Þjóðviljinn - 23.02.1980, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.02.1980, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. febrúar 1980 Laugardagur 23. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 Vélastæðin eru komin og sér I endann á þrýstivatnspipunum sem eru hálf þriðja mannhæð að vidd. Hér er neöri hlutu stöðvarhússins að rlsa. Steypan sem fer I það er jafnmikil og fer I 600 einbýlishús enda veggirnir allt að 2.90 metrar á þykkt. Efst til vinstri sjást stálþrýstiplpurnar sem verða lagöar upp brekkuna að inntaksmannvirki f mynni skuröarins. Járnamenn að störfum. G ifurlegt magn af járnum fer imannvirkin. Svo þykk er steypan að kúfurinn ofan á silóinu jafnast ekki út. Svoköiluð flekamót eru notuð en ekki venjulegur uppsiáttur. Hrauneyjarfossvirkjun Steypu hleypt úr sflóí i mótsem eru 1.20m á breidd. Bæði steypan og mótin eru hituð upp og plast lagt yfir þau eins og sést á myndinni. Lengst ofan I mótunum voru menn að vibra svo að eins gott var að hleypa steypunni hægt og varlega niöur. Byrjað er að grafa aörennslisskuröinn ofan I Fossölduna en heldur er kuldalegt um að litast eins og er. Steypan sem fer I Hrauneyjar- fossvirkjun verður samanlagt 60 þúsund rúmmetrar eða álíka mikið og færi 1 1200 meðalstór ein- býlishús. Þegar blaðamenn komu á virkjunarsvæðið i boði Verk- takasambands islands á fimmtu- dag gekk á með byljum en engu að siöur var veriö aö steypa upp stöövarhúsið af miklum krafti. Þann dag var hræran 220 rúm- metrar sem rann þykk og sjóð- andi heit niöur i veggjamót en þau eru allt að 2.90 metrar á þykkt. Niðri í mótunum stóðu menn og voru að vibra. Að lita svona tröllvaxnar framkvæmdir uppi I reginöræfum er ævintýri likast. Þorp fyrir 600 manns Þaö var voriö 1978 sem fram- kvæmdir hófust viö Hrauneyjar- fossvirkjun en hún er skammt fyrir neöan Sigöldu. A þessu ári og þvi næsta veröur hámark framkvæmda en stefnt er aö þvi aö fyrstu tvær aflvélarnar veröi gangsettar um áramótin 1981/1982 en virkjunin veröi fuil- búin áriö 1983. Nú vinna um 100 manns á virkjunarsvæöinu en i sumar veröur mannskapurinn sennilega á 7. hundraö. Þarna er þvi aö risa álitlegt þorp meö til- heyrandi þjónustu svo sem versl- unum, félagsheimili, læknabú- staö, sjúkrastofu, flugvelli, sjón- varpsendurvarpsstöö, simstöö og brunavörnum svo aö nokkuö sé nefnt. islenskir verktakar Aö ýmsu leyti er ööru visi staöiö aö þessum framkvæmdum heldur enhinum fyrri á Þjórsársvæöinu. Nú hefur verkiö veriö boöiö út i fleiri og smærri einingum sem hefur gert islenskum verktökum Hleift aö bjóöa i verkiö. Þetta hefur leitt til þess aö meginhluti framkvæmda er i islenskum höndum og undir islenskri stjórn. Til þess aö auövelda þessum is- lensku aöilum fyrir hefur Lands- virkjun keypt vélar og reist hús og leigt siöan verktökunum sem telja sig ekki hafa bolmagn til aö kaupa t.d. jaröýtu sem kostar upp Sigfús Thorarensen yfirverkfræöingur Fossvirkis en að baki hans er Hjálmur Sigurðsson verktaki (og glimukappi). undir 200 milj. króna. Þá mun Landsvirkjun reisa steypustöö fyrir svæöiö. Stærstu verktakarnir eru Foss- virki sem er samsteypa 5 fyrir- tækja en þau eru tstak, Miöfell, Loftorka, SkSnska Cement- gjuteriet og Phil & Sön og Hraun- virki h.f.sem stofnaö var af Ýtu- tækni h.f., Ellert Skúlasyni h.f., Svavari Skúlasyni h.f. og Verk- fræöiþjónustu Jóhanns G. Berg- þórssonar h.f. Þess skal getiö aö samningsupphæö Fossvirkis hljóöar upp á 6.5 miljaröa á janú- arverölagi 1980 og Hraunvirkis upp á 4.8 miljaröa. Þetta eru þvi langstærstu verk sem Islenskum verktökum hafa veriö falin. Samningar við verkalýðsfélög Þá er þannig staöiö aö verki aö geröur hefur veriö einn heildar- samningur viö öll verkalýösfélög sem hluteiga aö máli og eru ýms- ar nýjungar i þeim samningi m'.a. um aö I öllum nýjum Ibúöarskál- um sem reistir veröa á svæöinu veröi einstaklingsherbergi. Eru þegar komnir skálar meö um hundraö slikum herbergjum. Skurður og stíflur Tungnaá veröur stifluö hálfum öörum kilómetra ofan viö Hraun- eyjarfoss og veitt þar i skurö. Viö þetta hækkar vatnsborö árinnar um 8 metra og veröur um 3 km löng jarövegsstífla lögö eftir hraunfláka á vinstri bakka árinn- ar upp aö afliöandi melöldum viö Sigöldu og myndast viö þetta 8.8 ferkm. lón. Veröur þar tiltækur vatnsforöi ef á þarf aö halda skamma hriö en ekki telst þetta miölunarlón. Skuröurinn veröur um 1 km langur og^l9 km breiöur en 30 metrar þar sem hann veröur dýpstur. Þar er Hraunvirki h.f. sem sér um aö grafa skuröinn og reisa stiflur. Heildarmagn stiflu- fyllinga veröur 700 þús. rúmmetr- ar. Skuröurinn liggur um lægö I Fossöldu aö steyptu inntaks- mannvirki á noröurbrún öldunn- ar. Þaöan liggja 3 stálpipur niöur hliöina aö stöövarhúsi og er hver fallpípa 272 metra löng en fall- hæöin er 88 metrar. Hver pipa er 4.8 m á vidd og flytur vatn aö 70 MW aflvél. Stöðvarhús Stöövarhúsiö veröur 40 metra hátt, 40 metra djúpt en 70 metrar á breidd. 1 þaö eitt fara um 30 þúsund rúmmetrar af steypu eöa álfka mikiö og i 600 einbýlishús. Þaö er Fossvirki sem reisir stöövarhúsiö. Frá hverflum rennur vatniö i skurö sem er 1.1 km langur og 30 metra breiöur i botninn. Hann endar I Sporööldukvisl sem renn- ur I Tungnaá um 100 metrum ofan viö ármót hennar viö Köldukvisl. Steypuvinna i hörku gaddi Núna er öll steypa hrærö i steypustöö viö Sigölduvirkjun en eins og áöur sagöi á aö reisa nýja steypustöö viö Hrauneyjarflosss- virkjun. En hvernig er unnt aö steypa J allt aö 17 stiga frosti? Þaö er gert meö þvi aö hita steypuna svo aö rýkur úr henni þegar hún fer niö- ur i mótin og einnig eru mótin hit- uö upp meö rafmagnsofnum og blæstri. Þá er breitt plast yfir mótin jafnóöum svo aö snjói ekki ofan I þau. Þetta er ævintýri líkast. GFr Myndir: eik Texti: GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.