Þjóðviljinn - 21.10.1979, Page 17

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Page 17
Sunnudagur 21. oktéber 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Tryggvi Emilsson rithöfundur: Vegna barnanna Lögræöisaldur lækkaður úr 20 árum i 18 ár segir i fréttatilkynn- ingu frá Dómsmálaráðuneytinu. Þessari frétt fylgir sú klásúla i samtali fjölmiðla viö ráðuneytis- stjórann að honum þyki „aúgljóst” að áfengiskaupaaldui verði einnig lækkaður, og svo virðist þaðmálaðkallandi að ekki var hægt að biða með upplýsing- arnar þar til óskalistinn var aö fullu afgreiddur. En hversvegna er það svo „augljóst” aö ungling- ar fái lækkaðan áfengiskaupaald- ur þó lögræðisaldur sé lækkaður, á þaö kannski að vera mótleikur tiltekinna stjórnvalda gegn starfi þeirra áhugamanna sem nú aug- lýsa „Viku gegn vimugjafa” sem mörg bindindismanna-og Lands- sambönd gangast fyrir að haldin veröi á næstunni. Mér er þessi „augljósa” frásögn dæmi þess hve ásóknin i vimuefnin grefur um sig, og þvi má enn spyr ja, hve langt það á i land að aldurstak- mark til áfengiskaupa verði fært enn dýpra niður og jafnvel af- numið. Engan þarf að furða þó þungur sé róðurinn gegn spilling- unni. A þessu barnaári hefir margt mætra manna látið til sin taka i starfi, ræðu og riti og allir leggja þeir áherslu á þá höfuðnauðsyn að vanda beri til uppeldis barn- anna og firra þau hverskonar fári,aðbarnið verði settofar öilu, heilbrigði þess og framtiðarheill, ekki geta þeir menn verið fylgj- andi þvi aö áfengiskaupaaldur ungmenna verði lækkaður, sem aðlikum mundi leiða til aukinnar áfengisneyslu. Þegar ég var beðinn að stinga niður penna i tilefni af bindindis- degi Landssambandsins gegn áfengisbölinu varð mér fyrst hugsað til barnanna og þá fy rst og fremst þeirra barna sem seld eru undir þá sök að umgangast það fólk sem neytir áfengis i nærveru barna. Það er hryggileg þjóölífs- mynd að sjá ofurölva manneskjur slangra innan um börn, með lafandi sigarettu milli varanna, spúandi frá sér eiturlofti sem börnin siðan anda að sér og sýkj- ast af, biöa þess kannski aldrei bætur. Mér verðurá að taka undir með norska skáldinu överland: „Fyrirgefið þeim ekki, þvi þeir vitahvað þeirgera”.. Vitandi vits spilla menn heilsu barnanna sinna oggefa þeim jafnframt for- dæmi sem er i senn fyrirlitlegt og siöspillandi. Baráttan gegn áfengisbölinu er ekki komin i efsta þrep. Börn hafa lengi verið bitbein sinna forsvarsmanna og þjóö- félagsins, þér munið fátækra- flutningana, hreppsómagana, hljómlausar grátraddir hinna réttlausu, mönnum þótti gott að hafa barn til blóra og kenna þvi klækina, börn voru hýdd og hrak- inog látin kyssa á blóðugan vönd- inn, það er löng sorgarsaga og jafnlöng er raunar barátta ein- stakra menna og smárra sam- taka fyr'ir li'fsrétti barnsins, og þó viðgengst enn þan dag i dag að börnerulátinkyssa á vöndinn, nú er vöndurinn sá vimugjafi sem fullorðið fólk ber að vörum barn- anna. Frá upphafi verklýðssam- taka og um þaö leyti sem Þor- Tryggvi Emilsson. steinn Erlingsson orti kvæöið Eden, hefir baráttan staðið um börn alþýðunnar, hin undirokuöu, réttlausu. Þér blöskrar að heyra það brauðleysisóp til blágrárra, ómálgra vara, og sjá þennan skjögrandi horgrindahóp með hungruðum kýraugum stara. Það varð að heyja baráttu fyrir brauði þessara barna, og jafn- langa baráttu og ekki siður harða varðað heyja fyrir jafnrétti allra islenskra barna til skólagöngu og tæpast ersú barátta á leiðarenda, enn standa menn svo misvel að vigi efnalega. öll þessi barátta er samhljóma baráttunni gegn áfengisbölinu, hvergi var ör- birgðin tilfinnanlegri en á heimil- um drykkjumanna, heimilisbölið jafn helsjúkt og harmþrungið og svo mun enn þar sem vindrykkja er stunduð. Vitað er að fjölmargir menn gera sig að ævilöngum aumingjum vegna áfengis- drykkju, hvað verður um börn þess fólks? Arlega verður að bæta við heilsuhælum og sjúkra- húsum fyrir drykkjusjúklinga og slasaöa menn vegna slysa sem vindrukknir menn valda. Aldrei hefir fjöldi þeirra sem áfengis neyta verið slikur sem nú sam- kvæmt þeim tölum sem tala. Eða þeir miljarðar sem eytt er til áfengiskaupa. Ennstöndum við á þvergötum og sjáum fólksstraum hinna breiðu stræta sem allur liggur til vinsalanna, tölur sýna aö um áttatiu af hverjum hundrað íslendinga á áfengiskaupaaldri neyta áfengis aðeins i misstórum mæli. Vissulega hafa menn komið áuga á leiðir til Urbóta sem lik- legar eru til árangurs, leiðir kennslu og náms, aö fræðsla um skaðsemi áfengis og annarra vimugjafa verði tekin upp i' skól- um landsins sem skyldunáms- grein; tvimælalaust er fræðsla sú aðferð sem mest viðnám getur veitt, gerir menn hæfasta til skiinings á vandanum sem við er að fást og veitir mest brautar- gengi i baráttunni. Þaö getur eng- um manni dulist að fræðsla um hverskonar ákvaröanir og at- hafnir er undirstaða þess að lifa verði menningarlifi i landi voru, allir verða aö afla sér nokkurrar þekkingar til hinna breytilegu verk- efna, og vissulega hefir þjóðin sótt fram til mikillar menntunar, hagnýtrar og heillarikrar og alveg sérstaklega eftir að börn alþýðunnar tóku að skipa skóla- bekki, og þarsem menntun hlýtur að kalla á siaukna menningu og siðgæði er fræðsla um skaðsemi áfengisneyslu meðal þýðingar- mestu þátta þjóðlifsins, ekkert má til spara að veita börnunum MYNDARTEXTI OSKAST Hér er svo nýja myndin. Vonandi fara heilasellurnar gráu strax af stað þegar þiö berjiö fyrirbæriö augum, og þá er bara aö festa hugdetturnar á blaö og senda okkur. Merkiö umslagiö: „Mynda- texti óskast” — Sunnudagsblaðið, Þjóöviljinn, Siðumúla 6, Reykjavik. — Góöa skemmtun. Við þökkum alla myndatexta sem borist hafa og biðjumst forláts á aö þátt- urinn datt niður I siðustu tveimur blöðum. En hér er besta lausnin: — Já, viö tæknimenn út- varpsins vinnum viö dálitiö frumstæö skilyröi! Textinn var merktur Hólm- friði Jónsdóttur. önnur svör: — Hvernig vissiröu aö ég var tölvufræöingur? (Einn að vestan) — Ég er oröinn snældu-spól- andi vitlaus á þessu segul- bandi! (Jón Halldórsson) — Viö tövlufræöingarnir ættum aö fá áhættuþóknun. (N.N.) þá fræðslu i skólum og á heimil- um. Færið börnunum þær fórnir á barnaári aö loka huröum fyrir ásókn áfengisnautnar, látið áfengi hverfa úr lifi yöar og þar meö barnanna. Hver sá,sem stundar þann heiöarleika aö fræða börnin og náunga sinn um það böl sem vindrykkjan veldur og á hvern hátt sé auðveldast að bægja frásérþvi böli, vinnur þjóö sinni ómetanlegt gagn. Tökum höndum saman við þá menn sem af alhug vinna aö bindindismál- um, útrýmingu áfengis, styðjum þá sem þessa dagana stofna til Viku gegn vimugjafa og alla þá sem bera uppi bindindisdag og daga Landssambandsins gegn áfengisbölinu, sinum hverskonar spillingu og afsiðun viönám, vegna barnanna sem eiga að erfa landiö. Að lokum til áréttingar þvi sem hér er sagt vegna barnanna leyfi ég mér að minna á ljoðlínur úr einu af kvæðum Jakobinu Sigurðardóttur: „að grös fái aö spretta, aö börn fái aö brosa meö blómum á islenskri grund.” Tryggvi Emilsson SÍMASKRÁIN 1980 ! i Simnotendur i Reykjavik, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar simaskrár er nauð- synlegt að rétthafi simanúmers tilkynni skriflega um breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Skrifstofu sima- ! skrárinnar við Austurvöll. Athugið að skrifa greinilega. Þeir sem hafa skipt um heimilisfang frá i þvi að simaskráin 1979 kom út þurfa ekki j að tilkynna breytingar á heimilisfangi j sérstaklega. Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prent- ! uð i gulum lit og geta simanotendur fengið ' birtar auglýsingar þar. Einnig verða i teknar auglýsingar i nafnaskrána. Nánari upplýsingar i simum 29140 og 26000 og á Skrifstofu simaskrárinnar. i Ritstjóri simaskrárinnar. ! Dvalarheimili óskast öskjuhliðarskóli óskar eftir dvalarheimil- um fyrir nemendur þetta skólaár. Upplýsingar i sima 23040 á skólatima. Skólastjóri. ÚTBOÐ Tilboð óskast i byggingu afgreiðsluhúss (stál- og trévirki) og frágang lóðar vegna bensínstöðvar Shell og Olis á Seltjamar- nesi. — Gögn eru afhent á Teiknistofunni Óðinstorgi, óðinsgötu 7, Reykjavik, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. — Tilboð verða opnuð 7. nóvember n.k. rBrosandi PLOKKFISKUR~'l eftir Gísla J. Ástþórsson ATH! 9 af hverjum 10 geðlæknum mæla með PLOKKFISK sem úrvals meðali gegn skapvonsku, þunglyndi, kláða og stjórnmálaþreytu. Bókaútgáfan BROS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.