Þjóðviljinn - 21.10.1979, Side 3

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Side 3
Sunnudagur 21. október 1979 ÞJOÐVILJINN — StÐA 3 HAUSTMÓT tr Björn Þorsteinsson skákmeistari TR ’7 9 Björn Þorsteinsson, sigurvegari i haustmóti T.R. Þegar þetta er skrifaö liggja ekki öll úrslit fyrir á haustmöti Taflfélags Reykjavikur, en þegar er ljóst hverjirskipa munu X. og 2. sætið. Björn Þorsteinsson hefur tryggt sér sigur með 9 vinningum af 11 mögulegum og Stefán Briem er svo gott sem öruggur með 2 sætið en hann hefur hlotið 8 1/2 vinning. Þegar i' upphafi móts var ljóst að baráttan um efstu sætin myndi standa á milli Björns, Stefáns, Asgeirs Þ. Arnasonar og Sævars Bjarnasonar. Hefur sú orðið raunin. Björn tók forystuna með þvi að vinna 5 fyrstu skákir sinar en Stefán og Sævar voru aldrei langt undan. 1 6. umferð vann Asgeir Björn og þegar Björn tefldi við Stefán i 9. umferð var um hreina úrslitaskák að ræða. Björn með 7 vinninga en Stefán 6 1/2. Sú skák sem fylgir þessum bættitrveeði Birni verðskuldaöan sigur. Hann gulltryggöi sér svo sigurinn með tveimur jafnteflum. Spurningunni um hver hlýtur 3. sætið er enn ósvarað þvi að bið- skák Sævars Bjarnasonar og AsgeirsÞ. Arnasonar er óútkljáö. Asgeir hefur peð yfir i hróksenda- tafli og einhverja vinningsmögu- leika. Sævarhefurhlotið7 1/2 v en Asgeir 6 1/2 v. t B-riðli er útlit fyrir sigur Björns Arnasonar. Hann hefur hlotið 8vinninga og vinnur Róbert Harðarson á stigum fari svo að Róbert tapi biöskák sinni úr sið- ustu umferö, en i henni stendur hann mjög höllum fæti. t C-riðli er allt útlit fyrir sigur Eiriks Björnssonar. Og þá er komið að viöureign Björns og Stefáns. Eins og áöur sagði útkljáöi þessi skák hvor myndi hreppa titilinn „Skák- meistari TR ’79”. Hvitt: Björn Þorsteinsson Svart: Stefán Briem Petroffs-vörn 1. e4-e5 2. Rf3-Rf6 3. d4 £ Umsjón: Helgi Ólafsson (önnur góð leið til að mæta Petroffs-vörninni er 3. Rxe5-d6, 4. Rf3-Rxe4, 5. d4- sbr. 6. einvigis- skákKarpovs ogKortsnojs, 1974.) 3. ..exd4 4. e5-Re4 5. Dxd4-d5 6. exd6-Rxd6 7. Rc3-Rc6 8. Df4-f6 ! (Vafasamur leikur i meira lagi sem veikir hvitu reitina kringum kónginn. Besti leikurinn er 8. - g6 og ætti hann að leiða til tafljöfn- unar.) 9. Be2-g6 10. De3+!-Kf7 (En ekki 10. -De7, 11. Rd5! og svartur tapar minnst peði.) 11. Re4-Rf5(?) ( Hér var nákvæmast að leika 11. -Rxe4, t.d. 12. Bc4 + -Be6 (12. -Kg7, 13. Dh6 mát.) 13. Bxe6+-Kxe6, 14. Dxe4+-Kf7 og jafnvel þótt hvitur hafi betri möguleika vegna yfirburða i rúmi þá er staða svarts traust og hon- um hefur tekist að létta af mestu spennunni með uppskiptum.) 12. Db3+-Kg7 13. c3-De8 14. Dc2-Rd6 15. Rg3 (Svartur hagnast á uppskipt- um. Sjá aths.við 11. leiksvarts.) 15. ,.h5 16. h4-Be6 17. 0-0-RC4 18. Hfel-Df7 (Svartur hefur varist vel i erfiðri stööu þótt enn eigi hann langt i land með að jafna tafliö.) 19. b3-Rce5 20. Bb2! (Biskupinn á eftir að verða mikilvirkur á skálinunni al-h8. Björn byggir upp sókn sina gegn svarta kónginum á afar mark- vissan hátt.) 20. ..Bd6 21 c4-b6 22. Rd4 (Annar góður leikur var 22. Re4.!> 22. ..Rxd4 23. Bxd4-c5 (Vörn svarts gerist sifellt erfið- ari og hér varð hann t.a.m. aö hindra hvitan i að leika 24. c5. Hanngat gert það með öðru móti t.d. með 23. -Rd7 en óliklegt er að það heföi hjálpað. Hvitur getur tryggt yfirburði sina með 24. Bf3-Had8, 25, Re4-Be5, 26. Rg5!-De7, 27. Bxe5-fxe5, 28. Bc6 og veikleikarnir i stöðu svarts eru yfirþyrmandi.) 24. Bc3-Had8 25. Hadl-Hfe8 26. Db2! (Afgerandi! Hvitur hótar bæði 27. Hxd6 og 27. Re4. Það finnst engin vörn gegn báðum hótunun- um.!) 26. ...Rc6 (Stöðumynd) 27. Hxd6!-Hxd6 28. Re4-Hd4 (Svarta staðan er töpuð en ekki bætir þessi leikur úr skák. 28. -Hdd8 veitti meira viðnám.) 29. Bxd4-Rxd4 30. Rd6-Dd7 31. Rxe8-Dxe8 32. Bd3-Db8 33. Dd2-Dd6 34. De4-Bf7 36. Db7-Re6 (Nú er það eina sem gildir að skila 40 leikjum i höfn.) 37. Dd5-De7 38. Dc6-Dd8 39. Bfl-De8 40. Dd6-g5 ----Hér fór skákin i bið en Stefán sá ekki ástæðu til að halda hinni vonlausu baráttu áfram og gafst upp. Hugsanlegur biðleikur er 41. Bd3 xxxx Og þá vendum við okkar kvæði i kross. Miklar likur eru nú taldar á að Bent Larsen verði með á næsta Reykjavikurskákmóti. Hann hafði gefið góð orö um þátt- töku ef hann kæmist ekki i Askor- endakeppnina. Annar skákmaöur sem hugsanlega getur orðið með- al keppenda erenski stórmeistar- inn Tony Miles en hann varð eins og kunnugt er i 2. sæti á siöasta Reykjavikurmóti. Undanfarin ár hafa þessir kappar marga hildi háð og á ýmsu gengið. A Milli- Framhald á bls. 21. Viö bjóöum meðalstóran japanskan gæöabil , DAIHATSU CHARMANT,á kr. 3.835 með RYÐVÖRN OG ÚTVARPI til afgreiðslu á næstu dögum. Nálægt 500 Islendingar hafa nú þegar tryggt sér bíla á þessu ÓTRÚLEGA ÚTSÖLUVERÐI og við getum enn bcðið nokkurt magn ' af fólksbílum, en stationbílar eru uppseldir. ( i um innrélltngum. Vélin hö! ■ÉMappHV* uMk* 'jm l|l 1400 cc, fjögurra gira skipting I _______ i j B og dyrnar 4. Benzineyðzla 7-8 úti ■» ■ " 1 ^» T ■ Um leið og viö bjóðum við- ---skiptavinum að skoða bilana, kynna sér kjör, varahluta og ■HpggH&L, ^ HBI f- WO verkstæðisþjónustu okkar bend- ■ ■ um við þeini á aö ihuga hvers i£, tegna keppinautar okkar. sem l^gs' sifellt auglvsa útsölu á 1979 ár- ^ gerð. auglysa ekki t erð. l.lli það sé ekki vegna þess að þeir SjiP-"' eru alls ekki samkeppnisfærir. Við erum lika sannfærðir um að annað eins tækifæri tii að eign- ast góðan bil á ótrúlega lágu verði muni ekki gefast á næstu 1 árum, ef þá nokkru sinni aftur. kominn á götuna Daihatsu-wmboðið Ármwla 23 - Simi 858T0

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.