Þjóðviljinn - 28.09.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. september 1979 WÓÐVILJINN — SIÐA 9
Lægra
bensin-
verð til
öryrkja?
ANNIE HÖFGEN spurði á
fundinum á Hótel Sögu hvaö
Alþýðubandalagið hefði gert
i málefnum öryrkja.
Viðskiptaráðherra minnti á
þá áherslu sem verkalýös-
hreyfingin og Alþýðubanda-
lagið hefðu alltaf lagt á að
örorkulifeyrir og ellillfeyrir
hækkaði til jafns og um leið
og aðrir fengju veröbætur á
laun I þjóðfélaginu.
Svavar kvaðst hafa sér-
stakar áhyggjur af þvl að hið
háa bensinverð kæmi hart
niður á öryrkjum sem þyrftu
á bifreið að halda til þess aö
komast leiðar sinnar. Hann
hefði lagt fram tillögur um
það I rikisstjórn að öryrkjum
yrði selt bensln á lægra verði
gegn framvisun skilrlkja, en
kerfið segði að þetta væri
„tæknilega óframkvæm-
anlegt”. Viðskiptaráðherra
sagði að hann féllist ekki á
þetta sjónarmið og teldi
þetta vel framkvæmanlegt
væri pólitískur vilji fyrir
hendi. Hann lýsti og eftir
hugmyndum fundarmanna
og annarra um það hvernig
koma mætti til móts við
ör'yrkja á þessu sviöi með
öðrum hætti. — ekh.
Benedikt
og
Kambódía
Elsa Rafnsdóttir spurði á
fundinum með viðskiptaráð-
herra hvort Benedikt
Gröndal utanrlkisráöherra
hefði borið það upp i rikis-
stjórninni að islenska sendi-
sveitin á ailsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna skyldi
viðurkenna Pol Pot stjórnina
I Kambódfu. tsland, Dan-
mörk og Noregur tóku þá af-
stöðu en Svlar og Finnar sátu
hjá við atkvæðagreiðslu um
málið.
Viðskiptaráðherra svaraði
þvi til að utanrlkisráðherra
hefði ekki séð ástæðu til þess,
enda þótt venja væri að
kæmu upp ágreiningsmál á
þingi Sameinuðu þjóðanna
væru þau að minnsta kosti
reifuð I ríkisstjórn. Það bæri
að sjálfsögöu að gera en
Benedikt Gröndal þættist
greinilega einfær um aö fara
með sin mál, eins og ákvörð-
un hans um að hleypa her-
mönnum á Keflavikurflug-
velli út I þjóðlifið bæri
gleggstan vott um. Sú á-
kvörðun hefði ekki verið bor-
in upp I rlkisstjórn. — ekh.
Lækjarhvammur Hótel Sögu var þéttsetinn á borgarafundinum sem Alþýöubandaiagiö I Reykjavlk
efndi til sl. miðvikudagskvöld.
Borgarafundur á HóteJ_ Sögu
40 spurningar og
19 spyrjendur
Á almennum borgarafundi í Lækjar-
hvammi á Hótel Sögu sl. miðvikudags-
kvöld, þar sem Svavar Gestsson við-
skiptaráðherra sat fyrirsvörum um störf
ríkisstjórnarinnar, var húsfyllir og góð
þátttaka í umræðum. Alls komu fram 40
spurningar frá 19 fyrirspyrjendum, sem
margir gerðu nokkra grein fyrir spurn-
ingum sfnum og reifuðu baksvið þeirra
stuttlega. Hér á síðunni í dag verður
greint frá nokkrum fyrirspurnum og
svörum viðskiptaráðherra við þeim og
verður því haldið áfram í Þjóðviljanum
næstu daga.
Svavar Gestsson svaraði 40 fyrir-
spurnum frá 19 fyrirspyrjendum
á fundinum á Hótel Sögu.
Slagur um kaupið
Alþýðubandalagið hefur barist á móti öllum tillögum um að bæta ekki
áhrif efnahagsráðstafana í kaupi
„Slagurinn um kaupið hefur
harðnað, enda oröin um 15% við-
skiptakjararýrnun á einu ári. Það
er sami söngurinn frá samstarfs-
flokkum okkar og öðrum: „Ekki
er hægt að reka þjóðfélagiö án
þess að kaupið lækki. Aftur og
aftur er gerð aðför að kaupinu,”
sagði Svavar Gestsson á Sögu-
fundinum.
1 tilefni af spurningu Asmundar
Hilmarssonar um kaupmáttinn
rifjaði viöskiptaráðherra upp
hvernig slagurinn um kaupið
heföi gengiö fyrir sig I tið nii-
verandi rikisstjórnar. 1 rauninni
hefði hann verið látlaus frá þvi að
rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar
setti kaupránslögin i febrúar ’78.
Þá hefði verkalýsðhreyfingin ris-
ið upp til varnar og i beinu fram-
haldi af þvl heföi Alþýðubanda-
lagiö gengið inn I rikisstjórn til
þess að fylgja fram kröfum henn-
ar um fúlla atvinnu og óskerta
j Jafn kaupmáttur
t upphafsspjalli sinu á fund-
inum vék viöskiptaráöherra að
þvi ætlunarverki rikisstjórnar-
innar að viöhalda kaupmætti
iaunafólks. Hann nefndi þar
einkum tvær tölur. Frá 1. ágúst
1978 til 1. ágúst 1979 hækkaði
vlsitala framfærslukostnaðar
um 42%. A ' ima tlma hækkaði
taxtavisitala verkamanna,
þeas. verkamannakaup, eins og
það er skráö I töxtum, einnig um
42%.
I
■
I
i
■
I
■
I
■
!
Nú að undanförnu, bæði 1. júnl
* og 1. september, heföi fólk oröið
Ifyrir skerðingu á kaupi vegna
viðskiptakjaraskerðingar og
“ vegna oliustyrkshækkunar, sem
| ekki er látin hafa áhrif á kaup-
■ gjaldsvisitölu. Svavar Gestsson
taldi að aldrei hefði kaupmáttur
haldist jafnhár um eins langan
tlma og þaö tlmabil sem núver-
andi rikisstjórn heföi setiö. Milli
veröbótatimabila hefðu komið
einstakir toppar sem væru
hærri,en yfir heildina tekið væri
kaupmáttarkúrvan á hærra og
jafnara stigi i tlð þessarar rlkis-
stjórnar en áöur.
Viðskiptaráðherra minnti
einnig á þann margþætta ávinn-
ing sem fóst I félagsmálapakk-
anum, sem lagður var fram I
tengslum við efnahagsráðstaf-
anirnar 1. desember.
Ásmundur Hilmarssonkvaðst
undrast þessa fullyrðingu við-
skiptaráöherra, og bað hann aö
rökstyöja hana nánar. Svavar
Gestsson nefndi ýmsar tölur
máli slnu til stuðnings. Þannig
kvað hann kaupmátt launataxta
hafa verið þannig frá og meö
1971 miöað við 100 1970: ’71 —
111, ’72 — 128, ’73 — 130, ’74 —
135 (vinstri stjórnar tlmabil),
’75 — 115, ’76 — 109, ’77 — 121.
(hægri stjórnar tlmabil),’78 -130
og ’79 væntanlega 128 — 129 yfir
allt árið.
Til nánari skýringar benti
ráðherra á að kaupmáttartopp-
urinn ’74 heföi aðeins staðið
stutta stund og skýringin á þvl
hvað ’78 kemur tiltölulega vel út
er hinn óvenju hái kaupmáttur
siðari hluta ársins eftir að
núverandi stjórn færði niður
verðlag með niöurgreiöslum á
búvöru og afnámi söluskatts á
matvöru. —ekh
samnmga.
1) Þar með var björninn ekki
unninn eins og viðskiptaráðherra
rifjaði upp. Strax I stjórnarmynd-
unarviöræöunum heímtaT)i
Alþýöuflokkurinn 15% gengisfell-
ingu sem ekki yrði bætt i kaupi.
Það hefði þýtt um 7% kjaraskerð-
ingu. A þessari kröfu slitnaði I
fyrstu lotu upp úr stjórnarmynd-
unarviðræðum.
í næstulotu viðræðnanna féllust
Alþýöubandalagsmenn á gengis-
fellingu gegn þvi að hún yrði að
fullu bætt i kaupi.
2) í sambandi við efnahagsráð-
stafanir 1. desember 1978 kröfð-
ust Alþýöuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn þess aö 14.1%
veröbætur kæmu ekki til útborg-
unar heldur yrðu sett út 3.6% en
afganginn fengi launafólk að bera
bótalaust. Alþýðubandalagið
baröist hart gegn þessu og knúöi
fram 9.1% kauphækkun. Afgang-
inum var mætt meö félagsmála-
pakkanum og skattaleiörétting-
um.
3) „I svartasta skammdeginu,
nánar tiltekið i desember, birti
Alþýöublaðið boöskap Alþýðu-
flokksins i frumvarpsformi um að
ekki slyldi greiða meira en 4%
verðbætur á laun á þriggja
mánaða fresti hvaö sem liði verð-
hækkunum. Miðað við þá ætlun
rikisstjórnarinnar aö koma verð-
bólgu niður I 30 til 35% hefði þetta
þýtt 17% kjaraskerðingu yfir lfn-
una á ári”, sagði Svavar.
A móti þessu barðist Alþýðu-
bandalagiö hart og einnig þeim
hugmyndum sem fram komu i
fyrstu gerö Ólafslaga um 5%
verðbótaþak, sem hefði haft svip-
uð áhrif.
4) Svavar Gestsson minnti
einnig á að þegar áhrif oliuverös-
sprengingarinnar hefðu verið til
umræðu i rikisstjórninni hefði
Alþýðubandalagið lagt til aö sett-
ur yrði á innflutningsskattur og
tekjum af honum varið til þess að
greiða niður olluverö þar til jafn-
vægi kæmist á aftur. Þessa milli-
færsluleið vildu samstarfs-
flokkarnir dtki fara en lögðu til
gengissig til þess aö redda mál-
unum og að áirif þess yrðu ekki
bætt I kaupi. Alþýðubandalagið
féllst aö lokum á 8% gengissig
gegn þvi aö það yröi bætt I kaupi.
5) Loks gat Svavar Gestsson
þess að þegar söluskatts- og vöru-
gjaldshækkanir voru á dagskrá
vegna afkomu rikissjóðs hafi
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur verið meö hugmyndir um
að bæta þær ekki i kaupinu. Gegn
þvi snerlst Alþýðubandalagið að
sjálfsögöu.
„Frá upphafi hefur þessi tog-
streita einkennt stjórnarsam-
starfið. Nærri lá aö Alþýðubanda-
lagið gengi úr rlkisstjórn i átök-
unum um ólafslögin. Alþýðu-
bandalagið hefur lagt fram tillög-
ur um ýmsar aögerðir I efna-
hagsmálum sem hefur verið
fórnað á altari hefðbundinna úr-
ræða. En á móti öllum hugmynd-
um um skerðingu launa með
opinberum efnahagsráöstöfunum
hefur Alþýðubandalagið barist
með oddi og egg eins og heitið var
I upphafi. Þetta er hinsvegar erf-
iöur slagur og eflaust æði torskil-
in stundum, sérstaklega i
áróðursmoldviðrinu sem dynur
yfir þjóðina,” sagði Svavar
Gestsson. _ekh