Þjóðviljinn - 14.11.1979, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 14. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Óli óskars (áftur Þormóður goöi) sem var breytt og missti af
iestinni á síðustu vertið, varð meðal aflahæstu skipanna nú.
Lodnuvertíöarlok:
Siguröur RE
varö hæstur
Loðnuvertið lauk sem kunnugt
er á hádegi sl. iaugardag. Árið
1979 er met ár hvað loðnuafla
snertir, heildaraflinn nær 930 þús-
und lestir.
En ef bara e. tekin sum-
ar/haustvertið þá varð heildar-
aflinn 440 þúsund lestir. Afla-
hæsta skipið varð Sieurður RE
meö 17.579 lestir, en fast á eftir
kemur óli Óskars meö 17.053 lest-
ir.
Næstu skip eru þó nokkuö á
eftir en það er Börkur NK meö
15.123 lestir og Bjarni Ólafsson
AK með 15.059 lestir. Með allri
þeirri veiðitækni sem nú er notuö,
er það burðargeta skipanna sem
mestu ræður um heildaraflann.
Þvi er árangurinn hjá Berki NK
mjög athyglisveröur, þar sem
hann er lang minnsta skipið I hópi
þeirra efstu.
Sigluf jörður er lang hæsti lönd-
unarstaðurinn með rúmlega 86
þúsund lestir, en styst er til Siglu-
fjarðar af miöunum sem loönan
hefur verið veidd á I sumar og
haust. -S.dór.
Bréf til Waldheim:
Vilja íranir semja?
1 annað skipti á fimm dögum
frestaði Carter Bandarikjaforseti
ferð frá Washington, vegna
ástandsins I Iran. Carter fylgist
stöðugt með framvindu mála frá
Hvita húsinu i Washington.
Talsmenn bandarisku rikis-
stjórnarinnar sögöu að veriö væri
að athuga hvort Iranir væru
reiðubúnir aö leysa gislana i
bandarlska sendiráðinu i Teheran
úrhaldián þessað gengiö yröi að
öllum fyrri skilyrðum þeirra.
íranski utanrikisráðherrann,
Abolhassan Bani-Sadr, skrifaði
aðalframkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna bréf, þar
sem hann fer fram á að öryggis-
ráðið komi saman, og segir
kröfur Iranskrastjórnvalda tvær:
— Aö Bandarikjastjórn fallist
,,að minnsta kosti á að sekt
fyrrum Iranskeisara verði
könnuð og að stjórnin viöurkenni
niöurstööurnar hverjar sem þær
verða”.
— Aö eignum keisarans fyrr-
verandi, fjölskyldu hans og
fyrrum embættismanna „verði
skilað til irönsku rikisstjórnar-
innar”.
Talsmaöur Sameinuðu
þjóðanna sagöi aö íran yrði að
leggja fram formlega beiöni um
fund I öryggisráðinu, og að Kurt
Waldheim muni ekki biðja um
fund að fyrra bragöi.
Fjöldaaðgeröir héldu áfram fyrir utan bandarfska sendiráðið f
Teheran um helgina. Þar voru m.a. brenndar brúður I eftirlikingu
Carters Bandarikjaforseta. A sunnudaginn tóku iranskir hermenn I
fullum búningi þátt I stuðningi við kröfur námsmannanna um að
Bandarikin framselji keisarann fyrrverandi.
Danmörk:
Vidræöur
hefjast um
efnahags-
stefnu
Kaupmannahöfn (Information)
1 dag hefjast samningaviðræð-
ur dönsku rlkisstjórnarinnar við
aðila vinnumarkaðarins um efna-
hagsstefnu stjórnarinnar til
næstu fjögurra ára.
Rætt verður við vinnuveitendur
sérstaklega og verkalýðssamtök-
in sérstaklega. Mun ríkisstjórn
Ankers Jörgensen leggja drög sin
að efnahagsstefnu fyrir þessa að-
ila og biðja um athugasemdir.
Viðræðunum á að ljúka fyrir 4.
desember n.k., en þá mun Anker
Jörgensen leggja fram efnahags-
málafrumvarp sitt I danska þing-
inu.
Efnahagsstefna sósialdemó-
krata inniheldur m.a. tekju-
stefnu, sem gerir ráö fyrir tak-
mörkunum launa- og verölags-
hækkana. Danska alþýðusam-
bandið hefur þegar fyrir sitt leyti
fallist á þessa tekjustefnu, en tel-
ur afgerandi hvað launafólk fær i
staöinn. Til umræðu verða endur-
skoðun á skatta- og húsnæðismál-
um, efnahagslýðræði og verðbæt-
ur á laun.
Ayatollah Khomeini veifar til aðdáenda sinna. Ný bók eftir hann
leiöbeinir um kyniif og fleira.
Danska þingið:
Mun setja lög um
yfirvinnubann
Kaupmannahöfn (Information)
Meirihluti þingmanna I danska
þinginu er nú fylgjandi takmörk-
un yfirvinnu með lagaboöi. Rikis-
stjórn Ankers Jörgensens leggur
innan skamms frumvarp þarað-
lútandi fyrir danska þingið.
Auk sósi'aldemókrata Ankers
Jörgensen, hafa Sosialistisk
Folkeparti og Radikale Venstre
flokkarnir lýst stuðningi viö
frumvarpiö. Meginatriði frum-
varpsins er, aö sérhver launa-
maður má ekki vinna meira en
100 klukkustundir iyfirvinnu á ári
hverju. Þó verður hægt að veita
undanþágu, ef aöilar vinnumark-
aðarins koma sér saman um slikt
ákvæði I kjarasamningum.
Afram verður heimilt aö semja
um aukaálag fyrir yfirvinnu.
1 frumvarpinu er gert ráö fyrir
aö sérhver yfirvinnutimi stytti
dagvinnutima um eina klukku-
stund. Slikt „yfirvinnufri” i dag-
Framhald á bls. 17
Kynlíf, hægðir og fleira
í anda ayatollah Khomeini
Ayatollah Khomeini hefur á
undanförnum 30 árum látið mörg
skrif frd sér fara, þar sem hann
útskýrir Kóraninn fyrir trúuðum.
í Frakklandi kom nýlega út bók,
sem m.a. inniheldur leiöbein-
ingar hins andlega leiðtoga um
kynlif og aðra kroppsins nauðsyn.
Þjóðviljinn birtir útdrátt:
Um samfarir.
1 tveim tilvikum er maðurinn i
Djonob-ástandi (kynferöislega
óhreinn): 1. Eftir samfarir. 2.
Eftir sáðlát, hvort sem er I vöku
eba svefni, mikib eða litið, með
eða án ánægju, og viljandi eða
óviljandi.
Ef vökvi sprautast úr mann-
inum og hann veit ekki hvort það
er sæöi eða þvag, eöa eitthvaö
íranski utanríkisrádherrann:
„Bandaríkin liafa lýst efnahags-
legu stríði á hendur íran”
Paris (Reuter)
Utanrikisráðherra lran,
Abolhassan Bani-Sadr, var I gær
sagöur hafa lýst yfir að bann
Carters Bandarik jaforseta við
innflutningi oliu frá tran jafngildi
yfirlýsingu um efnahagsstrið.
1 viötali sem birtist I franska
dagblaðinu Le Monde, segir
Bani-Sadr ,,ef Bandarlkjamenn
vilja efnahagsstrlð, skulu þeir fá
það”.
Utanrikisráðherrann taldi að ef
Bandarlkin gripu til hernaðar-
aðgerða gegn íran, myndu
Sovétrikin skerast i leikin, þótt
lran hafi nýlega sagt upp samn-
ingi um hernaöaraðstoð Sovét-
rikjanna.
Bani-Sadr sagðist ekki búast
við að Vestur-Evrópuriki muni
fylgja i fótspor Bandarikjanna og
taka fyrir oliuinnflutning frá
iran. Ef þau hins vegar gera þaö,
,,þá mundi koma til alþjóölegra
átaka, með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum”, sagöi iranski utan-
rikisráöherrann i viðtalinu.
„Múslims- og Arabarlkin munu
sýna okkur samstöðu, og viö
munum biðja um allsherjar út-
flutningsbann á oliu”.
Blaðamaður Le Monde spyr i
viötalinu, hvort Iran eigi marga
vini I þessum rikjum. Bani-Sadr
svarar að hann muni reiöa sig á
afstöðu almennings i þessum
rikjum. „Það eru ekki rikis-
stjórnir sem ákveða, hvað gert
veröur. Það eru þjóöirnar, verka-
fólk og oliuverkamenn, sem
munu styöja okkur með öllum til-
tækum ráöum. Þaö yrði alls-
herjar bylting I Mið-Austur-
löndum.”
Utanrlkisráöherrann sagði að
Iran gæti komist af i heilt ár, án
þess aö selja nokkra olíu. „Við
eigum 12 miljarða dollara i
bandariskum bönkum”, sagði
hann. Aðspuröur hvort Banda-
rikin loki ekki fyrir sllka
reikninga, svaraði Bani-Sadr að
innistæöurnar væru i útibúum
bandarlskra banka i Evrópu, og
væri óhugsandi aö reikningum
þar yröi lokað.
Bani-Sadr sagðist ekki útiloka
hernaðarihlutun Bandarikjanna I
Iran. „Ég tel harla óllklegt aö
Bandarikjamenn framkvæmi
hernaðarlhlutun I iran, en ég úti-
loka ekki neitt. Bandarikja-
mönnum er trúandi ,til að gera
beina eða óbeina árás á Islamska
lýöveldið, þeir hafa frá upphafi
stefnt að þvi aö ráöa niöurlögum
þess.”
annaö, þá skal telja þennan vökva
sæði, ef þvl fylgir ánægja og
likamleg slökun.
Um samfarir og föstu.
Samfarir ógilda föstu, jafnvel
þótt aðeins reöurhöfuðið hafi
farið inn og ekki hafi oröib sáblát.
Efmaöur fastar, engleymir þvi
og hefur samfarir eða er neyddur
til þeirra, þá heldur fastan fullu
gildi. Minnist maöur föstunnar á
meðan á samförum stendur, eða
er ekki neyddur til að halda
samförunum áfram, þá skal
maður hætta þeim þegar I stað.
Ellefu hlutir eru óhreinir:
Þvag, saur, sæði, bein, blóð,
hundur, svín, karlar eöa konur
sem eru ekki islams-trúar,
áfengi, bjór og sviti jórtrandi
kameldýrs.
Vin ogaðrir áfengir drykkir eru
óhreinir, en ekki óplum eða hass.
Hvernig á að hægja sér.
Þegar menn hægja sér, mega
hvorki framhluti likamans,
þ.e.a.s. kviöur og brjóst, né bakiö
snúa I átt til Mekka.
Það er ekki nauösynlegt að
skeina sér með þrem steinvölum
og þrem klæöisbútum. Ein stein-
vala eöa einn klæðisbútur nægja.
Um samband karls og
konu.
Gift kona má eldti yfirgefa
Framhald á bls. 17