Þjóðviljinn - 21.10.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Blaðsíða 16
16 SIDA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 21. október 1979 KOSNINGABARÁTTAN í DAIMMORKU 3. GREIN Borgara- flokkana langar í ráðherra- stólana Kosningasigur danskra sósíaldemókrata í febrúar 1977 efldi minnihlutastjórn þeirra til muna. Eins og áöur, þurftu þeir þó að ná samkomulagi við borgara- flokka um meginstefnuna. Hinir „ábyrgari" borgara- flokkar skiptust á um að semja við sósíaldemókrata um einstaka málaflokka, en slik stjórnunaraðferð er afar erfið og seinfær. )o. yo o(hicC QCt^t (rot, Eftir stormasama sambúö meö krötiim flutti dansi Vinstriflokkurinn aftur inn á borgaraheimiliö. Frá vinstri: Poul Schluter, formaöur thaldsflokksins, Erhard Jakobsen, formaöur Miödemókrata, Poul Möller, formaöur Kristilega þjóöarflokksins og Henning Christophersen, formaöur Vinstriflokksins. Þaö gerði Anker Jörgensen svo enn erfiðara fyrir, að sumarið 1978 tóku fjórir borgaraflokar að rotta sig saman. Ihalds- flokkurinn, Vinstriflokkurinn, Miðdemókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn lýstu þvi yfir, að þeir hygðust bjóða upp á stjórn- arvalkost við minnihlutastjórn Sósialdemókrata^ Til að varpa ljósi á það, hvilik pattstaöa nú var komin upp, skal minnt á nokkra drætti i sam- setningu danska þjóðþingsins. Glistrup hefur 26 þingmenn, og enginn „ábyrgur” stjórnmála- maður vill starfa með honum I rikisstjórn. A sama hátt hafa kratar jafnt sem fjögurralaufa- smárinn útilokað möguleikann á samstarfi viö hina 19 þingmenn sósialisku flokkanna. Kratar hafa hins vegar 65 þingmenn, fjögurralaufasmárinn 53 og mið- flokkarnir 11, en Grænlendingar 2 og Færeyingar 2. bað er þvi von- laust að mynda 90 þingmanna meirihluta, á meðan ekkert sam- starf er milli krata og fjögurra- laufasmárans. Anker Jörgensen fór heldur ekki i felur með það i fyrra- sumar, að markmið hans væri aö sundra samstarfi borgaraflokk- anna. Hann bauð til stjórnar- viðræðna, og niðurstaðan varð sú, að kratar mynduðu stjórn með Venstre, höfðu þar meö 86 þingmenn að baka, og tókst hverju sinni að fá nokkra aðra til liðs við frumvörp sin. Glataði sonurinn snýr heim Stjórnarþátttakan kom Vinstri- flokknum vitaskuld i ónáð hjá hinum borgaraflokkunum, en eftir stjórnarslitin I haust, var fyrsta verk flokksformannsins, ann- að ill- gresi Henning Christophersen, að kalla fjögurralaufasmárann saman. Þegar i stað var gefin út yfir- iýsing um að flokkarnir fjórir hygðust standa saman i kosn- ingabaráttunni og stefndu að stjórnarmyndun eftir þær. Þeir hafa þó jafnframt lýst þvi yfir, að slik stjórnarmyndun komi þá aðeins til greina, ef fjögurra- laufasmárinn fær fleiri þingsæti en kratar. Til þess að svo verði, þarf töluverð breyting að veröa á fylgi flokkanna. Fjögurralaufa- smárinn fékk 30% atkvæða i siðustu kosningum, en kratar 37%. Flokkarnir fjórir hafa hver sina kosningastefnuskrá, sem þó eru keimlikar. Þeir eru sammála um að koma á verðstöövun og banni viö launahækkunum, að rikisút- gjöld verði skorin niður og öðrum tiltækum ráðum beitt til að minnka hallann á greiðslujöfnuði Dana. Munurinn felst e.t.v. fremur I stil og áherslum. Miðdemókratar leggja sérstaka áherslu á lög og reglu, ihaids- menn klifa mjög á nauðsyn land- varna, og kosningabarátta kristi- Glistrup er enn ótvlrætt leiðtogi Framfaraflokksins. Allan lands- fund flokksins var höfuð hans á ræöustólnum. AUGLYSING Landsvirkjun mun á næstunni bjóða út byggingu undirstaða fyrir fyrstu áfanga Hrauneyjafosslinu eða frá Hrauneyjafossi að Þórólfsfelli sunnan Langjökuls. Þeir verktakar er hafa áhuga á að bjóða i verkið og taka þátt i kynningarferð um svæðið 25.10. n.k. eru beðnir um að hafa samband við Landsvirkjun i sima 86400 fyrir 24.10 1979. E LANDSVIRKJUN legra snýst að mestu um vernd fjölskyldunnar og kristilegs siðgæðis. I einstökum málum greinir flokkana á, og má þar taka hús- næðismál sem dæmi. Vinstri- flokkurinn vill vernda rétt leigj- enda að nokkru, en miðdemó- kratar og íhaldsmenn vilja ofur- selja þá markaðnum, þ.e. braski, og hvetja fólk sem mest til að eignast eigið húsnæöi. 1 kosningabaráttunni hamra kratar mjög á þvi, að misklíð sé um mörg mál með fjögurralaufa- smáranum. Þeir telja það vænlegast til árangurs að benda á styrk og samhug sósialdemó- krata andspænis glundroða borg- araaflanna. Kratar benda líka á, að þótt fjögurralaufasmárinn yrði fjölmennari á þingi en kratar, gæti hann ekki myndað stjórn nema með stuöningi framfaraflokks Gllistrups, og til- hugsunin um að Glistrup leggi hönd á danskan stjórnvöl fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds meginþorra landsmanna. Verður öskubusku boðið á ballið? 1 kosningunum 1977 varð flokkur Glistrups næststærsti flokkur landsins, hlaut 14,6% at- kvæöa. Hann hefur hins vegar verið að mestu einangraður á þinginu og t.d. aldrei tekið þátt i samningum um myndun þing- meirihluta. Slfkt hefur hreinlega ekki komið til greina: Glistrup er ekki „stofuhæfur”, heldur óábyrgur lýðskrumari i augum ,Fjögurralaufasmári”og bæði krata og meginhluta borgaraaflanna. Á kjörtímabilinu myndaðist hins vegar „hægfara” armur I flokki Glistrups. U.þ.b. helmingur þingflokksins vildi ganga til samninga við hina borgaraflokkana og um leiö slá af itrustu kröfum sinum, til að komast inn i hlýjuna. Glistrup sjálfum hefur ekkert verið um þetta gefið, en hægfara hluti þing- flokksins hefur oft ráðið ferðum hans og átt I litils háttar samningamakki við aðra borgaraflokka. í haust breyttist ágreiningurinn hins vegar 1 opinská átök. Miðstjórn Framfaraflokksins lagði bann við þvi, að helsti tals- maður hinna hægfara, Jörgen Junior, yrði i framboði fyrir flokkinn. A landsfundi flokksins i septemberlok voru miklar deilur, annars vegar um rétt miðstjórnar til að ráða frambjóðendum, hins vegar um það, hvort taka ætti upp sáttfúsari stefnu gagnvart öðrum borgaraflokkum i þvi skyni að ná einhverju af stefnuskrár- atriðum fram. Glistrup og nánustu samstarfsmenn hans báru þar sigur úr býtum með harða og ósveigjanlega stefnu: flokkurinn lýtur áfram harðri miðstjórn (Þótt Junior hafi verið tekinn i sátt sem einstaklingur), og hvergi er slegið af allt-eða- ekkert stefnu flokksins um að skera niður mestan hluta rikisút- gjalda o.s.frv.. Landsfundur Framfara- Gestur Guðmundsson skrifar frá Kaupmannahöfn flokksins markaði þá stefnu, að flokkurinn muni enga ríkisstjórn styðja, nema hann fái fulla aðild að mótun stefnu hennar. Þessi afstaða flokksins virðist útiloka allt stjórnarsamstarf við fjögurralaufasmárann, sem vill einungis fá stuðning frá þing- mönnum Glistrups, en vill halda þeim fjarri allri stefnumótun. Litlar horfur á borgaralegri stjórn Það syrti enn i álinn fyrir fjög- urralaufasmárann, þegar gamlir vopnabræður hans, Radikale venstre, lýstu þvi yfir i upphafi kosningabaráttu að þeir teldu minnihlutastjórn krata mun heppilegri en stjórn borgara- flokkanna. Samkvæmt skoðanakönnunum verða litlar breytingar á fylgi flokkanna. Sumar þeirra gefa vfsbendingu um að kratar bfði nokkurn ósigur, fái 33% i stað 37% nú, en sósialisku flokkarnir vinni töluvert á, fari úr 10% atkvæða i 12 eða 14%. A hinum arminum eru smávægilegar tilfærslur, Ihaldsmenn virðast vinna nokkuö á, en Glistrup tapa nokkru. Þótt Anker sé illa við það, getur verið að hann neyðist til að mynda þingmeirihluta með miðflokkun- um og Sósialiska þjóðarflokknum og jafnvel kommúnistum. Verði slikur þingmeirihluti ekki fyrir hendi, er samt sem áður óliklegt að borgaraflokkarnir geti myndað starfhæfa stjórn. Eina lausnin, sem þá yrði á stjórnar- kreppunni, væri að borgaraöflin og kratar sliðri sverðin enn einu sinni og stýri þjóðarskútunni upp á næstu sker auðmagns- kreppunnar. (1 siðustu greininni um dönsku kosningabaráttuna verður fjallað um sósialisku flokkana). Kaupmannahöfn 16. okt. 1979 Gestur Guðmundsson 4^ Slátursala 4j Notið tækifærið og gerið góð matarkaup. Næsta vika er siðasta vika slátursölunnar. Opið frá kl. 9 til 12 og kl. 13 til 18. A laugardögum frá kl. 9 til 12. Lokað mánudaga <£ Sláturfélag Suðurlands, Skúlagötu 20, sími 25355.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.