Þjóðviljinn - 24.10.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.10.1979, Síða 2
Nina Björk á milii ieikmyndahöfundar, Þórunnar S. Þorgrlmsdóttur og leikstjórans, Stefáns Baldurs- sonar. — Ljósm. Jón LITLA SVIÐIÐ: Hvað sögðu englamir? Frumsýning annaö kvöld Gengin er i gildi reglugerö um samráð stjórnvalda um efna- hagsmál og kjaramál við samtök iaunafólks, bænda og atvinnu- rekenda. i henni er gert ráö fyrir a.m.k. ársfjórðungslegum sam- ráðsfundum fuiltrúa rikis- stjórnarinnar og samráðsnefnda 9 tiltekinna samtaka. Auk þess er gert ráð fyrir einum sameiginleg- um fundi á ári. Umrædd samtök eru ASt, FFSÍ, BSRB, BHM, SIB, Stéttar- samband bænda, Samb. isl. sveitarfél., Vinnumálasamb. Ekki var réti frá greint i blaðinu i gter, aðutn inismæliheföi verið að ræöa i utvarpsfréttum er Benedikt Brbndal var sagöur leikstjóri,,Gamaldags kómediu.” Gröndal stóð nefnilega skýrum stöfum i fréttinni og Pétur samvinnufél. og VI. Markmiðið með samráðinu er að ieggja grundvöll að samræmdum ákvörðunum. Þá kveður reglugerðin á um ár- legan sameiginlegan fund allra samráðsaðila sem forsætisráö- herra kallar saman fyrir 15. okt. Fyrir þann fund leggur forsætis- ráðherra skýrslu um þjóðhags- áætlun fyrir næsta ár. Reglugerð þessa undirbjó frá- farandi forsætisráðherra og var húnsamþykkti fyrrverandi rikis- stjórn. — GFr Pétursson þulur las þvi nákvæm- lega eins og fyrir hann var lagt. Þarna var þvi um að kenna mis- ritunfréttamannsins en ekki mis- mæli þularins og leiðréttist það hér með. — eös Stundvísi naudsyn — Þetta form gerir það að verkum, að útilokað er að hleypa áhorfendum inn eftir að sýningin er byrjuð, — sagöi Stefán. — Þessvegna viljum við minna fólk á aö koma stundvislega. Sýningarnar hefjast kl. 20.30 og standa í u.þ.b. hálfa aðra klukku- stund, og við höfum ekkert hlé. Barinn verður hinsvegar opinn eftir sýningu. Hvað sögðu englarnir? er fyrsta leikrit Ninu Bjarkar, sem sýnt er I Þjóöleikhúsinu, en Leikfélag Reykjavikur sýndi leik- rit eftir hana, Fótatak.árið 1972, og Litla leikfélagið sýndi tvo ein- þáttunga, Hæliöog Greimið.árið 1969. Hæliövar siðan sýnt i sjón- varpi 1973. — ih Gröndal ekki mismæli Tinna Gunnlaugsdóttir og Briet Héöinsdóttir f hlutverkum sinum. — Ljósm. Jón Reglugerð um samráð A morgun fimmtudag, verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins leikritið Hvað sögðu englarnir? eftir Nlnu Björk Arna- dóttur, og verður það fyrsta frumsýningin á Litla sviðinu á þessu hausti. Stefán Baldursson leikstýrir verkinu, Þórunn Sirgriður Þor- grímsdóttir teiknaði leikmynd og búninga og Kristinn Danielsson annaðist lýsingu. Leikendur eru tiu talsins: Sigurður Sigurjóns- son, Tinna Gunnlaugsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Bessi Bjarnason, Helga Bachmann, Sigriður Þor- valdsdóttir, Helgi Skiílason, Þór- hallur Sigurðsson, Helga Jóns- dóttir og Arnar Jónsson. Leikritið fjallar um ungan strák sem lendir utangarðs I þjóð- félaginu. Hann lendir i smáhnupli i barnæsku og eftir það er hann á stöðugum flækingi milli stofnana. A sama tima eru stórsvindlarar að velta miljónum á milli sln og lenda aldrei á neinni stofnun. Tvöfalt siögæöi — Leikritið fjallar fyrst og fremst um þetta tvöfalda siðgæði i þjóðfélaginu, — sagði Nina Björk á blaðamannafundi, sem haldinn var i fyrradag. Stefán Baldursson sagði á sama fundi, að Þjóðleikhúskjallarinn væri notaður á allnýstárlegan hátt i þessari sýningu. Eiginlega væri öllu snúið við: áhorfendur sitja þar sem leiksviðið hefur venjulega verið, en leikurinn get- ist i veitingasalnum. Þunnar gardinurerufyrirsviðinu, þannig að áhorfendur horfa á það einsog gegnum glugga. Þar að auki ger- ast nokkur atriði frammi á snyrt- ingu og þau atriði sjást á sjón- varpsskermi. Laugardaginn 27. október, eða fyrsta vetrardag, fer hópur fatlaðra barna ásamt foreldrum i dagsferð til Akureyrar á veg- um Kristins Guðmundssonar fararstjóra. Á Akureyri fer hópur- inn m.a. I leikhúsið og sér sýningu Leikfélags Akureyrar á Galdrakarlinum i Oz. I hópnum feröa 15 börn og er þetta i f jórða skiptið sem Kristinn skipuleggur ferð af þessu tagi. „Hinn vangefni íþjóöfélaginu” - ritgerðasamkeppni t tilefni barnaárs hefur stjórn Styrktarfélags vangefinna ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni um efnið: Hinn vangefni I þjóöfélaginu. Veitt verða þrenn verðlaun, 150 þús. kr., 100 þús. og 50 þús. Lengd hverrar ritgerðar skal vera a.m.k. 6—10 vélritaðar siður. Ritgerðirnar, merktar dulnefni, skal senda skrifstofu félagsins að Laugavegi 11, Reykjavik, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi með I lokuðu umslagi. Félagið áskilur sér rétt til að birta opinberlega þær ritgerðir, er verðlaun hljóta. Skila- frestur er til 30. nóv. n.k. Gaf mynd eftir Snorra Arinbjarnar „Uppstiliing” eftir Snorra Arinbjarnar. Þorvaldur Skúlason iistmálari hefur fært Listasafni tslands höfðinglega gjöf, oliumálverkið „Uppstillingu” eftir Snorra Arinbjarnar, málað á árunum 1942-46. Fundum þeirra Þorvaldar og Snorra bar fyrst saman norður á Blönduósi um 1921, er Þorvaldur var nýbyrjaður aö mála, og tel- ur hann kynni þeirra hafa orðið sér til mikillar uppörvunar. Seinna urðu þeir námsfélagar við Listaháskólann i ósló og sam- býlismenn. Listasafnið kann Þorvaldi bestu þakkir fyrir gjöfina, sem þvl er afar kærkomin, ekki sist fyrir það hversu fá verk safnið á eftir Snorra frá þessu timabili, segir i frétt frá Listasafni íslands. Humboldtfélag stofnað Þann 17. september sl. var stofnað félag þeirra, sem dvalist hafa við nám og rannsóknir i þýska Sambandslýðveldinu með at- beina Alexander von Humboldt visindasjóðsins þýska. Markmið hins nýja félags er að kynna starfsemi Humboldt- stofnunarinnar hér á landi og margvislegt liðsinni hennar á sviði náms og rannsókna, m.a. kynnisferöir til háskóla og vísinda- stofnana I Sambandslýðveldinu. Jafnframt að halda uppi tengsl-. um við stjórn stofnunarinnar og vinna að gagnkvæmum kynnum þeirra, sem dvalist hafa erlendis á hennar vegum. Slik félög starfa viða erlendis. Formaður Alexander von Humboldt félagsins var kjörinn dr. Oddur Guöjónsson fyrrv. sendiherra. Aðrir i stjórn eru: dr. Frosti Sigurjónsson læknir og dr. Gunnar G. Schram prófessor. Gjöf til Krabbameinsfélagsins Hinn 17. október sl. barst Krabbameinsfélagi tslands 100 þúsund króna gjöf úr minningarsjóði, sem Starfsmannafélag Hafnarfjarðar stofnaði á árinu 1961 til minningar um Guðjón heitinn Gunnarsson framfærslufulltrúa. A niræðisafmælisdegi Guðjóns heitins, hinn 21. september 1979, ákvað stjórn sjóðsins aö gefa Krabbameinsfélagi íslands þessa fjárhæð, sem renna á i sjóö sem ætlaður er til styrktar krabbameinssjúklingum sem þurfa aö leita sér lækninga erlendis. Guðjón var einn af stofnendum Starfsmannafélags Hafnar- fjarðar og var fyrsti formaöur þess og gegndi þvl starfi um tvo áratugi. Nýr framkvæmdastjóri Rafha A stjórnarfundi Raftækja- verksmiöjunnar (Rafha) I Hafnarfirði i byrjun október var ákveðiö að ráða Ingva I. Ingason véltæknifræðing sem framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, en hann hefur starfað hjá þvi i 8 ár. Við fyrirtækið starfa um 60 manns að framleiðslu, viö- gerðarþjónustu og við versl- un Rafha I Austurveri i Reykjavik. Ingvi I. Ingason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.