Þjóðviljinn - 18.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1979, Blaðsíða 7
Finýmtudagur 18. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 aö verk hans þarf enginn aö vinna eftir hann, svo nákvæmur og vandaöur var hann. Seinna meir þegar Huldar og Björg komu alkomin frá Frakk- landi gafst mér meira rúm til aö kynnast þeim nánar, og þaö voru góöir timar. Maöur freistaöist oft til aö sitja hjá þeim lengur en góöu hófi gegndi. Þaö var svo notalegt aö hlusta á raunsæjar og skynsamar manneskjur tala. Og umræöuefnin skorti ekki. Jafnvel einföldustu hlutir gátu fengiö nýtt inntak viö stóra eikarboröiö I hol- inu. Já þetta voru yndislegar stundir svo fjarri þessari sorg. Þó svo viö Huldar ræddum oft um lifsskoöanir eöa brot af þeim, þá gaf hann aldrei stórar yfirlýs- ingar. Þó var hann hugsjónamaö- ur, en svo skynsamur og raunsær aö hann bauö aldrei hugsjónum slnum inn fyrir veggi hrungjarnra kastala draumór- anna. Svo jaröfastar voru hug- sjónir hans aö hann gat látiö þær birtast I verkum sinum. Huldar var sósialisti og auðvitaö var þaö svo meö hann eins og skoðana- bræöur hans, aö hann átti sér draum um betra og réttlátara þjóðfélag. En fyrir honum var sllkt þjóöfélag ekki reist meö oröum einum heldur meö vinnu, meö þvl aö starfa á eftirbreytan- legan hátt og þá ekki aðeins I beinu pólitísku starfi, heldur líka sem þegn, sérmenntaöur maöur, sem fjölskyldufaöir. Huldar haföi jafnan gaman af þvl aö ræöa pólitik en sjaldan heyröi ég hann prédika skoöanir slnar I þeim efn- um. Hann lagöi megin á- hersluna, aö mér fannst, á aö verkin og hugarfariö sýndu hina raunverulegu lifsskoöun hans.Og ekki man ég þaö aö hann gæfi stærri yfirlýsingar um hlutina en honum var fært aö skipuleggja aö kæmust I framkvæmd. Enda brást Huldar aldrei. Þaö mátti svo sannanlega reiöa sig á orö hans. Sósialisminn var Huldari I blóö borinn. Hann haföi ekki menntast til sósíalisma heldur tekiö hann I arf frá umhverfi slnu. En mennt- un hans gaf þessari lifsskoöun hans hlýjan og mannlegan blæ, án þess þó aö taka frá honum tilfinn- inguna aö vera verkamaöur, son- ur verkamanns. Enda ræktaöi Huldar þaö I sér sem heyröi til félagslegs uppruna — handverk- iö. Þessi rækt hans birtist best I þvi aö heimaviö var hann venju- lega þannig klæddur aö þaö hæföi hvort sem var bóklestri eöa hand- verki. Það var llka tilviljun háö hvort maöur hitti á hann viö aö lesa eöa viö aö gera upp alskyns hluti eöa viö aö laga eitthvaö sem úr lagi var gengiö. Þó svo Huldar læsi mjög mikiö og væri óþreyt- andi viö aö afla sér meiri þekk- ingar i sambandi viö hin daglegu störf, þá var maður stundum I vafa um hvort heillaði hann meira, sálfræöin eöa handverkiö. Huldar brýndi lika oft fyrir mér mikilvægi handverksins. Hins- vegar virtist þaö ekki skipta meg- in máli hvaö hann tók sér fyrir hendur, allt virtist gert af brennandi áhuga. betta sama mynstur ræktarseminnar kom lika fram I samskiptum Huldars viö annaö fólk. Framkoma hans var vönduö og eins og eölislæg geta til aö hafa samskipti viö hvern sem var án nokkurs mann- greinarálits. Hvort heldur þaö voru börn eöa fullorðnir, verka- menn eöa menntamenn, öll þau samskipti voru honum leikandi létt. Þessvegna hændust margir aö honum og ekki spillti Björg fyrir, enda áttu þau fjölda vina. En Huldar var auövitað mann- legur og svo mikiö langlundargeö haföi hann ekki aö geta þolaö öllum allt. — Ég hef nefnilega grun um aö undir hinu stillta yfir- boröihafi logaö mikill eldur, mik- iö skap sem honum hefur tekist aö beisla, skap sem leitt heföi til mikilla stórverka heföi hann fengið llf til aö ljúka þeim, þvl eitt er vlst aö grundvöllinn haföi hann vandlega lagt. — Hann átti ákaf- lega bágt meö aö þola leikara- skap og alvöruleysi og alls kyns potog prll eiginhagsmunamanna, þar sem markmiöið eitt var aö drottna. Skipti þar litlu undir hvaöa fána þeir menn skipuöu sér. Þaö var Huldari mikilvægt aö geta veriö sjálfstæður maöur og þess óskaöi hann öðrum, þvi sjálfstæöi og visst frelsi var I hans augum grundvöllur heilbrigra samskipta. Já, Huldar var menntaöur verkamaöur, heilsteyptur og sjálfum sér samkvæmur. Og þannig var hann börnum slnum og vinum holl og góö fyrirmynd. Hann gleymdi þvl aldrei, þó svo hann færöist meö ytri merkjum um þrep I þjóöfélagsstiganum hvern ávöxt hörð baráttan færöi honum, — hve miklu dýrmætari og þroskameiri uppskera hans var en margra þeirra sem betri aðstæður höföu I lífinu til aö kom- ast áfram. Og þá uppskeru átti hann aö þakka félagslegum arfi slnum, seiglu þeirra sem ætlö þurfa mest aö berjast meö eigin veröleikum og mætti. Mér er þaö Ijóst nú aö þolinmæðin hefur veriö eitt af hans sterkustu vopnum. Enda er þaö svo, aö oft á þeim 10 árum, sem viö þekktumst, brosti Huldar aö óþolinmæöi minni og sagöi jafnan: „Vertu bara róleg- ur, þú ert svo ungur aö þér liggur ekkert á, tlminn vinnur meö þér”. Og jafnoft hef ég sannreynt þessi orö. Hver þraut felur i sér þroska. Já, kæri Huldar, tlminn vinnur meö okkur og hann mun græöa dýpstu sárin. En llfiö hefur svo margar mótsetningar. Timi þinn rann út fyrr en þú fékkst blómstraö, en samt Huldar skilur þú okkur sem umgengumst þig eftir rlk, ekki aöeins af minn- ingum, heldur llka af þvl sem þú skilur eftir af persónu þinni I okkur. Og þess vildi ég helst biöja aö okkur falli I skaut sú gæfa aö mega rækta þaö brot. Meö þessum fátæklegu oröum vil ég kveöja góöan mann, vin minn Huldar. Ættingjum hans votta ég samúö. Haukur Viggósson. Starfsbróöir minn, Huldar Smári Asmundsson er látinn, liölega fertugur aö aldri. Mánu- daginn 24. sept. var hann á vinnu- staö sinum, Geödeild Barna- spltala Hringsins, glaður, hjálp- fús og áhugasamur aö vanda. Hann ræddi m.a. um fyrirhugaöa kennslu viö Háskóla Islands, sem hann haföi tekiö aö sér I orlofi Sigurjóns Björnssonar, prófess- ors, en fyrstu kennslustundirnar áttu aö vera næsta morgun. Þetta reyndist vera siöasti starfsdagur Huldars Smára. Hann veiktist al- varlega þá nótt og komst hvorki til starfa i Háskólanum né Barna- geðdeildinni. A skrifborði hans þar liggja pípurnar hans og franskir doörantar, hvoru- tveggja einkennandi fyrir eigandann. Svo viröist sem hann hafi brugöiö sér frá, rétt sem snöggvast. Huldar Smári var fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann var tvö ár i Menntaskólanum á Akureyri, en útskrifaöist stúdent frá Menntaskólanum I Reykjavlk áriö 1959. Sálarfræöi nam hann viö Sorbonne i París og aö prófi loknu lagöi hann stund á frekara nám I kliniskri sálarfræöi viö sömu menntastofnun. Ma. rannsakaöi hann tengsl þróunar tilfinningalifs og vitsmunallfs barna og haföi hug á aö gera þvl efni nánari skil. Þegar Huldar Smári kom til starfa v iö Geödeild Barnaspitala Hringsins sumariö 1975, varö brátt ljóst, aö hér var á feröinni vel menntaöur gáfu- maöur, þó aö litiö léti hann yfir sér. Hann haföi hlotiö „klasslska” háskólamenntun, ef svo mætti aö oröi komast, I sjálf- um Svartaskóla. Þar létu menn sér ekki nægja neina yfirborös- þekkingu og leitun var á manni hérá landi, sem var betur að sér I fræöum þeirra Freuds og Piagets en Huldar Smári. Meö honum barst okkur andblær franskrar menningar, ilmur af Gauloises stgarettum og fróðleikur um frönsk eöalvin. Ensk og skandinavlsk fræöiheiti hlutu franskar áherslur I munni hans, okkur hinum, fákunnandi i frönsku, til mikillar kátínu. A hinn bóginn áttihann bágt meöaö trúa þvi, aö viö gamlir máladeild- arstúdentar gætum ekki notfært okkur þá frönsku fróöleiksmola og fræöigreinar sem honum var tamt að ota aö okkur. Huldar var afar bókhneigöur og fróðleiksfús og mátti vart heyra höfundar get- iö eöa góðra skrifa I faginu, svo aö hann þyrfti ekki aö kynna sér málið. Ekkisvo aö skilja aö hann læsi eingöngu fagleg rit. Hann unni góöum bókmenntum og var sjálfur einstaklega orðhagur. Vinnubrögð hans einkenndust af natni og kostgæfni og honum var það eölilegt aö kryfja hvert mál til mergjar til aö finna sem besta lausn. Hann taldi þaö sérstök for- réttindi aö hafa fengiö aö ganga menntaveginn og vinna meö bók en ekki haka I hönd og óskaöi öll- um hinssama. Hann undi sérbest innan um bækur og börn, svo aö segja má, aö hlutskipti hans hafi verið hiö ákjósanlegasta. Huldar Smári var ekki aöeins glöggur og fróöur, hann var Uka hjartahlýr og haföi rika samkennd meö náunganum. Hann var laus viö hleypidóma, kunni vel aö meta margvlsleg til- brigöi mannlegs lifs og haföi næmt skopskyn. Hann var þess fullviss, aö flestir skjólstæöingar okkar heföu meira til brunns að bera en virst gæti I fljótu bragöi, heföu meiri styrk eöa hæfileika en þeir gætu nýtt i daglegu llfi. Þessa sterku þætti bæri okkur aö finna, hlúa aö og rækta betur. Samvinnan viö Huldar Smára var alltof stutt, en hún var flestum okkar mikils viröi. Avallt var hann reiöubúinn aö taka þátt i vanda samstarfsfólks og veita stuöning. Hann var dagfars- prúður og ljúfur maöur, en haföi rika réttlætiskennd og var fastur fyrir, ef þvl var aö skipta. Huldar Smári var gæfumaöur I sinu f jölskyldulifi. Hann átti góöa konu, Björgu Siguröardóttur. Þeirra tengsl voru traust og hlý til hinstu stundar. Börnum slnum þremur hefur Huldar gefiö dýrmætt veganesti. Megi minningin um góöan dreng og ljúfar samverustundir vera ástvinum hans styrkur i framtiðinni. G.T.S. „Hvaö brast svo hátt?” var spurt I tvísýnni orrustu forðum. Einn bogastrengur brast og úr- slitin ultu á þvl að einmitt hann héldi. Þessi orð komu I huga minn, þegar fregnin barst um aö Huldar frændi heföi veriö kallaö- ur burt úr þessum heimi. Þaö voru ekki liönir margir dagar frá þvi aö viö Huldar höföum setiö heima I stofu og spjallað um viö- fangsefni liöandi stundar. Hver gat trúaö þvl aö hann væri horfinn svo fljótt og skyndilega — hann sem var fullur llfsorku og krafti. Hvert einasta lifshlaup er I raun- inni orrusta, þar sem enginn get- ur meö nokkrum fyrirvara sagt til um hvenær úrslitin ráöast. En þaö brestur hátt, þegar fólk á besta aldri er I skyndi kallað frá fjölskyldu sinni og lifsstarfi. Svo hátt aö menn setur hljóöa og gegnum hugann flýgur áminning um hversu lífiö getur skyndilega tekiö enda. Huldar Smári Asmundsson var aöeins 41. árs, þegar hann lést, fæddur 31. mars 1938. Hann var næst yngstur I hópi niu systkina, sonur hjónanna Asmundar Bjarnasonar frá Bæjarstæöi á Akranesi og Halldóru Gunnars- dóttur. Heimili Asmundar og Halldóru aö Suöurgötu 25 á Akra- nesi var barnmargt og auöur þess heimilis var ekki eingöngu talinn I krónum. Þar var þaö mannkær- leikurinn sem skipaöi öndvegi. Börnin læröu aö una vel viö sinn hag þó tækifærin væru ekki alltaf mörg. Eins og oft vill veröa I stór- um systkinahópi sveigjast áhuga- málin ekki alltaf I sama farveg. Aöeins eitt systkinanna á Suöur- götu 25 lagöi út á braut háskóla- náms en þaö var Huldar. Aö loknu stúdentsprófi frá Menntaskólan- um I Reykjavlk voriö 1959 hélt hann þá um haustiö til Parlsar og hóf nám i sálarfræöi. Hann haföi valiö sér lifsstarf og vildi undir- búa sig sem best undir aö geta sinnt þvl. Þó sérsviö hans væri ööru fremur kllnísk sálarfræöi var þaö þó barnasálarfræöin, sem einkum átti hug hans enda fjall- aöi doktorsritgerö hans, er hann lauk magistersgráöu,um börn. Þaö var á árinu 1975 sem Huldar flutti alkominn heim til Islands og hóf þá aö starfa á Geödeild Barnaspltala Hringsins viö Dal- braut. Það kom einnig I hans hlut aö annast aö hluta kennslu I sál- arfræði viö Háskóla tslands. A árinu 1964 kvæntist Huldar eftirlifandi konu sinni Björgu Sig- uröardóttur. Hún bjó þeim hjón- um gott heimili bæöi I Frakklandi og heima. Nú slöast haföi fjöl- skildan nýlokiö viö aö flytja inn I Ibúö, sem þau höföu fest kaup á. Þau hjón voru einstaklega sam- hent og allt til hinstu stundar stóö Björg viö hliö manns síns. Ömet- anleg stoö þeirra hjóna hafa veriö foreldrar Bjargar, Siguröur Sig- urbjörnsson og Marla Finnboga- dóttir. Astkær eiginkona og börn þeirra þrjú, Sigvarður Ari (f.16 aprll 1965), Hróöný Marla (f. 12. júnl 1966) og Eöna Hallfríöur (f. 1. aprll 1975) sjá nú á bak eigin- manni og fööur. Minningin um Huldar frænda veröur jafnan I huga mlnum nokkuö sérstæö. í bernsku haföi ég ekki mikil tækifæri til aö kynn- ast honum. Þó hann væri daglegur gestur á heimili foreldra minna meöan hann var viö nám I Menntaskólanum I Reykjavik, leyföi aldur minn ekki aö grópa I hugann margar minningar. Dvöl I fjarlægu landi gaf ekki mikil tækifæri til kynna. Þaö var þó eitt sem þá þegar var I huga minum tengt Huldari en þaö var þetta einstaklega glaölega viömót. Þaö var þvi jafnan tilhlökkunarefni, þegar fréttist aö Huldar frændi væri aö koma heim á vorin. Oft var llka spurt, hvort Huldar færi ekki aö koma heim, þvi óþreyja barnsins náöi ekki að skynja viö- fangsefni frænda slns. Arin I Parls uröu alls 15, þó stöku hlé yrðu þar á. Þetta er langur tlmi, þegar kalliö kemur á aöeins 41. aldursári. En fyrir mestu er þó aö fá aö sinna þvi viöfangsefni, sem hugurinn girnist. Sjálfur minnist ég þeirra oröa Huldarsfrænda, aö þeim tlma sem variö væri til náms væri vel variö. Ég veit aö námsárin færöu honum gleöi, þó stundum væri sótt á brattann. Þegar Huldar flutti heim bar fundum okkar oftar saman og þaö var sem fyrr þetta glaölega viö- mót, sem dró mann aö honum. Hann var glettinn I samræöum og þá kannski ekki sist snerust umræöurnar um stjórnmál. Sjálf- ur var Huldar róttækur I stjórn- málaskoöunum. Þaö er erfitt aö Framhald á bls. 13 r \ Skyndiferð Þjóðviljans til Írlands DUBUN - BELFAST 25.-29. okt. ' (fjmmtudagur til mánudagskvölds). 118.000 kr* Listviðburðir A þessum tíma veröa ýmsir merkir listviöburöir i Dublin: óperuhátíö, þjóðlagahátíö, myndlistarsýningar og fjölbreytt leikhúslif. Dagsferð tfl Belfast Þjóðviljinn skipuleggur dagsferð til Belfast sérstaklega fyrir farþega sina. Fararstjóri i þeirri ferö veröur Bergsteinn Jónsson. / Irsku krárnar og hin margrómaöi bjór heimamanna á hverju götuhorni. Innifalið í verði: Flug, hótel m/morgunveröi og islensk fararstjórn, sem m.a. skipuleggur skoðunarferðir um borgina og ví:*ar tónlisfarunnendum á frábær írsk þjóð lagakvöld. Vegna mikillar eftirspurnar er mönn- um bent á að bóka sig i ferðina sem fyrst i sima biaðsins 81333 iriimBinriiiiiwiiMiiiini i, n ,.j aæ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.