Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 21
21 Jólablað Þjóðviljans 1979 T • r • A r ljosio a minningar- kertunum Framhald af 19. siðu. Maðurinn með æxlið settist upp. „Þú setur fæturna af stað og svo ganga þeir sjálfir. Þegar maður er heima hjá sér gerir maður það sem geðjast best, en sé maður farinn að flakka, er engin leið nema að halda áfram. Til einnar borgarinnar i dag, til annarrar á morgun. Viðstaða að degi til hér, að nóttu næst. Hver skiptir séraf sliku feröalagi? Mér gekk vel að komast af áður. Aldrei biður manns atvinnuleysi i þeirri iðju sem ég kaus mér. Ég kem frá Tsivkev, þar var ég graf- ari. Þettaerenginnstórstaður,en sá staður er ekki til I mannabyggð að enginn deyi þar. Ég jarðaði gamla og unga, íika limina á fá- tækrahælunum. Það var hópur manna sem átti aö annast greftr- anir i' bæ þessum, en allir áttu þeir annrikt að safna svinsburst- um til að gera lír þeim bursta og þetta keyptu þeir af bændunum. Allt hlóðst á mig. Ég þvoði likin og saumaði á þau likklæöin. Ég átti heima i kofa andspænis kirkju garðinum. Konan min veiktist. Svo sá ég það að hún mundi ekki lifa af. Ég jarðaði hana sjálfur. ,,1 fjörutiu ár höfðum við búið saman eins og tvær dúfur. Og svo dó hún allt i einu. Ég gróf hana sjálfur. Fólkinu er illa við graf- ara. A hann það skilið? Ekki langaði mig til að gera nokkrum manni mein. Min vegna mættu allir lifa til eilifðar. Svona var nú þetta. Þegar konan mín dö hlaut ég að grafa hana sjálfur.” „Það er haldið að kirkjugarðar risi að nóttu til og dauöir menn fariá stjá. Það er sagt að þessi og þessi hafi sést afturgenginn, aö lágir blossar hafi sést kvikna, svipir á sveimi. Ég var grafari i þrjátiu ár og sá aldrei neitt þess- háttar. Ég gekk inn i samkundu- húsið um hánótt, og engin rödd kallaði á mig að koma að lestrar- borðinu. Þegar maður deyr, verð ur hann að engu. Og jafnvel þótt lif sé eftir þetta lif, á likið i þvi engan þátt. Hann er duft og aska. likaminn að llfinu loknu.” „Einusinni dó dkunnur maður I bæ mlnum og likiö var skiliö eftir I þvottastofunni og átti að vera þar til morguns. Ég var þá látinn vera á verði og átti ég aö kveikja á tveimur kertum við höfðalagið og syngja sálma. En hver endist til aðsyngjasálma heila nótt. Mig fór að syfja og ég lagðist á bekk- inn og dottaði. Vindurinn stóð i kertin og slökkti á þeim og þá var ég aleinn i myrkrinu hjá likinu. Éghafði gleymt að taka koddann minn með mér en gat ekki farið heim því það rigndi, og svo vildi ég ekki vekja konuna mlna, svo ég — fyrirgefið mér að ég skuli segja frá því —svo ég tók likið og lagði undir hankka mér. Svo vlst er það sem ég er staddur hérna I samkunduhúsinu, aðég segi þetta satt.” „Ég held fæstir hefðu þoraö þetta,” sagði rauðhærði maður- inn. ,,Ég hefði orðiö vitlaus af hræðslu,” sagði betlarinn með kálfslegu augun og stóra hausinn. „Það er ekki svo auðvelt að verða vitlaus af hræðslu. Ertu hræddur við dauða gæs? Manns- lik eru svo sem rétt eins og dauð gæs.Til hvers heldurðu að verið sé aö vaka yfir liki? Til þess að mýsnar fari ekki i það.” ,,Sem sagt, mér vegnaði vel. En þegarkonan min dó varð eitthvað svo einmanalegt. Við áttum engin börn. Hjúskaparmeglarinn var oft að gera mér tilboð, en hann athugði ekki að bláókunnug kona getur ekki komið í stað þeirrar sem maöur hefur verið samvistum viö I fjörutiu ár. Sum- um kann aö lukkast þetta, ekki mér. Ég sttíð við gröfina hennar margan dag og hafði aldrei af henni augun. Hjúskaparmeglar- inn sendi einu sinni eina heim til min. Hann hélt hún mundi hressa mig við, en þegar ég sá hana taka kústinn crgætla að fara aðsópa, varð mér óglatt og ég lét hana fara. Eftir að ég varð ekkill komst ég upp á lag með að sjóða kartöflur með hýðinu. Ég réðst jafnvel I að baka brauð á föstu- dagsmorgnum. En nú haföi ég ekki konuna mina til að tala við. Engan. Já ég var einmana, en ég átti sparifé. Af þvi gaf ég fátæk- um. Ekkert borgar sig eins vel og að hjálpa bágstöddum.” II. „Hvernig stóð þá á þvi að þú fórst að flakka?” sagöi sá rauð- hærði. „Hægan. Engan asa. Ekki er flas til fagnaðar. Ég sagði áðan að ekki þurfi að óttast dauðan mann. En nú skal ég segja ykkur sögu. Fyrir fjór- um árum geisaði farsótt hérna i landinu. A hverju ári koma um- gangsveikindi sem drepa börn- in. Þau falla eins og flugur fyrir bólusótt, mislingum, skarlatssótt, barnaveiki. Einu sinni gróf ég átta á einum degi. Það er ekki erfiðisverk að grafa barnslik. Ekki þarf að sauma lik- klæði, það nægir að vefja ltkið i bómullarklút. Svo grefur maður grunna holu, litla um sig, og búið er. Likþvotturinn er litið verk einnig. Jú mæðurnar gráta, þær eru nú svona. En i þetta skipti voru það fullorðnir sem veiktust, þvi þaö var kólera sem var að ganga. Sjúklingarnir fengu krampa I fótleggina og voru nuddaöir upp úr vinanda en það gagnaði ekkineitt. Svo komu upp- köst, niðurgangur, þetta eru al- þekkt einkenni. Jafnvel bartsker- inn sem reyndi að stunda þá sjúku, veiktist lika og dó. Maður inn sem átti aö sækja lækni til Zamosc, fékk svæsna krampa á leiðinni og skildi við um leið og hann kom inn I krána. Já, engill dauðans átti þá góðri uppskeru að fagna.” „Svo varð ég einn I verki þvl hinir úr hópnum hræddust veik- ina og afsögðu að koma aftur til bæjarins. Ég náði i mállausan mann og við gengum hús úr húsi i leit að likum, og hvar sem við fundum lík tókum við það þegar I stað, þvi viðast hvar býr fólkið allt I einu hverbergi og lifandi menn geta ekki verið innan um lik. Þetta voru kvalræðistimar. Ég varð að þvo hvert llk og sauma utan um þaö svo greftrun- in varð að bíða næsta dags. Þvottastofan var að verða troð- full af líkum.Þegar oröið var álið- ið kvölds kveikti ég á kertum og fór að syngja sálma. Eina nóttina hafði ég niullk,fimm karlmanns- likog fjögur kvenmannsllk. Það hékkí þvi að lfkin væru hulin und- ir lökunum. Þegar farsótt geisar fer allt úr skorðum.” „Allir vitaað á þá sem deyja úr kóleru kemur fáránlegur andlits- svipur. Ég batt upp kjálkann á nokkrum sem sýndust vera að hlæja. Ein af konunum sýndist vera að hljóöa. Hún hafði reyndar hljóðar mikið meðan hún lifði. Þegar maður er skilinn við fer likið að kólna, en sá sem deyr úr kóleru kólnar ekki. Ef snert er á höfðinu finnst það vera heitt. Flestar nætur festi ég litinn blund, en þessa nótt kom inér ekki dúr á auga.” „Þaö er sagt aö grafari sé með- aumkunarlaus. Ekki er það satt. Ég fann mikið til með unglingun- um. Sárast hélt ég vera fyrir þá að missa af lifinu. Þaö var helli- rigning úti. Og þó að þetta væri á vetrarmánuðinum Cheshvan, fylgdi hörkuþrumuveður, með sifelldum leiftrum, eins og um sumar væi. Himininn grét. Þess- ar fáu grafir sem mér hafði unn- ist timi til að grafa stóðu fullar af vatninu.” „Eitt at líkunum var af sautján ára gamalli stúlku, dóttur skó- smiðs. Og hún hafði verið trúlof- uð. Faðir hennar, Zellig skósmið- ur, hafði lengi gert við skó fyrir mig. Hann átti þrjá sonu en hún var augasteinninn hans, þvi hún var einkadóttir. En heima hjá honum voru allir veikir, svo ekki var hægt að hafa llkið lengur heima. Aður en ég fór með hana kitlaði ég hana á nefinu með f jöð- ur, en hún bragðaði ekki. Ég greiddi yfirhana poka tþvottstof- unni. Hún var rjóð 1 kinnum, en svo sem ég hef sagt er ekkert að marka það, þvi að roði hverfur ekki af vanga þess sem deyr úr kóleru. Faðir vor á himnum, hugsaðiég, eiga þau þetta skilið? Foreldrar eirra fengu að njóta þeirra I nokkur ár, og áður en varir er svo öllu lokið. „Meðan ég var að syngja sálm, sýndist mér eitthvað kvika undir pokanunv, sem huldi líkið. Þetta endurtók sig meöan ég var að syngja næsta sálm. Ykkur hérna mun vera fariö að skiljast að ég læt mér ekki allt fyrir brjósti brenna,en nú rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég giskaöi á að mús eða skúnkur hefði komist undir pokann. En þá datt hann á gólfið. Llkið lyfti höfði. Ég heyrði hana stynja: „Vatn, vatn!” Þaö var nákvæm- lega þetta sem hún sagði.” ,,NU skil ég best hvillkt flón ég var, hUn var sem sé lifandi. Dauðan mann þyrstir ekki . HUn hlýtur að hafa verið i því ástandi sem kallaö er dauðadá. En ég varðsvo hræddur að ég þaut Ut úr þvottastofunni hrópandi á hjálp. Ég hljóp svo hratt að við sjálft lá að ég fótbryti mig. Ég kallaði og kallaði en enginn heyrði til min. Kirkjugaröurinn var langa leið frá bænum. og regnið helltist nið- ur. Éghrópaði „Heyrðu , Israel” og hvaö annað sem mér datt i hug. Svona hljóp ég kallandi yfir að Utjaðri bæjarins, en enginn þorði að opna þegar ég barði á gluggahlerana. Ég held að allir hafi haldið að ég væri geggjaður. Loksins komu tveir slátrar og fá- einir vagnstjórar og fylgdu mér yfir til likhUssins, með skriðljós i hendi. Þeir voru að skopast að mér alla leiðina. „Getz” sögðu þeir, ,,ég heiti Getz,” þU skalt skammast þin. Þú hefur séð of- sjónir af hræðslu. „Þeir voru reyndar hræddir sjálfir þó þeir töluðusvona. Það rignir svo ákaft þarna sem ág átti heima, að flóir út Ur hverju ræsi. Við óðum i þessuskolpi uppaðhnjám. Þegar skæö farsótt gengur er betra að varast vosbúö. Viö urðum gegn- drepa.” Þegar við komum inn i þvottahúsiö sáum viö hvar stúlk- an lá á börunum, óhulin og rétti frá sér báöar hendur. Þeir reyndu að nudda hana, hrista hana, blása á hana. Ekkert lifsmark. Þá fóru þeir að snupra mig og skamma. Slátrari er ævinlega sjálfum sér likur. Ég sór og sárt við lagði að ofan á hana hefði verið breiddur poki, en hann hefði dottið þegar hún reyndi að standa upp, en þeir sögðu að þetta heföi veriö mis- sýning. Einn sagði aö ég hefði séð ofsjón, annar að ég heföi séð svip, þriðji að mig hefði dreymt, og fleira færðu þeir til.Afþessu varð ég hálfpartinn svona heimóttar- legur. En það var enginn tlmi til aö þrefa um þetta lengur, þvi þeim lá á aö komast heim. Ég setti fætur og handleggi stúlkunn- ar i réttar skorður, breiddi ofan á hana og fór aftur að syngja sálma. En nú var mér brugöiö. Hjartaö lamdist i brjóstinu. Ég svolgraöi svolítið af vodka Ur flösku sem þarna var, og ekki batnaði mér neitt að þvl. Ég horfði á sálmatextana með öðru auga, meö hinu gat ég gætur að likinu. Fyrst svona nokkuö gat átt sér staö, hvað mundi þá ekki geta komiö fyrir? Ég hafði eldspýtna- stokk á mér og vissi að mér mundi ekki vera um að sitja i myrkrinu þó ekki væri nema ör- stutta stund. Feginn var ég þegar fór aö birta. Ég gleymdi að geta þess að við vöruöumst að segja foreldrum stúlkunnar frá þessu, þvl vita þóttumst við að þeim yrðu um það. Og hver veit nema hægt hefði verið að bjarga henni. Nú var það um seinan. Daginn eftir bjó ég mig út að fara burt, en ég komst ekki, þvi olli farsóttin. Mér var orðið þvert um geö að vaka yfir likum, og fékk mann til aö gera það fyrir mig. Það var mállausi maöurinn. Reyndar svaf hann allan tlmann sem hann var hjá mér, en hann var lifandi maður. Hver gröf sem ég gróf, hvert llk sem ég þvoði var mér til ama. Aldrei hvarf mér úr minni llkiö sem réttist upp og hvislaöi: „Vatn, vatn!” Hún kom I hvern minn draum. Mér datt margt i hug. Margt er manni hulið. Gæti ekki skeö að annað eins hefði komið fyrir áður? Gæti ekki skeð að einhver af líkunum sem ég gróf heföi vaknað til llfs i kist- unni? Ég sá eftir aö hafa jarðað konuna mlna daginn sem hún dó. Aldrei fyrr hafði ég hræðst að llta framan i lik. Það er sagt að sá sem horfir á dauðan mann gleymi öllu ööru. En hvað vissi ég? Ekk- ert. En eftir þetta leit ég aldrei framan I lik sem komið var með. Mér fannst hver dauöur maður vera aö reyna að gefa mér merki, reyna að segja eitthvaö, en geta ekkert sagt. Það hvein og ýldi i vetrarvindinum fyrir utan eins og i sjö galdrakonum sem hafa hengt sig sjálfar. Ég var orðinn einsam- all þvi mállausi maðurinn vildi ekki vera lengur. En ekki er hægt að hlaupast af þeim verði sem manni hefur verið trúað fyrir. Þegar ég var háttaður, lá ég vak- andi og bylti mér en gat ekki sofn- að. Eina nóttina þótti mér llkt sem klórað væri viö eyrað á mér, ekki að utan, heldur að innan. Ég vaknaði og heyrði málróm konu minnar. Hún hvislaöi: „Getz!” Mig hlýtur að hafa dreymt þetta þvi framliönir menn segja ekki neitt. En eyra manns nemur fleira en ætla mætti. Ég get þolað hverja þjáningu, en ekki kitlur I eyra. Náið er eyra heilanum, það vitið þig. Það var komið lógn. Og nú skal ég segja ykkur nokkuð. Ég kveikti á kerti og klæddi mig. Ég fyllti poka af nærfötum, yfir- höfn og brauöhleif, og fór á burt einsamall út i náttmyrkrið, án þess að gera viðvart. Bærinn skuldaði mér mánaðarkaup, en það skipti mig engu. Ég kvaddi ekki einusinni gröf konunnar minnar, sem sem ætla hefði þó mátt. Ég hvarf frá þessu öllu og fór.” „Peningalaus?” „Ég átti fáeinar rúblur I poka.” „Varstu hræddur?” „Ekki hræddur, heldur eirðar- laus. Ég var að hugsa um að verða kaupmaður, en einjivern- veginn var það svo aö ég gát ekki fest hugann viö það. Hve mikils þarfnast maður til að draga fram lifið? Brauðsneiö og glas af vatni, það nægir. Fólkið er gott við mig.” „En þá eyrað? Er konan þfn enn að kalla á þig?” „Það kallar enginn á mig. Ég er með bómull I eyrunum.” „Þvi þá það?” „Svo ekki komist kuldi inn i þau. Ekkert annað.” Betlararnir þögðu. Ekkert heyrðist nema snarkiö i eldinum. Sá sem fyrstu rauf þögnina, var höfuöstóri maðurinn. „Ef þetta heföi komið fyrir mig hefði ég dottið niöur dauður.” „Ekki veröur ófeigum I hel komið.” „Ætli þetta hafi annars ekki verið konan þin?” „Þaö skyldi nú vera að þú værir sjálfur rabbiinn frá Ljúblln,” svaraði grafarinn. „Liklega hefur hún viljaö segja þér eitthvaö,” sagði sá rauð- hærði. „Hvað ætli hún hafi svo sem viljaö segja mér? Ég fékk mér aldrei aöra i staðinn fyrir hana.” Litla kertið fór aö blakta og svo dó á þvi. Þaö dimmdi um leið I lestrarstofunni. Lykt af tólg og brunnum kveik barst um loftiö frá austurveggnum. Þaö voru hljóðir og hæglátir menn sem lögðust. til svefns á bekkjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.