Þjóðviljinn - 24.10.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.10.1979, Síða 7
SOFFIA GUÐMUNDSDOTTIR Miövikudagur 24. október 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Hvernig verdur róttæk kvennahreyfing raun- verulegt pólitískt afl? Soffia (íuömundsdóttir. Sem kunnugt er hefur Þjóðvilj- inn um nokkurra ára skeið haldið úti vikulegri siðu um jafnréttis- mál og var hún i fyrstu unnin inni á blaðinu af starfandi blaða- mönnum við Þjóðviljann, þeim Vilborgu Harðardóttur og Helgu Sigurjónsdóttur. Siðan tóku við starfehópar úr Rauðsokkahreyf- ingunni, sem skipta með sér verkum og umsjón þar að lútandi. I júni s.l. setti ég saman dagskrárgrein, sem bar heitið „Hvert stefnir kvennahreyfing- in ?V og gerði ég þar að umtals- efni þá stöðu eða réttara sagt kyrrstöðu og þar af leiðandi afturför, sem róttæk islensk kvennahreyfing einkennist nú af, og engum dylst, sem hefur augun opin. Églét i ljósefasemdir um, að til að mynda Jafnréttissiðan i Þjóðviljanum, efnisval og efnis- meðferð, væri til þess fallin að koma nokkru til leiðar, sem um munaði i jafnréttisbaráttu eða róttækri stjórnmálabaráttu yfir- leitt. Égreyndi i umræddri grein að drepa á fáein atriði, sem mér virðist, að skipti máli, þegar framgangur jafnréttismála er til umræðu,og það vakti m.a. fyrir mér að vekja nauðsynlega og helst málefnalega umræðu þar um, sem kynni að leiða til endurmats og jákvæðra skoðana- skipta, en orð eru til alls fyrst. Hvernig þaö svo lánaðist að koma þeim hugmyndum og skoðunum til skila sést berlega á undirtektum við grein minni, sem birtust i Þjóðviljanum 28. sept. s.l. en þar rita þær Dagný Kristjánsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir dagskrárgrein og heiðra mig með nokkrum athugasemdum, sem mér sýnist nú, að beri allan keim af meiriháttar misskilningi hvort sem hann er viljandi eða óvilj- andi. Guðmundar J. Guðmunds- sonar er lika getið, en einhvern- veginn hefur Guðmundur Ólafs- son alveg gleymst. Ég man ekki betur en hann setti saman grein, sem birtist i sunnudagsblaði Þjóðviljans 2. sept. s.l. og vel hafði átt þaö skilið að berast í tal af þessu tilefni öllu saman. Þatf sérstaka jafnréttissíðu? Greinarhöfundar hnjóta aðal- legaum það i minni grein, að ég lét orð falla um það, að Rauðsokkahreyfingin eftir Jafnréttissiðunni að dæma, einskoraði sig full mikið við svið kynferðismála, jafnréttisbarátt- an snerist fyrst og fremst um aðra hluti, og umræðan yrði að beinast meira út á við en verið hefur i seinni tið á tfttnefndri jafnréttissiðu. Mér og fleirum er nefnilega ekki alveg sama um það hvað birtist á siðum Þjóðviljans, og hvernig málflutningur er i þessu blaði, sem stór hópur flokks- manna og velunnara hefur um áratuga skeið haldið úti með ærnu átaki. Við viljum, að þar sé f jall- að um hlutina á þann veg, að það verði mikilvægt innlegg I baráttu okkar fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi og sambýlisháttum yfirleitt og leiði til hugar- farsbreytinga, sem ryðji úr vegi fordómum þeim, sem eru megin- ástæðan fyrir undirokun kvenna jafnt i okkar heimshluta sem i öðrum með ólikri þjóðfélagsgerð. Þjóðviljinn á ekki að vera neinn sandkassi til að leika sér I, stikkfri frá samfélagslegri ábyrgð, segjandi þaö sýknt og heÚagt, að flokkurinn sé vondur, verkalýðshreyfingin ómöguleg og hvilubrögð fólks ekki sem skyldi, i stað þess að vinna jákvætt og markvisst að þvi að færa málefni flokks okkar, blaðs, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfélagsstöðu kvenna til betri vegar. Það hefur einatt hvarflað að mér, hvort það sé rétt að verki staðið að halda umræðu um jafn- réttismál svona út af fyrir sig á sérstakri siðu i blaðinu. Ætti ekki þetta efni umfram allt að vera i blaðinu öllu innan um og saman við? Ég er ekki frá þvi, að karl- mönnunum, já jafnvel okkar kæru flokksbræðrum þyki það hreint ekki sem verst að afgreiða þessi mál frá sér svona i sérstok- um farvegi, og konunum sé eftirlátið að sjá þar um. Þar með séfyrir þeim séð af hálfu ftokks og blaðs. Kannske hentar þeim lika bara vel, að umræðan haldist á þvi plani, að hún sé ekki lfkleg til þess að leiða til stórra hugar- farsbreytinga eða breytinga yfir- leitt i jafnréttisátt. Svo vikið sé að dagskrárgrein þeirra Dagnýjar Kristjánsdóttur og Silju Aðateteinsdóttur, þá verð ég aðsegja, að mér þykir þar litið fara fyrir málefnalegri umræðu, en þeim mun meira gætir marg- vislegrar ruglandi og hefði ég sannast sagna búist við öðru frá þeirra hendi. Auðvitað kann ég þvi illa, að mér séu gerðar upp skoðanir, og ég tel þá kröfu sjálfsagða, að hægt sé að ræðast málefnalega við og hafa uppi velviljaða gagn- rýni án þessaðá slikt sélitiðsem fjandskap eða afgreitt með upphrópunum án röksemda. „Gusur og kaldar kveðjur” Ég felli mig til að mynda ekki við tal um „kaldar kveðjur”, „gusur” og „sendingar”, og hvers vegna yfirleitt þetta pislar- vætti? Verða ekki allir, sem eitthvað láta frá sér fara og koma fram á opinberum vettvangi að vera til- búnir að sæta gagnrýni um fram- lag sitt, og umræða eigi sér stað? Er hægt að gera ráð fyrir þvi að vera óumdeildur? Ekki kann ég heldur við þann máta, að Guðmundur J. Guömundsson sé afgreiddur sem „miðaldra herra- maður”, og sýnist mér ótækt að bregða fyrir sig svona nafngift- um. Ekki er það vist, að fólk þurfi endilega að hafa rangt fyrir sér, þótt það sé við aldur, og minnir ekki „herramaður” full mikið á nafngiftina „fin frú”, sem við höfum ekki verið sérlega hrifnar af. Við bregöumst sjálfar hart við, þegar að okkur beinast af hálfu karlmanna oröasambönd, sem bera vitni kvenfyrirlitningu og smáborgaraskap og teljum slikt með öllu ósæmilegt. Sjálf setti ég einhverju sinni saman greinarkorn, þegar mér þótti nóg um, og tal um finar frúr stakk sér niður m.a. á siðum Þjóðviljans. Við fyrir okkar leyti megum ekki tileinka okkur neitt i þessa veru, og er það málstaö jafnréttis- baráttunnar sist til framdráttar. Við verðum að vanda til þeirra vopna, sem við beitum. Jafnréttisráð 1 dagskrárgrein þeirra Dagnýj- ar og Silju kemur réttilega fram, að ekkert stendur i stað, og er Rauðsokkahreyfingin auðvitað engin undantekning i þeim efn- um, en svo segir þar, og varð ég hissa við: „Jafnréttisráð hefur tekið við mörgum elstu baráttu- málum hreyfingarinnar og ný mál hafa komið I staðinn, áherslan hefur færst frá misrétti yfir á kúgun og frá jafnrétti yfir á frelsi”. Þarna er eitt og annað, san orkar tvimælis, og er auk heldur ekki skýrt fram sett. Mér er einungis spurn, eru ein- hver baráttumál Rauðsokkar- hreyfingarinnar til farsælla lykta leidd, komin ihöfn, nánar til tekið á tæpum áratug? Ég hefði álitið, að hlutirnir gerðust ekki með svo skjótum hætti, enda væri slik leiftursókn réttlætisins með ólik- indum. Telur forystulið Rauðsokka- hreyfingarinnar, að réttlætis og baráttumálum, sem áhræra jafna stöðu kvenna og karla, sé svo vel borgið i höndum Jafnréttisráðs, að þar þurfi ekki að hafa frekari áhyggjur af? Hefur þeim málum, er konur, órétti beittar, hafa séð sig knúöar að leita til Jafnréttisráðs með, öllum reitt af á þann veg, að viðunandi sé? Vitanlega var það góður áfangi i sjálfu sér, að Jafn- réttisráði var komið á fót, og gerðist það reyndar fyrir frum- kvæði og baráttu róttækra afla. Siðan tóku hin afturhaldssamari til við að framkvæma hlutina, og finnst róttækum konum virkilega, að það sé bara harla gott? Það er rétt að varast alla oftrú á þvi' að koma upp stofnun, að málin leysist þar með eins og af sjálfu sér. Ég undrast það stórlega, ef róttækum konum dettur það i hug ialvöru, að stofn- un, sem þar að auki hangir á hor- riminni og er ekki séð fyrir sóma- samlegri starfsaðstöðu geti kom- ið i stað lifandi félagslegrar hreyfingar, sem knýr á og hefur frumkvæði um framgang jafn- réttismála. Með allri virðingu fyrir Jafnréttisráði, þá held ég, að skipan þess sé ekki með þeim hætti, að þaðan sé að vænta neins meiri háttar frumkvæðis, enda hefur litt borið á þvi. Róttœknin Greinarhöfundar spyrja, hvort verið sé aö skamma Albaniu i staðinn fyrir Ki'na, þegar jafn- réttissiðan er gagnrýnd, hvort málið snúist um róttæka kvenfrelsis og verkalýðspólitik Rauðsokka, og vilja fá meiningu þeirra hreint út, sem þarna hafa lagt orð i belg. Ekki fæ égbetur séð en hér gæti af hálfu aðstandenda siðunnar nokkurs ofmats á eigin framlagi, að ég nú ekki segi yfirlætis. Róttæk kvenfrelsis-og verka- lýðspólitik eins og hún birtist á þessum umrædda vettvangi, er ekki það markviss né heídur þungvæg, að hún sé likleg til þess sem slik að kalla fram nein sér- stök viðbrögð, og það er einmitt meinið. A það benti ég i dagskrár- grein minni 16. júni s.l. að það kippir sér enginn upp meðan ekki er komið við neina kviku og engar aðgerðir beinast að neinu, þvi sem leitt geti til raunverulegra þjóðfélagslegra breytinga. Fýrir mitt leyti get ég lýst yfir þeirri skoðun minni, að mér virðist forystulið Rauðsokka- hreyfingarinnar ekki alténd vera i takt við þjóðfélagslega baráttu, sem háð er um þjóðfélagið allt. Þvi eru mislagðar hendur um efnisval á margnefndri jafn- réttissiðu Þjóöviljans, og hreyf- ingin eins og hún kemur nú fyrir sjónir er innhverf úr hófi fram. Það gætir tilhneiginga til ein- angrunar og einstrengingslegs málflutnings, og baráttan verður að beinast meira út á við en verið hefur um hrið. Við verðum að heyja jafnréttisbaráttuna úti i þjóðfélaginu, þar er vigvöllurinn. Sem fyrr greinir stendur þessi hreyfing vitanlega ekki i stað, en það, sem verra er, henni fer aftur. Það er hægur vandi að benda á slikt, en við, sem látum okkur annt um róttæka kvenna- hreyfingu og framgang jafn- réttismála, verðum að vera til- búnar að ræða það af fullri still- inguog yfirvegun hverju það sæt- ir, að svo er komið, og við komumst ekki úr sporunum, hreyfingin hefur ekki teljandi áhrif og ekki nógu almenna skirskotun. Áherslur Við verðum að þora að gera heiðarlega og reyndar vægðar- lausa úttekt á allri stöðu ekki bara þessarar hreyfingar, heldur ástandi og stöðu jafnréttismála i þjóðfélaginu yfirleitt, draga lærdóma af liðinni tið og sam- bærilegri þróun mála i öðrum löndum. Umfram allt verðum viö aðleitast við að vega það og meta hvað beri að gera til þess að brjótast út úr þeirri blindgötu, sem við nú erum staddar i, hvernig við best megum samræma viðhorf okkar og haga aðgerðum eftir þvi. Þetta er ekkert auðvelt verkefni, en þvi verður varla trúað, að virkir meðlimir og aðrir velunnarar Rauðsokkahreyfingarinnar iáti sérþaði léttu rúmi liggja hvernig hreyfingin raunverulega er ávegi stödd. Það er aðkallandi málefni til umfjöllunar og stórum nærtækara en áhyggjur af þvi hvort fólk skilur mikilvægi kynferðismálanna réttum skiln- ingi ellegar veður i villu ogsvima um þau efni. Yfirdrifin áhersla á kynferöismál leiðir i sjálfu sér ekki fil neins, af henni spretta ekki neinar þær markvissar eða beinskeyttar aðgerðir, sem megna að breyta þjóðfélagsstöðu kvenna i átt til jafnréttis. Vandinn er sá hvernig takast megi að gera kvennahreyfingu á borð við til að mynda Rauðsokka- hreyfinguna að raunverulegu þjóðfélagsafli, sem nái þeim áhrifum, að þeirra gæti á mikil- vægum sviðum svo sem i' atvinnu- lifi, menningarlifi og i stjórnmál- um, að hún fái einhver ju til leiðar komið, sem raski núverandi mynd, sem einkennist af veldi karla og forræði þeirra á öllum sviðum þjóðlifsins. Borgaraskapur Það stoðar litt að segja sem svo, að borgaraleg kúgun- armunstur verði að uppræta rétt eins og það liggi ljóst fvrir hvar þau sé að finna og skilin séu greinileg i þeim efnum. Svo einfalt er þetta nú ekki, og borgarastéttin erekki ein um það að kúga kvenfólk eða beita kynferðismisrétti. Hér er reyndar komið inn á efni, sem er býsna forvitnilegt til umræðu. Það er vitanlega augljóst, að borgarastéttin og forsvarsmenn kapitaliskra samfélagshátta hafa löngum skilið gagnsemi þess að notfæra sér hugmyndirnar um heimilið sem hornstein þjóðfélagsins eins og sagt er, sem stofnun þar sem karlmaðurinn er fyrirvinnan og hefur yfirráö og allt forræði, en konan er bundin á klafa þessara hefðbundnu og gamalgrónu heimilis og sambýlishátta, meira og minna kúguð og ófrjáls að þvi' að lifa eigin, persónulegu lifi. Henni er þannig afmarkaður staður og starf, en heimilið og verkaskipt- ing innan þess er rétt eins og þjóðfélagiö i hnotskurn. Þessi viðhorf eru ein sterkasta stoð borgaralegra þjóðfélagshátta, og þeim hefur óspart verið beitt til framdráttar borgaralegri og kapitaliskri hugmyndafræði. Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.