Þjóðviljinn - 10.10.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.10.1979, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. október 1979 Miövikudagur 10. oktdber 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 Svavar Gestsson viðskiptaráöherra: Sárast yrði mér um ýmsar félags- legar umbætur Þó að ýmis stórmál séu i gangi í viðskiptaráðuneyt- inu hef ég ekki síður auga á ýmsum öðrum málum sem rikisstjórnin hefur samþykkt og sárast yrði mér um ef ýmsar félags- legar umbætur fyrir launafólk næðu ekki fram að ganga og nefni ég þar t.d. frumvörp um lífeyris- sjóði fyrir aldraða og um húsnæðismálastjórnarlán, sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í samtali við Þjóðviljann og bætti þvi við að ekki blési byrlega ef flokkur félags- málaráðherra hlypi frá öllum þessum málum. Þau mál sem unnin hafa veriö i viðskiptaráðuneytinu er t.d. frumvarp um bankamál þar sem gert er ráð fyrir sameiningu rikisbanka og lagt var fram i april, en tókst ekki að koma fram, sagði Svavar. Framsóknarflokk- urinn var þá hikandi en málið var Svavar Gestsson: Komist á þing- meirihluti Sjálfstæðisflokks meö öörum hvorum eöa báöum hinna flokkanna er gefiö mál aö þessum frumvörpum yrði breytt svo aö þau fengju allt annaö inntak. aftur tekið fyrir i rikisstjórninni nú i haust og studdi Alþýðuflokk- urinn það sem fyrr en Framsóknarflokkurinn bað um frest til að taka ákvörðun. Ég var vongóður um framgang þess. Þá má nefna frumvarp um banka I eigu hlutafélaga og sparisjóði sem gerði ráð fyrir tryggari rekstri og eflingu á innra eftirliti þeirra. Frumvarpið um afborgunar- skilmála var komið langleiðina i gegnum Alþingi s.l. vor og átti nú að leggjast fyrir það að nýju. Þar er um að ræða lagasetningu sem er nýjung á íslandi. Oliunefnd til að gera könnun á oliukaupum og innflutningi átti að skila af sér i nóvember og ætlunin var að leggja frumvarp um breytingará þessum málum fyrir Alþingi á þessu ári. Þá nefndi Svavar frumvarp um hvernig betur má tryggja fyrir- komulag á útgáfu og dreifingu verslunarleyfa sem lagt var fyrir Alþingi i fyrra og verður aftur lagt fram núna. Svavar sagði að það væri alveg gefið mál að þessum frumvörpum yrði breytt ef á kæmist þing- meirihluti Sjálfstæðisflokksins með öðrum hvorum eða báðum hinna flokkanna svo að þau fengju allt annað inntak og mein- ingu. — GFr Nýrri stefnumótun i landbúnaðarmálum Stefnt í hættu segir Steingrimur Hermannsson Kannski er stærsta málið sem heyrir undir mig breyting á framleiðslu- ráðslögum landbúnaðarins sem mikil vinna hefur verið lögð í og felur t sér nýja stefnumörkun. Með fyrirsjáanlegum stjórnar- slitum er máli þessu stefnt í hættu, sagði Steingrímur Hermannsson dóms- og landbúnaðarráðherra í samtali við Þjóðviljann. Frumvarpið um breytingu á framleiðsluráðslögum er i sam- ræmi við þá stefnu i stjórnarsátt- málanum að iandbúnaðarfram- leiöslan skuli vera sem næst þörfum þjóöarinnar og iðnaðarins og feiur í sér verulega breytingu á framleiðsluháttum. Ætlunin var að ná þessum breytingum fram Steingrimur Hermannsson: Óvis'suástand á Alþingi I vetur kann aö valda þvl, aö málum veröur ýmist stefnt I hættu eöa slegiö á frest. með samkomulagi við bændur en fara ekki markaðsleiðina eins og margir Alþýðuflokksmenn hafa viljað, sagði Steingrimur. Fyrir lOdögum samþykkti rikisstjórnin að beinar viðræður skyldu fara fram við Stéttarsamband bænda um þessar breytingar með þátt- töku fulltrúa allra stjórnarflokk- anna og Sjálfstæðisflokksins. Steingrimur sagði að mörg smærri frumvörp lægju fyrir i landbúnaðarráðuneytinu. 1 dómsmálaráðuneytinu eru mörg stórmál á ferðinni og verða t.d. i vetur endurflutt frumvörp um upplýsingaskyldu stjórnvalda og breytingar á hegningarlögunum og nú væri til- búið frumvarp um tölvuskrán- ingu og leynd. Mörg önnur mál eru á ferðinrii og nefndi Stein- grímur sem dæmi að ætlunin hefði verið að hreyfa á Alþingi i vetur stórmálinu um lögréttu sem mikil undirbúningsvinna hefur farið fram i. Óvissuástand á Al- þingi i vetur veldur þvi kannski að mörgum þessara mála verður slegið á frest. —GFr Trésmiðafélag Reykjavíkur: Mótmælir yerðhækkunum og hækkun neysluskatta Eftirfarandi samþykkt var gerö á félagsfundi Trésmiöafé- lags Reykjavikur, miövikudaginn 3. október s.l.: „Félagsfundur i Trésmiöafé- lagi Reykjavikur, haldinn mið- vikudaginn 3. október 1979, mót- mælir harðlega þeirri öldu verö- hækkana, sem dunið hefur yfir að undanförnu, og hafa þessar verð- hækkanir magnað svo veröbólg- una að leiddar eru llkur að þvi að nýtt verðbólgumetsé framundan. Einnig mótmælir fundurinn sér- staklega þeirri hækkun neyslu- skatta, sem átti sér staö i haust. Þá bendir fundurinn á, aö ekki veröi unað lengur viö þá kaup- máttarskerðingu, sem átt hefur sér stað að undanförnu, og skorar fundurinn á verkalýðshreyfing- una að hún nú á haustmánuöum setji fram skeleggar kröfur til kjarabóta i komandi samningum, er tryggi verulega bættan kaup- mátt, og að þannig veröi frá þeim samningum gengið, að liklegt sé að við þá verði staðiö, en ekki, eins og nú hefur gerst og raunar oft áður, að verkalýðshreyfingin sé í stöðugri varnarbaráttu stór- an hluta af samningstimanum, sem síðan veldur þvi að traust fólks á kjarasamningum er aö engu orðið.” Stofnun nýrrar Landsvirkjunar: Fyrri umræða um stofn- un nýrrar Landsvirkjunar fór fram í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudag í síðustu viku og fylgdi Sig- urjón Pétursson tillögu um staðfestingu sameignar- samningsins úr hlaði. Sagði hann í lok ræðu sinn- ar að hann vonaðist til þess að eftir að borgarfulltrúar hefðu fengið tækifæri til þess að kynna sér samn- inginn yrði hann sam- þykktur samhljóða í borg- arstjórn Reykjavíkur. Réttur og hagsmunir Reykvíkinga tryggðir Sigurjón rakti ýtarlega aðdrag- anda þess, að skipuð var nefnd af hálfu Reykjavlkurborgar til við- ræðna við eigendur Laxárvirkj- unar og rikið, um stofnun lands- fyrirtækis til að annast meginraf- orkuvinnslu og flutning I landinu. í nefndina voru auk Sigurjóns skipaðir Björgvin Guðmundsson og Kristján Benediktsson en borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins höfnuðu sætum slnum i nefndinni. Aðdragandi í lögum um Landsvirkjun frá 1965 er gert ráö fyrir sameiningu núverandi Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar i eitt fyrirtæki. 17. grein laganna hljóöar svo: „Eigendum Laxárvirkjunar er heimiltað ákveða, að Laxárvirkj- un sameinist Landsvirkjun. Náist ekki samkomulag milli eigenda Landsvirkjunar og Laxárvirkjun- ar um eignarhlutdeild aöila og nýjan sameignarsamning, skulu dómkvaddir menn meta eignir hvors fyrirtækis fyrir sig og fer þá eignarhlutdeildin eftir þvi mati. Verði eignarhlutur rlkisins samkvæmt þessu undir helmingi, er rfkisstjórninni heimilt að ákveða, að rikissjóður leggi Landsvirkjun til nýtt fjárframlag eöa taki aö sér greiöslu skulda, þannig að tryggð verði helmings- eign af hálfu rikisins.” 11. júli 1978 samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar skv. tillögum stjórnar Laxárvirkjunar um sameiningu fyrirtækjanna eða samstarf I öðru formi og 6. októ- ber 1978 skipaði iðnaðarráðherra nefnd til að gera tillögur um stofnun eins landsfyrirtækis er annist meginraforkuvinnslu og raforkuflutning I samræmi við samstarfsyfirlýsingu rikisstjórn- arinnar. t niöurstöðum nefndar- innar er lagt til að slikt landsfyr- irtæki verði stofnaö meö því að rikið, Reykjavikurborg og Akur- eyrarbær komi sér saman um sameignarsamning sem feli I sér samruna núverandi Landsvirkj- unar og Laxárvirkjunar og yfir- töku fyrirtækisins á byggðalinun- um. Samninganefnd Reykjavíkur var skipuð i marsmánuði og 6. júli var samningurinn slðan undirrit- aður með fyrirvara um staðfest- ingu viðkomandi aöila. Bæjar- stjórn Akureyrar hefur þegar samþykkt samninginn fyrir sitt leyti, en itrekaði um leið fyrri ákvörðun um að neyta ákvæðis laganna frá 1965 um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjun- ar ef samningurinn hlyti ekki staðfestingu i borgarstjórn Reykjavikur eða á alþingi. Markmið borgarinnar Þetta rakti Sigurjón og sagöi siðan: ,,Af hálfu samninganefnd- ar Reykjavikurborgar heföi verið lögð höfuðáhersla á að ná fram eftirtöldum markmiðum I við- ræðunum: 1. Að sameiningin yrði ekki til þess að hækka raforkuverð til neytenda i Reykjavik. 2. Að áhrif Reykvikinga yrðu ekki lakar tryggð I hinu nýja fyr- irtæki til ákvaröanatöku i mikil- vægum málum, en er I núverandi stjórn Landsvirkjunar. 3. Að ákvæði um arðgreiðslur af eigendaframlögum yrðu skýrari en verið hefur. 4. Að i samningnum yrði tryggt að óeðlilegum kostnaði við Kröfluvirkjun verði ekki velt yfir á rafmagnsnotendur. 5. Aö virkjunarréttur Lands- virkjunar yrði tryggður um land- ið allt. Raforkuverð Af hálfu viðræðunefndarinnar var strax i upphafi lögð á það megináhersla að skipulagsbreyt- ingar þær er til umræöu voru, leiddu ekki til hækkandi raforku- verðs fyrir Reykvlkinga. Skv. út- reikningum þýddi yfirtaka á byggðalínum á fullu kostnaðar- verði 16,7 - 22,3%, rafmagns- hækkun I heildsölu, eftir þvi við hvaöa timabil var miðað. Með yf- irtöku Kröfluvirkjunar á fullu verði ásamt byggðallnum hefði rafmagnshækkun með sama hætti þurft að vera 42,1% - 48,5%. Útreikningar sýndu að til þess aö yfirtaka byggðalinanna þyrfti ekki að valda hækkun á raf- magnsveröi yrði rikissjóður að taka á sig mjög verulegan hluta af skuldum vegna byggðalinanna eða 8,6 miljarða króna en hiö nýja fyrirtæki gæti tekið á sig um 5,6 ■ miljarða vegna aukins markaðar, án þess aö það þyrfti að valda hækkun á orkuverði. Að þessu var Úr rœðu Sigutjóns Péturssonar frá fyrri umrœðu i borgarstjórn gengið af hálfu ríkisins og veröur það að teljast einn höfuðávinning- ur þessa samkomulags að hið nýja fyrirtæki eignast byggðalin- ur án þess að það valdi hækkun á raforkuverði. 111. gr. þessa samnings er það skýrt tekiö fram að ekki er hægt að velta óeðlilegum og óarðbær- um kostnaði við Kröfluvirkjun yf- ir á raforkunotendur á svæði Landsvirkjunar. Eignarhlutföll og stjórn Eignarhlutföll aðila eru mikil- vægur þáttur I samningnum. Reiknað er með aö miðað sé við eign eins og hún var um s.l. ára- mót og er eignarhluti Reykjavik urborgar þá metinn á 42,4%, en Akureyrar 7,6% með þvi aö rikið eigi helming fyrirtækisins. 1 nú- gildandi lögum um Landsvirkjun og einnig I þessum samningi, er gert ráð fyrir helmings aðild rik- isins ef Laxárvirkjun sameinast Landsvirkjun. 1 núverandi sjö manna stjórn Landsvirkjunar eru þrir fulltrúar Reykjavikurborgar, þrir fulltrú- ar rlkisins og einn tilnefndur af báðum aðilum sameiginlega. 1 núgildandi lögum um Lands- virkjun er gert ráö fyrir þvi, aö ef og þegar Laxárvirkjun gengur i Landsvirkjun eins og bein heim- ild er fyrir lögunum, þá verði kos- ið á ný i stjórn Landsvirkjunar, þannig að rikið hafi áfram þrjá fulltrúa, Reykjavíkurborg einnig þrjá og Akureyrarbær einn. Eng- inn fulltrúi verður tilnefndur af aöilum sameiginlega en ráðherra á samkvæmt lögunum að tilnefna formann úr hópi þingkjörinna fulltrúa og hefur hann tvö atkvæði ef rikið notfærir sér rétt sinn til 50% eignaraðildar að skv. lögun- um. I tillögum nefndar ráðuneytis- ins var gert ráð fyrir sjö manna stjórn, þannig að rikið ætti 3, Rvik 2 og Akureyri 1, en oddamaður yrði tilnefndur af aðilum sameig- inlega. Sú tilhögun að hafa hlut- lausan oddamann er sögð hafa gefist vel. Samninganefnd borgarinnar fór fram á að stjórnarmönnum yröi fjölgað i niu, þannig að Reykjavik hefði áfram 3 menn, Akureyri 1 og rikið 4, en odda- maður yrði tilnefndur sameigin- lega. Að auki fékk nefnd Reykjavlkur þvi framgengt að I lagauppkast- inu um Landsvirkjun er gert ráð fyrir að I eftirtöldum mikilvægum málum þurfi aukinn meirihiuta, eða 2/3 atkvæða: Þessar ákvarð- anir eru í.um nýjar virkjanir, 2. um leigu eða kaup á eldri virkjun- um 3.um nýja afhendingarstaði ratorxu, 4. um nýja orkusölu- samninga til stóriðju. Til að koma málum fram gegn atkvæði fulltrúa Reykjavikur þarf þvi atkvæði allra hinna, einnig atkvæði oddamanns. Þannig er i hinum mikilvægustu málum tryggt að fulltrúar Reykjavikur hafi ekki minni völd en þeir hafa I núverandi Lands- virkjun. 1 núgildandi lögum eru engin ákvæði um endurmat sérstakra eigendaframlaga til núvirðis, en þau framlög eru grundvöllur arð- greiðslna. 1 þessum sameignar- samningi eru ákvæði um þetta skýr. Kostir í bráð og iengd Verði þessi sameignarsamn- ingur samþykktur af öllum aðil- um, þá fær Reykjavíkurborg að- ild aö fyrirtæki, sem hafa mun með höndum alla meginraforku- vinnslu og meginraforkuflutning á Islandi með öllum þeim réttind- um og skyldum, sem þvi fylgja. Kostirnir við slíkt fyrirtæki fyr- ir Reykvikinga og raunar alla landsmenn eru margvislegir. Með slikum samtengdum markaði er hægt að nýta til fulls kosti stórra virkjunaráfanga, sem skila hlutfallslega lægra orkuverði. Þá verða ekki lengur, eins og of lengi hefur tiökast, virkjað einungis með hagsmuni þröngs hóps eða landshluta fyrir augum, heldur virkjað þar og þá, sem hentugast er frá heildarsjón- armiði. Þannig er mjög líklegt að nýtt landsfyrirtæki myndi næst virkja annað hvort Jökulsárvirkjun i Fljótsdal eða Blönduvirkjun, en nýjustu áætlanir reikna með að þar sé aö fá raforku, sem sé veru- lega ódýrari en orkan frá næstu virkjun á Þjórsár- og Hvitár- svæðinu. Þetta er augljós hagur og alveg sérstaklega fyrir Reykvikinga sem eignaraðila að stórum hlut i sliku fyrirtæki. Meö tilkomu sliks samtengds orkuveitusvæðis eykst til muna öryggi i raforkumálum Reykvikinga. Allar okkar stærstu virkjanir eru á tiltölulega litlu svæði, sem er um leið eitthvert virkasta elds- umbrotasvæöi landsins. Dreif- ing stórvirkjana um landið er þvi mikilvægt öryggisatriöi fyrir Islendinga alla á tlmum sihækk- andi raforkuverös og vaxandi erf- iöleika á að fá keypta innflutta orkugjafa. Uppsett varaafl I diselstöövum er fyrst og fremst staðsett á Norður- og Austurlandi og til sliks kynni að þurfa að grípa ef veru- lega dregur úr raforkuvinnslu vegna vatnsskorts, eins og útliter fyrir nú næstu tvö árin. Á það má einnig benda að mjög algengt er að þegar langvarandi þurrkar eru á Suöurlandi þá eru miklar úrkomur á Norðurlandi og öfugt, þannig að með vatnsafls- virkjunum og uppistöðulónum beggja vegna hálendisins eykst stórlega öryggi rafmagnsfram- leiðslu I landinu. Aörir kostir Nái þessi samningur ekki fram að ganga, einhverra hluta vegna, er næsta augljóst hvað viö tekur. Með bréfi sinu þar sem bæjar- stjórn Akureyrar tilkynnir sam- þykkt á samningnum eru um leið itrekaðar óskir um aðild Laxár- virkjunar að Landsvirkjun fái samningurinn ekki staðfestingu allra aðila. Vafalaust myndi stjórn Laxár- virkjunar samþykkja að Laxár- virkjun gengi I Landsvirkjun. Fyrir lægi þá skv. lögum að kjósa nýja stjórn. 1 slikri stjórn liggur fyrir að i forystu er þingkjörinn maður, til- nefndur af ráðherra. Það er ekki hlutlaus maður, sem tilnefndur er af öllum eignaraðilum eins og gert er ráð fyrir i samningsupp- kastinu, heldur er það maður rik- isins. Ahrif fuiltrúa Reykjavikur I slikri stjórn má ætla að veröi stórum minni en með þeim hætti sem lagt er til I tillögunni að nýj- um sameignarsamningi. Næst liggur fyrir eftir lögunum, að ná samkomulagi um eignarað- iid. Að þvi loknu, — eða að lokn- um úrskurði dómkvaddra manna, — er til staðar fyrirtæki I tveimur hlutum, i tveimur landshlutum, tengt saman með orkuflutnings- linum sem eru eign annars aöila, nefnilega ríkisins. Til að fyrir- tækið geti starfað þarf að semja um leigu eða kaup á a.m.k. lin- unni milli Brennimels i Hvalfirði, þar sem núverandi kerfi Lands- virkjunar endar og Akureyrar þar sem kerfi Laxárvirkjunar tekur við. Þess má geta að verðmæti þessarar linu einnar var um s.l. áramót talið vera 6.689 miljónir króna. Ef fyrirtækið þyrfti að kaupa þessa linu og greiddi fyrir kostnaðarverð, væri um að ræða verulega meiri f járútlát en verða mundi við yfirtöku allra byggða- lina, skv. fyrirliggjandi samn- ingsuppkasti. I þessu máli eru aöeins tveir valkostir fyrir hendi til aö tryggja sem kostur er hagsmuni Reyk- vikinga i samningum um nýtt landsfyrirtæki, — eins og hér er lagt til eða að láta sameina Landsvirkjun og Laxárvirkjun skv. lögunum frá 1965. Þriðji val- kosturirin, — að halda óbreyttu ástandi er ekki fyrir hendi eins og bréf bæjarstjórnar Akureyrar ber greinilega með sér. Fyrir borgar- fulltrúa Reykjavikurborgar ætti valiö að vera auðvelt. Kostir þess samningsuppkasts, sem hér ligg- ur fyrir eru svo augljósir bæði gagnvart þeim slæmu kostum sem sameining skv. lögunum frá 1965 er. Meö þessum samningi er tryggt: 1. Að engin verðhækkun á raforku verður vegna sameiningarinn- ar. Framhald á bls. 13 vidtalldagsins Ovissa um geysimikilvæg frumvörp Eins og f ram hef ur kom- ið í fréttum var Magnús H. Magnússon heilbrigðis- og félagsmálaráðherra eini þingmaður Alþýðuf lokks- ins sem greiddi atkvæði gegn stjórnarslitum á fundi þingf lokksins á föstudag. I viðtölum um helgina kom fram að tvennt væri helst ástæðan fyrir þessu. I fyrsta lagi taldi hann ekki hafa verið fullreynt hvort samkomulag ' næðist um efnahagsmál i rikisstjórninni og i öðru lagi nefndi hann geysimikil- væg félagsmálafrumvörp sem eru nú tilbúin til að leggjast fyrir Alþingi og hafa fengið samþykki i rikisstjórninni. Þeim réttinda- málum sem þessi frumvörp boða, er nú stefnt I fullkomna tvisýnu ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst i stjórnaraöstöðu og var það að heyra á ráðherranum að honum sviði sárt að þurfa að hlaupa frá þeim. Þjóðviljinn náði sambandi við Georg Tryggvason aðstoðar- mann ráðherra til að spyrja hann nánar um þessi frumvörp. Venjan er sú, sagði Georg, að ráðuneyti leggja fram yfirlit til forsætisráöherra um þau frum- vörp sem ætlunin er að flytja á komandi þingi til þess að hann geti nefnt þau i stefnuræðu sinni. Honum hefur verið tilkynnt um 10 frumvörp á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins og 4 á vegum félagsmálaráðuneytisins. Langstærsta málið sem unnið hefur verið aö I heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu er frum- varp um eftirlaun til aldraðra. Það veitir þvi fólki réttindi I lif- eyrissjóði sem af einhverjum ástæðum hefur hingað til ekki átt þau. Þetta er ákaflega stórt mál þar sem áætlað er að um 4500 manns fái eftirlaunaréttindi með frumvarpinu. Búið var að sam- þykkja það i rikisstjórninni og var ætlunin að keyra það I gegn fyrir áramót. Af öðrum frumvörpum sem átti að leggja fyrir Alþingi i vetur frá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu má nefna frumvarp um breytingar á lögum um almanna- tryggingar þar sem gert er ráð fyrir að fæðingarorlof sé tekið inn i almannatryggingar og nái til allra kvenna i stað þess að orlofið hefur hingað til verið greitt úr at- vinnuleysistryggingasjóði og stór hópur kvenna hefur verið utan við. Þá liggja fyrir tillögur um gjör- breytingu á stjórnunarkerfi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og vinnur nefnd nú að þvi að at- huga hvort ekki sé rétt að leggja niður daggjaldakerfið og taka i þess stað upp bein fjárframlög til sjúkrahúsa. Frumvarp um þetta mál átti að leggja fyrir Alþingi i vetur. Þá má nefna frumvörp um lyfjadreifingu og mörg fleiri. Eins og áður gat um eru væntanleg 4 frumvörp frá félags- málaraðuneytinu hvert öðru merkilegra. Er það fyrst til aö taka nýkynnt frumvarp um húsnæöismála- stjórnarlán sem á eftir að valda gjörbyltingu i húsbyggingamál- um og rikisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á, enda hefur mikil vinna veriö lögð i það. Er þar um Georg Tryggvason aðstoðarmaður Magnúsar H. Magnússonar ráðherra algjörlega nýja stefnumörkun að ræða. Þá er frumvarp um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sem kynnt var á þinginu i fyrra en verður nú aftur lagt fyrir með mun fleiri upplýsingum, þar sem nefnd sú sem skipuð var til að gera itarlega úttekt á vinnustöð- um hefur nú skilað mikilli skýrslu sem leiðir i ljós að þörfin á löggjöf er enn meiri en menn héldu, sagði Georg. Þá nefndi Georg frumvörp um umhverfismál og öldrunarþjón- ustu sem kæmi frá félagsmála- ráðuneytinu. Fyrirhuguð stjórnarslit setja nú öll þessi mál i óvissu, sagði Georg að lokum. — GFr Algjörlega ný stefnu- mörkun í húsnœöis- málum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.