Þjóðviljinn - 22.12.1979, Blaðsíða 15
Pál litla langar að tinna mömmu sina, og fær aðstoð vina sinna
við leitina.
Villiblóm
t kvöld er á dagskrá áttundi
þátturinn um franska strákinn
Pál og vinkonu hans Daniele.
Þessir þættir virðast eiga tais-
verðum-.vinsældum að fagna,
bæöi meöal barna og
fullorðinna, enda eru þeir
ágætlega gerðir. Ginkum
virðist manni leikur barnanna
góður.
t síðasta þætti útveguðu
börnin Florentin gamla vini
sinum hús og atvinnu, og
eyddu hjá honum sumarleyf-
Sjónvarp
kl. 18.30
inu I friði og spekt. Páll er
alltaf að hugsa um mömmu
sina og langar aö finna hana.
Flórentin lofar að hjálpa hon-
um að leita hennar, og má þvi
búast við að eitthvað gerist i
þvi máli I þættinum i kvöld.
— ih
Wayne Rogers og Alan Alda I sjónvarpsmyndaflokknum
Spitalalif.
SPÍTALALÍF
Bandariski gamanmynda-
flokkurinn Spitalalif er á dag-
skrá i kvöld. Þessi flokkur er
nokkuð útvötnuð útgáfa af
kvikmyndinni M.A.S.H. frá
1970.
Sagan að baki kvikmyndar-
innar er bitur farsi um
spitalalif I Kóreu á dögum
striðsins þar. Höfundar
hennareru Richard Hooker og
Ring Lardner, Jr., en Robert
Altman stjórnaði kvikmynd-
inni á sinum tima og hlaut fyr-
ir það lof og frægð.
I sjónvarpsmyndaflokknum
er að mestu byggt á þessari
sögu og kvikmyndinni, en lop-
inn er teygður til hins ýtrasta
Sjónvarp
kl. 20.30
einsog venja er þegar gerðir
eru fjölmargir þættir úr þvi
sem upphaflega var tveggja
stunda kvikmynd.
— ig
Hlj ómsveitarvagninn
Sjónvarpið sýnir i kvöid eina
af þessum bandarisku dans-
og söngvamyndum frá sjötta
áratugnum. Myndin heitir
Hljómsveitarvagninn (The
Band Wagon) og er gerö af
Vincent Mineili, en aðalhlut-
verkin leika Fred Astaire og
Cyd Charisse.
Dans- og söngvamyndir eru
jafngamlar talmyndunum, þvi
, að fyrsta talmyndin
bandariska var The Jazz Sing-
er (1927) meö A1 Jolson I aðal-
hlutverk. A fyrstu árum tal-
•myndanna voru gerðar i
Hollywood ótal slikar myndir,
en blómaskeið þeirra er lik-
lega fjórði og fimmti áratug-
urinn, og eitthvað frameftir
þeim sjötta, en þá fer þeim að _
fækka.
Sjónvarpið ætlar reyndar að
sýna aöra mynd úr þessum
flokki og gerða um svipað leyti
og Hljómsveitarvagninn
(1953), en það er Sungiö i rign-
ingunni (Singing in the Rain),
sem sýnd verður föstudaginn
28. des.
— ih
Kjólklæddir steppdansarar
meö göngustafi á lofti eru ó-
missandi I bandariskum dans-
og söngvamyndum.
Sjónvarp
kl. 21.20:
Laugardagur 22. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
frá
Hringið í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavik
lesendum
„Eg á þessum líkama svo mikið að þakka,
að ég má ekki fara illa með hann”
Vegna greinarkorns
Gigtarfélags íslands.
Nafnið á þessu greinarkorni
vakti sannarlega athygli mina,
er ég sá Ti'marit Gl, en þó ekki
siöur er ég sá hver ritað hafði.
Ég hafði þó verið svo heppin að
heyra fyrir tilviljun hluta þess
erindis er höfundur greinarinn-
ar flutti i Rikisútvarpinu fyrir
u.þ.b. ári siðan að mig minnir
um þetta sama efni.
NU, ekki siður en þá, varð ég
alveg undrandi að þessu máli
skyldi vera hreyft af manni Ur
stétt þeirri, sem að áliti alls al-
mennings er talin sinna sálum
meðbræðra sinna fremur en lik-
ama. Þvi meir gladdi það mig,
sem það var óvænna.
Dr. theol Jakob Jónsson kem-
ur i' þessu greinarkorni beint að
aöalvandamálinu 1 heilsugæslu
utan sjúkrahúsanna. Þaö er, að
reyna aö koma I veg fyrir lfk-
amlega og þá um leiö andlega
vanliðan af völdum rangs álags
og einhæfra starfa. 1 kyrrsetu-
þjóðfélagi nútimans þar sem
véla-og tæknivæðing eralltaf að
aukast, hefur likamleg heilsa
hins vinnandi manns orðið Ut-
undan. Hér vantar fræðslu, eins
dr. theol Jakobs Jónssonar i timariti
: Vinnustellingar
Burt með
auglýsing-
ar úr ríkis-
fjölmiðlum
Jónina hringdi:
Það gerist ekki oft að ég sé
sammála kapitalistum, en á
miðvikudagskvöldiö gerðist það
samt, að ég var sammála
Kristjáni Friðrikssyni iðn-
rekanda þegar hann talaði um
auglýsingafarganið i rikisfjöl-
miðlunum. Hann sagði eitthvað
á þá leið, að þessu fargani væri
þröngvað upp á notendur þess-
ara fjölmiðla, og það er alveg
rétt.
A þessum siðustu dögum fyrir
jól getur maður aldrei reiknað
meö þvi að auglýstir dagskrár-
liðið veröi fluttir á réttum tíma.
Jafnvel fastir og vinsælir þættir
eru látnir vikja fyrir auglýs-
ingaflóðinu. Mér er skitsama
hvaöa drasl fæst i búöum, en ég
vil fá þá þætti i útvarp og sjón-
varp sem mér hafa verið lof-
aöir, og sem ég hef reyndar
borgað fyrir. Það liggur við að
þetta sé spursmál um mann-
réttindi, svei mér þá! Mér finnst
að það ætti aö kæra þessa fjöl-
‘miðla fyrir vörusvik. Geta ekki
Neytendasamtökin tekið þetta
mál aö sér? Eiga þau ekki að
gæta hagsmuna neytenda og sjá
um að ekki sé svindlað á fólki?
Mér finns þetta ekkert annað en
svindl.
Kaupmenn og aðrir auglýs-
endur ættu heldur að auglýsa
meira i blöðunum. 1 fyrsta lagi
væri það miklu handhægara og
betra fyrir þá sem þurfa að fá
upplýsingar um það sem verið
er að auglýsa — blöðin geymir
maður heima |ijá sér og getur
flett upp i þeim þegar svo ber
undir. Blaðaauglýsingar hljóta
líka að vera betri fyrir kaup-
mennina sjálfa, vegna þess að
fólk les þær betur. Þessi auglýs-
ingavaðall útvarpsins fer i
fyrsta lagi I taugarnar á öllu
venjulegu fólki og i öðru lagi
fyrir ofan garð og neðan.
Burt með auglýsingar úr
rikisf jölmiðlunum!
og dr. theol. Jakob bendir rétti-
lega á. Og þvi fyrr á lifsleiðinni
sem sú fræðsla er veitt, þvi
betra. Hér þyrftu skólarnir að
koma inn. Þar næst til allra
Islendinga á ákveðnum aldri.
Það er og gleðiefni, að i nokkr-
um fjölbrautaskólum hefur
likamsbeiting og starfsstöður
verið tekið inn sem námsefni á
heilsugæslubraut og er vonandi
aðeins fyrsta skrefið þvi þetta
ætti aö kenna i öllum brautum.
Þegar tæki og hlutir eru
keyptir, fylgir oft bæklingur um
meðferð og viðhald, og er það
siðan á ábyrgð eigandans hvort
farið er eftir þeim leiðbeining-
um og tækinu haldið i lagi. Þetta
þyrfti og ætti að vera nokkuð
svipað með likamann. Fólk get-
ur og á að taka ábyrgð á likam-
legri heilsu sinni sjálft, að svo
miklu leyti sem ekki koma til
vefrænir sjúkdómár, En til þess
að það verði, þarf aukna
fræðslu.
Eitt af starfssviöum sjúkra-
þjálfara er einmitt að kenna
fólki likamsbeitingu og starfe-
stöður/hreyfingar, en fram að
þessu má segja, að það komi
nokkuðseint á lifsbraut manna.
Þaðer ekki fyrr en viökomandi
hefur leitað til læknis vegna
likamlegrar vanliðunar.
Nú hin allra siöustu ár hefur
þó borið við að sjúkraþjálfarar
hafa farið á vinnustaði og til
félagasamtaka og leiðbeint fólki
með starfsstöður og vinnuhag-
ræðingu, auk þess sem brýnt
hefur verið fyrir þvi að nauðsyn
legt sé að halda likamanum i
góðri þjálfun, þvi eins og dr.
Jakob hefur eftir bilstjóranum:
,,Ég á þessum likama svo mikið
að þakka, að ég má ekki fara
iila með hann”. Þessi bilstjóri
lagði mikla áherslu á að sætiö i
bíl sinum væri gott og setstaða
rétt.
En eins og segir i greinar-
korni dr. Jakobs um vinnustell-
ingar: Þaðer ekki nóg að vekja
athygli á þessum málum öðru
hvoru I fjölmiðlum, heldur þarf
að fylgja þessu eftir af dugnaði.
Otlagður kostnaöur myndi fljótt
skila sér i' minni fjarveru úr
vinnuog skóla og minni Utgjöld-
um til sjúkrahúsvistunar þessa
fólks.
Kristin Erna Guðmundsdóttir.
sjúkraþjálfari.
Ömrmi
t einu af kvæðum Jónasar
Guðlaugssonar skálds kemur
fyrir þessi samliking: „Ég er
eins og kirkja á öræfatind”.
Þetta hefur einhverjum þótt til-
efni til þessarar frumstæöu
skopteikningar sem gefin var út
á póstkorti af þeim Ólafi
Ólafssyni og Kristjáni Jónssyni.
Þess skal getið að Jónas skáld
fór til Danmerkur aðeins 21 árs
gamall og haslaði sér þar völl
sem danskur rithöfundur, en
lést ungur.
„Eg er eins kirkja
á öræfatind11
Jónas Gudlaugsx.