Þjóðviljinn - 21.10.1979, Side 4

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. október 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis í tgefandi: Útgáfufélag þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: \Mlborg Haröardrtttir l msjónarniaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóftsson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéftinsson Afgreiftslustjóri: Valþór Hlöftversson Blaftamenn: Álfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón Friftriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurftsson iþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ölafsson (Jtlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar Safnv örftur. Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriftur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir. Afgreiftsla: Einar Guftjónsson, Guftmundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir Bílstjóri: Sigrún Bárftardóttir HUsmóftir: Jóna Sigurftardóttir PÖkkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir t’tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Sfftumúla 6. Reykjavfk.sfmi 8 13 33. Prentun: Blaftaprent hf. Hvers konar flokkur er Alþýðuflokkurinn? Einsog allir vita er það eftirlætiskenning Sjálfstæðis- flokksins, að hinir flokkarnir þrír geti ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut og því sé vonlaust að fela þeim stjórn hvort sem er yf ir Reykjavíkurborg eða landinu öllu. Ekkert er eðlilegra en að Sjálfstæðis- f lokkurinn reyni þessa áróðursleið. En hitt er svo dular- fyllra, hve fúsir Alþýðuflokksmenn eru til að reyna að sanna þessa eftirlætiskenningu íhaldsins í verki. Þeir hlupu úr ríkisstjórn í fáti. Annar tveggja borgarf ulltrúa flokksins i Reykjavík hefur gert að engu samkomulag meirihlutaf lokkanna um þýðingarmikinn samning sem varðar miklu um skynsamlega þróun orkumála í land- inu. Hinn borgarfulltrúinn, Björgvin Guðmundsson, sér sig neyddan til að lýsa því yf ir, að hann telji óvinnandi í borgarstjórn við þessar aðstæður, þegar enginn veit hve- nær það dettur í Sjöfn Sigurbjörnsdóttur að greiða at- kvæði með Sjálfstæðisflokknum og hvernær hún stillir sig um það. • Þessar uppákomur vekja upp ýmsar spurningar um eðli og starfshætti Alþýðuf lokksins. Foringjar hans hafa haldið því mjög á lofti að þeir væru ekki lengur í f lokki af því tagi sem menn hefðu vanist við, heldur væru þeir í „bandalagi sigurvegara í próf kjörum". Próf kjörin, bæði fyrir borgarstjórnarkosningar og þingkosningar, voru opin, m.ö.o. það er óútreiknanlegt hve margir þeirra sem koma Vilmundi,Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og fleira fólki úr þeim armi, á þing eða í borgarstjórn fylgja Alþýðu- flokknum, og hve margir voru blátt áfram að reyna að færa fram flokk til hægri. Þessu fylgir, að prófkjörs- stjörnurnar hafa tilhneigingu til að líta svo á, að þær eigi sitt fylgi prívat og persónulega og sá samnef nari í skoð- unum sem myndar pólitískan flokk skipti litlu eða engu máli. • Þetta sýnist ekki sem verst: menn segjast hafa brotist undan f lokksaga, fylgja samvisku sinni. En þá er eftir að svara því, hvað mótar þessa samvisku, þennan pólitíska vilja? Engin prófkjörsstjarna er kosin ein og sér á þing eða í borgarstjórn. Hún er kosin af lista f lokks sem hefur vonandi gert sér nokkra grein fyrir stefnu- málum og starfsháttum. Stofnanir viðkomandi flokks hljóta að eiga rétt til áhrifa á það hvað hinir útvöldu gjöra — því milli kosninga eru ekki aðrir möguleikar á að hafa eitthvert lýðræðislegt eftirlit með athöfnum þeirra. Og stefnumál og markmið flokksins geta stjörnurnar ekki slegið eign sinni á og túlkað eins og þeim hentar best í það og það skiptið án þess að allt tal um stef nu f lokksins verði út í hött. • En þetta er einmitt það sem „sigurvegarar í próf- kjörum" Alþýðuflokksins eru að gera. Þegar órólega deildin i þingflokkinum náði þar yfirtökum, stillti hún flokkstjórninni upp við vegg með brotthlaupssamþykkt sinni : á flokkstjórnarfundinum voru margir sem neyddust til að láta samþykkt þingmannanna yfir sig ganga til aðgera þá ekki að viðundri og kljúfa flokkinn. Með svipuðum hætti er Sjöfn Sigurbjörnsdóttir farin að hunsa þá stofnun síns f lokks sem gerir tilraun til stefnu- mótunar; samkvæmt upplýsingum flokksbræðra hennar hefur hún ekki mætt í borgarmálaráði síðan það sam- þykkti fyrir sitt leyti þau drög að sameignarsamningi nýrrar Landsvirkjunar sem hún síðan eyðilagði. • Ef Alþýðuflokkurinn er því samþykkur, að hann sé aðeins „bandalag" prófkjörsfólks, þá er það hans mál. En ef að duttlungar einstakra fulltrúa flokksins, sem halda að þeir haf i atkvæði f lokksins að léni, koma í veg fyrir að hægt sé að vinna með Alþýðuflokkinum að nokkrum málum á skynsamlegum grundvelli, þá eru aðrir þeir flokkar sem kallaðir hafa verið til vinstifi neyddir til að breyta eftir því. Ekki síst þegar upphlaup fyrrverandi prófkjörsstjarna birtast fyrst og síðast I því ömurlega hlutskipti að færa Sjálfstæðisflokkinum sem allra best vopn l hendur. # úr aimanakínu Varnarræða til vansa Fátt hefur vakið meiri athygli i fréttum siðustu viku en sá £á- heyrði atburður að alþingis- maðurinn Jón G. Sólnes not- færði sér aðstöðu sina sem alþingismaður og formaður Kröflunefndar til að fremja auðgunarbrot með skjalafalsi. í sjálfu sér þarf þetta þó ekki aö koma svo mjög á óvart i þvi virðingarleysi fyrir lögum sem hér rikir i skjóli seinvirks og að þvi er virðist oft á Uðum mátt- vana dómsvalds. Auk þess kemur mannlegur breyskleiki fram, hvar sem er i þjóðfélag- inu og hvaða stöðu sem menn skipa. Fáheyrdur atburður Það sem vakiö hefur enn meiri furðu en verknaðurinn sjálfur, er sii einstæöa for- herðing og ósvinna Jóns G. Sólness, eftir að upp um verknað hans komst, að ganga i ræðustólalþingis og rétta gerðir sinar. Og ekki bara það, heldur erurökhans á þann veg að hann upplýsir ætlun um annan verknað engu betri en þann sem hann er ásakaður fyrir, sum sé að láta tviborga sér bifreiða- styrk fyrir árin 1975 til 1978. 1 fyrsta lagi hefur hann bilastyrk frá alþingi, en vill samtimis fá bilastyrk frá Kröflunefnd. En litum þá fyrst á varnar- ræðuna sjálfa. Ef Jón Jónsson verður uppvis að skjalafalsi og auðgunarbroti, býðst honum ekki að standa upp og flytja yfir alþjóð i gegnum Utvarp og sjón- varp afsökunarræöu fyrir sig og sinn verknað. 1 mesta lagi gæti hann átt von á þvi aö frétta- menn leituðu til hans og spyröu spurninga. En Jón G. Sólnes alþingismaöur fær að koma 1 ræðustól hins háa alþingis og flytja varnarræðu sina i gegnum rikisfjölmiölana eins og ekkertsé sjálfsagðara. Hver er munurinn á Jóni alþingismanni og Jóni skrifstofumanni? Stjórnarskrárlega séð er hann enginn, utan hvaö Jón alþingis- maður er verndaöur fyrir meiðyrðalöggjöfinni meðan hann situr sem þingmaður. Hægt er að svipta hann þing- helgi og þá standa þeir jafnir að þessu leyti. t annan stað eiga hér alíir að vera jafnir gagnvart lögum, hvaða starfi sem þeir gegna. Fremji þessir Jónar tveir skjalafals og auðgunar- brot, þá eiga þeir að bera ábyrgð gerða sinna fyrir dóm- stólum og á þá ekki að skipta máli hver starfstitillinn er. Þingmenn eru ekki verndaðir gegn slikum brotum. Afsökunin Það alvarlegasta við þessa varnarræðu Jóns G. Sólness er sú afsökun, sem hann færir fram gegn verknaði sinum. Jón sagði i varnarræðu sinni: ,,í sambandi viö þetta hefur mér llka verið skýrt frá, að svo alvarlega hafi verið litið á þetta af hálfu rflússkoðunarmanna, að uppi hafi verið óskir um þaö að skrifa saksóknara rikisins vegna málsins. Ég vil benda á að þetta mun vera einsdæmi i meðferö athugasemda af þessu tagi. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um slik atriöi, og þá er það venja að sendar hafa verið fyrirspurnir og gerðar athugasemdir og menn hafa fengið tækifæri til að skýra sin sjónarmið. Mér var aldrei gefið neitt tækifæri til sliks, og ég verð þvi að segja að ég skil ekki almennilega þetta orðalag i bréfi háttvirtra skoðunar- manna, þar sem segir: ,,En hann hefur ekki haftsvigrúm til að hitta okkur.” Einhvern veginn er min réttlætistilfinning þannig vaxin, að i svo alvarlegu máli eins og þessu hefði ekki verið úr vegi aö gefa manni sem sæta á slikum aðfinnslum, tæki- færi til að skýra slna hliö málsins.” Manni er spurn, hvaða skýringar erutil á skjalafalsi og auðgunarbroti? Er það ekki fyrir dómstólum, ef til kemur, Sigurdór Sigurdórsson skrifar sem menn bera fram slikar afsakanir? Litum nánar á varnarræðuna. Jón sagði: „.... En I þvi sambandi þykir mér hlýða að geta þess, sem reyndar hefur komið fram, að ég hafði með bréfi dagsettu 18. marz 1978 Sent iðnaðarráðu- neytinu reikninga vegna notkunar á einkabifreið, sundurliðaða reikninga, fyrir árin 1975 til ársloka 1977, -að upphæð 886.057 krónur. Þrátt fyrir margitrekaðar tilraunir til aö fá þessa reikninga greidda hafði mér ekki tekist það. En hins vegar báru athugasemdir rikisendurskoðunar það með sér, að gert vpr ráð fyrir þvi að til uppgjörs á þessari kröfu kæmi. Þvi var það að ég taldi eftir atvikum, aö þarna væri örugglega séð fyrir þvi, að þarna hallaðist ekki á fjármála- lega þannig að Kröflunefnd sem slik yrði fyrir fjárskaða vegna þessara ráðstafana. Með þessum sjónarmiðum, sem ég hef nú verið að lýsa, skal ég fúslega viðurkenna, að éghef dottað á verðinum gagnvart þeim aðilum sem allt vilja leggja út á versta veg. I þvi efni hef ég ekki við neinn að sakast nema mig sjálfan”.... Tvíborgun 1 þessum orðum Jóns G. Sól- ness kemur fram mjög alvar- legt mál. Að sögn skrifstofú- stjóra alþingis hafa alþingis- menn nú bilastyrk sem nemur 500þúsundkr. á áriogaðauki fá utanbæjar alþingismenn 96 kr. greiddar fyrir hvern ekinn km ef þeir ferðast á bifreiðum sinum um kjördæmi sitt I þeim tveimur ferðum, sem alþingi greiðir fyrir þá á mánuði i kjör- dæmin. Sem sagt Jón fær fullan bila- styrk frá alþingi en ætlar svo lika að fá bilastyrk frá Kröflu- nefnd (iðnaðarráðuneytinu) á sama tima, svo ekki sé nú minnst á að Krafla er I kjördæmi Jóns. 1 annan stað hefur það komið fram I reikningum Kröflunefndar, að nefndin hefur greitt sem nemur hundruðum þúsunda fyrir bHa- leigubila, sem Jón G. Sólnes tók sem formaður Kröflunefndar. Núverandi dómsmála- ráðherra á eitt uppáhaldsorö: „Siðleysi”. Hvað er siðleysi ef ekki þetta? Hér er ekki fjallað um þann þátt Jóns i Kröflunefnd sem kallast yfirvinna hans sem nefndarmaöur og sem flokks- bróðir hans fyrrum iðnaðar- ráðherra Gunnar Thoroddsen samdi við hann um „munn- lega”. Það biður sins tima og verðuránefa ekki siöur fróðlegt mál en si'makostnaður og bila- kostnaður, fyrrum formanns Kröflunefndar. — áb.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.