Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 2
2 Jólablað ÞjóOviljans 1979 Meðal efnis í jólablaði Bls. 2 Ný og áður óbirt saga eftir Guðberg Bergssori/ ,,Litla teiknaða telpan". Þetta er upphaf að óprentaðri skáldsögu, sem Guðbergur á í f órum sínum. Bls. 5 Aldamótajól í norðlensk- um afdal — Magnús H. Gíslason ræðir við Hallgrím Jónasson, ferðagarp og f yrrverandi kennara. Bls. 9 Að ávaxta sitt pund. Agúst Vigfússon segir frá tveimur öldruðum mönn- um sem verða fyrir barðinu á óprúftnum ,,athaf namanni". Bls. 10-11 Börn í Ijóði. Tiu Ijóð eftir jafnmörg skáld. Börn hafa oft orðið skáldum yrkisefni, og hér má sjá ólik vinnubrögð, ólík viðhorf, ólík skáld. Guðrún Svava Svavars- dóttir myndskreytti þessa opnu. Bls. 12, 13 og 14 Jón Halldórsson bólstrari er einn af helstu korta- söfnurum landsins. Hann á m.a. stórt safn af jóla- kortum. Á þessum þrem- ur síðum eru kort úr saf ni Jóns, sem Guðjón Friðriksson hefur valið. Mesta athygli vekja eflaust ,,ástandskortin" — jólakort, sem teiknuð voru og gefin út fyrir hermennina, sem hér voru á stríðsárunum. Bls. 17 Hér finna skákunnendur eitthvað til að glíma við yf ir Jólin: tiu spennandi skákþrautir, sem Helgi ólafsson hef ur valið. Bls. 19 ,, L jósið á minningar- kertunum" — smásaga eftir Nóbelsverðlauna- hafann Isaac Bashevis Singer, i þýðingu Málfríðar Einarsdóttur. Forsiðumyndin er eftir Ragnheiði Jónsdóttur og nefnist ,,Deluxe and Delightf ul". Litla teiknaða telpan Þaö var um vomótt, á þeim tima sólarhrings þegar mörk eru óljós m illi dags og nætur og birtan er ljúf og ljós, og jafn stutt er i rökkur og sól, aö ég greindi i sál minni eitthvaö ámóta. Akvaö ég þess vegna aö hverfa af braut vanans og hlýöni viö umhverfi og annarra manna vilja og halda inn á einhver öfæfi. Ég haföi margoft áöur fundiö hjá mér löngun, annaö hvort til aö ganga á f jöll eöa rölta um flæöar- mál, horfa á ekkert háloftanna eöa á víöáttur opins hafs, þarsem i órafjarlægö eru útlöndin mln en hvergi sést strönd. Mig langaöi sjaldan aö sitja i miöri hliö og viröa fyrir mér lág- lendi eöa horfa upp til tindanna. En I miöjum hliöum vilja flestir sitja og horfa sælir á eitthvaö sem hver maöur getur séö og hægt er aö ræöa um viö alla. Ég héltaf staö næstum án far- angurs og ætlaöi aö nærast á grösum og veiöi úr fljótum og vötnum eöa fuglum loftsins. Þess vegna geymdi eg I vasanum litla teikniblokk. Ég hugöist teikna andlit mitt daglega af spegli polla, til aö athuga og sanna aö dvöl á öræfum undir beru lofti mundi breyta svip minum og kannski sjóninnilika.Mig langaði aö teikna öræfablóm og fjalla- jurtír sem fást ekki til að vaxa i skrautgöröum. — Ef þú værir jurt vildir þú ekki heldur vaxa I garði, sagöi ég viö sjálfan mig á göngunni og bætti viö: — Heldur mundir þú fölna og deyja en festa rætur I beöi undir skjólvegg.Þú ert þinn eigin garö- yrkjumaöur og rifur þig upp meö rótum eöa klippir af þér blóm- knappinn, þegar þér sjálfum þóknast. Ég fór ekki út i náttúruna og I óbyggðir aö ákveðnu, fögru f jalli, eins og feröamanna er háttur. Ég hélt eitthvað út I buskann og lét fætur ráða ferö yfir nafnlausa steina og algengt gras og heiöar, sem voruallarhverannarrilikar. Þannig fannst mér best aö ferö- ast. Mig gilti einu hvort fæturnir stigu á sögurikan stað eöa nafn- lausa jörö, enda eru lautir og hólar aðeins lautir og hólar og stráin erustrá og ilmurinn er ilm- ur. Ég áleit aö eflaust yrði ég ann- ars hugar og frjáls á þannig feröalagi. Þögn og hljóö náttúru og öræfa áttu bræöur og vini I huga minum. Ég hóf þvl ekki spjall viö kletta, ég ræddi hvorki viö jurtir né sjálfan mig, og golan hjaíaöi ekki viö eyra mér. Þannig feröaöist ég fótgangandi I nokkra daga. Þá henti þaö aö ég þoldi ekki þögnina, þótt þögnin væri þrungin röddum og raddirnar bergmáluöu bæöi klettar og hugur minn hugs- arnir sem ég hafbi ekki áöur gefið neinn gaum. Siðla dags dró ég teikniblokkina úr vasa mlnum. Ég hugöist teikna laufblöö á blómi. I staö þess að draga ltnur á blaöiö stýrði hugur minnhöndinnimeö blýantinum af blokkinni, því ég varö annars hugar I kyrröinni. Rétt i þessu barst mér til eyrna úr brjóstinu undarlegur hlátur. I fyrstu grunaöi migað golan væri aö skrlkja eöa siðdegissólin velt- ist af hlátri I grænu grasi, og kannski tistu fuglar I kjarri. Orli'till vottur af hæöni var I hlátr- inum. Hana á hvorki sólin né vindurinn og ekki heldur fuglinn eöa ferfætt dýr. Hæönin einkennir hinn innri mann og er einvörð- ungu til I eigin brjósti, og hún er rik I manninum. Auövitað hljóp roði I kinnarnar, enda er ég spé- hræddur, eins og flestir, og þab þótt ég dvelji úti I náttúrunni og ég viti, aö náttúran hlær aldrei. Hún myndar aöeins hljóð sem viö ímyndum okkur slöan aö séu op, hlátur, hvlsl eða eitthvað annað sem einkennir manninn. Ég haföi óvart beint blýants- oddinum að laufblaöi blómsins og fann óljósan unaöþegar oddurinn sökk I safarikt blaöið. Þá æpti einhver sem ég hélt auövitaöaö væri vindurinn, og ég sagði viö sjálfan mig: — Ertu strax farinn aö heyra ofheyrnir eöa oröinn svo við- kvæmur sökum einveru aö þú haldið aö laufblöð finni til eöa kveinki sér? Viö athugun á laufblaöinu sá ég aö blýanturinn hafi pikkaö göt á það, þannig aö ef lina væri dreg- in milli gatanna mynduöust tveir hringar. Hringa þessafæröi ég umsvifalaust á blaö í teikni- blokkinni, svo úr varö magi og brjóst, en ég bætti viö nýjum hring, þannig aö höfuö fæddist. Slöan teiknaöi ég fætur og hendur og hár. Þetta kallaöi ég dreng og hugsaöi meö sjálfum mér: Þennan dreng ætla ég aö eiga aö félaga á heiöum úti. Um leiö hófst sagan. Ég gaf hlátrinum engan gaum og hélt aö einmana sálin væri aö hlæja aö sjálfri sér, eöa kannski að likam- anum sem lýkur um hana. Einhverra hluta vegna er manni eölilegra að teikna strák. Ég hafði ekki getaö teiknaö ein- faldarimynd. Húnvareins og eft- ir krakka, frumstæð og útllnurnar án smáatriöa. Golan bærði örlitiö blaðið I blokkinni og ég hélt aö hugur minn breytti blaktinu I hlátur, af þvi auövitaö gat ég teiknaö miklu betri mynd. Ég hugöist krafsa yfir hana þegar einhver sagði: — Ég er ekki strákur! í stab þess aö krafsa yfir myndina dró ég i flýti ferhyrning utan um neösta hringinn. Hann varö aö nægja fyrir kjól. Ekki er meiri munur á strák og stelpu á mynd, hugsaöi ég. — Mér er sama þótt þú þekkir ekki mun á teikningu af strák og stelpu, sagöi röddin utan úr buskanum. Ég hrökk I kút þótt enginn sæi mig. Engum er algerlega sama um óvæntar hugsanir slnar. öllum finnst eins og óviökomandi sál fylgist meö sér. Enginn er alger- lega einn. — Það var ekki ætlun min aö rökræöa viö fjarskann um dýpstu vandamál lífsins úti á heiöum og fjarri mannbyggöum, sagöi ég og reyndi aö breiöa yfir mig eins og maöur sem er staöinn aö ein- hverjusem hann álitur aö séfyrir neöan hans virðingu, þótt ekkert sé til I eðli mannsins annaö en hans eigin sannleikur. — Þú ert ekkert ólikur öörum mönnum, sagöi röddin. Þegar maðurinn horfir i augu einhvers eölis sem hann heldur aö sé ekki til i sálinni, þá hleypur hann I fel- ur, lokar sig inni, eða setur upp merkissvip eöa ræöst á náungann meö óbóta skömmum. — Hver ertþú? spurði ég hik- andi, líkt og ég ávarpaði anda framliðinna. — Auðvitað myndin sem þú teiknaöir þér til ánægju I ein- semdinni, svaraöi röddin. — Þú þekkir ekki tífiö og tilver- una ef þú ert aðeins mynd, sagði ég og mér létti. HvDIk heppni aö ég þurftí ekki aö ræöa viö llfsreynda anda sem þekkja ekki aöeins fortíöina, heldur tíka samtiö, framtið og dauðann, og eflaust lika eillföina. — Ég veit jafn mikið um llfiö ogþú,sagöi röddin. Sá er munur- inn, að ég þori aö vita en þú ert á flótta. — Nýteiknuð ertu nýkomin á blaö, sagöi ég. Þú ert ákveðin eins og nýgrasðingurinn, fáfræöi og þekkingarskortur gera þig ör- ugga. Meö timanum mun reynslan þagga rostann og reka þig til aö hugsa i hljóöi. — Kemst ég á blaö sögunnar? spuröi röddin. — Nú dámar mér, drengur minn, sagöi ég. — Telpa min, leiöréttí röddin. Ég er Litla teiknaöa telpan. — Jæja, sagöi ég. Mig gildir einu af hvoru kyninu þú ert. Teikningar eru hafnar yfir kyn. — Kemst ég á blaö sögunnar eöa verö ég aö dúsa I teikniblokk miölungsteiknaraunség máistút meö timanum? spuröi röddin frekjulega. — Nýteiknuö ertuorðin einsog allir, sagði ég.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.