Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 3
Jólablað Þjóðviljans 1979 3 — Mig langar auðvitað annað hvort að komast á blað sögunnar eða brjóta blað i henni, svaraði röddin. — Svei þér, Litla teiknaða telpa, sagðiég. Þilvilt ekki týnast i óravidd fjarlægðar eða i auðn heiðanna, eins og ég. — Nei, svaraði röddin. Ég hef þegar færst af laufblaöi á blað i blokk. Það álít ég vera sigur, þvi laufblaðið rotnar fyrr en pappir. Þökk sé þér. Við svarið varð ég hnugginn og sagöi: — Hingað fór ég til að hugsa svo enginn heyrði. Ég ætlaði að henda hugsunum minum Ut i vindinn. Ég er orðinn leiður á blöðum fyrir löngu. — Ég vil ekki vera teikning á jurtarblaði, þá rotna ég, sagði Litla teiknaða telpan. Ég vil ekki dúsa of lengi á blaði i teiknibók, þá máist ég. — Ef þú talar eins og fulloröinn maður, þá þurrka ég þig umsvifa- laust út með strokleðrinu minu, sagði ég ógnandi. Ég vil ekki hlusta á venjulegt raus. Litla teiknaða telpan hló hæðnislega. — Þú þurrkar mig aldrei út, sagði hún. — Hvi heldur þú það? spurði ég. Heldurðu að ég sé ragur aum- ingi sem óttast eyðileggingu og óskapnað. Nei, ég veit að öll sköp- un fæðist úr óskapnaði. — Veit ég, sagði Litla teiknaða telpan. En mig grunar að þú sért þegar orðinn ánægður með teikn- inguna af hugmynd þinni, og þótt þú hafir haldiö út á auðnir til að týna fyrri hugsun og viljir segja buskanum frá sögu þinni og viljir hreinsa hugann af hégómlyndi, þá finnst þér Litla teiknaða telpan veraharla góð. Úr þvlsem komiö er þurrkar þú hana ekki út hvorki með strokleðri né gleymsku. — Þú ert merkikerti, sagði ég. — Þess vegna vil ég komast á blað sögunnar, sagði hún. — Hver andskotinn er þetta, hrópaði ég. Er ég ekki að semja um þig sögu á blaö? 2 Maður sem hverfur einn út á auðnina sættir sig viö aö hann týnist oghverfur sporlaust. Aðrar reglur gilda um myndir. Litla teiknaða telpan fékk svo mikla ást á reitnum i blokkinni að hún gat ómögulega sætt sig við að li'f hennar og linur væru eintóm óvissa og algerlega undir öðrum komnar. Þess vegna endurtók hún si og æ þrjóskulega, eins og hún haslaöi sér öruggan völl með endurteknum orðum: — Þú getur ekki þurrkaö mig út. — Vist, sagði ég. Éf ég vil. Þá hverfur þú algerlega eða verður eftir á biaðinu sem óhreinindi. Viljinn er fyrir öllu. — Hef ég vilja? spurði Litla teiknaða telpan. — Þú hefur engan vilja nema ákvörðun mína, svaraði ég. Hug- um minn sér þér fyrir öllu. — Breyttu mér, sagði teikningin á blaðinu. Gerðu mig fullkomna. Ég er orðin leið á aö vera lltil. — Ég vil það ekki, svaraöi ég. Ef ég breyti þér þá hleypurðu burt. —• Situr ævilangt i huga þér æskan og sagan af Sætabrauðs- drengnum? spurði Litla teiknaöa telpan. Heldur þú að teikning hegði sér eins og saga, sem hljóp burt frá gömlu konunni og gamla manninum og svininu lika? — Allir hlaupa aö lokum burt, sagði ég. — Skelfing haföi Sætabrauðs- drengurinn djúp áhrif á mennina, sagði Litla teiknaða telpan. Þeir eru sihræddir við að missa, glata og sakna. — Viö viljum læra af lestri og reynslunni, sagði ég. Litia teiknaða telpan fór að hlæja og horföi á mig með sam- blandi af forvitni og ögrun, likt Smásaga eftir Guðberg Bergsson og ófullgerð mynd eða málverk, sem heilia i sinu margbrotna lát- leysi en verða óþolandi eftir að þær fá ramma og gler og hanga á vegg. Þannig var telpan, umkomulaus á ósköp ódýru blaði iblokk, en á andlitinu var engu að siður hrokasvipur myndar sem hefur gengið kaupum og sölum og hangiöekki aðeinsl stofum, held- ur jafnvel i söfnum við hlið meiri háttar málverka. Slikur heiður veitist sjaldan teikningum, þvi þær eru geymdar I rökkvuðum deildum eða dökkum möppum sem minna á hugskot, enda þola teikningar ekki sterka birtu, þær eru of fingerðar og i eöli sinu ljós- fælnar. Mérlikaðiekkialls kostar að Litla teiknaða telpan lét skína úr svipnum sinum, að hún ætti skilið að hanga við hlið málverks af sögulegum atburði I safni. — Ég veit um hvað þú ert að hugsa, sagði Litla teiknaða telpan sposk. — Um hvaö hugsa ég? spurði ég. — Að ég hafi hangiö á vegg I safni, svaraðihún. Ég hékk áður i heldur óhrjálegri kompu I huga þér! og með sama áframhaldi og andleysi þinu fæ ég ekki einu sinni að rykfalla á Bæjarbókasafninu. Það fauk i mig á augabragði við orð Litlu teiknuðu telpunnar. Ég skellti blokkinni aftur, beint á nefið áhennioghétað opnaaldrei aftur spjöld hennar, hversu ein- mana sem ég yrði I óbyggðum. Um stund hvarf ég inn i þögn- ina. Ég þrammaði áfram. Fætur mínir sukku annað hvort i mjúkan mosa eða haröir steinar skárust I iljarnar. Erfiði göng- unnar lagði undir sig llkamann, svo ég gat ekki hugsað. En óðar en ég varð úrvinda og lagðist til svefns og sofnaði, þá birtist Litla teiknaða telpan mér i dimmum draumi. Hún ætlaði að hefja máls á einhverju óþægilegu, en ég reif mig upp úr svefninum um ljósanótt og héltáfram göngu stefnulaust út i óvissuna. Ég sór við sjálfan mig og hét huga minum, að ég skyldi aldrei leiða hann að Litlu teiknuðu telpunni. Morgun einn eftir næturlanga göngu þrengdi þögnin að höfðinu. Ég tyllti mér úrvinda á þúfu við lækjarsprænu sem rann talsvert áköf að árstraumi. Litlu neðar streymdi áin út i breitt fljót, og fljótið hélt eflaust að endalausu hafi, eins og öll fljót gera. Hugs- unin um endaleysið olli þvi aö ég dró blokkina úr vasanum, lokaði augunum ogreif I flýti blaðið með Litlu teiknuðu telpunni og fleygði þvi blindandi I lækinn sem rennur i ána sem finnur fljótið sem fellur i haf dauðans. Þegar ég hélt að blaðið hefði borist burtmeðstraumnum gat ég ekki stillt mig heldur opnaði aug- un. Blaðið snerist þá hægt I iðu- straumi lygnu og Litla teiknaða telpan glotti sigurviss til mln, líkt og lifsreyndur maður glottir háðslega I dauðanum. Blaðið með telpunni hring- snéristí iðunni, og telpan hefði ef- laust glott endalaust til mln, hefði ég ekki þrifið steinvölu og kastað henni á varir hennar. Blaðið hoppaði á skvettum úr hinni eillfu hringrás og út á streng fljótsins. Nú var myndin og blaöið á valdi vatnsins sem bar Litlu teiknuðu telpuna á bylgjum þangað sem ég hélt að hún ætti aldrei aftur komu auðið. Siöan sofnaði ég I sólinni og svaf draumlausum svefni. Og þegar ég vaknaði fannst mér ég vera endurnæröur og nýr maður, en ekki leið á löngu áður en ég saknaöi Litlu teiknuðu telpunnar, kannski vegna þess hvaö hún barst hjálparvana meö straumn- um út I fljótið sem rann I hafið mikla. Égreisþviáfæturoghljóp angistarfullur að fljótinu. Ég hrópaði: — Flýttu þér, hugur minn, finnduog bjargaðu Litlu teiknuðu telpunni. (Ur óprentaðr i skáldsögu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.