Þjóðviljinn - 18.10.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1979, Blaðsíða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Finjmtudagur 18. október 1979 Undarlegt aö sitja nú hér og festa orö á blaö i minningu þessa glaölega manns. Hversu fráleitt er aö ég sé viö þvi búinn. Og þö get ég ekki látiö hjá liöa aö hripa nokkur kveöjuorö viö þau óvæntu hryggöartiöindi, aö hann sé fall- inn frá I blóma lifsins, eftir skamma en þunga legu á sjúkra- húsi. Þaö var eitt vor i Parls, aö ég hitti hann fyrst, þann bjartleita mann, Huldar Smára Ásmunds- son, þegar hann var nýkominn frá Aix en Provence I Suöur-Frakk- landi, eftir fyrsta veturinn sinn i frönskum háskóla, en meö honum voru islenskir félagar hans, sem einnig höföu veriö i Aix þennan vetur, og viö settumst á kaffistétt viö eitthvert veitingahús skammt frá Signubökkum, fengum okkur bjór og ræddum heimsmálin af kappi, en jafnframt varö ég þess var, þegar Huldar mælti viö mig einslega, aö minna haföi oröiö úr frönskunámi þeirra félaga en æskilegt heföi veriö, þvi þeir höföu veriö saman öllum stund- um, þessir fáu Islendingar sem þarna voru samtlmis i framandi borg. Hann kvaöstnú vera staö- ráöinn I aö fara ekki aftur þang- aö, heldur hefja nám i einhverri borg, þar sem of mikill félags- skapur viö Islendinga mundi ekki tefja hann frá náminu. Hann sagöi mér frá þessu á þann sérkennilega hátt sem geröi hann ólikan öllum öörum mönn- um. Fyrst hló hann aö þvi hvernig lifiö iökaöi þaö aö taka fram fyrir hendurnar á mönnum, og glettnin og hýrleikinn skein út úr öllu and- litinu, slöan breytti hann um svip, þegar hann fór aö tala um fram- tiöaráform sin, varö alvarlegur og hátíölegur eins og barn viö fermingu. Og hann stóö viö orö sin. Hann haföi greinilega á þeirri stundu sem ég hitti hann I Paris veriö búinn aö skoöa hug sinn, gera sér grein fyrir sjálfum sér og taka staöfasta ákvöröun. Eftir þaö stundaöi hann nám sitt af mikilli elju og kostgæfni og hætti ekki fyrr en hann var oröinn há- læröur maöur. Viö vorum ekki meö öllu ókunnugir þegar ég hitti hann i Paris umrætt vor, þó viö heföum aldrei sést áöur. Hann haföi ein- hverntíma sent ritstjórn Birtings efni, og skrifaö utan á þaö til min, hefur ef til vill vitaö, aö ég var ekki aöeins fæddur og uppalinn á Akranesi eins og hann, heldur jafnframt af sömu ættinni, nöfn feöra okkar aö llkindum sama Asmundarnafniö, af svonefndri Elinarhöföaætt sem sumir nefna Klingenbergsætt i höfuöiö á dönskum manni sem hingaö kom á átjándu öld og fékk hér gott gjaforö, dóttur Asmundar Sigurössonar, mikilsháttar bónda á Asgaröi i Grlmsnesi, og þaöan mun Ásmundarnafniö komiö. Eftir þennan vorfund okkar Huldars i Paris, átti ég eftir aö hafa meiri kynni af honum og njóta hlýlegrar vináttu hans, ræöa viö hann og skrifast á viö hann um bókmenntir og önnur áhugamál. Ég minnist eins kvölds I Paris nokkrum árum siöar, þegar svo vildi til aö ég var aftur staddur i þeirri borg, en Huldar þá viö sál- fræöinám i Parisarháskóla. Viö sátum nokkrir saman i notalegri ibúö hjá Siguröi Jónssyni náttúrufræöingi og Gisele konu hans og spjölluöum saman um allskonar vandamál, frönsk stjórnmál, De Gaulle og fleira. Kona min var meö mér og þótti okkur ánægjulegur félagsskapur- inn, enda fjörugar umræöur. En þegar skammt var liöiö á kvöldiö vildi Huldar fara upp á Mont- parnasse aö hitta tslendinga. Ekki skildi ég hvaöan vini okkar kom sú hugmynd, aö þaö væru eitthvaö merkilegri Islendingar uppi á Montparnasse en þar sem viö vorum stödd hjá menntuöu gáfufólki, og fátt kunni Huldar betur aö meta en aö ræöa um ráö- gátur tilverunnar i góöra vina hópi sem hann sjálfur llfgaöi upp meö sérkennilegri blöndu af gamansemi, striöni og hátlöleik. Fyrir þrábeiöni hans varö þaö samt úr, aö viö fórum meö hon- um, þó ég kynni þvi hálfilla, þar sem hjónin vildu hafa okkur leng- ur. En þegar kom upp á Mont- parnasse varö auövelt aö skilja hvaö valdiö haföi því, aö Huldar Smári vildi fara upp á Mont- parnasse aö hitta tslendinga. Hann var oröinn ástfanginn af ungri islenskri stúlku sem þá var MINNING Huldar Smári / Asmundsson sálfræðmgur fæddur 31. mars 1938—dálnn 9. október 1979 viö störf I Parls, og hann átti þess von aö hana mundi vera aö finna þetta kvöld á einhverju veitinga- húsinu á Montparnasse. Þaö var til aö lita hana augum sem hann haföi veriö friölaus aö komast burt frá tslendingum til aö hitta tslendinga. Og þegar ég sá stúlkuna, skildi ég hann betur. Ég kannaöist viö hana. Ég haföi um tima átt heima I Kópavogi, utar- lega á Kársnesinu, og oft verslaö i biöskýlinu yst á nesinu, þar sem faöir hennar rak verslun, en hún afgreiddi oft og tiöum, þá unglingsstúlka sem bar af flest- um öörum,full af lífsþrótti og hlý- leik, Björg Siguröardóttir. Ég hugsaöi meö mér, þegar ég sá af hvaöa stúlku vinur minn haföi heillast, aö þar yröi hann ekki svikinn. Viö dvöldumst þá I Paris, ég og konan mln, frá út- mánuöum og til vors, en áöur en viö fórum heim höföu þau Huldar og Björg gengiö I heilagt hjóna- band og buöu okkur til sin i litla ibúö sem þau höföu tekiö á leigu i Paris. Viö gleymum aldrei þeim góöu stundum. Huldar og Björg áttu eftir aö búa mörg ár I Paris. Þaö varö freistandi fyrir Huldar, þar sem hann varö svo heppinn aö fá Islenskukennslu viö háskólann i Caen meöan hann var enn viö nám i Paris, aö halda áfram aö mennta sig I grein sinni eftir aö hann haföi lokiö sálfræöiprófi. Þessvegna héldu þau hjónin áfram aö búa I Paris eftir aö Huldar haföi lokiö prófi. En doktorsritgeröin, sem Huldar hóf aö vinna aö, sóttist seint vegna þess hvernig maöurinn var skapi farinn. Hann gat ekki sætt sig viö aö skrifa einhverja ritgerö sem væri oröin úrelt um leiö og hún væri komin úr prentverkinu eöa einu ári seinna. Hann var sivak- andi fyrir þvi sem var aö gerast, vildi kynna sér þaö sem abrir voru ab hugsa um leib og hann var aö skrifa doktorsritgeröina. En viö lifum á öld menntunarinn- ar, öld skólanna, þegar margir eru aö skrifa og hugmyndirnar og skýrslurnar og doktorsritgeröirn- ar koma fljúgandi aö úr öllum áttum. Huldar kom heim til tslands ásamt konu sinni og ungum börn- um hálæröur maöur fyrir nokkr- um árum og komst hér fljótlega i stööu sem hæföi menntun hans. Ég get spurt: Hversvegna er hann skyndilega horfinn? En ég spyr til einskis. Þannig verbum viö, samkvæmt lögmálum sem viö þekkjum ekki nema óljóst, aö horfa á eftir þeim sem viö gerb- um ráö fyrir aö ættu svo mikiö og merkilegt starf framundan. Ég hugsa til konu hans og vin- konu okkar sem tók okkur svo vel forbum daga i París, ég veit aö hún er þróttmikil og traust, en nú vildi ég geta sagt eitthvaö viö hana, og þá leita ég árangurs- laust án þess aö finna neitt. Og þó á ég i minni mlnu ljóblinur eftir Islenskt alþýöuskáld, Hjálmar Jónsson frá Bólu, sem stundum getur veriö gott aö hugsa til og ég ætla ab gera aö lokaoröum þess- arar litilfjörlegu kveöju: „Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuöum sorgaröldum af upprenna vonardagur.” Jón Óskar 1 dag kvebjum vib I hinsta sinn einn af bekkjarbræörum frá skólaárum Menntaskólans i Reykjavik. Þaö eru aöeins fjórir mánuöir siöan viö komum saman og fögnuöum tuttugu ára stúdentsafmæli. Engan heföi þá grunaö, aö Huldar Smári yröi næstur, þvi aö hann var ab venju hress og glaður og haföi stór áform i huga, sem honum entist þvi miður ekki aldur til aö ljúka. Enginn má sköpum renna. Eng- inn veit, hvar maöurinn meö ljá- inn gripur niöur næst, enda fer bestá þvi. Eins og gengur er fólk honum ekki tilbúiö, slstaö nefna á besta aldri, þegar ekki er einu sinni lokiö uppeldi barna og ævi- starf raunar rétt aö hefjast. Huldar Smári var fæddur 31. mars 1938 á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Ásmundur Bjarnason, fiskmats- maöur, og kona hans Halldóra Gunnarsdóttir, en hún er látin. Huldar Smári var næstyngstur niu systkina. Ariö 1964 kvæntist hann ágætiskonunni Björgu Sigurðardóttur, bankastarfs- manni. Eignuöust þau þrjú börn, Sigvarö Ara, 14 ára, Hróönýju Marlu, 13 ára, og Eönu Hallfriöi, 4 ára. Mikill og sár er missir þeirra allra, en eftir lifir fögur mynd af góöum dreng, fyrirmyndar heimilisföður, og ekki sist góöum félaga. Votta ég öllum ættingjum samúö okkar bekkjarfélaga og annarra skólasystkina. Huldar Smári sýndi snemma góöar námsgáfur. Fróöleiksfýsn hans var meö ólikindum og þegar á menntaskólaárum sinum var hann vel heima I klassiskum bók- menntum, og ljóö þjóöskáldanna sökkti hann sér niöur I. Sjálfur geröi hann ekki enda- sleppt. Hann var ágætisskáld og rithöfundur og birti efni eftir sig, m.a. I skólablaöi M.R. Þrátt fyrir litil efni, ákvaö Huldar Smári að svala menntunarþörf sinni eftir stúdentspróf, og þá strax um haustið 1959 sigldi hann til Frakk- lands. Ariö 1961 lauk hann inn- gönguprófi i frönskum bókmennt- um frá Mont-Pellier háskóla, en próf það veitti honum réttindi til framhaldsnáms viö franska há- skóla. Hann nam siöan sálarfræöi viö Sorbonne i Paris og lauk prófi þaöan meb Licence de Psychologie. Áfram var haldið og næst lokið magistersprófi voriö 1969, aftur frá Sorbonne. Ætlun Huldars Smára var ab ljúka doktorsprófi siöar, en allar götur frá 1969 var hann aö vinna aö verkefni um tengsl milli tilfinn- inga- og vitsmunalifs barna. Þvi miöur gat hann ekki lokiö þvi verkefni. Jafnframt námi slnu var Huldar Smári lektor i Islensku og Islenskum bókmennt- um viö háskólann i Caen I Frakk- landiárin 1966-1975. Hlýtur þetta aö hafa veriö mikil þrekraun, þó ekki væri nemavegnafjarlægöar frá heimili til kennslustaöar, sem var um 200 kflómetrar. Ariö 1975 fluttu Huldar Smári og Björg alkominn meö börnin aftur til tslands. Hann hóf strax störf viðBarnageðdeild Hringsins aö Dalbraut I Reykjavik. Ariö 1977 varö hann deildarsálfræðing- ur þar. A s.l. ári kenndi Huldar kllniska sálarfræöi viö Háskóla Islands.Tilmarksum, hvemikils hann var metinn, má geta þess, aö daginn eftir sviplegt fráfall hans stóð til aö hann tæki yfir kennslu prófessors Sigurjóns Björnssonar i fjarveru hins slöar- nefnda. Fráfall Huldars Smára var mjög sviplegt og mikill harmur öllum þeim, sem hann þekktu. ÆD lét sig i höföi hans. Talin var nauösyn að ráöi islenskra lækna, aö senda hann til Noregs til eins færasta sérfræðings I Evrópu, ef unnt mætti veröa að bjarga llfi hans þar, en þvi miður reyndist svo ekki. Bilið milli dauða og lifs er ávallt þröngt. Það sannar best fráfall Huldars Smára, sem var ávallt svo lifandi og rikur af ,,húmanisku”innsæi. Svoerhann allt i' einu fallinn öllum að óvör- um. Góöur drengur er genginn, en eftir lifa minningarnar, sem ekki veröa frá okkur teknar. Far vel vinur. Megi forsjónin hjálpa þeim, sem eftir lifa og eiga um sárt að binda. Fyrir höndbekkjarfélaga i M.R. Páll B. Helgason. Einn þessara björtu haustdaga barst okkur sú helfregn, aö kær vinur og félagi, Huldar Smári Asmundsson, væri látinn, en hann lést á sjúkrahúsi I Oslo þriöjudag- inn 9. þessa mánaðar, eftir stutta sjúkdómslegu, aöeins 41 árs aö aldri. Orð eru dýr þegar minnast skal svo góös og náins vinar, sem Huldar Smári var. Þvl verða þau fá rituð hér. Vlsast mun fleiri vin- um hans fariö sem okkur, þegar þeir fréttu lát hans, aö dagarnir misstu lit sinn og tómahljóð fyllti tilveruna, eins og einhver hluti af okkur sjálfum væri horfinn og kæmi ekki aftur. Ar og dagar, sem viö höfum átt saman frá æsku til miös aldurs, á Akureyri, I Provence og i Parls, I aldarfjórö- ung, höföu bundið þau bönd vin- áttu sem aöeins dauöinn fékk slit- iö. Huldari kynntumst viö fyrst fyrir tæpum 25 árum á Akureyri þar sem hann var viö nám við Menntaskólann, hresst skáld af Skaganum og fljótlega framá- maöur meöal róttækra nemenda þar i skólanum. Huldar kom til Aix-en-Provence I Suður-Frakk- landi til náms einn desemberdag fyrir tæpum tuttugu árum en þar vorum viö fyrir þrir íslendingar. A þeim árum, viö upphaf 5. lýö- veldisins^voru fáir landar viö nám i Frakklandi og tengdust þeir þvl nánari böndum en ella. Svipaöur uppruni og lifsafstaöa treysti þau tengsl enn betur. Huldar Smári var ástriöumaöur að eölisfari, ákaflyndur, glaöur og kappsfullur og gekk þannig móti framtlðinni, llfi sinu, námi og starfi. Hann var trygglyndur og heill I öllu en haföi um leið óvenju næman skilning á ööru fólki, vandamálum þess og kjörum, skilning sem átti rætur i góövild og samkennd. Sálarfræði valdi hann þvl ekki af tilviljun, heldur réöst þaö af skapgerö hans og lifsviðhorfi. A langri dvöl viö nám og störf I Frakklandi varö Huldar gagn- menntaöur maöur, ekki aðeins i sinni sérgrein, sálarfræöi, heldur einnig I þeim greinum öörum sem aukið geta mönnum skilning á mannlegu lifi, eiknum þó bók- menntum sem á yngri árum áttu hug hans allan. Huldar kom til Frakklands 15 árum eftir striöslok og dvaldi fyrstu tvö árin I Suður-Frakk- landi, I Aix og Montpellier, sem þá var enn aö mestu ósnortiö af þvi neyslusamfélagi sem siöar gjörbreytti frönsku þjóöllfi. Hann fylgdist meö þeirri þróun allri i nálægö, af félagslegum skilningi og sennilega nokkurri eftirsjá þegar valtari framleiösluaukn- ingar og markaöshyggju fór yfir fjölskrúöugt og tiltölulega hæg- látt mannllf og skildi eftir sig Frakkland nútimans. Agætri konu sinni, Björgu Siguröardóttur, kynntist Huldar á námsárum sinum i Paris og þar bjuggu þau meö börnum slnum þartil þau fluttu til Islands sumariö 1975. Þau voru samhent I öllu og samllf þeirra gæfurikt. Börnum slnum var Huldar hlýr og nákominn faðir. A Parlsar- árunum gegndi Huldar starfi lektors viö háskólann I Caen I Normandi, ásamt námi sinu, og gegndi þvi starfi af sama ákafa og heillyndi og ööru sem hann tók sér fyrir hendur. Eftir heimkomuna til íslands hóf Huldar störf sem sálfræöing- ur viö Geödeild Barnaspítalans viö Dalbraut og var að undirbúa kennslu viö Háskóla tslands er hann veiktist skyndilega I september. Huldar Smári fæddist á Akra- nesi 31. mars áriö 1938, sonur hjónanna Ásmundar Gunnars- sonar og Halldóru Bjarnadóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik vor iö 1959. Sama ár hélt hann til náms I Frakklandi. Fyrstu tvö ár- in viö háskólana I Aix, Marseille og Montpellier en síöan við Parisarháskóla, þar sem hann nam sálarfræöi. Ariö 1964 kvænt- ist hann Björgu Siguröardóttur og eignuöust þau þrjú börn: Sigurð Ara sem nú er 14 ára, Hróönýju Maríu 13 ára og Eönu 4 ára. And- spænis sorg þeirra, sem nú missa eiginmann sinn og fööur, efgum viö engin orö, aðeins þá von aö minningin um þann góöa og hjartahlýja mann, sem Huldar var, megi vera þeim styrkur. Nú þegar leiðir skilja svo skyndilega, þó svo margt væri ósagt, þegar hýrt brosiö og glaö- beitt fasið hverfur okkur svo óvænt, kveðjum við að siðustu fé- laga okkar og vin meö þökk fyrir langa og góöa samfylgd. Héöinn Jónsson Loftur Guttormsson. Huldar Smári er látinn, ungur maður aöeins 41 árs. Fagrir haustdagar breytast I sorgar- daga. Og nú er eins og haustiö taki þátt I sorg ættingja og ást- vina Huldars, meö köldu fölu ljósi sinu og geislalausri sól og sölnuöu laufi litrlku eins og minningarnar sem streyma fram um liöiö líf og hlýju. Já, hlýjar og ekkert nema hlýjar minningar og arfur frá mik- illi persónu. Börn Huldars búa aö miklum og góöum andlegum arfi, sem persónuleiki hans bjó þeim. Þvi framar öllu var Huldar faðir barnanna sinna og var þeim sú fyrirmynd sem hann vildi þeim besta. Þaö er sárt aö missa slika vörn, slikt virki, slikan leiötoga. Og nú veröur þeim styrkur og huggun aö halla sér aö sterkri móöur sinni. I vanmætti okkar getum viö aöeins gefiö samúö okkar alla. Þaö var fyrir 10 árum, er ég var unglingur,aö ég kynntist Huldari. Þá var hann viö nám I Frakk- landi, en kom hingaö jafnan á sumrin meö Björgu og börnunum. Ég man aö hann haföi strax þá svo sterk áhrif á mig aö ég sat um aö geta rætt viö hann. Huldar valdi sér jafnan almenn verka- mannastörf i sumarleyfinu og vann þá oft mikiö. Eitt sumariö vann hann venjulega fram aö miönætti. En ákafi minn i sam- neyti viö hann blindaöi þá oft um- hyggjuna og skynsemina og beiö ég hans þvi stundum til aö fá aö talaviöhann. Aldreifann hann aö þessu viö mig, en þessu um- hyggjuleysi hef ég ekki séö eftir þvi þessar stundir uröu til aö gjörbreyta viöhorfi minu til lífs- ins. Svo sterk varö samsömunin. Frá þessum stundum leit ég á Huldar sem andlegan leiötoga minn og vin. En aldrei flökraöi þaö aö mér aö geta þrætt fótspor hans, enda var verklag hans sllkt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.