Þjóðviljinn - 21.10.1979, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Qupperneq 24
tJJÚÐVIUINN Sunnudagur 21. október 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. l'tan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 nafn * i s Vilmundur Gylfason Vilmundur Gylfason tók við starfi dóms- og kirkjumálaráð- herra svo og embætti mennta- málaráðherra fyrr i vikunni. Vilmundur hefur gagnrýnt spillt dómsmálakerfi hve ötulast manna á slðustu árum og var hann fyrst spuröur að þvl, hvort hann mundi nú beita sér fyrir þvi sem dómsmáiaráðherra að skera upp herör gegn spilling- unni. — Eg vil heldur segja að ég muni gefa tóninn hvernig slikt verður hægt. Eg held að lesendur Þjóðviljans séu mér sammála um þetta atriði. Við rikjandi aöstæöur slöasta áratug, hefur skapast þaö ástand, aö allt efnahagskerfiö er helsjúkt, þaö er sama hvert þú lftur, útlánakerfiö, skatta- kerfiö eöa dómsmálakerfiö. Og þetta er ótrúlegt I samfélagi sem ekki er stærra en 230 þúsund manns. — Og gegn þessari spillingu munt þú risa? — Til þess eru menn I pólitlk, aö þeir vilji koma fram breyt- ingum á þeim málefnum sem þeir gagnrýna. Og ég vona að ég sé i þeirri aöstööu aö gefa tón- inn, og aö tóngjöfin sé rétt. En til aö þetta takist þarf kjörfylgi og viö erum á leiö út I kosn- ingar. Bráöabirgöarstjórnin gerir ekki annaö en aö marka stefnu, þaö er hins vegar undir kjósendum komiö, hvort þeir velja þessa stefnu. M.ö.o. allt er undir næstu kosningum komið. — Þú hefur lýst þig mótmælt- an fyrirhugaðri útvarpsbygg- ingu? — Máliö er, aö ef viö eigum aö ná árangri, veröum viö aö skapa jafnvægi í efnahagsmál- um okkar. Og meöan félagsleg verkefni blöa úrlausnar, ég nefni ellilifeyrinn sem dæmi, og meöan viö búum viö 60% veröbólgu, höfum viö ekki efni á framkvæmdum eins og bygg- ingu útvarpshússins. — Þýðir það, aö þú sem menntamálaráðherra munir setja ýmis menningarmál á hakann vegna aökallandi verk- efna I félagsmálum? — Ég vil að þú berir þau skilaboð til lesenda Þjóöviljans, sem er margt afskaplega gott menningarfólk, og ég á mikla samleiö með aö menningarmál sitja óhjákvæmilega á hakanum I óöaveröbólgu. Ég efast um aö allur almenningur hafi vitaö aö Ragnar Arnalds hafi veriö menntamálaráöherra fyrr en hann setti Hjálmar sem skóla- stjóra I Grindavlk. Og hvers vegna? Vegna þess aö I 60% veröbólguþjóðfélagi fer öll orka ráöherra I aö ræöa mál sem vlsitöluhækkun, fiskveröiö og svo framvegis. Horföu I kringum þig: þaö er öllum Ijóst aö menningarstarfsemi rlkisins er fátæklegri en skyldi. Og hún mun sitja á hakanum viö rikjandi verbólguástand. Þannig eru öllum mennta- málaráöherrum skorður settar. Mér hefur fundist aö mennta- fólk I Alþýöubandalaginu hafi ekki alltaf skiliö, aö jafnvægi I efnahagsmálum þýðir árangur I menningarmálum. — im Rætt viö Helgu Einarsdóttur skólasafnvörð Árið 1958 hófst kennsla í bókasafnsfræði við Há- skóla islands og hafa um 60 bókasaf nsfræðingar lokið þaðan prófi. Áður urðu menn að sækja menntun sína í f ræðigrein- inni til annarra landa og enn er ekki kostur á fram- haldsmenntun hér heima. Langflest er þetta fólk starfandi á bókasöfnum landsins, en þar starfa einnig bókaverðir sem ekki hafa hlotið skólamenntun f greininni. Helga Einarsdóttir bókavörður: —Góð almenningsbókasöfn gegna miklu hlutverki i baráttu sósfalista fyrir jöfnum aðgangi manna aö menningarverðmætum Hlutverk bökasafna að jafna aðgang manna að menningarverðmætum Stéttarfélög bókavaröa eru tvö: Félag bókasafnsfræöinga og Bókavaröafélag Islands. Allir I fyrrnefnda félaginu eiga rétt aö aö vera I Bókavarðafélaginu. Formaður Félags bókasafnsfræö- inga er Helga Einarsdóttir bóka- vörður I Vlghólaskóla I Kópavogi og hún svarar I þessu viötali nokkrum spurningum um störf bókavaröa, nám þeirra og launa- kjör. — Geturðu i stuttu máli sagt frá námi bókasafnsfræðinga hér heima? — Námi I bókasafnsfræöum lýkur meö BA prófi þar sem bókasafnsfræöin er aö sjálfsögöu aöalgrein en nemendur veröa lika að velja sér aukagrein. Námiö má segja aö skiptist I tvennt. Annars vegar er um aö ræöa tæknilega kennslu, svo sem flokk- un, skráningu og frágang bóka og hins vegar það sem kalla má fé- lagslegan hluta og er hann miklu fyrirferöarmeiri. Þar er aðalá- herslan lögð á þjónustu viö not- endur safnanna og upplýsingaöfl- un og miölun I þvi skyni aö auö- velda sem flestum aögang að bókum og jafna með þvi aöstööu manna á þvl sviöi. Góö almenn- ingsbókasöfn geta þannig haft miklu hlutverki að gegna i baráttu sóslalista fyrir jöfnum aögangi manna aö menningar- verömætum og er vert að hafa þetta I huga ekki slst á kreppu- timum. Þau eru lika öruggustu viöskiptavinir útgefenda og rit- höfunda. Órjúfanlegur vitahringur — Hvaða laun hafa bókasafns- fræðingar? — Bókasafnsfræðingar sem vinna hjá rlki og bæ taka laun samkv. 15. launafl. hjá BSRB og 105.fl. þeir sem eru I BHM. Núna eru mánaðarlaunin 328.270 kr. hjá BSRB og 315.822 hjá BHM (hvort tveggja 1. þrep). Bóka- safnsfræöingar eru láglaunastétt meðal háskólamenntaöra manna og þetta er svo til alger kvenna- stétt. Aöur en fariö var aö kanna þessa grein I Háskólanum var þessu öfugt fariö. Þá voru bóka- veröir nær eingöngu karlar. Þetta er útaf fyrir sig merkilegt rann- sóknarefni, en afleiöingin er greinilega sú aö stéttin hefur átt ákaflega erfitt uppdráttar hvað varöar launamál, og er eins og aörar kvennastéttir lent i vlta- hring. Hún er láglaunastétt af þvi aö karlar eru ekki I henni og karl- ar sækja ekki I hana af þvl að hún er lágt launuð. Þennan vitahring er oftast býsna erfitt aö rjúfa. T.d. er yfirmaöur allra almenn- ings- og skólabókasafna I landinu I 109. launafl. hjá BHM, en æsku- lýðs- og sérkennslufulltrúar I 111. fl. Auk þess mun það algengt aö fulltrúar fái greidda ómælda yfir- vinnu en þaö fær ekki bókafulltrú- inn. — Bókasafnsfræðingar hafa til skamms tima engan forgang haft að bókasafnsstörfum, og enn er sá forgangur svo takmarkaður, aö I reglugerö stendur aöeins: „aö I miösöfn (stærri söfn á land- inu) skuli aö ööru jöfnu ráða bókasafnsfræöing I yfirbókavarö- arstööu.” — Eru ekki skólabókasöfn kom- in við flesta skóla? — Skólasöfnum, eins og ég kýs fremur aö nefna þau, af þvl aö þau geyma fleira en bækur, fer stööugt fjölgandi. Ég held aö viö alla grunnskóla á höfuöborgar- svæöinu sé starfandi skólasafn eöa visir að þvl, og gildi þeirra fyrir menntun nemenda veröur seint ofmetið. Þau eru að mlnu mati forsenda þeirra sjálfstæöu vinnubragöa sem kenna á sam- kvæmt grunnskólalögunum. A skólasöfnum eiga nemendur aö fá aðstoö við aö leita heimilda, sem þeir vinna úr, fá upplýsingar um ýmis efni, hafa aögang að bókum á sinu áhugasviði og skólasöfnin Framhald á bls. 21 Laun: 15. launaflokkur BSRB kr. 328.270 þús. (1. þrep) 105. flokkur BHIVI kr. 315.228 þús. (1. þrep) Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík Fyrri áfangi Kosið áfram / 1 Forvaliö fer fram á skrifstofu Alþýöubandalagsins að Grettis- götu 3. Kjörfundur hefst kl. 2 að Grettisgötu 3 og stendur til kl. 11 í kvöld 1 Gerist félagar í dag og takið þátt í forvalinu Fyrri umferð forvals Alþýðu- bandalagsins I Reykjavik hófst I gær og veröur framhaldið I dag. Kjörfundur hefst ki. 14 I dag, kl. 2 e.h. og stendur til kl. 23, til kl. n f kvöld. Kosið er að Grettisgötu 3. Fyrri áfangi forvalsins gegnir þvi hlutverki aö tilnefna 12 menn til þátttöku I slöari áfanga. Fyrri áfangi fer þannig fram aö félagsmenn rita nöfn 6 manna á sérstakan kjörseðil og skiptir röö manna ekki máli viö úrvinnslu og undirbúning slöari umferöar. Heimilt er aö tilnefna utanfélagsmenn og þá sem búsettir eru utan Reykjavlkur. Kjörnefnd vinnur úr gögnum fyrri áfanga og tilnefningu félagsins til slöari áfanga hljóita þeir 12 menn sem nefndir eru á flestum kjörseöl- um. Kjörnefnd og stjórn ABR hafa heimild til aö tilnefna 3 menn á listann til síöari áfanga. Siöari áfangi miöar aö þvi aö velja 6 menn til framboðs af þeim mönnum, sem tilnefningu hlutu I fyrri áfanga. Niöurstööur eru ekki bindandi fyrir kjörnefnd sem heldur áfram störfum og raðar á framboöslista til fullnustu aö loknu forvali og leggur tillögur siöan fyrir fulltrúaráö Alþýöu bandalagsins I Reykjavlk. Rétt til þess aö greiöa atkvæöi Iforvalinu hafa fullgildir félags- menn I Alþýðubandalaginu I Reykjavik. Hægt er aö gerast félagi forvalsdagana, þaö er aö segja við kjörboröiö aö Grettis- götu 3. Enn er þvi tækifæri til þess aö ganga I félagiö og hafa áhrif á skipan framboðslistans I Reykjavlk. Gerist félagar I dag og takiö þátt i forvalinu. Alþýðubandalagið IReykjavIk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.