Þjóðviljinn - 21.10.1979, Page 14

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Page 14
M SIÐA — WODVIUWl^ 21. tklékrr )KI j# kvíkmyndír # kvíkmyndír # kvikmyndir Rætt viö Ágúst Guömunds- son kvikmynda- leikstjóra Um síðustu helgi var frumsýnd í Laugarásbíói ný, íslensk kvikmynd: Lítil þúfa, eftir Agúst Guðmundsson. Af því til- efni hitti undirrituð Ágúst að máli einn rigningar- daginn í vikunni, á skrif- stofu ísfilm við Hafnar- stræti, en þar vinnur Agúst nú að klippingu næstu myndar sinnar: Lands og sona. Ég baB hann fyrst að segja mér frá þvi. hvernig Litil búfa varö til. — Það er langt síðan ég fór að hugsa um að gera þessa mynd og skrifa niður hugmyndir. Þaö geröist eiginlega meðan ég var að vinna að Sögu úr striðinu. Ég varð vitni aö hinu og þessu, sem féll inn I þennan ramma, sem mér hafði dottið i hug. T.d. var ég einu sinni i Hafnarfjarðarstrætö og heyrði þá samtal sem likist afskaplega mikið einu samtalinu i Litilli þúfu. 1 Litilli þúfu segir frá ungri stúlku sem lendir i þvi að verða ölétt. Ég hafði mjög takmarkaða reynslu I þessum efnum, t.d. hef ég aldrei oröið faðir, en ég fór að spyrja ýmsar vinkonur minar, sem höfðu eignast börn. I flestum tilfellum höfðu þær litið að segja og ég fékk á tilfinninguna að þegar konur væru ófriskar liðu þær áfram I einhverju ástandi þar sem ekkert geröist, hvorki i sálarlifinu né annarsstaðar. En svo voru aðrar sem höfðu frá Kaffiboðið. Hrafnhildur Schram hellir fbollannhjá Eddu Hólm.Friðrik Stefánsson fylgist með. Siggi (Gunnar Pálsson) býður Kristfnu (Sigriði Atladóttur) upp i dans á skóla- balli, en hún afþakkar. Islensk kvikmy ndagerð þarf að vera þjóðleg ýmsu að segja. Mörg atriði i myndinni erusprottin uppúr þeim samtölum. Vandamál eða saga? — Þegar þú gerðir Litla þúfu, varstu þá aö hugsa um að gera kvikmynd um vandamál, eða varstu bara að segja sögu? — Ég held, að ef ég gerði mynd um vandamál yrði hún aldrei mjög alvöruþrungin. En hún getur samt verið þannig, að fólki standi ekki á sama. I þessu tilviki langaði mig til að gera mynd um eitthvaö, sem fólk talar ekki um, en sem er samt alltaf að gerast. — Herstöðvamálið kemur eitt- hvað við sögu i öllum myndunum sem þú hefur gert hér heima. Hvað viltu segja um það? — Það er i sjálfu sér engin ,,fix idea” já mér, herstöðvamáliö. Min afstaöa kemur e.t.v. skýrast fram i Skólaferð, þar sem ég efa að nærvera þessa hers sé þjóðinni til góös. 1 Litilli þúfu vantaði mig eitthvert ágreiningsmál milli feðranna, sem þarkoma viö sögu. Það þurfti jafnframt að vera dæmigert karlmannaumræðu- efni, og þá var aronskan alveg til- valin, fannst mér. Leikarar — Flestir leikararnir I LftiIIi þúfu eru áhugaleikarar. Finnst þér betra að stjórna þeim en atvinnuieikurum? .— Það er útaf fyrir sig engin stefna hjá mér að nota áhuga- leikara, en þaö verður aö segjast að I Félagi islenskra leikara eru ekki svo óskaplega margir leikar- ar. Maður finnur þar ekki allar þær týpur sem mann vantar. FIL hefur gert samning við sjónvarpið um að 4 af hverjum 5 leikurum sem ráðnir eru til starfa þar séu úr félaginu. Ég er þeirrar skoðunar, að slikur samnin&ur bindi hendur leikstjóra og hefti tjáningarfrelsi þeirra. Mér finnst ekkert athugavert við það að fólk leiki I kvikmyndum sem ekki hefur hlotið menntun á þvi sviði, og mér finnst heldur ekkert athugavert við það að ólært fólk fáist við leikstjórn. Þetta er allt undir einstakling- unum komið, einog öll listsköpun. Það getur verið ágætt að hafa leikmenntun, en hún getur lika veriö til trafala I kvikmyndum. Þetta er svo óskaplega misjafnt. — Hvar hefurðu hugsað þér að sýna Litla þúfu? — Það er óráðið ennþá. Núna standa yfir samningaviðræöur við sjónvarpiö um að sýna hana þar, og þá e.t.v. bjóða hana sjón- varpsstöðvum á hinum Norður- löndunum. En svo hefur llka komið til tals aö stækka hana upp i 35mm og sýna hana I kvik- Hér ræðast þeir við bjartsýnismennirnir Agúst og Indriði. Myndin var tekin við upptöku á Landi og sonum. Lftil þúfa, nýjasta mynd Agústs Guömundssonar, er u.þ.b. klukkustundar löng, tekin á 16mm filmu. t henni seeir frá unglingsstúlku, Kristlnu, sem lendir I þvi alveg óvart að verða ólétt. Lýst er viðbrögðum" hennar sjálfrar, foreldra hennar, barnsföðurins og for- eldra hans. Auk þeirra koma við sögu vinkona Kristinar, saumakona, frænka, skóla- félagar og fleira fólk. Agústi hefur aö minu viti tekist það sem ekki öllum tekst: að segja sögu. Hann færist ekki of mikiö I fang, eins og oft vill verða, en heldur sig innan ramma sögunnar, byggir hana upp stig af stigi. Ramma sög- unnar marka meðgöngu- mánuðirnir niu. Sögunni er skipt I kafla á mjög skemmti- legan hátt með mánaðanöfn- unum og linu sem bungar alltaf meira og meira út: litil þúfa sem vex. Handritið viröist mér einkar vel og vandlega unniö. Sagan vex, eins og þúfan. Hún dettur hvergi niður, veröur hvergi leiðinleg. Samtölin eru bráö- fyndin og jafnframt mjög eðli- leg. Persónusköpun er með ágætum, og skrifast það á reikning Ágústs, sem handrits- höfundar og leikstjóra, og einnig leikaranna, sem standa sig allir prýðisvel að minu mati. Þrjár læröar leikkonur leika i myndinni: Edda Hólm, Sigriöur Eyþórsdóttir og Þóra Lovlsa Friðleifsdóttir, en aðrir leikarar eru áhugafólk á þessu sviði. Það verður enn að teljast til Lítil þúfa, sem vex kosta myndarinnar, að atvinnu- leikararnir skera sig ekkert úr, hvað leikræn tilþrif varöar. Erfitt er að gera upp á milli leikaranna, og veröur ekki gert hér. Kristln er leikin af Sigriði Atladóttur, sem ætti tvimæla- laust að helga sig leiklistinni i framtiöinni. Barnsfööur hennar, Sigga, leikur Gunnar Pálsson. Foreldra Kristínar leika Edda Hólm og Magnús Ólafsson, en foreldra Sigga leika Hrafnhildur Schram og Friðrik Stefánsson. Af þeim sem fara meö smærri hlutverk langar mig til að geta þeirra Silju ABalsteinsdóttur og Sigriðar Eyþórsdóttur, sem báðar eru óborganlegar og tekst að skapa eftirminnilegar per- sónur i stuttum og hnitmiöuöum atriðum. Mörg fleiri nöfn mætti nefna, en hér skal staðar numið. Litil þúfaer ekki ádeilumynd i venjulegum skilningi. Hér er ekki veriö aö ráöast á neinn. Engu að siður er þessi lýsing á islenskum smáborgurum svo raunsönn og nákvæm, aö hún hlýtur að fela i sér ádeilubrodd. Mörg dæmi mætti nefna þessu til sönnunar, en ég læt mér nægja aö benda á atriðið þar sem foreldrar Kristínar eru að ræða um það, hvort eigi að láta barnið fæðast eða hvort fóstrinu skuli eytt. Þeim finnst hún alltof ung til að eiga barn, og lika alltof ung til aö gangast undir fóstureyð- ingu. Niöurstaða samtalsins verður engin. Þau eru ófær um að taka nokkra ákvöröun, og það er Kristin reyndar lika. Þetta er fólk sem syndir áfram i einhverju herjans afstöðuleysi til flestra hluta (nema hvað pabbinn er sannfærður arons- sinni) og þorir ekki að horfa framan i veruleikann. Það sama er uppi á teningn- um hjá Sigga og foreldrum hans. Pabbinn talar um að „það minnsta sem við getum gert.úr þvi svona er kornið, er að bjóöa þeim heim”. Hann er allur fyrir formlegheitin. Kaffiboðið er eitt fyndnasta atriöi myndarinnar. Þar eru menn aö „gegna skyldu sinni” en ekki tala saman og kynnast. Persónurnar i Litilli þúfu eru venjulegir Reykvikingar af millistétt. Ýmislegt kátbroslegt er i fari þeirra, og lika ýmislegt mjög neikvætt. En þaö sem gerir persónurnar að lifandi fólki er fyrst og fremst væntumþykja höfundarins. Agústi þykir vænt um þetta fólk og hann þekkir þaö mætavel, með öilum þess kostum og göllum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.