Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Kröfur Framhald af bls. 12 verði teknar upp viðræður við rikisvaldið um löggjöf um sam- skipti orlofsheimila verkalýðs- félaga annars vegar og rikis- valdsins, sveitarfélaga og land- eiganda hins vegar. 20. Dagvistun—húsnæðis- mál aldraðra I komandi kjarasamningum verði teknar upp viðræður við rikisvaldið um úrbætur i dag- vistunar- og húsnæðismálum aldraðra með það fyrir augum að með breytingum á lögum um Húsnæðismálastofnun rikisins verði tryggt, að fullnægt verði lánsfjárþörf fyrir dvalarheimili aldraðra og dagvistunarstofnan- ir aldraðra og stóraukin verði framlög á fjárlögum til nýbygg- inga umræddra stofnana. Einnig að heimilaðar verði breytingar á reglugerðum lifeyriss jóðanna með það fyrir augum að þeim verði heimilað að nota allt að 10% af ráðstöfunarfé sinu til að byggja ibúðarhúsnæði, sem sjóðurinn leigi húsnæðislausum elli- og örorkulifeyrisþegum,eða til þess að lána til byggingar dvalar- og dagvistunarstofnana fyrir aldraða. 21. Tölvunotkun Miðstjórn ASI verði falið að gera drög að heildarstefnu ASÍ um tölvunotkun þar sem haft verði að leiðarljósi atvinnu- öryggilaunþega.Tillögur þessar verði lagðar fyrir næsta þing ASl til umfjöllunar. 22. Trúnaðarmenn I komandi kjarasamningum verði um það samið við atvinnu- rekendur, að trúnaðarmenn skuli einskis i missa af launum sinum þegar þeir sækja trúnaðarmannanámskeið. 23. Farandverkafólk. Með samningum við atvinnu- rekendur og rikisvaldið verði aðstaða og kjör farandverka- fólks betur tryggð m.a. með eftirfarandi: 1) Allt húsnæði, sem ætlað er farandverkafólki til ibúðar, verði með þeim hætti, að það standist almennar kröfur, sem gerðar eru til ibúðarhús- næðis, Sett verði sérstök reglugerð um ibúðarhúsnæði farandverkafólks. 2. Samið verði um hámarksverð á fæði til farandverkafólks eða fæðispeninga og settar reglur um greiðslur ferðakostnaðar. 3. Tryggt sé, að i hverri verstöð sé trúnaðarmaður, sem sinni réttmætum kröfum farand- verkafólks og gæti hagsmuna þess gagnvart atvinnurekend- um. Kammersveitin Framhald af 2 siðu Laxnes s. Zeit heyr is t nú i fyr s ta sinn hér. Þá verður frumfluttur Sembalókonsert eftir sænska tónskáldiðMiklos Maros. Er það pantað af NOMUS-nefndinni fyrir Kammersveitina, tileinkað Helgu Ingólfsdóttur sem fer með einleikshlutverkið og Páli S. Pálssyni, s t jór nandanum . Maros er ungverskrar ættar en lengi verið búsettur iSviþjóð, eitt efnilegasta tónskáld Svia af yngri kynslóöinni. Frumflutt verður Lanpao eftir PálP. Pálsson. Lampao er eyja i nágrenni Hong Kong og hóf Páll samningu verksins þar. Má i verkinu kenna áhrif frá Kinaför Páls með Karlakór Reykjavikur fyrr i vetur. Pál þarf ekki að kynna fyrir Islenskum tónlistar- unnendum. Loks er Concert o lirico eftir Jón Nordal, nýlegt verk, samið fyrir sænska flytjendur og frum- flutt i Sviþjóð. Hefur einu sinni heyrst hér áður. Kammersveitin hefur starfað um árabil og heldur árlega 4 tónleika. Hefur vakið athygli fyrir vandaðan flutning og verk- efnaval. Formaöur hennar er Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. — mhg Listaverkakaup Framhald af bls. 16 falla en Albert kvað eðlilegt að borgarráð tæki allar ákvarðanir um kaup á listaverkum. Kristján Benediktsson taldi að allt of flókið væri að láta listamenn i stjórn Kjarvalsstaða — „sem ekki væru bara reykviskir listamenn, held- ur jafnvel menn úr öðrum sveit- arfélögum” gefa umsögn, ef Reykjavikurborg vildi festa kaup á málverki eða höggmynd. Með þvi væri verið að færa þeim vald sem væri utan eðlilegra marka. Guðrún Helgadóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir lögðu til að reglugerðin yrði samþykkt eins og hún lá fyrir. Guðrún sagði, að fulltrúar listamanna í stjórn Kjarvalsstaða hefðu gert athuga- semdir við að þeir hefðu ekki at- kvæðisrétt i slikum málum. Þetta hefði hins vegar verið niður- staðan, enda væri umsögn lista- mannanna engin skuldbinding fyrir borgina. Tillaga Kristjáns var siðan samþykkt með atkvæðum allra Sjálfstæðisflokksmannanna auk Björgvins Guðmundssonar og flutningsmanna. Reglugerðin var siðan sam- þykkt. Jafnrétti Framhald af bls. 6 koma aftur. Þessvegna bjóst ég viö að mitt mál yrði leyst i gegnum „Dagvistun barna”. Framkvæmdastjóri Dagvist- unar barna hafði siðan samband við félagsmálastjóra, sem er hans yfirmaður, en þá var það sem ákveðið var að gera ekkert i málinu. Jrs : llver voru rökin fyrir þvi? Eva: Rökin voru þau, að þetta væri regla, og að þeir væru hræddir við að gefa fordæmi. En min skoðun er sú að fordæmi geti ekki orðið fordæmi nema upp komi hlið- stætt og mjög iikt tilfelli. Ég er búin að vinna sem fóstra i fimm ár samfellt, og nú ætla ég að fara að eignast barn, og þá á ég bara að fara i 3ja mánaða ólaunað fri, og svo er ætlast til að ég ko.mi aftur, þegjandi og hljóðalaust. Jrs : Hvað með Fóstrufélagið? Eva: Ég hef aðeins rætt þetta við konu sem vinnur hjá Fóstrufélaginu, en hún tjáði mér að félagið gæti ekki tekið neina afstöðu i þessu máli, af þvi að það væri ekki stéttar- félag. Fóstrufélagið er bara áhugamannafélagr og það finnst mér algjörlega rangt. Mér finnst að fóstrur ættu að gera félagið að stéttarfélagi, þannig að það geti gert eitthvað i svona málum. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir fóstrur, ekki siður en fyrir aðrar konur. Jrs: Hvernig er staðan á skóladagheimiiinu nú? Eva: Þegar ég var búin að ráða mig hingað, þá komst ég fyrst að þvi að allt starfsfólkið var að hætta, svo að ég þurfti að byrja á þvi að ráða nýtt starfsfólk i allar stöður. Nú þegar hefur einn af starfs- mönnunum sem byr juðu i haust þurft að hætta, og annar hættir i april n.k. Það segir sig þvi sjálftað frekari breytingar eru mjög óæskilegar fyrir börnin. En það virðist ekki vera atriði i þessu máli. Ég hef tekið það skýrt fram, að ég mundi skuld- binda mig til að koma aftur, fengi ég friið borgað. Jr s : II vað s egja foreldrarnir? Eva: Núna er i gangi undir- skriftasöfnun, sem foreldrarnir standa fyrir, og verða listarnir siðan afhentir félagsmálastjóra. Jrs : Ertu staðráðin i að hætta, fáir þú ekki greitt fæðingarorlof? Eva: Já, ég er alveg ákveðin hvað það snertir. Þegar i ljós kom að kröfum minum var algjörlega hafnað þá tilkynnti ég f r a m k v æ m da s t jó r a Dagvistunar barna að ég mundi hætta um áramót. En ástæðan fyrir þvi að ég er enn ekki hætt er sú, að sem fyrr segir var einn starfsmaður hér aö hætta og mér finnst ég alls ekki geta farið fyrr en ég hef fengið annan i hans stað. Jrs : Hvað er s vo framundan? Eva: Dagvistun barna virðist ekki ætla að taka á sig ábyrgðina að ráða nýtt fólk, og hef ég þvi auglýst stöðu mina lausa. En hingað til hefur engin umsókn borist, svo útlitið er ekki bjart framundan. -sh Bridge Framhald af bls. 10 Nýir menn á toppnum hjá TBK: Eftir 4 umferðir af 15 i sveitakeppni TBK hefur sveit Ragnars Óskarssonar tekið forystuna. Allt útlit er fyrir skemmtilega keppni, en athygli vekur léleg frammistaða meistaranna sem hafa tapað 3 leikjum. Staða efstu sveita er þessi: 1. Sveit Ragnars Óskarssonar 66 stig 2. Sveit Steingrims Steingrims- sonar 62 stig 3. Sveit Tryggva Gislasonar 57 stig 4. Sveit Ingvars Haukssonar 54 stig 5. Sveit Olafs Tryggvasonar 51 stig 6. Sveit Þorsteins Kristjáns- sonar 49 stig 7. Sveit Jóns Amundasonar 47 stig 8. Sveit Þórhalls Þorsteins- sonar 44 stig A fimmtudaginn kemur leika m.a. saman sveitir Ragnars og Ingvars og Steingrims og Jóns A. Bridge á miðvikudaginn: A miövikudaginn verður greint frá úrslitum móta um helgina. Framvegis verður þátturinn einnig á miðvikudög- um, svo framarlega að efni berist fljótt og vel frá félögum, sérstaklega utan af landi. Benda má á, að sérstaklega er áhugavekjandi fyrir félög að senda reglulega fréttir af starfsemi, þó ekki nema til þess að minna á eigin tilvist. Utanáskriftin er: Þjóðvilj- inn — Bridge — Siöumúla 6. AI Alþýðubandalagið: Alþýðubandalagið á Húsavik Aðalfundurverður haldinn i Snælandi sunnudaginn 20. jan. kl. Í6.00. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni Bæjarmálafundur Alþýðubandalag Akraness og nágrennis heldur almennan félagsfund mánudaginn 21. janúar nk. Dagskrá: 1. Bæjarmálin 2. Kosning i árshátiðarnefnd. 3. önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan félagsfund sunnudaginn 20. jan. 1980 kl. 14.00 i húsnæði félagsins. Fundarefni: Hreppsmál Borgarness Fræðslustarf félagsins Stjórnarmyndunarviðræður og Viðhorfin framundan. önnur mál. Skúli Alexandersson kemur á fundinn. — órnin. Alþýðubandalagið í Reykjavik. heldur opinn umræðufund n.k. þriðju- dagskvöld um KONUR OG STJÓRNMAL i Sóknarsalnum, Freyjugötu 27. kl. 20.30. Adda Bára Sigfúsdóttir verður frummælandi á fundinum. Þetta er fyrsti fundurinn af fimm um sósialisma og kvenfrelsi. KALLI KLUNNI — Komið nær, ég hef einmitt þörf fyrir ykkur, þvi — Kalli — Kalli, flýttu þér, —(Jff, Yfirskeggur er loksins fundinn — húrra — nei, ég hef nefnilega fengið eina af minum góðu hug- Maggi er búinn að finna dálitið! dragðu hann aftur inn, Maggi, það er synd að vekja myndum! biessaðan drenginn! FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.