Þjóðviljinn - 14.11.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN MiÐvikudagur 14. nóvember 1979
Framsóknarsagan frá '74
Svikaleiðarar endurprentaðir
t Timanum i gær hóf Þórarinn
Þórarinsson endurprentun svika-
leiðara frá árinu 1974. Nú er haf-
inn söngurinn um andstæðurnar
milli Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins. Kosningarn-
ar eru sagðar snúast um hvort
kjósendur ætli „aö framfylgja í-
hald sstefnu Sjálfstæðisflokksins
eða hvort fylgt skuli umbóta-
stefnu Framsóknarflokksins”.
Enn á ný áréttar leiðarahöfundur
Timans að „linurnar i þjóðmála-
baráttunni hafa sjaldan verið
skýrari en nú. Svo glöggur er
munurinn á þessum höfuöstefn-
um sem kosningabaráttan snýst
um”. A forsiöu Timans er birt
viötai við hinn nýja formann,
Steingrim Hermannsson. Hann
tekur I sama gamla Þórar-
ins-strenginn: ,,Hér er um hrein-
ar andstæður að ræða, annars
vegar Ihald og hins vegar fram-
sókn. Um þetta hlýtur þjóöin að
velja i kosningunum.”
Það er i senn kátbroslegt og
ömurlegtþegarsaganendurtekur
sig með þessum hætti. Fyrir
kosningarnar 1974 birti Þórarinn
Þórarinsson hvern leiðarann á
fætur öðrum þar sem ihaldsand-
stæðingum var boöaöur sá fögn-
uður að sigur Framsóknarflokks-
ins kæmi i veg fyrir valdatöku
Sjálfstæöisflokksins. Tveimur
mánuðum eftir kosningar var
Ólafur Jóhannesson hins vegar
búinn aö vinna þaö einstæöa afrek
að mynda ríkisstjórn fyrir Geir
Hallgrimsson og leiða ihíddið til
hásætis 1 islenskum stjórnmálum.
Framsóknarflokkurinn undi svo
glaður i fjögurra ára árekstrar-
lausri samvinnu við Sjálfstæöis-
flokkinnn. Súsamvinna hafði í för
meö sér afdrifarika kjaraskerð-
ingu fyrir launafólkiö i landinu,
nýtt timabil hernámsfram-
kvæmda, stórfelldan undirbún-
ing að erlendri stóriðju og fram-
gang annarra draumamála i-
haldsins á Islandi.
Þegar Framsóknarflokkurinn
reynir þessa dagana á ný að
blekkja vinstri menn til fylgis er
nauösynlegt aðrifja upp fyrirheit
flokksins frá 1974 og hafa i huga
hve létt framsóknarforystan fór
meðþað að svikja þessi fyrirheit,
aöeins nokkrum vikum eftir
kosningar, og færa Ihaldinu úr-
slitavöld á íslandi.
„Stærsti og öflugasti
flokkur ihaldsandstæð-
inga”!
1 kosningamánuöinum 1974
flutti ritstjóri Tímans herhvatn-
ingu til allra Ihaldsandstæðinga
og umbótamanna» Hann kvað
einsýnt að svar umbótamanna i
kosningunum yrði ,,að fylkja sér
betur um stærsta og öflugasta
flokk íhaldsandstæðinga, Fram-
sóknarflokkinn.” Og til að árétta
enn frekaraöþessi skilgreining á
Framsóknarflokknum heföi nú
ekki farið framhjá neinum var
hún endurtekin i sama leiðara
fjórum llnum neöar: „Svar
ihaldsandstæöinga viö glundroö-
anum á nú að vera þaö, að fylkja
sér um stærsta og öflugasta flokk
Ihaldsandstæðinga. Hann einn
hefur bolmagn og aðstööu til þess
aö vera forustuafl ihaldsand-
stæðinga”. Sama dag eru Ihalds-
andstæöingar hvattirtil að „skipa
sér enn fastar um Framsóknar-
flokkinn”.
Það reyndist launafólki og
vinstri mönnum dýrt að þúsund-
um saman létu þeir blekkjast af
þessum fagurgala og loforöum
Framsóknarforustunnar. SU
blekking var e.t.v. nokkuð auð-
skilin I ljósi þess að ólafur Jó-
hannesson hafði þá áður veitt
vinstri stjórn forustu. Sama stað-
an er hins vegar komin upp nú.
Enn á ný er Framsóknarflokkur-
inn að ganga út Ur vinstri stjórn
og hefur hátt um nauðsyn þess að
ihaldsandstæðingar efli Fram-
sóknarflokkinn. Arin 1974-78
segja hins vegar ömurlega sögu
um efndir þeirra loforða.
Fyrir kosningar: Ólaf
eða Geir — Eftir kosn-
ingar: Þið fáið þá báða!
Viku eftir að fyrrgreindur á-
skorunarleiðari til vinstri manna
birtist 1 Tímanum var herhvötin
um eflingu Framsóknarflokksins
sem höfuðandstæöings Sjálf-
stæðisflokksins endurtekin á nýj-
an leik með persónulegu Ivafi.
Landsmönnum var tilkynnt I leið-
ara Tlmans aö valið stæði um það
hvort Ólafur eða Geir heföu
forustu fyrir rikisstjórn. Valið
stæði einfaldlega milli þessara
tveggjamanna: „Eins og málefni
og kosningar bera aö þjóðinni nú
snúast kosningarnar ekki sist um
það, hvort þjóðin vill veita ólafi
Jóhannessyni traust til að fara
áfram meö embætti forsætisráð-
herra og forustuhlutverk i næstu
rikisstjórn — eða hvort hiín telur
aö Geir Hallgrimsson sé hæfari til
að fara með embætti forsætisráð-
herra og forustu i næstu rikis-
stjórn. Spurningin um stjórnar-
forustuna er aðeins um þaö, hvort
Framsóknarflokkurinn eða Sjálf-
stæðisflokkurinn fari með hana.”
Það má sannarlega kenna við
frumleika Framsóknarflokksins I
kosningasvikum hvernig veru-
leikinn lék þessa yfirlýsingu. Það
voru nefnilega hvorki óiafur né
Geir út af fyrir sig sem höfðu
forystu um stjórnarmyndun ,•
óháðir hver öðrum. Þeir önnuðust
hana, eins og frægt er orðið,
saman á þann sérstaka hátt, að
Þetta sagði Tíminn í júní '74.
Fosludagur II. juni
rilslolur i \Aalsl
Ólafur og Geir
t kosningunum 30. júni veröur fyrst og fremst
kosiö um þaö, hverjum beri aö votta traust til aö
fara meö forystu þjóöarinnar i landsmálum næsta
kjörtimabil. Eins og málefni og kosmngar ber aö
þjóöinni nú snúast kosningarnar ekki sizt um þaö,
hvort þjoöin vill veita Ólafi Jóhannessym traust til
aö fara áfram meö embætti forsætisráöherra og
forystuhlutverk i næstu rikisstjórn — eöa hvort
hún telur, aö Geir Hallgrimsson sé hæfari til aö
fara meö embætti forsætisráöherra og forystu i
næstu rikisstjórn. Spurningin um stjórnarforyst-
una er aöeins um þaö, hvort Framsóknar-
flokkurinn eöa Sjálfstæöisflokkurinn fari meö
hana. Aörir flokkar koma ekki til greina i þvi sam-
baro'
■ .7 , ^na lyrir kosningarnar. Framsóknar
I tlokkurinn treystir kjósendum (il að draga
I rettar ályktanir af þessum samanburði, en |
I yal'0 ' kosningunum 30. júni er milli stjórnar- /
J forusfu Framsóknarflokksins og stjórnar I
I forustu Sjálfstæðisflokksin 1
Stærsta umbótaaflið
Ihaldsblööin fagna nú mjög vaxandi flokka- i
fjölda meöal andstæöinga þess. Þau gera sér
rökstuddar vonir um, aö þessi glundroöi veröi
vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins. En þaö er
ekki nýtt, aö smáflokkar hafi risið upp, en þeir
hafa jafnan hjaönaö fljótt aftur. Umbótamenn
hafa fljótt séö, aö þaö var ekki ráöiö til aö
koma umbótamálum fram, aö skipta sér i
sundurlynda smáflokka. Svar þeirra hefur
veriö aö fylkja sér betur um stærsta og öfl-
ugasta flokk ihaldsandstæöinga, Framsóknar-
flokkinn. Þess vegna m.a. er hann oröinn
naeststærsti flokkurinn i kaupstööunum, þótt
hann ætti þar litiö fylgi i upphafi.
Svar ihaldsandstæöinga viö glundroöanum á-
nú sem fyrr aö vera þaö, aö fylkja sér um
stærsta og öflugasta flokk ihaldsandstæöinga.
Hann emn hefur bolmagn og aöstööu til þess aö
vera forustuafl ihaldsandstæðinga. Þaö hefur
hann margoft sýnt og þaö ekki sizt á nýloknu
þingi, þegar ólafur Jóhannesson beitti sér fyrir
lausn efnahagsmálanna og rauf þineiö beear
hún fékkst ekki fram.
Eigi ihaldiö ekki aö vinna kosningarnar nú,
veröur Framsóknarflokkurinn ekki aöeins aö
halda öllum sinum þingsætum, heldur þarf
hann aö bæta viö sig þingsætum. Þaö getur
hann hæglega I nokkrum kjördæmum, ef
ihaldsandstæöingar fylkja sér nægilega um
hann. Þess vegna má Framsóknarflokkúrinn
hvergi missa atkvæöi, heldur þurfa ihaldsand-
stæöingar aö skipa sér enn fastar um hann.
Láti menn hins vegar blekkjast af áróörinum
um umframatkvæöin, gæti þaö hæglega oröiö
til þess aö flokkurinn missti þingsæti, en þaö >
væri ihaldinu einu til hags.
Framsókn fór í íhaldssamvinnu eftir kosningar
Ólafur i besta bróðerni myndaði
stjórninafyrirGeir.Istað þess aö
kjósendur gætu valið annaðhvort
Ólaf eða Geir tryggði Fram-
sóknarflokkurinn það eftir kosn-
ingar að iandsmenn fengju þá
báöa. Ólafur Jóhannesson færði
islensku þjóðinni Geir Hallgrims-
son á silfurfati.
I ljósi þeirrar einstæðu reynslu
Þetta segir Tíminn í nóvember 1979
— Hér er um hreinar
andstæóur aó ræóa, ann-
I ars vegar ihald og hins
| vegar framsókn. Um
] þetta hlýtur þjóðin aö
I velja i kosningunum, og
] raunar hefur hún ekki um
I annaö aö velja I barátt-
1 unni viö veröbólguna",
segir Steingrímur Her-
[ mannsson, formaöur
Framsóknarf lokksins,
m.a. í viötali viö Timann
sem birtist á siöu 5 i blaö-
inu i dag.
L lgefandi Framsóknarflokkurinn.
Frainkva'indastjóri: Jóhann II. Jónsson. Hitstjórar: Þór-
Sirinn Þorari.isson og Jón Sigurðsson. Kitstjórnarfulltrúi:
Oddur Olafsson. Kréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingasljori: Steingrlmur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur.
framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðumula 15 sfmi
KGJOO. — Kvöldsiniar blaðamanna: KC5C2, HK495. Eftir kl.
20.09: H63K7. Verft i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
^ 4000 á mánufti. Blaftaprenl.
Stefnurnar eru tvær
sem kosið er um
Sjalfstæ&isflokkurinn hefur seint og um siðir
ekki treyst sér til annars en a& birta tillögur sinar
um aöger&ir gegn ver&bólgunni. A&ur var Fram-
sóknarflokkurinn eini flokkurinn, sem haföi gert
þa&. Eftir a& þessir tveir flokkar hafa birt þessar
tiliögur sinar, er þa& enn ljósara en á&ur, hva&
kosningabaráttan snýst um. Htln snýst um þa&,
hvort hér skuli koma til valda samstjórn Sjálf-
stæöisflokksins og Alþý&uflokksins, sem reynir
aö framfylgja Ihaldsstefnu Sjálfstæöisflokksins,
eöa hvort fylgt skuli umbótastefnu Framsóknar-
flokksins.
Hvað verður eftir kosningar?
verða lokaorð leiðarans ætið eitt-
hvert besta dæmið um framkomu
Framsóknarflokksins gagnvart
islenskum kjósendum: „Þessi
dæmi og hin einaröa og ábyrga
afstaða forsætisráðherra við
þingrofið eiga að gera kjósendum
valið milli ölafs og Geirs auð-
velt”. Hinn grátbroslegi veruleiki
tryggði hins vegar að þeir sem
kusu ólaf voru í rauninni að biðja
um Geir.Og þegar Framsóknar-
flokkurinn endurtekur nU gömlu
sviknu kosningafyrirheitin um
vinstri stefnu frá 1974 þá mega
leiðararnir úr Timanum i
júní-mánuðiársins 1974 ekki falla
i gleymsku. Yfirlýsingar
leiðaranna og reynslan af raun-
veruleikanum sýna hvevalter að
treysta vinstri heitum
Framáóknarflokksins.
Framsókn tryggði
stjórnarforystu Sjálf-
stæðisflokksins
1 sérstöku kosningaávarpi sem
framkvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins birti 11. júni 1974 erú
þau fyrirheit sem fyrr eru greind
Itrekuö.sérstaklega i lokaorðum
ávarpsins: „Framsóknarflokkur-
inn treýstir kjósendum til að
draga rettar ályktanir af þessum
samanburði, en valiö i kosningun-
um 30. júni er milli stjornar-
forustu Framsóknarflokksins og
stjórnarforustu Sjálfstæðis-
flokksins.”. Þeir sem treystu
þessum lokaorðum kosninga-
ávarps Framsóknarflokksins 1974
og töldu sig vera að kjósa
st jórnarfory stu Framsóknar-
flokksins hafa sjálfsagt tveimur
mánuöum siðar vaknað upp við
vondan draum, þegar þessi sami
flokkur hafði tryggt þeim
stjórnarfory stu Sjálfstæðis-
flokksins. Sagan sýnir að þeir
sem sögðu já við beiðninni um
stjórnarforystu Framsóknar-
flokksins voru i reynd að velja
stjórnarforystu Geir Hallgrims-
sonar. Það þarf að leita lengi i
stjórnmálasögu siðustu áratuga
til að finna afdrifarikari og
óskammfeilnari kosningasvik
heldur en þau sem Framsóknar-
flokkurinn stundaði á vordögum
1974.
Það er sannarlega biræfni af
þessum sömu mönnum að koma
nú aftur enn á ný til vinstra fólks i
landinu og gefa sams konar yfir-
lýsingar og þá. Sjálfsagt eru þær
gefnar nú i trausti þess að allir
séu búnir að gleyma þvi sem
skrifað var f Timanum fyrir 5 ár-
um siðan. Þess vegna eru svika-
ieiðararnir endurprentaðir þessa
dagana. En sögunni frá 1974 má
enginn gleyma. Þess vegna eru
yfirlýsingar Framsóknarflokks-
ins og Timans frá þvi herrans ári
rifjaðar upp nú.
Kosningaskrifstofa
Aiþýöubandalagsins i Reykja-
vik eraö Skipholti 7.HUn eropin
frá 9—22:00 en 13:00—20:00
iaugardaga og sunnudaga. Slm-
ar kosningastjórnar veröa þess-
ir um sinn: 28118 , 28364,28365.
Kosningasjóður
Þótt kostnaöi við kosningarnar
verði haldið I lágmarki kosta
þær þó sitt.
Kosningasjóö þarf þvf að efla
strax.
Tekið er á móti framlögum f
sjóðinn að Grettisgötu 3 og að
Skipholti 3.
Félagar, bregðumst skjótt við
og látum fé f sjóðinn sem fyrst.
Ertu á kjörskrá?
Kosningastjórn Alþýðubanda-
lagsins i Reykjavlk vekur at-
hyglikjósenda á þvi aö kjörskrá
liggur nú frammi á Manntals-
skrifstofu Reykjavfkurborgar
að Skdiatúni 2. Ailir stuðnings-
menn flokksins eru hvattir til að
kanna hvort þeir séu á kjörskrá
og athuga jafnframí hvort vinir
og ættingjar sern styðja flokk-
inn, en gætu hugsanlega hafa
dottið af kjörskrá séu á kjör-
skránni. Þeir sem ekki eru á
kjörskrá eru hvattir tii aö láta
kosningaskrifstofuna
að Grettisgötu 3, slmi 17500 vita
þannig að kæra megi viðkom-
andi inn á kjörskrá. Kærufrest-
ur rennur út 17. nóvember n.k.
Rétter að vekja athygli á þvi aö
sá sem staddur er I Reykjavik
og notar ekki rétt sinn til að
kæra sig inn á kjörskrá meöan
kærufrestur er, missir rétt til
þess að láta kæra sig inn siðar.
Okkur vantar
Okkur vantar borö, dregla og
gólfteppabúta, borö og stóla,
ýmis búsáhöld og simaskrár I
kosningamiðstöðina Skipholti 7
nú þegar.
Sjálfboðaliðar
Sjálfboðaiiöar tii ýmissa starfa
fram að kjördegi með bfla eöa
án: Látið skrá ykkur til starfa
sem fyrst i sima 28364 og 17500.
U tank jörfundarkosning
Utankjörfundarkosning er
hafin. Kosið er I Miðbæjarskóia.
Nánari upplýsingar i sima
17500.
Stuðningsmenn G-listans, sem
ekki verða heima á kjördag eru
hvattir til að kjósa sem fyrst, og
þeir sem vita af kunningjum
sinum, sem verða að heiman
kjördagana, ættu að hvetja þá
til að kjósa fyrr en seinna. Sá
sem kýs utankjörfundar á að
vita bókstaf þesslista sem hann
kýs, og skrifa G skýrt og greini-
lega.
Þjónusta Alþýðubandalagsins
vegna utankjörfundar atkvæða-
greiðslunnar er að Grettisgötu
3, simi 17500.
Fram með
kokkabækurnar
Sendið okkur kleinur,
lummur og pönnukökur i
Skipholtið.
Þið sem heima sitjið á
morgnana
Stuðningsmenn! Þið, sem hafiö
frian tfma að morgni, svo ekki
sé nd talaö um ef þið hafið bil til
umráða, látið skrá ykkur til
morgunverka hjá Benedikt I
sima 17500, strax.
Kosningastjórn