Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. janúar 1980.
Eva Sig u r b jö r n s dó ttir ,
forstöðukona skóladag-
heimilisins Langholts.
Jafnréttiss iða: Eva, þú
hefur staöiö i baráttu viö aö fá
viðurkenndan rétt þinn i
sambandi viö fæöingarorlof.
Geturðu greint okkur
nákvæmlega frá þvi máli?
Eva: Ég kom heim frá
Noregi i byrjun ágúst s.l. en
þar hafði ég starfaö i s.l. 3 ár.
Ég starfaði viö barnaheimili i
Osló, bæöi sem fóstra og
forstöðukona. Fyrir þann tima
hafði ég unnið i 2 ár hjá Reykja-
vikurborg, þar af i 9 mánuði
fastráðin. Ég var ráðin hjá
Oslóborg fram i miðjan ágúst,
en var siðan komin á launaskrá
hér hjá borginni þann 28. ágúst.
Ég er búin að vinna síðan, og
ætla mér að vinna fram á
siðasta dag. En það yrðu samt
sem áður ekki nema 5 mánuðir .
Jrs : t hve langan tima yröir
þú aö vinna til að fá full réttindi
til fæöingarorlofs ?
Eva: Samkvæmt nyjustu
samþykkt verð ég að hafa unnið
i 6 mánuði til að fá 3ja mánaða
fæðingarorlof á launum. En ég
fæ sem sé ekki neitt, og það hef
ég ekki viljað sætta mig við.
Jrs: Til hverra hefur þú
leitað?
Eva: Ég hef snúið mér bæði til
BSRB og Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar (SR). Þeir
hjá SR sögðu mér það strax að
ekki þýddi að tala um þetta mál.
1 byr jun des. hafði ég samband
við Guðrúnu Helgadóttur,
vegna þess að þeir hjá „Dag-
vistun barna” bentu mér á aö
ég hefði einhver ja möguleika aö
fá greitt úr atvinnuleysis-
tryggingarsjóði. Guðrún sagði
mérað það væri ekki rétt, þvi
að það ætti ekki við um opin-
bera starfsmenn. En hún hafði
samband viö Þórhall Halldórs-
son, sem er held ég fram-
kvæmdastjóri SR, og bað hann
um að þetta mál yrði tekiö upp
formlega á fundi, sem hann
lofaði. Málið átti siðan aö fara
upp i starfskjaranefnd borgar-
innar.
Ég var beðin að koma á
skrifstofuna og segja frá
minum málum. Meöferðis hafði
ég alla hugsanlega pappíra,
s.s. vottorð frá Osló um hvar
og hve lengi ég hefði unniö þar,
Ingibjörg
Haraldsóttir
Umsjón
af hálfu
Þjóðvil jans:
Ingibjörg
Haralds-
dótfir
Reglur um fæðingarorlof eru eitt þeirra mála sem
launþegasamtökin og kvennahreyfingin þurfa hvað
mest að beita sér fyrir um þessar mundir. Málið sem
sagt er frá á jafnréttissíðu i dag snýst einmitt um
fæðingarorlof.
Eva Sigurbjörnsdóttir, forstöðukona skóladag-
heimilisins Langholts í Reykjavík, hefur unnið sem
fóstra og forstöðukona í fimm ár, þar af þrjú ár í
Noregi. Nú á hún von á barni, og kemst þá að raun um
að hún á ekki rétt á fæðingarorlofi. Oft heyrist talað
um skort á fóstrum til starfa. Það skýtur skökku við
þegar ekkert er gert af hálfu þeirra sem með
dagvistarmál fara til að halda í fóstrur sem hafa bæði
menntun og reynslu, eins og Eva.
Einnig virðist litið fara fyrir þessu samnorræna
samstarf i þegar á reynir; maður hefði haldið að rétt-
indi til fæðingarorlofs færðust milli landa eins og svo
mörg önnur réttindi, og reyndar vitum við, að
islenskar konur í Sviþjóð fá fæðingarorlof þar,
jafnvel þótt þær komi þangað ófrískar og séu ekki
komnar í fasta vinnu. Hinsvegar gildir þetta ekki í því
tilfelli sem her um ræðir, hverju sem það sætir.
Hér á siðunni er einnig viðtal við Magnús
Oskarsson, vinnumálastjóra Reykjavíkurborgar. Þar
kemur íram ósveigjanleiki Kerfisins í allri sinni
„dýrð": málið er ekki einu sinni rætt, af þvi að allir
vita að 5 er ekki 6. Einn kerf iskallinn vísar á annan
eins og í sögunni um litlu gulu hænuna: ekki ég.
Lærdómurinn sem við getum f yrst og f remst dregið
af þessu dæmi er, að við þurf um að f á fæðingarorlof ið
inn í kjarasamninga strax, og þótt f yrr hefði verið.
-ih.
Fær ekki fæðingarorlof
þrátt fyrir 5 ára starf
ogsömuleiöis vottorðum vinnu
hér heima, fyrir Noregs-
ferðina.
Jrs : Hvað kom út úr þvl?
Eva: Þetta var I byrjun des.
En svo var mig farið að lengja
eftir svari og hringdi þvi tii
þeirra nú i byrjun jan. Þá var
ekki enn farið að halda neinn
fund I þessari starfskjara-
nefnd. En ég fékk þær
upplýsingar að hann yrði
haldinn i vikunni á eftir. Þann
11. jan. hringdi ég aftur til að
grennslast fyrir um þetta, og
var mér þá tjáð að Þórhallur
Halldórsson hefði ætiað að taka
þetta upp og hefði hann borið
málið fram áður en fundurinn
byrjaði, en starfskjaranefndin
neitað að taka málið til
umræðu.
Jrs: A hvaöa forsendum?
Eva: Eftir þvi sem einn
starfsmaöur félagsins sagði,
þá var það út af þvi að þessi 6
mánaða regla var fyrir hendi.
Þá fannst nefndinni engin
ástæða til að ræða málið
frekar.
Jrs: Er þetta I fyrsta skipti
sem svona mál kemur upp?
Foreldrar barnanna hennar Evu hafa safnaöundirskriftum til aö mótmæla þvl aö hún þurfi aö hætta.
Eva: Ég veit ekki hvernig
þetta er hjá borginni, en fram-
kvæmdastjórinn hjá BSRB
vissi til þess að i samskonar
málum hjá rikinu hefðu konur,
sem ekki voru búnar að vinna
fulla 6 mánuði, fengið borgaö
fullt fæðingarorlof ef þær
ætluðu sér að koma aftur. Hann
sagðist að visu ekki hafa þetta
skriflegt á neinum pappirum,
en svona mál koma sem sagt
upp og eru alls ekki óalgeng.
Einnig fékk ég þær upplýs-
ingar að atvinnurekendur
hefðu i rauninni frjálsar
hendur um hvað þeir gerðu i
svona málum og að i mörgum
tilfellum kæmu þeir til móts við
konurnar, ef þær hyggðust
Framhald á bls. 13
„Ekkert ágreiningsatriði”
Jafnréttissiöan ræddi viö
Magnús Óskarsson, vinnu-
málastjóra Reykjavikurborg-
ar vegna máls Evu Sigur-
björnsdóttir en Magnús situr I
starfskjaranefnd borgarinnar,
tilnefndur af Reykjavikurborg.
JRs : Hvert er hlutverk
star fs kjar anefndar ?
Magnús: Verkefni starfs-
kjaranefndar er m.a. að taka
fyrir ágreiningsmál á milli
borgarinnar og Starfsmanna-
féiags Reykjavikurborgar. Það
þurfa ekki endilega aö vera
'bein ágreiningsmál, heldur
sker nefndin einnig úr um vafa-
atriði.
Jrs: Nú kom fram I viðtali
okkar viö Evu Sigurbjörns-
dóttur aö nefndin heföi neitaö aö
taka mál hennar fyrir. Hvernig
má þaö vera?
Magnús : Þaö er ekki hægt að
segja aö við höfum neitaö. Við
gátum ekki stillt upp
ágreinings máli og þess vegna
er þetta ekki mál nefndarinnar
þó talaö hafi verið við okkur
óformlega. Þaö er enginn
- segir Magnús
*
Oskarsson
ágreiningur um reglur i þessu
máli. Þær reglur sem i gildi
eru taka af öll tvimæli um aö
kona þarf að hafa unnið i 6
mánuðisamfellthjá borginni til
að hafa rétt til launaös fæð-
ingarorlofs. I þessu tilfelli eru
það aðeins 5 mánuðir, svo það
er ekki um neitt ágreiningsat-
riöi að ræða.
Það er allt annað mál hvaða
reglur ættu að vera i gildi.
Sjálfur hef ég þá skoðun að ali-
ar konur, án tillits til aldurs,
starfs o.á. ættu að hafa jafnan
rétt og greiða ætti úr almanna-
tryggingum. Málið snýst bara
ekki um hvaöa reglur ættu að
vera i gildi. En þó hefur orðið
mikil rýmkun á undanförnum
árum, það var lengi vel krafist
12 mánaða samfelldrar vinnu
hjá Reykjavikurborg, siðan
lækkaði það niður i 9 mánuði og
i júli á siðasta ári niður i 6
mánuði. Þaö er stutt siðan.
Jrs: En takiö þiö enga af-
stööu til þess aö þarna er um
konu meö eftirsóknarveröa
menntun og reynslu aö ræöa —
og hvaö um hagsmuni skóla-
dagheimilisins sjálfs?
Magnús: Nei, við tökum
enga afs töðu til þess . Við tökum
engar geðþóttaákvarðanir
heldur förum eftir þeim regl-
um sem i gildi eru og það eru
yfirvöld sem setja þær og á
valdi stjórnmálamanna að
breyta þeim og setja nýjar
reglur en ekki okkar.
Jrs: En hagsmunir skóla-
dagheimilisins og barnanna...
Magnús: Hver ætlar að
hætta sér út i að meta það? Það
eru 1000 til 1400 konur i vinnu
hjá Reykjavikurborg og það
liggur fyrir ákvörðun hjá
borgarstjóra um að fara ekki
út í slikt mat.
Jrs: Nú flytjast ýmiskonar
réttindi milli Noröurlandanna
s.s. varöandi mat á starfsaldri
vegna niöurrööunar i launa-
flokka. Hvaöa rök eru fyrir þvi
aö þetta nær ekki til fæðingar-
orlofsgreiöslna?
Magnús: Það gilda ýmsar
reglur um flutning á réttindum
og mat á þeim. Það eru einfald-
lega þær reglur i gildi að við-
komandi þarf að hafa unnið i 6
mánuði samfellt hjá Reykja-
vikurborg áöur en til fæðingar-
orlofs kemur og það segir sig
þá sjálft að þessi réttindi flytj-
ast ekki á milli landa. Eins og
nú er flytjast þessi réttindi
ekki einu sinni á milli stéttar-
félaga hérlendis, hvaö þá á
milli landa. Það eru margar
mismunandi reglur um flutning
t.d. um lifeysissjóði, veikinda-
daga og starfsaldur og þetta er
sannkallað völundarhús, þó það
sé skýrt varðandi barns-
burðarleyfi.
Jrs: Hvaö getur Eva gert?
Magnús: Ég fæ ekki annað
séö en að þetta sé mál BSRB,
rikisins og borgaryfirvalda.
Það fæst engin heildarlausn
nema með lagabreytingum og
þá á þetta fyrst og fremst
heima inni á Alþingi. j,j