Þjóðviljinn - 10.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1979, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Á VLNSTRI ARMINUM í DÖNSKUM STJÓRNMÁLUM: Deilt um afstöðu til krata Danskir sjómenn eru mjög ötulir f kjarabaráttu sinni. Nú hefur sam- band þeirra höfðaO mál á hendur tveim útgerðarfyrirtækjum, sem neituðu að ráða útlærðan háseta á þeirri forsendu að hún er kona. A meðan iögfræðingar þráttuðu um jafnstööulögin, stóð stúlkan, Sonja Jensen, fyrir utan með fána sambandsins, og félagar hennar dreifðu dreifiritum. 1 danska kommúnistaflokknum eru nú heiftúðug átök milli tveggja arma flokksins. Flokks- forystan og meirihluti fiokksins leggur allt kapp á að fá Sóslal- demókrata til samstarfs, en sú stefna hefur viða mætt andstöðu, einkum meöal verkalýðsflokks- ins. Nú hefur hin kommúnfska forysta Sjómannasambandsins brotið opinskátt i bága við sátta- stefnu flokksforystunnar, og af þeim sökum hafa formaður Sjómannasambandsins og tveir aðrir hrökklast úr miðstjórn flokksins. Uppreisnarseggurinn Preben Möller Hansen, formaöur Sjó- mannasambandsins. Inn úr kuldanum Danski kommúnistaflokkurinn (DKP) var all-öflugur fyrstu árin eftir strið, en um 1956 urðu þar miklar deilur vegna uppgjörsins við stalínismann. Mikill hluti flokksmanna yfirgaf þá flokkinn eða var rekinn úr honum, og DKP var áhrifalftill næstu 15 árin. Hann efldist á nýjan leik um 1970, þar eð hann þótti ganga rösklega fram, bæði i baráttunni gegn Efnahagsbandalaginu og eins I kjarabaráttu verkafólks. Bæði I verkalýðshreyfingu og þingsalabrölti hefur DKP einkum haft samstarf til vinstri, þ.e. við Vinstrisósialista (VS) og Sósialiska þjóðarflokkinn (SF). A siðustu misserum hefur hann hins vegar markað þá stefnu aö sam- fylkja með krötum á sem flestum vigstöðvum. Kratar hafa hins vegar ekkert viljað starfa með DKP, þar til nú nýverið. 1 haust stóð DKP I fyrsta sinn að gerð fjárhagsáætlana i stórum sveitarfélögum, þ.á m. Kaup- mannahöfn og Árósum. 1 félagi við krata standa þeir að auknum sparnaði þar, t.d. dagvistunar- málum. Jafnframt hefur verka- lýðspólitikin tekið mið af þvi, að ekki má styggja hina kratisku forystu alþýöusambandsins. Stefnt er að þvl að rjúfa stjórnar- samstarf kráta og Venstre, mynda „vinstri” meirihluta á þingi og gerast fullgildur aðili i forystu verkalýðshreyfingarinn- ar. Andstaðan Sáttfýsi DKP-forystunnar hefur sætt vaxandi gagnrýni innan flokksins, en hinir ýmsu and- stöðuhópar hafa verið einangrað- ir. Sem dæmi má nefna iðnnema- sambandiö, en það hefur lotið forystu ungra kommúnista og ekki hlotið viðurkenningu krata eða alþýðusambandsins. Fyrst I stað svöruðu iðnnemar fullum hálsi, en nú hafa þeir slegið af gagnrýni sinni á krata, — m.a. samþykkt möglunarlaust að danska járniðnaðarsambandið bannaði járniðnaðarnemum að vera I iðnnemasambandinu! Afleiðingin varð sú að stór hluti virkra kommúnista i iðnnema- hreyfingunni sagði sig úr flokkn- um i fyrra og starfar nú með VS, SF og öðrum róttæklingum i and- stöðu við DKP. Svipaða sögu er að segja úr mörgum verkalýðs- félögum, og margir sveitar- stjórnarfulltrúar DKP, sem hafa ekki sætt sig við stefnu forystunnar, hafa sagt af sér, en aðrir verið reknir úr flokknum. Preben Möller Hansen Formaður sjómannasam- bandsins, Preben Möller Hansen, er einn þekktasti og umdeildasti verkalýðsleiðtogi DKP. Hann þykir dugmikill i kjarabaráttu, en aðferðir hans hafa sætt gagnrýni úr öllum áttum. Borgarapressan klifar gjarnan á handalögmálum sem verða i verkfallsaðgerðum sjómanna. Almenna hneykslun vakti hann, þegar hann visaði nokkrum forystumönnum krata i Sjómannasambandinu úr sam- tökunum, og það sama varð uppi á teningnum þegar hann lenti I kjaradeilu við skrifstofufólk sam- bandsins i hitteðfyrra. Þegar það vildi ekki una lengur við mun lægri laun en tiðkast i sams konar störfum, henti hann þvi á dyr eins og harðasti atvinnurekandi. Preben Möller Hansen minnir um margt á bandariska verkalýös- leiðtoga: óbilgjarn og óvandur að meðölum, en tryggir félagsmönn- um sinum tiltölulega góð laun. Sjómannasambandið hyggst færa út kvíarnar Danska sjómannasambandið hefur lengi átt I útistöðum við alþýðusambandið og er reyndar ekki aðili aö þvi lengur. Ástæðan er sú aö Sjómannasambandið hefur neitað að greiða alþýðu- sambandinu iðgjöld sin, á meðan stór hluti þeirra rennur til Sósialdemókrata og blaðakosts þeirra. Fyrir nokkrum vikum tók svo að skerarst verulega i odda, þegar það siaðist út, aö Sjó- mannasambandið hygðist mynda Samband flutningaverkamanna, sem mundi ná til fleiri en sjómanna, s.s. hafnarverka- manna. Astæöa þessa ráðabruggs er ekki sist sú, að skv. nýlegum lögum yfirtekur rikið atvinnu- leysistryggingasjóði sambanda með færri en 5000 félaga. Sjómannasambandið er rétt á mörkunum, og félögum þess fer fækkandi, svo að sjálfstæði þess er að miklu leyti komið undir þvi að þvi takist að færa út kviarnar. Danska verkamannasamband- ið mundi missa marga virkustu hópana yfir til sambands flutn- ingaverkamanna, og það mót- mælti þvi hástöfum. Alþýðusam- bandiö tók undir, DKP-menn 1 verkamannasambandinu lýstu vanþóknun á framferði Sjómannasambandsins, og flokksformaðurinn Jörgen Jensen tók I sama streng. Preben Möller Hansen fór sinu fram eins og venjulega, og sl. mánudag var miðstjórnarfundur I DKP, þar sem Preben varð að segja af sér stöðu sinni i miðstjórn og framkvæmdastjórn og fylgdu honum tveir miðstjórnarmenn. Um leiö lýsti hann þvi yfir aö hann hygðist berjast til þrautar um stefnu sina á næsta flokksþingi. Svo virðist sem óánægjuöfl inn- an DKP séu nú að safnast saman um Preben Möller Hansen, og m.a. hafa stuðningsmenn hans gefið út bréf sem hann ritaöi for- manni flokksins og flytur þungar ásakanir á flokksforystuna. Nýjar markalinur Það er ekki sérdanskt fyrir- bæri, að bilið mjókki milli kommúnista og kratiskrar verka- lýðsforystu. Um alla Evrópu er hið sama aö verða ljóst: að eng- inn grundvallarmunur er á þess- um pólitisku straumum, þvi aö báðir stefna fremur að rikis- kapitalisma en afnámi auðskipu- lagsins. Þegar slikir umbótasinn- ar komast i stjórnaraðstöðu eða sýna að þeir eru tækir i stjórn, verður hlutverk þeirra fremur aö slæva stéttarbaráttuna en efla hana. Það veldur hins vegar óánægju meðal herskárra verka- lýðssinna i þessum flokkum, eins og sést á átökunum I DKP. Um langan aldur hafa mörkin I danskri verkalýðshreyfingu verið dregin við vinstri jaöar Sósial- demókrata. Nú viröisthins vegar, að meirihluti DKP sé að færast yfir þau mörk. Um leið eflast byltingarsinnaðir sósialistar sem andstöðuafl, en hinn herskái vinstri armur kommúnista virðist f upplausn. Það er tæplega á færi ævintýramanna eins og Preben Möller Hansen að endurreisa stöðu danskra kommúnista sem forystuafls i andstöðu gegn stéttasamvinnunni. Kaupmannahöfn 26. 9.1979 Gestur Guðmundsson P.S. 27.9.1 dag hörnuöu átökin innan DKP enn frekar. Formaður flokksins, Jörgen Jensen, lýsti þvi yfir, að Preben Möller Hansen og 11 helstu stuðningsmenn hans yrðu reknir úr flokknum. Þessi snöggu viðbrögð ber eflaust að skilja i ljósi þess, að flokks- forystan vill koma I veg fvrir að Preben Möller Hansen safni hin- um dreifðu óánægjuöflum flokks- ins saman. RAÐSTEFNA um kjördæma- og kosmngaskipan Eins og auglýst var í Þjóðvilianum í síðustu viku efna Alþýðubandalagið í Reykjavik og kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Reykjanesi til ráðstefnu um kjördæma- og kosningaskipan helgina 14. október n.k. i Þinghóli í Kópa- vogi. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 á laugardag og lýkur um kvöldmatarleytið á sunnudag. Ráðstefnan er opin félags- mönnum í Alþýðubandalaginu. Framsögumenn verða Gils Guðmundsson sem fjallar um kjördæma- og kosningaskipan í nokkrum nágranna- löndum, Hjalti Kristgeirsson sem talar um kosningaskipan í Ijósi lýðræðisbaráttu sósíalista og Svanur Kristjánsson sem ræðir annmarka núverandi kjördæma- og kosninga- skipunarog leiðirtil úrbóta. Þá mun ólafur Ragnar Gríms- son gera grein fyrir störfum stjórnarskrárnef ndar. A ráðstefnunni munu starfa þrir umræðuhópar sem fjalla um eftirfarandi viðfangsefni: 1. Á að breyta núverandi kjördæmaskipan í grundvallar- atriðum? 2. Hvernig á að tryggja jafnari atkvæðisrétt landsmanna? 3. Er æskilegt að gera val þingmanna persónubundnara? Fundarstjórar ráðstefnunnar verða Álfheiður Ingadótt- ir* Benedikt Davíðsson oq Jóhann Geirdal. Umræðustjórar á ráðstefnunni verða Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, ólafur R. Einars- son, Adda Bára Sigfúsdóttir, Hilmar Ingólfsson og Baldur óskarsson, og stýra þau hver sínum umræðuhópi sem starfa mun á ráðstefnunni. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík að Grettiggötu 3, sími 17500. Hjalti Kristgeirsson Alf heiður Ingadóttir Ólafur Ragnar Grlmsson Svanur Kristjánsson Benedikt Daviðsson Jóhann Geirdal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.