Þjóðviljinn - 21.10.1979, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Qupperneq 12
Sunnudagur 21. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. október 1979 Mér hefur ævinlega fundist ég vera hálfgerður betlari” Anna er 37 ára og á sex börn. Hún og maður hennar hófu búskap í lok sjötta áratugsins, þegar uppbyggingin í islensku þjóðfélagi var hve örust. Hún hefur enga starfs- menntun og er alin upp með það fyrir augum að vecða húsmóðir og eigin- kona. Maður hennar er iðnaðarmaður og hefur ávallt litið á sig sem fyrir- vinnu heimilisins með þeim skyldum og rétt- indum sem því fylgja. Þau eru nú að skilja. — Ég var alin upp hjá afa og ömmu úti á landi til 11 ára aldurs Pabbi og mamma skildu, en ég var svo Iitil þá aö ég man ekkert eftir þvl. En ég fann mig einhvern veginn aldrei hjá ömmu og afa og ég sótti ákaflega stift til mömmu. Og þangað kom ég svo 11 ára. Hún haföi þá reyndar ekki aöstööu til aö taka viö mér strax. Hún var gift aftur og átti litið barn og var I erfiðu hjónabandi. Þau voru aö byggja um þetta leyti og ég var þess vegna I nokkra I’ mánuöi hjá skyldfólki okkar. Sennilega hefur koman til mömmu ekki oröiö alveg eins og ég bjóst við, ég man þaö ekki glöggt, en trúlega hef ég oröið fyrir einhverjum vonbrigöum. — Húsnæöiö var slæmt, þaö var flutt inn I þetta hálfbyggöa hús eins fljótt og mögulegt var og ég taldist heppin aö fá aö sofa I þvóttahúsinu. Mamma, stjúpi, bróöir minn og hálfsystirin litla voru öll I einu litlu herbergi I kjallaranum. — Mamma vann llka úti og þá passaöi ég litlu systur þegar ég varekki I skólanum. Ég lauk ekki alveg skyldunáminu, ég var látin hætta um miöjan vetur ferm- ingaráriö. Þá gat mamma ekki haft mig lengur og kom mér I vist til góöra hjóna. Þaö varö mln gæfa. Þarna kynntist ég fyrst þeirri hlýju sem ég fann síðar aö ég hafði fariö á mis viö. Og ekki bara frá hjónunum, heldur llka frá börnum þeirra sem voru upp- komin og tengdabörnum. Þarna var allt annaö andrúmsloft en ég haföi þekkt. — Ég saknaöi ekki skólans beinllnis. Mér gekk ekki illa aö læra. Um tlma átti ég I erfiö- leikum með reikning en þaö lagaöist þegar ég skipti um skóla. Heima I sveitinni langaöi mig mikið til aö fara i skólann þar en þá mátti ég þaö ekki. Afi var kennari og hann átti aö kenna okkur, mér og bróöur mlnum. Hann hafði samt ekki gott lag á okkur og mér leiddist kennslan hans og komst I uppreisnarhug. Svo þegar ég kom suöur fór ég i fyrsta skipti I skóla. En þegar ég fór I vistina missti ég samband viö jafnaldrana. Hvers vegna bresta hjónabönd? Fer hjóna- skilnuðum fjölgandi? Er hjónabandið úrelt þjóð- félagsfyrirbæri? Spurn- ingar af þessu tagi hafa verið ofarlega á baugi síð- ustu ár, þótt f urðu lítið haf i verið fjallað um skilin milli einkalífs og opinbers lífs hérlendis. Lítið hefur — Ég fór aö vinna I verksmiöju þegar ég var 16 ára en bjó áfram hjá þessu góða fólki. Ariö eftir kynnist ég manninum mlnum sem átti eftir aö veröa, þaö var á balli. Hann var fjórum árum eldri og ég varö ofsalega ástfangin af honum. Ef hægt er aö tala um ást viö fyrstu sýn þá var þaö svo I þetta skipti. Ég veit ekki hvort þetta var gagnkvæmt. Hann var búinn aö vera meö annarri og átti meö henni ársgamalt barn en núna var slitnað uppúr þvl. Kannski var hann bara áttavilltur og vantaði kvenmann, ég veit þaö ekki. En ég var algjört barn og vissi ekkert, og allra síst nokkuö um kynferöismál. Um þaö gat ég ekki talað viö neinn og enginn sagöi mér nokkurn tima nokkuð. Viö vinkonurnar töluöum aldrei um þess háttar og ég hafði aldrei sofið hjá áöur. Ég varö ófrlsk svo tíTum leiö. Ég man ekki hvort ég óttaðist aö svo myndi fara, ég held ég hafi aldrei hugsað þá hugsun til enda, ég var svo hrifin og treysti manninum svo vel. Auövitaö var ekkert vit I þessu, en þaö sá ég ekki fyrr en seinna. — Nú, svo fórum viö aö búa, strax og viö fengum ibúö. Þá var ég rétt oröin 18 ára. Ibúöin var I risi og einungis meö þakgluggum, en þaö skipti ekki máli þegar maöur var svona ástfanginn. Ég var búin að minnast á barniö sem maöurinn minn átti áöúr, þaö var telpa tveggja ára, og hún var á hans vegum, var hjá foreldrum hans. Nú vildi hann að viö tækjum hana aö okkur. Eöa ég réttara sagt. Þetta lenti allt á mér. Hann sinnti telpunni ekkert. Og mér fannst þetta ákaflega erfitt. Ég var ekki vön litlum börnum og kunni illa lagiö á henni. Og svo var ég alltaf ein heima. Ég var komin langt á leið og á kvöldin þurfti maöurinn minn alltaf aö fara út. Ég veit ekki svo vel hvert, bara eitthvaö, þaö var bara eins og hann vidi alls ekki vera heima. Og ég komst ekkert vegna barns- ins hans. Hvers vegna ég lét bjóöa mér þetta? Hvaö gat ég gert? Ef ég heföi ekki þurft aö passa barniðheföi ég llka fariö út, þó aö ég væri háólétt, til vinkvenna minna eöa eitthvaö. Ég reyndi víst eitthvaö aö röfla I honum, en hann hlustaöi ekki á mig. — Svo fæddist barniö, þaö var telpa. Hún, eins og öll mín börn, var mikiö veik íeyrunum ilveg frá byrjun, svo aö vökurnar uröu ansi miklar. Þetta var þvl nokkuö erfitt, ég var bara 18 ára og meö tvö smábörn og svo varö ég strax ófrísk aftur. Maöurinn minn hélt uppteknum hætti og þegar ég er hálfgengin meö ákvaö ég aö sllta þessu sambandi. Ég ætlaöi ekki aö láta nota mig sem gólfþurrku til eillföar. Ég var samt enn hrifin af hon- um og hann lofaði bót og betr- un en ég var alveg ákveöin. Meö þessum manni ætlaöi ég ekki aö búa lengur og aldrei framar. Skilnaöurinn gekk i gegn um voriö þá var telpan mln eins árs og síöara barniö fæddist siðla sumars. Það var drengur. Ég sá engin ráö meö aö hafa tvö börn á framfæri svo aö ég gaf þetta barn. Ég vissi hvaöa fólk tók hann. Annars hefði ég ekki treyst mér til þess arna. — Þegar þetta allt er um garö gengiö fer ég upp i sveit til afa og ömmu. Þar gat ég veriö eins lengi og ég vildi en ég undi mér ekki þó aö nóg væri að gera. Ég fór þvi til Reykjavikur aftur og tók aö mér aö sjá um heimili þar. Ég gat ekki fengiö aöra vinnu vegna telp- unnar. Þarna leiö mér bara vel en svo var þaö einu sinni, þegar ég fór á ball, að ég hitti manninn minn fyrrverandi. Ég var hrifin af honum ennþá þrátt fyrir allt og hann vildi aö viö reyndum einu sinni einn, byrjuöum upp á nýtt. Hann vann þá úti á landi. Ég neitaöi I fyrstu en hann gekk á eftir mér meö grasiö i skónum og þaö var erfitt aö standast hann. Og þaö fór svo aö viö tókum saman aftur og ég flyt til hans þar sem hann er aö vinna úti á landi. Þar var fátt til þæginda og ein- angrunin mikil. Ég þurfti aö sækja allt vatn út I læk og allt eftir þvi. — Til aö byrja meö var hann nú talsvert betri en áöur... og þó, ég veit þaö ekki. Hann haföi alveg sömu skoöanir og fyrr. Ég var kona og átti ekkert aö vera aö skipta mér af málum. Ég átti aö sjá um heimiliö og börnin, hann að vera fyrirvinna. Ég haföi allt- af litil auraráö og þaö breytt- ist ekkert. Mér hefur ævinlega fundist ég vera hálfgerður betlari. Hann hefur aldrei látiö mig eöa börnin svelta en mér hefur aldrei komiö til hugar aö verið gert af því að færa í letur frásagnir fólks af eigin lífi til að reyna að varpa Ijósi á eða skýra hvernig svokallað einkalíf er ekki nema hluti af opin- beru lífi og er mótað og stjórnað af ríkjandi við- horfum og hefðum í við- komandi þjóðfélagsgerð. I þessu sambandi má t.d. nefna kynferðislega kúgun kvenna á heimilum og í hjónabandi og bælt tilfinn- ingalíf karla, þar eð upp- eldi þeirra miðast einkum við að gera þá hæfa til að gegna karlhlutverkinu siðar meir. Helga Sigurjónsdóttir kennari hefur rætt við tvo kaupa neitt án hans leyfis. Aldrei neitt nema brýnustu nauðsynjar. Hvers vegna ég hafi sætt mig viö þetta? Ég hef ekki viljaö kvarta, ég á llka mitt stolt. Misskiliö stolt? Ég veit þaö ekki. Kannski. Og hvaö þýddi svo sem aö segja nokkuö? Þá var bara fýla vonska. Og kannski var ég ekki nógu frek. Ég held aö konur séu afskaplega lítiö frekar. Viö erum svo vanar aö hlýöa öðrum. Þaö er tilgangslaust aö tala viö hann. Hann er svo neikvæður. Og fer versnandi. —En svo ég haldi áfram, þá er þar næst til aö taka aö viö flytjum aftur til Reykjavikur eftir aö ég er búin aö vera tvö ár þarna úti á landi. Þá er ég búin aö eignast eitt barn enn, dreng. Ég held ég hafi viljaö eignast barn aftur svona fljótt vegna söknuðar eftir barniö sem ég gaf. Viö keyptum litla Ibúö og áttum þar heima næstu 6 árin. Þá er kominn I mig einhver órói. Börnin tvö eru oröin sex og átta ára og ég hef ekki mikiö aö gera og á mer heldur ekkert tóm- stundastarf. Mér fannst ég vera lokuö inni. Vinna utan heim- ilis kom ekki til greina, þaö vildi maðurinn minn ekki. Hann ætlaöi svo sannarlega aö sjá fyrir heimilinu sjálfur. Og þá var eiginlega ekki um annaö aö ræöa en eignast fleiri börn Þaö var þaö eina sem ég gat gert. Barniö var drengur og hann var ákaflega veikur og erfiöur til þriggja ára aldurs. Þá var ég oröin hálfslöpp til heilsunnar af vökum og þreytu. Ég þjáöist af járnskorti eins og svo margar konur en fór aö hressast smám saman. Um sama leyti keyptum viö gamalt einbýlishús. Þaö var gaman og mikill munur aö komast I stærra húsnæöi. En þetta var heldur stór biti fyrir okkur svo aö viö seldum húsiö og fórum aö byggja. Við þurftum aö leigja I eitt ár og fluttum svo I nýja húsiö eins fljótt og kostur var. Þá var allt hálfkláraö en þaö var allt I lagi. Viö vorum aö nálgast eitthvert takmark. Er maöur ekki alltaf að þvl? En þá verö ég ófrisk aftur og nú var þaö ekki meö ráðum gert. Þetta var þó ekkert áfall og ég eignaöist indæla telpu. Þegar hún var á ööru ári missti ég fóstur, var þá hálfgengin meö. Mér féll þaö mjög þungt og ég varö bitur úti læknana sem önnuðust mig. Mér fannst eins og þeim þætti þetta ekkert tiltökumál, ég ætti svo mörg börn fyrir, jafnvel að ég ætti aö vera fegin. Þetta fór ein- hvern veginn þannig meö mig aö mér fannst ég vera aö veröa eitt- hvaö skrítin. Þetta lagöist svo á sinniö. Þaö kann aö hljóma undarlega, en ég varö glöö þegar ég varö ófrlsk enn á ný og þaö hjálpaöi mér andlega. Þetta barn er telpa og hún er þriggja ára núna. — Já, nú er svo komiö aö ég get ekki meira. Ég hef oft reynt aö tala viö hann en þaö er ekki til neins. Ég get alls ekki búiö meö honum lengur. Hann getur aldrei séö sjónarmiö annarr^ bara sitt eigiö, og hann veröur slfellt harö- ari. Svo er hann farinn aö drekka. Hann drekkur flest kvöld, segist þurfa þess til aö geta slappaö af. Finnst sér ekki vera þaö ofgott. Hann vinnur ennþá mikiö. Ég hef reynt aö fá hann til aö hægja á sér. Og nú finnst mér ég ekki vera lifandi lengur og ég er hrædd viö þaö. Ég á þessi börn og á eftir aö ala þau upp, og ég held aö ég geti þaö ekki sómasamlega ef þessu heldur áfram. Mér finnst ég llka vera að veröa hörö og þaö óttast ég. Ég óttast aö geta ekki gefiö aðila, karl og konu, sem eiga það sameiginlegt að hafa beðið skipbrot í hvort sínu hjónabandi. Að skiljanlegum ástæðum óskuðu bæði nafnleyndar (sökum hagræðis getum við nefnt þau Helga og önnu), en allt sem er eftir þeim haft er þeirra eigin orð og hvergi út af brugðið. börnunum nóga bliöu, en þaö tel ég nauösynlegt. Ég held aö börnin muni ekki missa mikið þó aö viö skiljum. Þau stóru hvetja mig meira aösegja. Hann hefur aldrei skipt sér af uppeldinu nema til aö vanda um viö börnin. Og refsa þeim. Hann lamdi þau lika, sér- staklega þau eldri, ég varö oft aö ganga á milli. Nei, hann sló mig aldrei. Það þoröi hann ekki, þá heföi ég farið á stundinni. Ég læt ekki bjóöa mér allt. Hann má eiga þaö, aö hann lán- aöimér bilinn oftastnær þegar ég baö um þaö. Þaö hjálpaöi mér mikiö, þá get ég þó komist útaf heimilinu, og ég held þaö sé þess vegna sem ég hef ekki einangrast alveg. Ég hef getaö haft samband viö vinkonur minar og fjölskyldu. En hann reyndi aö eyöileggja þaö og tókst þaö reyndar aö mestu. Viö eigum oröiö næstum enga vini. — Þessi ákvörðun min aö skilja er aðeins til aö reyna aö bjarga þvi sem bjargaö verður. Ég á eftir að ala upp þessi börn eins og ég hef þegar sagt, og ég er viss um aö ég get þaö betur ein en viö þessar aöstæður. Ég hef aldrei fengiö aö vera ég sjálf. Hann hef- ur alltaf dregiö úr mér kjark og gert lítiö úr mér og er nú ævinlega súr og niöurdrepandi, situr viö eldhúsboröið á kvöldin, drekkur og þegir. Kynlif? Já, þaö vill hann. En ég hef enga ánægju af þvi. Eðlilega Ég haföi þaö, en ég er nú oröin gjörsamlega tilfinn- ingalaus. Ég held aö karlmenn vilji sofa hjá, hvernig sem á stendur, llka þó aö þeir fyrirllti konuna. Og ég hef sagt honum aö kynkuldi kvenna sé körlunum aö kenna. Viö veröum kaldar þegar ekkert tillit er tekiö til okkar og viö bara notaðar. Neita honum? Þaö þýöir ekkert. Þaö hefnir sin. „Það er í eðli kon- unnar að þiggja forsjá karlmannsins” Helgi er 37 ára ríkis- starfsmaður, og á eitt barn. Hann ólst upp víð góð ar aðstæður og naut örygg- is í æsku. Hann giftist rúm- lega 24 ára gamall náms- konu sem gerði æ meiri kröfur til helmingaverk- skiptingu á heimilinu. Hann gat ekki fallist á þessar jafnréttishugmynd- ir hennar og varð þetta ósamkomulag fyrsti að- dragandi að hjónaskiln- aðinum. Helgi hefur nú verið skilinn í tvö og hálft ár. Hann býr í eigin íbúð og hef ur ekki gifst aftur. — Ég er alinn upp I Reykjavik hjá foreldrum minum og er elstur af fjórum systkinum. Uppeldið var allstrangt, faöir minn var óumdeilanlega húsbóndinn á heimilinu, en móöir mln réö þvl sem hún vildi innan stokks. Al(h-ei varö ég var viö aö þau rifust og þaö þótti mér sjálfsagt og eöli- legt. Ég þekkti ekki annaö, þann- ig var þaö einnig hjá nágrönnum mlnum og kunningjum. — 1 barnaskóla lék ég mér bara viö stráka. Þetta voru tveir aö- skildir heimar, stelpuheimurinn og strákaheimurinn og þar var enginn samgangur á milli. Viö reyndum ekkert aö kynnast. Mér fannst stelpurnar hvorki betri né verri en viö, bara ööruvlsi. Svo I gagnfræöaskóla fór maöur aöeins aö taka eftir stelpum, ein var kannski sætari en önnur fannst manni og önnur betri og hjálp- samari en gekk og gerðist. Ég man ekki til þess aö viö vinirnir — ég átti alltaf tvo til þrjá mjög góöa vini — værum neitt sérstak- lega mikiö aö hugsa um stelpurn- ar. — A þessum árum var ekkert um kynfræöslu I skólum og þaö má segja aö ég hafi nánast enga kynfræöslu hlotið sem barn og unglingur. Þegar ég var lítill spuröi ég eitthvaö út I þessi mál ég fékk hjá móöur minni ævinlega heiöarleg svör, en ég spuröi ákaf- lega lltiö. En þegar ég var 17 ára, tók faöir minn sig til og fór aö fræöa mig um getnaöarvarnir. Þá var liöiö ár frá þvl ég haföi fyrst veriö meö stúlku og var löngu bú- inn að afla mér nauösynlegustu upplýsinga. — Ekki man ég til þess aö eldri menn hafi veriö aö reyna neitt aö ráöi aö ræöa kynferöismál viö okkur strákana sem vorum I sumarvinnu hér og þar. Þó minn- ist ég eins sem vildi endilega bjóöa mér heim til sln eitthvert kvöldiö aö skoöa myndablöö. En hann tók þaö skýrt fram aö ég mætti ekki reyna viö konuna hans. Ég var þá 13 ára! — Og þá er vlst komiö aö aöal- kaflanum — hjónabandi minu — sem entist I 11 ár. Ég held viö kærastan min og ég höfum veriö allra skynsamlegasta fólk. Þó finnst mér núna aö viö höfum tæplega veriö oröin nægilega þroskuö þá til aö ganga I hjóna- band. óllkt mörgum öörum vor- um viö ekkert aö flana aö hlutun- um og vorum búin aö þekkjast lengi og kynnast vel, þegar viö gengum I þaö heilaga. Viö rædd- um talsvert um þetta fyrirtæki — hjónabandiö — áöur, og skoöanir okkar á þvi fóru alveg saman i þann tlö. Karlmaöurinn átti aö vera fyrirvinna og sá sem heföi úrslitavald i meiri háttar málum, en konan átti aö vera heima og sjá um daglegan heimilisrekstur og væntanleg börn. Ég var ákveö- inn I þvi að koma ekki nálægt eld- húsinu. Þaö var prinsipp hjá mér þá. Þetta má e.t.v. rekja til þess að ég lenti i andstööu viö móöur mlna á unglingsárunum vegna þessa. Hún var ekki eins mikiö heima og venjulegar húsmæöur þá um stundir. Hún fór út I nám og slöar vinnu og ég vildi sjá til þess aö slikt geröist ekki I minu hjónabandi. — Viö hjónin byrjuöum búskap- inn ákaflega vel, fluttum strax I tilbúna ibúö og eignuöumst ekki barn nærristrax. Viö vorum bæöi búin aö ljúka námi og mér fannst allt I lagi aö konan mln ynni utan heimilis meöan ekkert væri barn- iö. Hún haföi starf sem henni þótti skemmtilegt og auk þess veitti okkur ekkert af peningunum meöan viö vorum aö greiöa niöur byggingaskúldirnar. — Eftir fjögurra ára hjónaband töldum viö svo timabært aö eign- ast barn og gerðum þaö. Þetta barn er telpa og viö vorum bæöi afar hamingjusöm meö hana. Konan fékk barneignarfri eins og fara gerir en aö þvi loknu vildi hún aftur byrja aö vinna. Ég lagöist eindregiö gegn því en hún hélt slnu striki, og ég lét kyrrt liggja meöan hún sinnti heimilinu aö ööru leyti. Hún sá alveg um heimilisverkin eftir sem áöur og barniö llka þegar þaö var ekki I gæslu. En smám saman fór hún aö kvarta yfir þessu og vildi koma á helmingaverkaskiptingu á heimilinu. Ég sá hins vegar enga ástæöu til aö fara aö ganga i heimilisverkin. Hún stefndi aö fyrirkomulagi sem mér var al- gerlega á móti skapi. — 1 minum augum var um- önnun barnsins aöallega hennar mál og reyndar held ég aö áhugi flestra feðra á börnum sinum fari vaxandi eftir þvl sem þau eldast og hægt er aö fara aö tala viö þau. Smám saman kom llka I mig kergja eftir þvl sem árekstrunum okkar 1 milli f jölgaöi, þvi aö engin málamiölun virtist vera I sjón- máli. Konan fór svo I tilbót viö vinnuna aö taka þátt I félags- störfum bæöi I sambandi viö vinnuna og I kvennabaráttu. Og þá fór verulega aö skerast I odda meö okkur. — Ég gat meö engu móti fallist á jafnréttishugmyndir hennar og geri þaö ekki enn þann dag i dag. Ég tel aö konan þurfi aö hafa eitt- hvaö til karlmannsins aö sækja og hún verður aö þiggja forsjá hans. Þetta er I eölinu. Þaö er ekki svo hlægilegt sem mörgum finnst, sem segir um þetta I bibllunni og frægt er aö konan eigi aö vera manni sinum undirgefin. Þessu er ég sammála. En þetta er ekki nema hálf- leikurinn, þvi það segir llka aö maðurinn megi ekki mis- nota þaö vald sem hann hefur fengiö yfir konunni.Þetta veröur aö haldast I hendur. Konan þarfn- ast þess aö annast mann sinn og sýna honum hlýju og njóta þess aö eiga hylli hans og aðdáun. Þetta, ásamt börnunum þegar þau koma, veitir henni llfsfyll- ingu — sem konu. Llfsfyllingu sem hún fær ekki annars staöar eöa meö öðrum hætti. Karl- maöurinn fær slna llfsfyllingu af þvi aö finna aö hann á góöa konu V X : ÉÉM*— sem þarfnast hans. Þau gangst upp I og njóta þess, aö vera hvort ööru maöur og kona. Sé hjóna bandiö ekki byggt upp meö þess- um hætti, tekur þaö á sig mynd sameignarfélags og veröur fljót- lega fallvalt. Sllkt sameignar- félag verður innantómt og ófull- nægjandi og stendur oft ekki leng- ur en þar til þriöji aöili birtist. Aöili sem kallar fram karlmann- inn I honum eöa konuna i henni, þaö er eöliö. Þaö er því engin til- viljun aö I mörgum góöum hjóna- böndum stendur konan manni sinum þrepi „neöar” hvaö varðar gáfur og menntun. Ef þær standa mönnunum jafnfætis er hættan á sameignarfyrirkomulaginu meiri. — Ég á kunningja þar sem hjónin lifa eftir jafnréttishug- myndinni eöa þvi sem ég kalla helmingaskiptareglunni. Þau segjast vera ánægö meö þaö og vitaskuld hafa allir rétt til aö velja sér þaö llfsform sem þeir telja aö best henti. En ég er viss um aö þetta geng- ur ekki til lengdar. Eöliö hlýtur aö segja til sín. — En svo ég viki aftur aö fram- vindu hjónabands mins, þá er þar til aö taka, aö ég fer aö vera æ sjaldnar heima, finnst ég ekkert erindi eiga þangaö. Ég boröa gjarnan úti meö kunningjum mlnum, mér finnst leiöinlegt heima m.a. vegna þess aö deilur okkar voru orönar daglegt brauö. Ég leita mér lika félagsskapar kvenna, kynllf okkar hjónanna var oröiö i algeru lágmarki. Ég fæ mér llka aukavinnu og konan er i fullri vinnu og félagsstörfum svo aö viö erum eins lltiö saman eins og hugsast getur og hittumst yfirleitt ekki nema þreytt aö lokn- um vinnudegi. — Nú, viö reynum nokkrum sinnum aö ræöa málin I vinsemd og komast aö e.k. málamiölun. T.d. stakk ég upp á þvl einu sinni aö ég minnkaöi eöa hætti I auka vinnunni gegn þvl aö hún léti sér nægja aö vinna hálfan daginn. Þvi neitaöi hún, sagöist ekki treysta mér, ég væri bara að leiöa sig I gildru og myndi auka vinnu mina aftur þegar hún heföi minnkaö viö sig starf, sem henni llkaöi afar vel. Og vitaskuld hlaut þetta aö enda á einn veg, annaö hvort okkar varö aö beygja sig eöa leiöir aö skiljast. Viö horfö- umst I augu viö þá staöreynd aö viö heföum þroskast hvort I slna áttina. Grundvallarskoöanir hennar á lifinu höföu breyst en minar lltiö sem ekki. Hún varö þvi aö velja. Min vegna mátti hún sem best hafa þessar skoöanir en þá gathúnekki haft mig líka. Hún átti sem frjáls einstaklingur rétt á að lifa lifinu eftir eigin höföi en ég var staðráöinn I aö taka ekki þátt I þvi lengur. Minn réttur var aö neita þvi — og þaö geröi ég. — Viö skildum I mestu vinsemd en vissulega var þaö erfitt. Viö erum góöir kunningjar núna og samband mitt viö barniö er eins og best verður á kosiö. — Ég er ekki sá sami og ég var fyrir 10 árum og ég reikna llka meö því aö taka nokkrum stakka- skiptum næsta áratuginn. Ég hef aö visu ekki skipt um skoöun á llf- inu I meginatriöum, en skoöanir minar eru nú mótaöri og meövit- aöri en áöur. Rauösokkum finnst ég sjálfsagt vera einhver óskap- legur afturhaldsseggur, en þaö tel ég mig alls ekki vera. Ég held hins vegar aö ég sé ákaflega raunsær og hreinskilinn, bæöi gagnvart sjálfum mér og öðrum. Mig grunar aö þeir karlmenn sem segjast vera sammála jafnréttis- hugmyndum Rauösokka séu þaö ekki innst inni, og ég hygg aö „húsfeðurnir” sem nú ganga um brosandi meö kornabarn á arm- inum og uppþvottaburstann I lausu hendinni, veröi ekki jafn- brosmildir að svo sem 10 árum liönum. Reyndar er ég ekki ósammála öllu sem Rauösokkar segja, ég tel t.d. sjálfsagt aö allir geti fengiö aö læra og aö sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu. — Ég er viss um aö hjónaband I hefðbundnu formi á framtlö fyrir sér. Þegar þetta „kvenréttinda- flipp” 20. aldarinnar er gengiö yfir mun hjónaböndum reiöa betur af en nú gerist. Og þó aö ég sé býsna ánægður meö einlifiö, heföi ég ekkert á móti þvl að giftast meö tiö og tima. Hvort ég finni konu sem muni ganga aö skilmálum mlnum? A þvl leikur ekki nokkur vafi. Ég veit aö sem betur er eru enn til konur sem eru reiöubúnar að vera konur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.