Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 24
Hannes Pétursson KVÆÐAFYLGSNI Þórarinn Eldjárn ERENDI Stefán Hörður Grímsson LJÓÐ Gunnar Gunnarsson GÁTAN LEYST í þessari bók fjallar Hannes Péturs- son vun líf og list Jónasar Hallgríms- sonar. Bókin er reist á vandlegri könnun heimilda og snilldarvel rimð. „Lestur bókarinnar er skemmtun og hátíð sem heldur áfram allt kvöldið og alla nóttina. ..“ Q.S./Tmiinn). „Útkoma Kvæða- fylgsna er mikill bókmenntalegur viðburður.“ Q.Þ.Þ./Tíminn). „Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsilegasta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld.“ (H.P./Helgarpóstur- inn). Hér er að finna úrvalskafla úr íslenskum endurminningum og sjálfsævisögum og er fyrirhugað að safnið verði í nokkrum bindum. í bókinni eru fjölbreytilegar frá- sagnir eftir fólk úr ýmsum stéttum, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til núlifandi manna. Bráðskemmtileg bók og fróðlegt sýnishom íslenskrar frásagnarlistar. Jón Éspólín og Einar Bjamason SAGA FRÁ SKAGFIRÐINGUM IV. bindi Með þessu bindi lýkur útgáfu hins stórmerka heimildarrits um tíðindi, menn og aldarhátt í Skagafirði 1685-1847. Aftast er nafnaskrá yfír öll bindin sem einnig tekur til skýringagreina. MANASILFUR Gils Guðmundsson valdi efnið „. . . ýmis erindi, bundin í erindi, öll brýn. Ég geng þeirra hér í kverinu og á þau við lesarann.“ - Þessi orð lætur Þórarinn Eldjám fylgja hinni nýju kvæðabók sinni. Þórarinn á stærri lesendahóp en flest önnur samtímaljóðskáld. Sá hópur verður ekki fyrir vonbrigðum með þennan beitta og skemmtilega kveð- skap. Thor Vilhjálmsson TURNLEIKHÚ SBÐ Ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálms- son, einn leiknasta prósahöfund vor á meðal. Lesandinn er leiddur að tjaldabaki í leikhúsi áður en sýning hefst. Við erum stödd í kynlegum heimi þar sem mörk draums og vöku em numin burt. Þetta er sýnishom af stílgaldri höfundar sem vafalaust þolir samanburð við hina fremstu meðal evrópskrar samtíðar sinnar. Haraldur Jóhannsson PÉTUR G. GUÐMUNDSSON og upphaf samtaka alþýðu Þessi bók fjallar um einn stofnenda Dagsbrúnar og helsta forustu- mann í verkalýðsbaráttu á upphafs- skeiði hennar. Markvert framlag til verkalýðssögu á Islandi. Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtíðarinnar. Hér er hin torgæta fyrsta bók skáldsins, GLUGGINN SNÝR í NORÐUR, einnig SVARTÁLFA- DANS og HLIÐIN Á SLÉTT- UNNI. Bókin er prýdd myndum eftir Hring Jóhannesson og til útgáfunnar vandað eftir föngurn. „. . . ber vott um stolt og virðingu fyrir ljóðinu.“ (H.P. /Helgarpósturinn). Egill Egilsson SVEINDÓMUR Saga úr Reykjavík, lýsir lífi drengs á unglingsaldri, heima og í skóla. Hver em þau uppeldis- og þroska- skilyrði sem samfélagið býr honum? Áleitin og ögrandi bók, rauntrú lýsing á umhverfi okkar sem ekki verður vísað á bug. Tímabært innlegg til umræðna um kjör bama í samfélaginu. Ólafur Jónsson LÍKA LBF r r Urval blaðagreina Olafs Jónssonar um samtímabókmenntir frá árunum 1963-79. Athyglisverð heimild um viðbrögð við nýjum bókmenntum: í þeim er LÍKA LÍF. Bók fyrir áhugasama lesendur. Þetta er fyrsta bókin í flokki sagna um rannsóknarlögreglumanninn Margeir. Nýjung á íslenskum bóka- markaði. GATAN LEYST er spennandi saga sem gerist í Reykja- vík og á Akureyri og leikurinn berst til Spánar. Umhverfið allt kunnug- legt og greint frá atvikum sem standa okkur nærri. Auður Haralds HVUNNDAGSHETJAN Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn Óvenjuleg reynslusaga, opinská og hispurslaus enda hefur hún þegar sætt miklum tíðindum: „. . . allmikil nýlunda í íslenskum bókmenntum.. m.a. um rétt konunnar til að lifa óþvinguðu kynlífi... Auður Haralds er ággetlega ritfær höfundur.“ (H.P./ Helgarpósturinn). „Ég spái að bók þessi veki verðskuldaða athygli.“ (E.J./Mbl.) Bræðraborgarstígló Sími 12923 og!9156 I AUGlÝStNGASTOFA KRISTtNAB 83.4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.