Þjóðviljinn - 23.02.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.02.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. febrúar 1980 Norskt skip hafði nýlega lagst að bryggju í einni af hafnarborgum Asíu. Eina konan um borð, lotftskeyta- maðurinn, stóð á þilfari og virti fyrir sér mannlífið í landi. Allt í einu gekk hræðsluleg stúlka, 12-13 ára, hægum skrefum upp landgöngubrúna. Það er einsog hvert skref valdi henni sársauka. Á efsta þrepinu staðnæmist hún og starir á norsku konuna. í augnaráðinu er hræðsla, kvíði og hatur. Hún þrýstir litlu höndunum sínum að neðri hluta kviðarins. Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir. Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Gubmundur Hallvarbsson Eirikur Guðjónsson Katrin Didriksen Nokkrum klukkustundum siöar fær norska konan að vita að 22 manna áhöfn skipsins „hafði haft gleði af” stelpunni. Hún haföi fengið 1 shilling frá hverjum þeirra. Handa fjöl- skyldunni, sem hafði neytt hana um borö til að útvega I matinn. — Norsku konunni leið lengi illa, þegar henni varð hugsaö til þess aö hún hefði getað stöðvað stúlkuna, gefið henni peninga og sent hana heim. Sem hún ekki gerði. í fyrsta tölublaöi þessa árs af norska blaðinu „SAIH Perspektiv” (SAIH heitir fullu nafni Studenternes og akademikernes internasjonale hjelpefond) er aöalþemað Konur I þróunarlöndunum. Jafnréttissiðan hefur ákveðið að þýöa og endursegja nokkrar af þessum ágætu greinum úr blað- inu og munu þær birtast i nán- ustu framtið. Sú grein sem hér birtist fjallar um eina af þeim hliðum nýlendustefnunnar, sem oftast er þagað um: vændi. Fyrir nokkrum mánuðum gat að lita I norskum blöðum miklar Nina Björk Nína Björk gestur i laugardags- kaffi Þaö er i dag kl. 11. 30, sem Nina Björk Árnadóttir skáld veröur gestur Ilauösokkahreyf- ingarinnar I laugardagskaffi i Sokkholti, Skólavöröustig 12. A jafnréttissiðunni á laugar- daginn var kynntum við dönsku skáldkonuna Vita Andersen, og birtum tvö ljóð úr bókinni Tryghedsnarkomaner, sem Nina Björk hefur þýtt á islensku og Lystræninginn gaf út fyrir siðustu jól, undir nafninu i klóm öryggisins. Nina Björk ætlar aö lesa upp úr bókinni i dag, og kynna skáldkonuna. A eftir er tilvalið aö ræöa saman um ljóðin og boðskap þeirra, yfir kaffibol’a. Miöstöö. auglýsingar um svokallaðar „Kynmakaferöir” (Sex-reiser) til Thailands. Norskir klám- blaðasalar stóöu fyrir þessum feröum. Nokkru seinna — þegar fyrsti hópurinn var kominn óskaddaður til baka —blöstu við i hinum ýmsu klámblööum viðtöl meö myndum. Gat þar að líta hinn dæmigerða norska karlmann með uppklistrað bros hangandi á milli eyrnanna, umvafinn snotrum stúlkum. Allt hafði veriö yndislega dásamlegt i ferðinni! Enginn skrifaði hinsvegar um bakgrunn þessara spennandi kynmakaferða: það opinskáa þrælahald sem þarna á sér stað og sem skipulagt er án nokkurs tillits til kvennanna, sem i hlut eiga. 300.000 vœndiskonur Vændi og sala á konum er einn hluti af kúguninni i þróunar- löndunum, sem litið hefur veriö minnst á. Verst er ástandiö i löndum Asiu: Thailandi, Singapore, Indlandi, Indónesiu. 1 Thailandi einu er reiknað með að i það minnsta 300.000 konur stundi vændi, og þrátt fyrir opinbert bann við vændi, sem verið hefur i gildi siðan 1961, fer þessi tala stöðugt hækkandi. Algengast er aö stúlkunum sé ræntúr sveitunum og fariö með þær til borganna, en einnig er algengt að þær séu lokkaðar þangað með gylliboð- um um góða atvinnu, Siðan er þeim komið fyrir nöktum I gler- búri, þar sem viðskiptavinir geta valið sér eina fyrir nóttina — eða fyrir vikuna. Það er nefnilega ekki óalgengt að evrópskir og ameriskir kaup- sýslumenn og ráöstefnugestir kaupi sér kornunga thailenska stúlku sem ástkonu á meöan þeir dveljast i landinu. En hver græöir á vinnu stúlknanna? Ekki þær sjálfar, heldurhórmangarar, sem moka inn peningum I þessum óþverrabransa. Og mest græöa þeir á smástelpunum. Sjálfar fá þær einungis allranauðsynleg- asta klæðnað, mat og snyrtivör- ur. Þetta er stærsti og útbreidd- asti þrælahópur okkar tima. I mörgum löndum eru það feðurnir, sem ýta ungum dætrum sinum út á götuna. Atvinnuleysi er gífurlegt, launin lág og börnin mörg. Neyöast þá feðurnir til að senda eina af dætrum sinum til aö afla fjöl- skyldunni viðurværis. Viðskiptavinirnir eru hvitir menn. Afríka I fyrrverandi nýlendum Portúgala i Afriku var vændi mjög algengt. Vegna stritvinnu og lágra launa karlmannanna voru konur og börn oft látin afskiptalaus og þurftu sjálf að sjá sér fyrir hinu daglega brauði. Vændi var þá oft eini möguleikinn, enda nóg af viðskiptavinum: suðurafriskum ferðamönnum og helgargestum, sem skruppu yfir landamærin til aö njóta ávaxtarins sem Hungriöog eymdin eru aðalorsök vændis I þróunarlöndunum. Þessi mynd er frá Brasilfu. bannaður var samkvæmt aöskilnaöarstefnuskrá S-Afriku. I dag fara hvitir S-Afrikubúar til Lesotho, Botswana og Swasi- lands. Lesotho er mikilvægt i tvennum skilningi: landið fram- leiðir ogútvegarsvart vinnuafl, og eraukþess mikilvægasta hóruhús S-Afrfku. Landið er þvi nær alveg hreinsað af svörtum karlmönnum, þeir eru farand- verkamenn i námum og verk- smiðjum S-Afriku, til að tryggja hvitu herraþjóöinni nauðsyn- legan hagvöxt. Konurnar eiga erfitt með að afla sér tekna, og verða að stunda vændi sér til lifsviðurværis. Svo koma iðnrekendur, bændur ofl. I frium sinum og njóta kvennanna i Lesotho. t Botswana er ekki farið dult meö vændi. Þangaö koma hvitir S-Afrikubúar i helgarfriunum sinum og eru með svörtum kon- um, en snúa svo heim til að berjast fyrir aðskilnaði svartra og hvitra. En þaö er einnig stundað vændi i frjálsum rikjum Afriku. Það er mjög algengt I nýfrjáls- um rikjum einsog Kenya, Nigeriu, Zaire — og jafnvel I Tansaniu. Rómanska Ameríka í borgum Rómönsku Ameriku er ástandiö viða jafnslæmt og i hafnarborgum Asiu og Afriku. Fréttamenn sem streymdu til Nicaragua I kjölfar byltingar- innar hittu þar fyrir 13 ára vændiskonur, sem litu út einsog gamlar konur. I mörgum löndum Rómönsku Ameriku viðgengst fyrirbæri sem kallað er heimilisþræla- hald. 13-14 ára stelpur eru seld- ar til heldrimannahúsa. A pappirunum eru þær húshjálp. En I rauninni eru þær kynvara (sexualobjekt), eign herrans I húsinu og sona hans. Stærstu gósseigendurnir hafa auk þess rétt til að nýta sér dætur leigu- liða sinna um leið og þær eru orðnar nógu gamlar. -kd endursagði Kvennastarf í Háskólanum Jafnréttissiðan hefur fyrir þvi góðar heimildir að nú sé i upp- siglingu stofnun hreyfingar er vinni að jafnréttismálum, innan vébanda Háskóla islands. Raunar er það vitaö að vinstri stúdentar innan skólans hafa sýnt jafnréttismálum og hlut- skipti konunnar umtalsverðan áhuga. Þaö hefur meðal annars komiö fram i þvi að 1. des. hátlðahöld hafa verið helguö jafnréttismálum, aö ógleymd- um ótal yfirlýsingum um stuðn- ing viö hin ýmsu baráttumál. Stúdentaráð hefur verið aðili að samstarfi o.s.frv. Nú mun svo korJÖ aö ekki þyki nóg aö gert, þvilýmsir ein- staklingar hafa tekið sig saman um aö stofna hreyfingu innan vébanda Háskólans. Ætlunin er aö reyna aö nýta þá sérstöku möguleika sem bjóðast innan skólans á skipulegan hátt. Til dæmis má nefna rannsóknir, val á verkefnum til lokaprófsrit- geröa, hópverkefni og svo mætti lengi telja. Þau rannsóknarverkefni sem hvað mesta forvitni munu væntanlega vekja eru þau sem beinast að félagslegri stöðu kon- unnar og möguleikum kvenna til menntunar. Rannsóknir á þvi hversvegna konur velja fremur eina námsgrein en aðra (þaö sama gildir um karla). Rannsóknir á stöðu konunnar I kennsluefni skólans, svo fá dæmi séu nefnd. — Þess ber að geta að þetta starf mun væntanlega geta unnist i beinum tengslum við það starf sem þegar er farið af stað I sambandi við faglega gagnrýni. En þaö beinist að þvi aö rjúfa faglega einangrun hinna ýmsu sérsviða, fá stúdentana til þess aö setja nám sitt I þjóðfélags- legt samhengi og hindra þá I að koma sér notalega fyrir I flla- beinsturni, og gleyma þvi hlut- verki sem þeim er ætlað úti i þjóöfélaginu aö námi loknu. — Hugmyndin um þessa hreyf- ingu mun ekki vera sú að keppa við Rauðsokkahreyfinguna, heldur að vera einskonar út- vlkkun á starfi hennar, gera Háskólann að virkari vettvangi umræðu og umfjöllunar um jafnréttismál. — Þess er rétt að geta hér i framhjáhlaupi aö sú hugmynd er uppi að taka upp virkara samband við norsku stúdenta- samtökin, sem eru rómuð fyrir virka faglega gagnrýni, og inn- an vébanda þeirra er starfandi sérstakur „Kvindefront”, og hafa þau gefið út bæklinga um þessi mál. — Jafnréttissiðan fagnar þessu framtaki og vonar aö starf þetta muni skila góöum árangri i framtiöinni. Fyrirhugað er aö halda stofnfund um þetta mál nálægt miöjum næsta mánuði og mun hann veröa auglýstur innan skólans, -eg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.