Þjóðviljinn - 22.12.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. desember 1979. fcJOÐVÍLJINN — SÍÐA á Strax I upphafi þeirra viö- ræðna, sem fram hafa farið um myndun rikisstjórnar Framsókn- arflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks lagði Alþýöubanda- lagið fram hugmyndir slnar um nokkur helstu grundvallar stefnu- atriöi væntanlegt stjórnarsam- komulags. Þar var vikiö aö flest- um þeim málaflokkum, sem semja verður um, ef til stjórnar- samnings á að koma. Hér skal vikið með fáum oröum að nokkrum þessara atriða. 1. Stefnan i launa- og kjaramál- um. Augljóst er að eitt mikilvæg- asta atriðið I nýjum stjórnarsátt- mála er stefnumörkun I launa- og kjaramálum. A þeirri stefnu verður siðan að byggja ýmsar ráðstafanir i efnahagsmálum. í tillögum Alþýðubandalagsins er eftirfarandi grundvallarstefna mörkuð: a) að sérstök áhersla verði lögö á aö auka kaupmátt lægstu launa. b) að elli- og örorkullíeyrir hækki c) aðalmenn laun séu verðtryggð d) að stuðlað verði að jöfnum réttindum launafólks, m.a. i lifeyrismálum, húsnæðismál- um og á sviði vinnuverndar og vinnuaðbúnaðar. 2. Þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbóigu, jöfnun llfskjara og efl- ingu Islenskra atvinnuvega. Hér er einnig um grundvallar- stefnumörkun að ræða. Slíka þriggja ára áætlun verður að gera með hliðsjón af þeirri stefnu, sem ákveðin er I kaupgjalds- og kjara- málum. Alþýðubandalagið leggur áherslu á jöfnun launa, þ.e.a.s. á að lægri laun verði hækkuð mest. Hjöðnun verðbólgu verður slðan að nást með ströngu aðhaldi I verðlagningarmálum, með hag- kvæmari innkaupum til landsins, með breyttri stefnu I skattamál- um, með aðhaldi og gætni I rlkis- fjármálum, með breyttri stefnu I peningamálum og með lækkun vaxta I áföngum. Jafnhliöa þarf svo að leggja höfuðáherslu á aukna framleiðslu og aukna hag- ræðingu I öllum rekstri, svo meira verði til skiptanna. 3. Full atvinna verði tryggð. Það er ófrávíkjanleg krafa Alþýðubandalagsins að full at- vinna verði tryggð um allt land. Alþýðubandalagið er þvi andvigt tillögum um samdrátt félags- legra framkvæmda og öllum þeim samdráttartillögum sem gæti leitt til atvinnuleysis. 4. Skipuleg fjárfesting: aukin verðmætasköpun. Alþýðubandalagið leggur áherslu á aö tekin verði upp skipuleg fjárfestingarstjórn sem við það sé miðuð að tryggja sem hagkvæmasta fjárfestingu fyrir þjóðarheildina. Alþýðubandalagið lætur sér ekki nægja að lögbinda tölu um hámark fjárfestingar i hlutfalli við þjóðarframleiðslu, en leggur I þess stað höfuðáherslu á I hvaö fjárfestingarfjármagnið fer. Það bindur sig heldur ekki við fastákveðna tölu um heildarút- gjöld ríkissjóðs, en leggur meiri áherslu á til hvers útgjöldum rikisins er varið. Hagkvæm fjárfesting miðar jöfnum höndum að félagslegum umbótum og þvi að leggja grund- völl að aukinni framleiöslu og framleiðni. Leggja verður þunga áherslu á að efla atvinnuvegi landsmanna i þeim tilgangi að auka verðmæta- sköpun. 5. Efnahagslegt og stjórnmála- legt sjáifstæði. Alþýðubandalagið er andvigt stóriðjurekstri erlendra auðfé- Smásögur Jónasar stýrimanns Farangur heitir safn 12 smásagna eftir Jónas Guðmunds- son, rithöfund^ myndlistarmann og blaðamann. Þær eru flestar skrifaðar á þessu ári og gerast I samtimanum. Sumar hafa verið þýddar á erlend mál og ein þeirra hefur verið tekin til flutnings I danska útvarpið. Þetta er fimmtánda bók höfundar. Alþýðuflokkurinn vildi ekki vinstri stjórn, Framsókn vildi lögbinda kauplækkun, og kauplækkunartil- lögur Alþýðuflokks gengu enn lengra. L ÚÐ VÍK JÓSEPSSON Um stjórnar- myndunarvið- ræðurnar laga I islensku atvinnulifi, m.a. vegna þess að slikur rekstur felur i sér stórfellda hættu I sambandi við efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar. A sama hátt er það krafa Alþýðubandalagsins að banda- riski herinn verði á brott úr land- inu þar sem vera hans ógnar sjálfstæði landsins bæði beint og óbeint. — 0 — Hér hafa verið nefnd nokkur þeirra grundvallar stefnuatriða, sem Alþýðubandalagið hefir sett fram i stjórnarmyndunarviðræð- unum. Um þessi atriði öil þurfti að fá fram afstöðu flokkanna áður en lengra væri haldið um útfærslu einstakra málaflokka. Framsóknarflokkurinn hefir Tvœr megin- ástœðurnar til þess að upp úr slitnaði með tillögum sinum um aðgerðir i efnahagsmálum frá 10. desember svarað nokkrum atriðum I tillög- um Alþýðubandalagsins. Hér skal vikið i stuttu máli að þessum til- lögum Framsóknarflokksins: 1. Launa- og kjaramálin 1 tillögum Framsóknarflokks- ins er lagt til að fastbinda verð- lagsbætur á laun.þannig að verð- tryggingin fari lækkandi og verði 8% 1. mars n.k., 7% 1. júni, 6% 1. sept. og 5% 1 des. o.s.frv., eða um 28% samtals árið 1980. 1 umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillögurnar segir m.a. orðrétt: „Enda er beinlinis gert ráð fyrir þvi i þriöja lið kjaramála- tillagnanna, að þessi skuli vera launabreytingin, þótt verðbóta- visitalan að óbreyttum lögum fari fram úr þessum mörkum”. Ctreikningar Þjóðhagsstofnun- ar á tillögum Framsóknarflokks- ins eru siðan gerðir á þessum kauplækkunar-grundvelli, eða eins og orðrétt segir I umsögn stofnunarinnar: ,,t dæmi hér á eftir verður rak- ið, hvernig spár um almennar verðbreytingar á næstu miss- erum, sem fyrst og fremst eru gerðar á grundvelli forsendna tillagnanna um launa- og geng- ismál, rima við takmörkun, Lúðvik Jósepsson: Sú stefna sem fram kemur i tiliögum Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins er i algjöru ósamræmi við markaða stefnu launþegasam- takanna. sem fram er sett um verðbreyt- ingar, þ.e. 8, 7, 6 og 5% ársfjórðungslega 1980 og lægri tölur þaðan af”. TJtreikningar Þjóðhagsstofnun- ar eru þvi fyrst og fremst um beinar afleiðingar af tiltekinni kauplækkun og ákveðinni 5-6% gengislækkun nú I upphafi árs. I umsögn Þjóðhagsstofnunar kemur þó skýrt fram að sú kaup- hækkun sem varð 1. desember, rúm 13%, og samsvarandi fisk- veröshækkun, rúmist engan vég- inn innan 5-6% gengislækkunar. Niðurstaða stofnunarinnar er að skerðing kaupmáttar yrði 5-6% árið 1980 og 3% 1981 samkvæmt tillögunum, en auðvitað verulega meiri, ef um meiri gengislækkun yröi að ræða og ef áætlaö yrði fyrir liklegum viðbótarverð- hækkunum erlendis frá. Meginniðurstaðan er þvl sú, að tillögur Framsóknarflokksins fela i sér kaupmáttarlækkun sem að öllum Hkindum nemur 10-12% á árinu 1980 og 5-7% á árinu 1981. Verðbólgustigið yrði aldrei undir 40-45% I árslok 1980, ef tillit er tekið til þeirrar gengislækkun- ar, sem reiknað er með af hálfu þeirra aðila sem mestu ráða um fiskverð og útflutningsgengi. Þessar tillögur Framsóknar-’ flokksins fara þvi algjörlega i bága við grundvallar tillögur Alþýðubandalagsins um hækkun lægstu launa og verðtryggingu al- mennra launa. Tillögur Alþýðuflokksins fara Framhald á bls. 13 Einar Laxness: Jón Sigurðsson forseri Höfundur tekur mið af nýjum rannsóknum og breyttum viðhorfum og býr i hendur okkar bók sem lengi hefur skort. Þetta er yf irlitsrit með yf- ir 200 myndum. Félagsverð kr. 13.800.- Búðarverð kr. 15.975.- Sögufélag Gardasirœti 13 B og i Bernhöftstorfu w 73 C/5 SOGl'- f-'KI.Af. > KINAR LAXNKSS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.