Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Gudrmendar og Geirfinnsmál vörnin höfstígær Lögregluvörður mikill er um hús Hæstaréttar meðan á málflutningi Guðmundar og Geirfinnsmálanna stendur. (Ljósm. — eik —) urður Óttar Hreinsson heldur þvi fast fram að bifreiöin hafi verið staðsett mun ofar I Drátt- arbrautinni en hin. Engin leið væri til að treysta fyrri fram- burði ákærðu eftir þessa svið- setningu. Kristjáni Viðari er gefið að sök að hafa stolið veski með 5 þús. kr. i af Geirfinni, sem og blýanti. Páll benti á að kona Geirfinns hefði borið að hann hefði verið peningalaus þetta kvöld; hún hefði látið hann hafa peninga fyrir sigarettum og hvorki hún né vinir hans hefðu kannast við að Geirfinnur hefði átt blýantinn, sem Kristján sagðist hafa tekið af líki Geir- finns. Hræddur viö ákærðu begar Páll fjallaði um það að allir ákærðu og vitni hefðu dregið framburði sina til baka, nefndi hann það sem Sigurður óttar Hreinsson sagði þegar hann dró sinn framburð til baka og rikis- saksóknari minntist á. Sigurður Óttar sagðist hafa dregið fram- burð sinn til baka af ótta við á- kærðu, ef að þeir yrðu sýknaöir i héraði. Páll sagðist draga þetta i Omengað rannsók narréttarfar — sagði Páll A. Pálsson verjandi Kristjáns Viðars um rannsókn Guðmundar og Geirfinnsmálanna Vörnin i Guðmundar- og Geir- finnsmálunum hófst fyrir Hæstarétti i gærmorgun. Fyrst- ur talaði Páll A. Pálsson, verj- andi Kristjáns Viðars. Hóf hann vörn sina kl. 10.00 og lauk mál- fiutningi hans kl. 14.45. Þá tók til máls Jón Oddsson, hrl. verjandi Sævars Marinó Ciecielskis og var hann enn að þegar rétti var frestað til kl. 10.00 nk. mánudag. Þess má geta að Páll A. Pálsson var þarna að flytja fyrsta próf- mál sitt fyrir Hæstarétti. Það fór sem rikissaksóknari Þórður Björnssonn spáði undir lok ræðu sinnar sl. fimmtudag, að verjendur myndu einkum byggja vörn sina á þvi að hvorki lik Guðmundar Einarssonar né Geirfinns Einarssonar hafa fundist og eins hinu að ákærðu hafa dregið framburði sina til baka. Páll A. Pálsson ræddi mikið um þessi atriði. Auk þess varð honum tiðrætt um það harðræði, sem ákærðu segjast hafa verið beittir við rannsókn málanna á sinum tima. Þá vék hann að blaðamannafundi sem rannsókn- arlögreglan ásamt Karli Schutz hélt á sinum tima, skrifum blað- anna um málið og almenningsá- litinu eftir það. Taldi hann að þetta hefði haft mjög mikil áhrif, þó svo að hann vildi ekki fullyrða um að þetta hefði haft áhrif á nið- urstöðu héraðsdóms. Krafa um sýknu Eftir að Páll hafi reifað á- kæruatriðin krafðist hann al- gerrar sýknu til handa skjól- stæðingi sinum Kristjáni Viðari fyrir ákærurnar um manndráp og likflutning, en vægasta hugs- anlega dóms fyrir þjófnaðará- kærurnar. Páll tók það fram strax i upphafi að ekkert það hefði komiðfram sem sannaði að Kristján Viðar hefði verið við- riðinn hvörf Guðmundar Einars- sonar og Geirfinns Einarsson- ar. Benti Páll á að hvorki játning- ar Kristjáns i þessum málum, né sannanir væru óyggjandi i málunum. Þá benti hann á sem fyrr að Kristján Viðar hefði dregið framburð sinn og játn- ingu til baka i þessum málum 27. sept. 1976. ótti við lögregluna Páll spurði þvi næst, hvers vegna Kristján hefði játað á sig sakir . Jú, hann hefði lýst þvi yfir að hann hefði talið sér skylt að játa fyrir lögreglunni. Sakborn- ingar hefðu verið yfirheyrðir saman og sagt að muna atburði og siðan hafi þessu verið raðað saman með leiðandi spurning- um. Páll benti á að vissulega hefði ekkert komið fram við rannsókn um að ákærðu hefðu verið beittir harðræði, en i ljós hefði komið að borið hefði verið á milli þeirra. Þá sagði Páll að Kristján Viðar hefði ekki verið með s jálfum sér um þær mundir sem yfirheyrslur stóðu yfir, yf- irheyrslur hefðu lagst afar þungt á hann og Kristján hefði viljað ailt til vinna að vera laus við þær, meira að segja að játa á sig sakir. Benti Páll á að Hall- varður Einvarðsson, þáverandi vararikissaksóknari hafi tekið eftir þvi við yfirheyrslur hve ruglaður Kristján var og krafist þess að hann sætti geðrannsókn. Eins og fram kom við geð- rannsókn var Kristján haldinn drykkjusýki og ofnotaði lyf um þær mundir sem rannsókn mál- anna fór fram. Vitnisburður litils virði Þá ræddi Páll um framburð ýmissa vitna i Guðmundarmál- inu. Taldi hann þá stangast á og litt marktæka. Sama væri að segja um játningu ákærðu, fram- burður þeirra væri ósamstæður og ruglingslegur. Hann minntist einnig á blóðbletti þá sem fund- ust á frakka Kristjáns Viðars, en það blóð reyndist vera i A eða AB-flokki. Talið er að Guðmund- ur Einarsson hafi verið I AB - flokki. Benti Páll á að þorri íslendinga væri i þessum tveim- ur blóðflokkum og þvi sannaði þessi blóðrannsókn ekki neitt. Auk þes s benti Páll á að Kr is tján Viðar hefði lent I bilslysi eitt sinn og þá verið i þessum sama frakka. Að lokum laeði Páll þunga á- herslu á, að lik Guðmundar hefði ekki fundist og önnur sönnunar- gögn i málinu vafasöm. Þess vegna þyrftu játningar ákærðu að vera fullkomnar en á það vantaði i þessu máli. Ef Hæstiréttur hins vegar teldi Kristján sekan, þá ætti hann málsbætur. Hér hefði ekki verið um ásetning að ræða, að drepa Guðmund Einarsson. Málið hjá þeim hefði snúist um peninga til áfengiskaupa, og hver drepur mann út af sliku? spurði Páll. Loks vitnaði Páll i fyrri dóma Hæstaréttar þar sem vafi lék á ásetningiog var það taliö ákærðu til málsbóta. Páll taldi að hér hefði verið um manndráp af gá- leysi að ræða, enda heföi Hæsti- réttur beðiö sækjanda og verj- endur að hafa lagagreinar þar um einnig i huga. Geirfinnsmálið Þessu næst vék Páll að Geir- finnsmálinu. Páll rakti málið nokkuð. Hann benti á að rikis- saksóknari teldi ákærðu brot- lega i málinu. Páll taldi aftur á móti ekki nægar sannanir vera fyrir þvi að ákærðu hefðu orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Hann benti einnig á að ósannað væri að Geirfinnur Einarsson væri látinn. Þvi sagðist Páll krefjast sýknu til handa skjól- stæðingi sinum. Páll rakti atriði úr málflutn- ingi rikissaksóknara þar sem hann taldi sök sannaða. Páll benti á að ákærðu heföu allir dregið framburð sinn til baka nema Guðjón Skarphéðinsson, en hans framburður væri afar þokukenndur. Eins benti Páll á að engin sönnunargögn hefðu fundist I þessu máli, þrátt fyrir ýtarlega rannsókn, þá ýtarleg- ustu sem fram hefur farið i is- lensku sakamáli. Játningar á- kærðu væru svo ruglingslegar að ekki væri hægt að fá sönnun útúr þeim. Bílferðin til Keflavíkur Þessu næst vék Páll að bilferð fjórmenninganna til Keflavikur. Hann dró i efa að þau hefðu feng- ið bilaleigubil á leigu, enda hefði enginn samningur þar um fund- ist. Þá taldi hann ógerlegt að hægt hafi veriö að komast til Keflavikur á WV bil með fjórum I, á þeim tima sem sagt er miðað við ferðir þeirra innanbæjar. Prófun sú sem tögreglan hefði gert á þessu, hefði veriö fram- kvæmd á Volvo.bifreið, sem er margfalt aflmeiri en WV bifreið og þvi ekki marktæk. Framburði ákærðu um þessa bilferð dró Páll mjög i efa, enda eru þeir ósamstæðir og gætu ekki talist sönnun i málinu. Einnig dró Páll i efa að Krist- ján Viðar hafi verið sá er hringdi til Geirfinns úr Hafnarbúðinni I Keflavik. Hann væri alls ólikur þeim manni sem þar kom inn til að fá að hringja að sögn af- greiðslustúlknanna, sem sáu hann. Páll minntist þessu næst á sviðsetningu atburða i Dráttar- brautinni og benti á að þar hefðu ákærðu verið ósammála um marga hluti, m.a. staðsetningu sendiferðabifreiðarinnar. Sig- efa, það hefði verið samviska Sigurðar sem hvatti hann til þess að draga framburð sinn til baka. Vegna þess að vitni og ákærðu hafa dregið framburði sina til baka, sagðist Páll lita alla rann- sókn málsins mjög gagnrýnum augum. Hann benti á að Kristján Viðar hefði marg-reynt að draga framburð sinn til baka,en verið neitað um það viö rannsókn málsins og hann neyddur til að halda fram röngu máli. ,,Það eru stór orð, en þau verða að segj- ast, þetta er ómengað rannsókn- arréttarfar”, sagði Páll A. Páls- son. Loks minntist Páll á þátt Karls Schutz við rannsókn málsins og yfirheyrslur hans. Hann gagnrýndi það mjög að fá erlendan mann, sem ekki þekkti isl. réttarfar til að stjórna yfir- heyrslum og rannsókn, enda hefði hann farið út fyrir ramma laganna. Kristján. Viðar hefði verið yrifheyrður i rúmar 8 klst. i einu, þó lög segi fyrir um að ekki megi yfirheyra menn lengur en i 6 klst. Varðandi rangar sakagiftir krafðist Páll sýknu til handa Kristjáni. Hann hefði ekki átt upptök að þeim og hefði verið leiddur til að bera rangar sakir á menn. Honum hefði margsinnis verið neitað um að fá réttar- gæslumann sinn, sem hann átti þó fullan rétt á við yfirheyrslur. Að lokum taldi Páll upp það sem orðið gæti Kristjáni til málsbóta ef Hæstiréttur teldi hann sekan. Nefndi hann þar til ungan aldur en Hæstiréttur hef- ur oft tekið tillit til þess, og eins þess andlega ástands sem hann var i um þær mundir er atburðir þeir er nú vær i ver ið að f jalla um hefðu átt sér stað. Jón Oddsson tók við þegar Páll A. Pálsson lauk máli sinu kl. 14.45 igær. Þegar rétti var frest- að kl. 17.00 i gær hafði Jón ekki lokið vörn i Guðmundarmálinu, og Geirfinnsmálið og allt annað sem Sævar Ciecielski er ákærð- ur fyrir þvi eftir. Vörn Jóns Oddssonar verða þvi gerð skil i Þjóðviljanum n.k. þriðjudag. — S.dór. Garðabær Starfskraftur óskast hálfan daginn að leikskólanum Bæjarbóli frá 1. febrúar n.k. Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 40970. Félagsmálaráð Garðabæjar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.