Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.01.1980, Blaðsíða 16
UOWIUINN Laugardagur 19. janúar 1980. Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjörn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. V 81333 Kvöldsími er 81348 Ný reglugerð um listaverkakaup 9 borgarfulltrúar, þeirra á meðal Davið Oddsson sem sæti á i stjórn Kjarvalsstaða samþykktu á fimmtudag breytingartiiiögu viö reglugerð um listaverkakaup borgarinnar þannig að fulltrúar iistamanna istjórn Kjarvaisstaða hafa ekkert um slik kaup að segja. Fyrir borgarstjórnarfundinum lá samþykkt frá stjórn Kjarvals- staða um reglugerð um lista- verkakaup og er þar gert ráð fyr- iraðKjarvalsstaðir verði miðstöð listaverka í eigu borgarinnar og innkaup á myndverkum verði á vegum stjórnar safnsins og gerð i samráði við listráöunaut, enskip- un þessaramála hefurverið mjög á reiki. Var þessi reglugerð sam- in i samræmi við tillögu sem Guðrún Helgadóttir flutti á sinum tima i borgarstjórninni. Reglugerðin hlaut einróma samþykki stjórnar Kjarvals- staða, en þar sitja frá borginni Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Davið Oddsson, á- Hvaö dvelur Vilmund? Veiting prófessors- stöðu í almennri sögu dregst á langinn Dómnefnd um hæfni umsækjenda um próefssors- stöðu á almennri sagnfræði lauk störfum I lok nóvember og 30. nóvember voru greidd atkvæði i heims pekideild um umsækjendur og fékk Sveinbjörn Rafnsson iangflest atkvæði en Ingi Sigurösson og Þór White- head færri. Það er þvi mennta- máiaráðherra að skipa i stöðuna en hann hefur ekki aðhafst. Stúdentar eru nú or.önir órólegir þvi að litil kennsla hefur veriö i faginu i vetur og I mars á að vera lokið undirbúningi fyrir næsta skálaár. Ólafur Hansson gegndi prófessorsstöðu i almennri sagnfræði en lét af störfum i fyrra fyrir aldurs sakir. Stúdentar eru mjög óánægðir með þennan seinagang og á miövikudag gengu tveir þeirra á fund Vilmundar Gylfasonar menntamálaráðherra til að spyrjast fyrir um hvað ylli þess- ari töf. Að sögn Ingólfs A. Jóhannes- sonar sem er fulltrúi stúdenta á deildarfundum tjáði mennta- málaráöherra þeim aö- honum hefði verið sagt af heimspeki- deild að ekkert lægi á, i öðru lagi hefðu störf dómnefndar hugsan- lega veriö gölluð og i þriöja lagi sæti hann aöeins i starfsstjórn svo að e.t.v. væri réttara aö næsti menntamálaráöherra tæki ákvöröun i málinu. Þess skal getið að i dómnefnd- inni áttu sæti Björn Þorsteins- son prófessor, Sigurður Lindal prófessor og Heimir Þorleifsson menntaskólakennari. Bæöi Ingi og Þór gerðu athugasemdir við störf dómnefndar og voru þær komnar er greidd voru atkvæði I heimspekideild. Þrjár prófessorsstöður eru i sagnfræði viö Háskóla Islands og er nú óskipað i tvær þannig að einiskipaði prófessorinn er Þór- hallur Vilmundarson. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um prófessorsstöðu i Islandssögu miöalda hefur ekki lokiö störf- um. — GFr samt tveimur fulltrúum frá sam- tökum listamanna. ‘ A borgarstjórnarfundinum gerðu Albert Guðmundsson og Kristján Benediktsson athuga- semd við 6. grein reglugerðar- innar,en þar sagði: ,Akvörðun um listaverkakaup skv. fjárhags: áætlun borgarsjóðs skal tekin af fulltrúum borgarinnar i stjðrn Kjarvalsstaða og að fenginni tillögu og/eða umsögn listráðu- nauts og umsögn listamanna i stjórn Kjarvalsstaða. Akvörðun um listaverkakaup borgarstoíh- ana, sem hafa sjálfstæðan fjár- hag skal tekin af stjórn við- komandi stofnunar að höfðu sam- ráði við listráðunaut. Einnig skal haft samráö við listráðunaut um staðsetningu þeirra listaverka.” Lagði Kristján til að orðin og umsögn listamanna i stjórn Kjarvalsstaða”, yrðu látin niður Framhald á bls. 13 Skörungur nefnist þetta undarlega farartæki og sést hér aö störfum við aö skara i allt aö 2000 gráöu heitum ofninum i járnbiendiverks miöjunni. (Mynd: — gel) Frumathuganir eru nú geröar á þvi, hvort hagkvæmt gæti oröiö fyrir járnblendifélagiö og Landsvirkjun aö stækka verk- smiðjuna á Grundartanga um einn ofn i beinu framhaldi af hin- um fyrstu tveimur. Forráðamenn járnblendi- verksmiðjunnar telja enn of snemmt að segja nokkuð um hvort slikir möguleikar séu raunhæfir miðað við tilkostnað, rekstraröryggi, markaðsað- stæður og sennilegan ávinning. Aætlanir um járnblendifélagið miðast við að verksmiðja með tveimur ofnum sé lifvænleg rekstrareining, en yfirmenn fyrirtækisins telja aöstyrkur og samkeppnishæfni þess yrði meiri, ef ofnarnir væru þrir eða fjórir. Nánar gætur verða þvi hafðar á þeim möguleikum, sem upp kunna að koma innanlands að þvi er tekur til raforku og erlendis á markaði fyrir kisil- járn, til að stækka verksmiðj- una. — eös UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÖPAVOGI SÍMI 44144 Betrl gæðl — og fljótari þjónusta - það er einkennl TOYOTA Engin umsögn listamanna ^Ný fundaröd hjá ABR !,Sósíalismi og kvenfrelsi’ Fyrsti fundurinn n.k.þriðjudagskvöld I ■ I ■ I i ■ I ■ L N.k. þriðjudagskvöld hleyp- ur af stokkunum ný fundaröð hjá Alþýðubandalaginu i Reykjavik og nefnist hún „Sósialismi og kvenfrelsi”. Veröa fundirnir 5 talsins, almennir umræðufundir og öll- um opnir. A fyrsta fundinum, sem haldinn verður kl. 20.30 i Sóknarsalnum á Freyjugötu verður rætt um ,,Konur og stjórnmál” og hefur Adda Bára Sigfúsdóttir framsögu. Annan þriðjudag þar i frá talar Bjarn- friöur Leósdóttir um „Konur og atvinnumál” en siöan verða þrir fundir ti) viðbótar á þriðjudagskvöldum i hverri viku. Guömundur Magnússon, formaður ABR sagði i samtali við Þjóðviljann, að mikill áhugi væri á þátttöku i þessum fund- um og Itrekaöi aö þeir væru öll- um opnir. Hann sagði að félagsstjórnin hefði undan- farið verið að endurskða starfsskrá sina, sem eðli- lega fór úr skorðum vegna kosninganna. Hafa nú ver- ið teknir upp viðtalstimar borgarfulltrúa og þingmanna á laugardagsmorgnum kl. 10—12 og I dag verða þau Guðrún Helgadóttir og Guðmundur Þ. Jónsson til viðtals á Grettisgötu 3. Þá hef- ur verið ákveðiö aö halda opinn fund um borgarmál 30. janúar n.k. og munu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins sitja þar fyrir svörum um málefni u Reykjavikurborgar. Guðmundur Magnússon ■ sagði að fjárhagur félagsins J væri erfiður um þessar 1 mundir og stafar það einkum af J kosningunum. Margir félags- ■ menn lögðu fram fé i kosninga- I sjóðinn, en enn vantar svolitið í uppá að endar nái saman. Þá | hefur innheimta félagsgjalda ■ ekki gengiö eins greiðlega og | vonast var til og eru félagar m hvattir til þess að gera skil á | ógreiddum félagsgjöldum hið ■ fyrsta. — AI j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.