Þjóðviljinn - 14.11.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.11.1979, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 14. nóvember 1979IÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Arnar- flug kaupir Twin Otter ’Sl. föstudag undirritaOi Arnarflug hf. samning um kaup á Twin Otter vél til nota i innanlandsflugi félagsins. Vélin mun gangast undir ársskoOun fyrir afhendingu og er gert ráO fyrir aO vélin komi til landsins I byrjun desember. Arnarflug hóf innanlandsflug I september og hefur notað til þess smærri leiguvélar. I ljós kom strax, aö þessar smærri vélar önnuOu á engan hátt farþega- fjöldanum, sem aukist hefur dag frá degi,segir f frétt frá félaginu. Jafnframt fjölgun farþega hafa vöruflutningar aukist og félagiö hefur ekki getaö annaö þeim eins og þaö vildi vegna takmarkaörar flutningsgetu smærri vélanna. Fjár- förgun á tveim bæjum A þessu hausti fór niöurskuröur fram á tveim bæjum vegna riöu- veiki sinum i hvorum landsf jórö- ungi: Hornstööum i Laxárdal i Dalasýslu og Grænuhliö I Hjalta- staöaþinghá. Alls var þarna um aö ræöa um 330 fjár, aö þvi er Kjartan Blöndal hjá Sauöfjár- veikivörnum sagöi Þjóöviljanum. Bændur þeir, sem fé er fargaö hjá, fá afuröatjónsbætur i þrjú ár. Nema þær sem svarar 3/4 af dilksveröi miöaö viö verölags- grundvallarverö hverju sinni og tölu þess fjár, sem fargaö var. -mhg Ibúð skemmdist í eldi Eldur kviknaöi i risibúö á Njálsgötu 74 rétt fyrir kl. 5 I gær og var hún alelda er slökkviliöiö kom aö. tbúöin var mannlaus, en nágrannar geröu aövart, og voru eldsupptök ekki fullkönnuö i gær- kvöld, aö sögn varöstjóra. HúsiÖ er þriggja hæöa steinhús, en timburloft i risi og strigaklæön- ingar á veggjum og skemmdist ibúöin mikiö svo og innanstokks- munir, en slökkviliösmönnum tókst aö ráöa niöurlögum eldsins á hálftima og koma i veg fyrir aö hann breiddist um húsiö. Engin slys uröu á fólki. —vh Hluti fundarmanna i Eein Fjölsóttur fundur á Akranesi LúOvik flytur félögunum á Akranesi ræOu sina. AlþýOubandalagiO héit fund i Rein á Akranesi sl. sunnudag og voru um hundraO manns á fundinum. Þótti fundurinn takast hiO besta og telja AlþýOubanda- lagsmenn sig vera f sókn á Vesturlandi. Til samanburOar má nefna aö SjálfstæOisflokkurinn hélt fund fyrir nokkru á Skaga meO öllum sinum fram- bjóOendum og mættu 22 á fundinn. Lúövik Jósepsson formaöur Alþýöubandalagsins var aöal- ræöumaöur á fundinum I Rein sl. sunnudag, en hann er nú á fundarferö um landiö og talar hjá ýmsum Alþýöubandalagsfélögum á næstu dögum. Þaö vakti sér- staka athygli aö einn af kunnustu Alþýöuflokksmönnum á Akranesi koma á fundinn hjá Alþýöu- bandalaginu og flutti Lúövik Jós- epssyni sérstakar þakkir fyrir gifturik stjórnmálastörf. Efstu menn G-listans i Vesturlandi fluttu ávörp á fundinum og fundarstjóri var Jónas Arnason. —ekh Fiskiþing: Harðar deilur um stjómun fiskveiðanna - hreppasjónarmiöin í algleymingi Á Fiskiþingi i gær var tekiö fyrir máliö — stjórnun fiskveiö- anna — en varöandi þaö mál eru uppi ýmis sjónarmiö hvernig framkvæmdin skuli vera. A Fiskiþinginu uröu snörp skoöana- skipti um máliö og sýndist sitt hverjum. Menn veltu máiinu m jög fyrir sér án þess þó ab koma meö beinar tillögur til lausnar, og virtist manni sem hreppapóiitikin réöi mestu um afstööu manna en ekki hvaöbest væri fyrir heildina. Þess ber þó aö geta, aö þarna var aöeins um umræöur þing- fulltrúa aö ræöa, siöan fer máliö til nefndar, sem svo skilar áliti og vonandi tillögum til lausnar mál- inu, sem sjálfsagt veröur mikiö rætt um á þinginu. Skiptar skoöanir voru hjá mönnum um kvótafyrirkomulag á stjórnun fiskveiöanna. Skoöanir manna mótuöust greinilega eftir þvi úr hvaöa landshluta þeir eru, en kvótaskipting myndi koma misjafnlega þungt niöur á lands- hlutum. Aftur á móti virtust flestir vera algerlega andvigir hugmyndinni um auölindaskatt en meö honum væri seldur aögangur aö miöun- um. Framhald á bls. 17 Framboðs- fundir á Vestur- landi Frambjóöendur i Vesturlands- kjördæmi hafa ákveöiö aö leiöa saman hesta sina á sameiginleg- um framboösfundum, sem hafa veriö ákveönir sem hér segir, meö þeim fyrirvara þó, aö veöur- far gæti breytt tilhögun fund- anna: Hellissandi, föstudaginn 16/11 kl. 8.30 sd. Ólafsvlk, sunnudaginn 18/11 kl. 15.00 eh. Breiöabliki, mánudaginn 19/11 kl. 8.30 sd. Stykkishólmi, fimmtudaginn 22/11 kl. 8.30 sd. Búöardal, föstudaginn 23/11 kl. 8.30 sd. Logalandi, þriöjudaginn 27/11 kl. 8» 30 sd. Borgarnesi, miövikudaginn 28/11 kl. 8.30. sd. Akranesi, fimmtudaginn 29/11 kl. 8.30 sd. Innflutningur fískiskipa algerlega stöðvaður Af ræöu sjávarútvegsráöherra á Fiskiþingi i gær er ljóst aö inn- flutningur fiskiskipa hefur veriö algerlega stöövaöur. 1 ræöu sinni sagöi ráöherra m.a.: Meö hliösjón af áformum um aö efla islenskan skipaiönaö, þá er rétt aö halda fast fram þeirri stefnu aö heimila ekki innflutning á fiskiskipum aö svo stöddu, en láta innlenda smlöi mæta eöli- legri endurnýjun. Enn fremur er ráölegt aö auka stuöning tii þess aö taka úrelt eöa óhagkvæm skip úr rekstri ~ og hugsanlega aö styöja viö útflutning á þeim. Ráöherra sagöi þetta i fram- haldi af vangaveltum um veiöi- takmarkanir. -S.dór. Takmarkanir þorskveida á næsta ári: Unnið að nýjum til- lögum og valkostum Gera á yfirlitslíkan af íslenskum sjávarúvegi Menn viröast sammála um aö sú leiö sem farin hefur veriö viö takmarkanir á þorskveiöum sl. tvö ár hafi ekki náö tilgangi sin- um, enda hefur þorskaflinn bæöi árin fariö langt upp fyrir þaö mark sem fiskifræöingar hafa mælt meö. Þvi er nú unniö aö nýjum tillög- um og valkostum I þessum efnum I sjávarútvegsráöuneytinu. Ekki hefur neitt veriö látiö uppi enn þá um hvaö er rætt I þessu sam- bandi. Þó viröist sem tvær leiöir komi einkum til greina, sú fyrri er Verðlagsþróunin 1979: Tekjur hækka um 45% kauptaxtar um 42% en Samkvæmt áætlun Þjóöhags- stofnunar munu meöalbrúttó- tekjur einstaklinga hækka um 45% á þessu ári, veröiag á vörum og þjónustu um 44% og kauptaxtar launþega um 42%. Þetta kom fram I erindi sem ólafur Daviösson hagfræöingur hélt á ráöstefnu sveitar- stjórnarmanna á Hótel Sögu I gær, þar sem hann fjallaöi um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir áriö 1980. ólafur sagöi m.a. um launin: A árinu 1979 munu kauptaxtar launþega sennilega hækka um 42% aö meöaltali frá árinu áöur og er hækkunin svipuö hjá flestum launþegum. Um þessar mundir eru kauptaxtar 33% hærri aö meöaltali en i des- ember 1978 og jafnframt 12% hærri en þeir veröa aö meöaltali á árinu 1979. Hækkunin frá desember er svipuö hjá flestum starfsstéttum. Varöandi önnur útgjöld sveitarfélaganna sagöi Ólafur aö áætlaö væri aö verölag á vörum og þjónustu veröi aö meöaltaii 44% hærra á árinu 1979 en áröi 1978 og hækkar vis- tala vöru og þjónustu (A-liöur framfærsluvisitölu) liklega um rúm 50% frá 1. nóvember i fyrra til 1. nóvember á þessu ári. Verö á oliu til húskyndinar er nú 144 krónur hver lltri, en var 57,55 i desember i fyrra. Gjald- skrá pósts og sima hefur hækkaö aö meöaltali um 35% á árinu og rafmagnsverö hefur hækkaö um 80%. Akstur hefur hækkaö um 62% frá fyrra ári og ýmis annar rekstrarkostnaöur er talinn hafa hækkaö um 40- 45%. Visitala byggingarkostn- aöar veröur sennilega um 46% hærri aö meöaltali I ár en i fyrra og viöhaldskostnaöur hefur sennilega hækkaö svipaö og vfsitala byggingakostnaöar. -AI 'T ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I I i ■ I ■ I ■ I áframhald takmarkana meö sama sniöi og veriö hefur, en meö mikilii fjölgun banndaga,en hin er kvótaskipting afla, og aflaleyfa- kerfi. Ljóst er þó aö hvor leiöin sem farin veröur mun mæta mik- illi andstööu, þar sem menn skiptast i tvo hópa, meö og móti hvoru kerfinu fyrir sig. Þetta kom fram i ræöu Kjart- ans Jóhannssonar sjávarútvegsr- aöherra á 38. Fiskiþingi i gær. Hann greindi einnig frá þvl, aö I undirbúningi væri gerö yfirlits- likans af Islenskum sjávarútvegi. Þaö veröur unniö af Raunvisinda- stofnun, Reiknistofnun, Haf- rannsóknastofnun, Fram- kvæmdastofnun og Þjóöhags- stofnun, ásamt Fiskifélagi ísiands. Meö þessu móti er vonast til aö hægt veröi aö móta fiskiveiöa- stefnu til næstu 3ja til 4ra ára, stefnu sem menn sætta sig viö og eru reiöubúnir til aö laga sig eftir. Þá gat ráöherra þess aö ljóst væri aö takmarka yröi afla á næstu vetrarvertiö ef hann kemur til meö aö stefna út fyrir eölileg mörk. Þaö yröi þá gert meö þvi aö takmarka netavertiö i heild eöa þá meö viku- eöa mánaöarlegum takmörkunum. Gallinn viö þessi kerfi væri sá, aö erfitt er aö halda sig innan viö ákveöiö afla- hámark. Þá væri ekki annaö til ráöa en aflaleyfákerfi. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.