Dalvikur og er þetta þriöja haustiö, sem þaö er gert. Þórarinn Halldórsson, slátur- hússtjóri á Akureyri sagöi okkur, aö sláturf járloforö hjá KEA heföu numið 65.800 kindum. Búast mætti þó viö aö þaö kynni aö veröa eitthvaö fleira. Þórarinn kvaö f allþungann ennþá ekki hafa verið athugaöan svo aö fullyrt yröi hverju munaöi á honum frá þvi I fyrra en menn giskuðu á svona 2 kg. Htísavik. Hreiöar Karlsson, kaupfélags- stjóri á Húsavik sagöi útlitiö hjá bændum almennt vera mjög óálitlegt. Búiö væriaö slátra tals- veröu af dilkum og allt benti tii þess aö meöalvigtin lækkaöi fast aö 3 kg. frá þvi i fyrra. Þýddi þaö a.m.k. 200 milj. kr. tekjutap fyrir bændur á verslunarsvæði Kaup- félagsins, miöaö viö áriö I fyrra. Reynt væri að hraöa slátrun eftir föngum. Jarölitiö væri I Mývatns- sveit og Báröardal. Þar setti niö- ur talsverðan snjó, bleytti svo i honum og frysti siöan. Bændur væru ekki i stakk búnir til þess aö fara aö hýsa og gefa sláturfé. Þvi væri allt kapp lagt á aö hraöa slátrun af þessum svæðum. I Suöur-Þingeyjarsýslu liggur hey sumsstaöar undir snjó og ýmsir hafa ekki lokiö slætti því þýöingarlítiö er aö slá niður i stööugum óþurrki. Spretta var viöast hvar léleg en þó lakari þar sem menn búa aö mestu leyti viö sauöfé þvi þaö var svo lengi á túnum i vor vegna gróöurleysis i úthaga. Kópasker. Aö sögn Jóhannesar Þórarins- sonar sláturhússtjóra á Kópa- Framhald á 14. siöu Stjórn félags járniðnaðarmanna Mótmælirhækkun skatta og búvöru Stjórn félags járniðnaöar- manna mótmælti harðiega á fundi sinum I gær hækkun söluskatts, vörugjalds og iandbúnaðarvöruverðs. t ályktuninni segir að þessar hækkanir sem launafólk verö- ur að bera óbætt i tæpa þrjá mánuði og fær siöan ekki bætta aö fuilu veldur verulegri kjaraskerðingu, og eykur enn frekar þann verðbólguvanda sem við er aö fást. Eöliiegra hefði veriðað gera ráðstafanir til þess að tryggja fullnægj- andi skil söluskatts til rikis- sjóðs og bæta þannig fjárhags- stöðu hans. Jafnframt mótmælti stjórn Félags járniðnaðarmanna breytingum á útreiknings- grundvelli launaliðs bænda i búvöruveröi, og sérstaklega þeirri nýlundu aö reikna greiöslur fyrir feröa- og fæöis- kostnað járniönaöarmanna inn I launaliö búvöruverösins. n ■ i i ■ i ■ i ■ ■ ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i í stuttu máli Endurnýjun skotvopnaleyfa Dómsmálaráöuneytið vekur á þvi athygli I fréttatilkynn- ingu, aö nú um mánaöamótin næstu rennur úfc leyfi til aö endurnýja leyfi fyrir skot- vopnum. Er i þessu sambandi vakin á þvi athygli, aö meö lögum nr. 46 13. mai 1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda voru settar Itarlegri reglur en áöur giltu um skráningu skotvopna og veitingu leyfa fyrir skot- vopnum. Er skotvopnaleyfi nú aðeins veitt fyrir ákveönu skotvopni auökenndu meö númeri. Meö lögunum voru sett ákvæöi um endurnýjun áöur útgefinna skotvopna- leyfa. Skotvopnaeigenaur þurfa aö leita skotvopna- leyfis fyrir 1. október nk. en að þeim tima liönum ber að skila öllum óskráöum skot- vopnum til ' lögreglu. Umsókn um endurnýjun skotvopnaleyfis ásamt saka- vottoröi ber að senda lög- reglustjóra I þvi umdæmi þar sem umsækjandi hefur lög- heimili. Þann 1. október rennur einnig út frestur til aö endur- nýja leyfi til verslunar meö skotvopn og skotfæri. Umsókn um endurnýjun ber að senda dómsmálaráðuneytinu. Litla sviðið aftur i notkun 1 þessari viku hefjast á ný sýningar á litla sviði Þjóðleik- hússins á leikritinu Fröken Margrét. Er þetta þriöja leik- árið sem þessi sýning er tekin upp og eru sýningar orðnar 95 taisins. Leikritið sem er eftir brasilium anninn Roberto Athayde, gerist i skólastofu þar sem Fröken Margrét kennir af mikilli innlifun og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. t verkinu er að- eins eitt hlutverk og hefur Herdis Þorvaldsdóttir hlotið eindregið lof fyrir túlkun sína á hinni áköfu kennslukonu. Þjóöleikhúsiö sýndi Fröken Margréti á leikhúsdögum i Finnlandi s.l. vor og hlaut sýn- ingin mjög góöar viötökur áhorfenda, auk þess sem gagnrýnendur luku einróma lofsoröi á leikstjórn Benedikts Arnasonar og leik Herdisar Þorvaldsdóttur. Á s.l. leikári var Fröken Margrét sýnd i nokkrum skól- um og viöar utan leikhússins, þar eö sýningin er mjög einföld I sniöum og hreyfan- leg. Ætlunin er aö veröa viö Herdis Þorvaldsdóttir I hlut- verki Fröken Margrétar óskurn um aö fá sýninguna i heimsókn og er forráöamönn- um skóla, nemendafélögum og öðrum sem áhuga hafa bent á aö hafa samband viö Þjóö- leikhúsiö hiö fyrsta. Með peninga handa Blindrafélagirui Krakkarnir hér á myndinni eru úr Bústaöahverfi og þau komu hingaö á ritstjórn Þjóðviljans með 9.500 krónur sem þau báðu blaðið að koma til Blindrafélagsins, en peningana fengu þau I ágóða af tombólu. Krakkarnir heita, standandi frá vinstri: Albert Þór Sverrisson, Katrin Eydis Hjörleifsdóttir, og Asa Linda Sverrisdóttir og sitjandi er Róbert Hans Hjörleifsson. ^ —Ljósm.-eik- Buckminster Fuller í heimsókn Hinn heimskunni arkitekt kennari og heimspekingur R. Buckminster Fuller mun heimsækja tsland 23-25. sept. á vegum Spilaborgar hf. og Menningarstofnunar Banda- rikjanna. t Menningarstofnun Bandarikjanna mun hann flytja fyrirlestur sem hann nefnir „Humans in Universe”. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 8.30 24. september og er opinn almenningi. Fuller hefur áöur flutt fyrir- lestur hér á vegum arkitekta. Hann er þekktastur fyrir margir álita meö merkari nýj- nýstárlegar hugmyndir sinar ungum I byggingarlist. varöandi arkitektúr sem -SR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.