Þjóðviljinn - 27.02.1980, Page 9

Þjóðviljinn - 27.02.1980, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. febrúar 1980 Miövikudagur 27. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Kort af Karibahafi; örin bendir á Grenada, sem er aðeins rúmir 200 ferkm. Grenada Eyríki undir byltingarfána Grenada er eitt af smæstu ríkjum heims. Fjölmiðlar höfðu það fyrst og fremst af skrýtlu: for- seti landsins trúði á fljúg- andi furðuhluti og þjálfaði her sinn smáan í að leita að þeim. Land þetta er lítil eyja syðst í Karíbahafi og telur 100 þúsund íbúa. En það hefur skapað áhyggjur þungar á ýmsum háum stöðum, ekki síst \ Bandaríkjunum. Því bylt- ingarstjórn situr í landi þessu og kveðst stefna á sósíalisma. Grenada fékk sinn skerf af arfi nýlendutíma. Vanþróun, atvinnuleysi, fátækt og mjög einhliða efnahagslíf, sem snerist í kringum útflutning á banönum og kakó. Landið hlaut sjálfstæði árið 1974 en haf ði áður ver- ið bresk nýlenda. Varð af þeim tíðindum minni fögn- uður en skyldi, því ekki leið á löngu áður en Eric nokk- ur Gairy hafði tryggt sér alræðisvald á eynni, en hann hafði þegar undir breskri stjórn skapað sér nokkurt forskot til valda. Að duga eða drepast Andófiö gegn honum fór smám saman harönandi. Forysta helsta stjórnarandstööuflokksins, New Jewel Movement, NJM, var öll i felum. Eric Gairy haföi aö sögn gefiö leynilögreglu sinni fyrir- mæli um aö leita þá menn alla uppi og myröa. Til aö slik tiöindi settu ekki of stóran blett á oröstír einræöisherrans átti þetta aö ger- ast meöan hann væri i heimsókn i Bandarikjunum. Þeir sem sátu i forystu NJM sáu fram á það, aö þeir mundu ekki geta veriö i felum til eiliföar- nóns. Þeir voru i bókstaflegum skilningi dauöadæmdir ef þeir ekki réöust til gagnsóknar. Þaö var viö þessar aöstæöur, aö um fimmtiu meölimir I NJM söfnuö- ust saman viö herskála skammt sunnan af höfuöstaönum, St. George, aöfaranótt 12. mars i fyrra. I dögun réöust þeir, létt- vopnaöir mjög, á setuliöiö i her- skólunum, kveiktu i þeim og tóku útvarpsstöðina i grennd. Þá strax um morguninn var tekiö aö útvarpa áskorun tii almenn- ings um aö risa gegn haröstjórn Gairys, og hlaut sú áskorun góðar undirtektir. Innan stundar var allsherjarverkfall skolliö á. Siöla sama dags gafst lögreglan i St. George upp. Viku siöar haföi veriö komið á fót byltingarstjórn undir forystu NJM. Mjólk og fríðindi Siöan hefur ýmislegt gerst sem hinir nýju valdhafar telja sér til tekna. Ýmsar félagslegar um- bætur hafa verið framkvæmdar. öll börn sem eru yngri en fimm ára fá ókeypis mjólk, fariö er aö framkvæma áætlanir um opin- berar framkvæmdir sem eiga að draga úr atvinnuleysinu, heilsu- gæslan hefur veriö bætt stórlega meö aöstoö lækna frá Kúbu og byrjaö er á herferö til aö útrýma ólæsi. Mest nýlunda mundi þó vera aö ýmsum þeim aöferöum sem stjórnin hefur beitt til aö fjármagna félagslegar umbætur. Ein þeirra er sú, aö lækka laun opinberra starfsmanna um þriðj- ung! Nýja stjórnin telur sig hafa stigiö inn á brautina til sósialism- ans. En leggur um leiö þunga á- herslu á þaö, aö allt sé réttTbyrj- un. Uggur í Washington Engin er bylting án gagnbylt- ingar og sannast það enn við hin- ar smásniönu aöstæöur i Gren- ada. I október varö uppvist um samsæri gegn stjórninni. Um tuttugu manns voru handteknir, og var meðal þeirra þekktur for- ingi hægrisinna. Þaö fylgdi sög- unni, aö fundist hefðu vopna- birgöir. Stjórnin hefur sterkan grun um aö þarna hafi erlendur stuöningur viö fjandmenn bylt- ingarinnar komiö til. Otti Bandarikjama.nna, sem áöur er nefndur, er fyrst og fremst viö þaö fordæmi sem Grenada getur oröiö. En nýlendu- timinn skildi eftir sig á Kariba- hafi furöumörg smá eyriki, sem eiga við ósköp svipuö vandamál aö glima og Grenadá. ET aö Grenadamönnum tekst vel aö leysa þann brýna vanda sem þeim var eftir skilinn gætu aörir fariö aö hugsa sér til hreyfings. Eöa eins og áhyggjufullur em- bættismaöur í bandariska utan- rikisráöuneytinu sagöi ekki alls fyrir löngu i viötali viö Washing- ton Post: — Þaö er ekki til sú eyja i Karlbahafi sem ekki gæti fariö sömu leiö og Grenada á næstu fimm árum.... (byggtá Ny Dag.) Bandarikjamenn uggandi um um þetta fordœmi Hvar er íslensk íþróttastefna? \ Eftir ÁRNA BERGMANN Fulltrúar íþróttahreyf- ingarinnar eru nú oft að því spurðir, hvort þeir ætli að senda lið til Olympíu- leikanna i Moskvu. Þar er spurt um íþróttirog pólitík. Um sama leyti berast fregnir af íslenskum keppinautum á vetrar- ólympíuleikunum í Lake Placid og þær vekja upp aðra spurningu: um íþróttapólitík íslendinga. Fyrra málið litur út eitthvaö á þessa leiö: Hingaö til hafa íslenskir iþróttamenn látiö sem pólitik og iþróttir væru sitt hvaö. Nú eru Olympiuleikarnir i Moskvu orönir stórpólitiskt mál, þaö er enginn efi á þvi. Ann- arsvegar vegna þess aö Sovét- menn vilja láta slika hátiö efla oröstir sinn i heiminum. Hins- vegar vegna þess að þeir hafa sent her inn i Afganistan og Bandarikjamenn og fleiri ætla aö mótmæla þvl meö þvi aö hætta viö þátttöku. Spurt um samkvæmni Hér veröa ekki endurteknir ýmsir þættir þessa máls sem áður hafa verið reifaöir i blaðinu. Best aö iþróttamenn taki sjálfir sínar ákvaröanir: Máliö stendur þeim næst. Menn sjá af blöðum ólik- legustu afstööu þeirra, sem eiga mikiö I húfi þar sem Ólympiuleik- ar eru. Telliez, franskur sprett- hlaupari, segir, aö bestu mótmæl- in væru i þvi fólgin aö bera svartan sorgarboröa við opn- unarhátiöina I Moskvu. Breski heimsmetahafinn og hlauparinn Sebastian Coe segist vel skilja rökin fyrir þvi aö hunsa leikana. Stangarstökkvarinn Abada, franskur, segir aftur á móti, að þegar Bandarikjamenn voru aö kasta firnamagni af sprengjum yfir Vietnam, þá hafi engum dott- iö i hug aö setja Bandarikin I iþróttabann neinskonar. Siöastnefndu ummælin minna á eitt: ef aö menn fara ekki til Moskvu, þá hafa þeir væntanlega gert þaö upp viö sig aö Iþróttir séu og skuli vera pólitiskt vopn. Og menn skuli veröa þá aö vera viö þvi búnir að fylgja þvi viöhorfi eftir í framtiöinni — hver sem I hlut á. Aftarlega í röðinni En svo var þaö Lake Placid. Manni dettur ekki i hug aö hneykslast á þvi, þótt Islenskir keppendur ljúki ekki keppni i greinum sinum eöa þá séu meö þeim siöustu sem I mark koma. En útkoman hjá hópnum hlýtur samt aö vekja upp þá spurningu, hvort mikils sé misst, þótt tslend- ingar sitji heima þegar blásiö er til kappleikja af stæröargráöu Ólympíuleikja. Vegna þess, aö iþróttir lifa viö svo gerólik skil- yröi hér á landi og hjá Iþrótta- veldum, aö allur sá samanburöur sem i keppni er fólginn er gjör- samlega út i hött. Meira en svo: þaö er mjög vafasamt, að Islend- ingar ættu aö ganga inn i þann heim sem stórsportið er — jafnvel þótt þeir heföu fullar hendur fjár til þess. Hæpið fordæmi Viö lifum á þeim timum, aö umtalsveröur árangur á heims- meistaramótum eins og Ólympiu- leikar eru næst ekki nema að iþróttafólkiö hafi lagt lif sitt undir iþróttina frá blautu barnsbeini. Það er sama hvort sundstjarnan er austurþýsk eða bandarisk: ef hún ætlar sér á verðlaunapall, þá þarf hún aðhafa veriö komin ofan i vatn aö svamla árla morguns mestalla ævi sina. Þetta er grimmur heimur og fáránlegur. Hann er fullur meö djöfullegar græjur og lyf og hormóna og þjálfun sem eyöileggur likama iþróttamannsins og brýtur hann niður andlega. Hann er fullur af heiftúölegri þjóörembu og pólitiskri togstreitu; eöa hvaö heföi fengiö Bandarikjamenn til aö loka hóp kvenna inni I æfinga- búöum, sem helst minna á herbúöir i fimm ár, til aö þær æföu þar blak fimmtiu vikur á ári — annað en þaö, aö það á aö taka gullverölaun i þessari grein af erkifjandanum á Kúbu? (heimild Washington Post). Þetta er heimur viöbjóöslegrar barna- þrælkunar: Bandarikjamenn ætla sér nú aö feta i fótspor Húmena — þeir hafa komiö sér upp stúlku sem nú er sex ára ,,og getur ýmislegt þaö i fimleikum sem engin kona gat á Ólympiu- leikunum 1972” — enda var hún látin á jafnvægisslá áöur en hún varö eins árs! Táningsstúlkur beggja vegna Atlantsála hafa bókstaflega soltiö I hel af sjálfsdáöum — svo rót- tæka megrunarkúra þurftu þær aö ganga i gegnum. Dreift átak Svo mætti lengi telja. En gott og vel: viö viljum samt iöka iþróttir og munum gera þaö. Og kannski veröum viö svo hepp- in aö eignast nokkra menn, sem geta náö góöum og sómasamleg- um árangri án þess aö drepa sig. Sjálfsagt aö þeir fái aö spreyta sig ööru hvoru. En vantar samt ekki mikiö á þaö, aö menn hafi sest niður og reynt aö gera sér grein fyrir þvi hver er skynsamleg þátttaka islensks Iþróttafólks i alþjóðleg- um mótum? Væri ekki nær aö draga verulega úr þeirri þátttöku — og reyna eftir þvi aö undirbúa hana betur i hvert skipti? Iþróttamenn hafa aö sjálfsögöu oft tekiö fram, aö Islensk yfirvöld séu naum á peninga viö Iþrótta- starf og vafalaust hafa þeir rétt fyrir sér. En þótt aö allar upphæöir væru tvöfaldaöar vær- um viö samt naumir miöaö viö þaö sem iþróttaveldin gera — og sem fyrr segir — fordæmi þeirrs er i meira lagi hæpiö. Viö þurfum Ólympíuleikar í Moskvu og Lake Placid bera fram brýnar spurningar um afstööu til íþrótta hvort sem f járveitingavald hagar sér betur eöa verr alltaf aö koma okkur niöur á sæmilega skynsam- lega notkun peninga. Og mér vitanlega hafa hvorki pólitiskir flokkar né aörir haft sig i frammi um aö setja upp eitthvert skynsamlegt mynstur fyrir alþjóðlegt iþróttasamstarf. Manni sýnist aö þaö ráöist eins og margt annaö, af ýmsum tilviljun- um og þvi, aö látiö sé undan þrýstingihér og þar.Kannski öön fremur af þvi aö þeir sem sitja á peningakössum séu aö kaupa sig undan kvabbi (og reyna aö sleppa billega, náttúrlega). Auk þess rýkur kannski einhver bæjar- stjórn upp i augnabliks hrifningu og gerir eitthvaö fyrir fótboltann, af þvi strákarnir eru komnir heim meö bikar eöa titil. Iþróttastefna er ekki til, nema velviljaöar almennar yfirlýs- ingar og sundskylda (sem er ágæt). Þaö vantar skynsamlega kröfugerö um þátttöku á alþjóö- legum mótum. Samþættingu keppnisiþrótta og almennings- iþrótta. Og margt fleira. Er þaö ekki? AB Ég verö var viö þaö i vaxandi mæli aö þreytu á málflutningi i svonefndum jafnréttismálum gætir f æ rikari mæli. Þessa þreytu má alls ekki afgreiöa sem „vörn karlmanna, er þeir sjá for- réttindum sfnum ógnaö", þvi þeir karlmenn sem þannig lfta á mál- iö hlýöa aö Hkindum lftiö á þenn- an málflutning yfirleitt. Ég á hins vegar viö þau, sem berjast fyrir jafnrétti, en telja þann dólgsmál- flutning,sem einkennir mikiö af þessari umræöu, vega gegn þeirri jafnréttisbaráttu, sem róttækir hafa viljaö hafa I heiöri, þó oft hafi veriö deilt um leiöir. Dólgamálflutningur Meö dólgamálflutningi á ég, umfram annaö, viö misnotkun og losaraiega notkun hugtaka, al- hæfingar út frá undantekningum, sem oftar en ekki leiöa til þess aö hinn raunverulegi vandi hverfur og þar meÖ möguleikinn á lausn hans og vilja skortir til aö kynna sér máliö (sem er allt annaö og verra en fáfræöi), áöur en geyst er af staö. Slagorö, eins og „konur eru kúgaöar” „einstæöar mæöur eiga bágt” „karlmenn hleypa konum. ekki I forustuhlutverk”, „dag- heimili eru forsenda fyrir frelsun kvenna” og lengi mætti áfram telja, benda okkur hreint ekki á kjarna málsins. Þvert á móti eru þau i besta falli of almenn til aö vera nothæf og i versta falli villandi. Konur eru kúgaðar Ég á erfitt meö aö skUja aö nokkur maöur geti verið þessari fullyröingu ósammála og einmitt þess vegna kemur hún okkur aö litlu gagni. Ég fæ nefnilega heldur ekki séö aö nokkur geti meö rökum mótmælt þvi aö karl- menn séu kúgaöir, eöa i stuttu máli: „maöurinn býr viö kúg- un”. Þarna á ég viö aö állt mannkynið býr viö einhvers konar takmörkim á vilja sinum, firringu, já jafnvel auökýfingur- inn býr við þá takmörkun sem lögmál auövaldsþjóöfélagsins setja honum. Ég gæti nefnt kúgun á svörtum, gyðingum, gulum, fötluöum, svo ekki sé minnst á þeldökka, fatl- aöa gyöingakonu — og þetta siöastnefnda er á engan hátt hugsaö sem brandari. Vegna þess sem ofan greinir veröum viö aö afmarka kúgun- ina, sem viö erum aö ræöa hverju sinni,og umfram allt veröum viö aö reyna aö skilgreina orsök hennar. Fullyröingin „konur eru kúgaöar” felur nefnilega I sér aö allar konur séu kúgaöar og þaö sem meira er: ekki er geröur greinarmunur á auökýfing og betlara. M.ö.o. tökum viö frekar afstööu meö kvenkyns atvinnu- rekanda en karlkyns verka- manni. Einstæðar mæður. I dreifiriti sem Alþýöubanda- lagiö dreiföi fyrir kosningarnar má m.a. lesa eftirfarandi: „Hvernig komast þá einstæöar mæöur og fjölskyldur þeirra af? Þær komast engan veginn af (!?!).Þær búa viö algjört öryggisleysi, húsnæöisskort, peningaskort, vöntun á gæslu fyrir börn sin, oft á tiöum lélega heilsu vegna vinnuálags, óöryggi um atvinnu.” undirstrk. og aths.undirritaös.) Enn er enginn greinarmunur geröur á auöi og fátækt. Ég hef fulla vitneskju um þá svivirðu, sem fjölmargar fjölskyldur búa viö, einkum þar sem fyrirvinnan er ein kona meö takmarkaöa eöa jafnvel enga möguleika til aö fá vinnu eöa aöeins mjög illa launað starf. En sameinumst um aö berjast fyrir auknum rétti þessa hóps, I staö þess aö slá honum saman viö aöra einstaklinga, sem jafnvel hafa þaö miklum mun betra en gerist og gengur hjá hinum almenna verkamanni. Sjálft hugtakiö „einstæö móöir” lýsir þar aö auki barn- fyrirlitningu, sem full þörf væri á aö uppræta. Foreldri meö börn sin getur skv. minum skilningi ekki veriö einstætt. Skv. Þvi ætti einstæö móöir nánast aö merkja ■ móöur, sem hefur veriö skilin fra börnum sinum! Aö siöan töluvert margir ; karlmenn mundu gefa slatta af árum úr lifi sinu til aö komast i þetta hlutverk, sem þeim er meinaö vegna löggjafar og heföa, sém gera upp á milli kynjanna konum I hag, er slðan annar handleggur, sem ekki veröur fariö nánar út I hér. Sameinum launafólk. • Ég er á þeirri skoöun aö viö þurfum aö gera greinarmun á kjonum eftir stétt þeirra. Ég vil 'ifullyröa aö sú barátta, sem gengur út frá kúgun konunnar og leitast viö aö sameina þetta kyn til baráttu, ekki aöeins geti heldur muni leiöa til andstööu við baráttu launafólks fyrir bættum ufskjörum og betra þjóöfélagi. Ég fullyröi aö þaö sé hin almenna tilhneiging auövaldskvenna aö taka afstööu meö stétt sinni gegn launafólki þegar I haröbakka slær. Afstaöa þeirra mun ráöast af þjóöfélagslegri stööu þeirra, en ekki kyni. A hinn bóginn fullyröi ég aö samstaöa launafólks sé forsenda þess aö þvi misrétti sem viö búum viö veröi aflétt. Aö þaö sé ekki nægjanleg forsenda er siöan ann- ar handleggur, sem ég mun fjalla um siöar. Reynum aö útskýra þetta meö dæmi. Dagheimili. Aö dagheimili séu ein af forsendum þess aö viö getum slit- iö hlekki húsmóöurinnar viö elda- vélina er mikiö rétt. Hins vegar hefur þetta mikilsveröa atriöi I allt of miklum mæli skyggt á önn- ur hlutverk dagheimilisins svo sem aö geta aö ööru jöfnu veitt börnum uppeldislegar forsendur umfram uppeldi heimilisins o.fl. Ég leyfi mér að fullyröa aö dag- vistun fyrir öll börn sé lýöréttindi fyrst og fremst þeim sjálfum til handa, en einnig foreldrum þeirra og þá umfram allt annaö húsmæörum og launafólki al- mennt. Viö berjumst þvi fyrir fleiri og betri barnaheimilum en þaö felur i sér auknar fjárveitingar til byggingar dagvistunarstofnana, en ekki siður aukin f járframlög til bættrar starfsaöstöðu starfsfólks, til betri menntunar og siöast en ekki sist til stóraukinna launa. Viö gefum okkur I upphafi aö hér sé um augljós sameiginleg hagsmunamál foreldra og starfs- fólks aö ræöa og þvi munu þessir hópar standa sámeinaöir i baráttunni fyrir þeim. En þetta þýöir aö sjálfsögöu aukna skatta á hátekjufólk og atvinnu- rekendur, þvi ekki erum viö svo bláeyg aö ætla aö viö getum stóraukiö samneysiuna ókeypis. Og tæpast viljum viö hækka skattana á láglaunafólki? Þar viö bætist aö launahækkun til starfsfólks dagvistunarstofn- ana mun tæpast veröa að raun- veruleika án þess aö kjör launa- fólks I landinu batni almennt. Þetta skilja launavinnuforeldrar, en gera atvinnurekendur það? Auövitaö munu þeir snúast gegn launahækkuninni á sama hátt og frú atvinnurekandi snýst gegn kynsystrum sinum I verksmiöj- unni, ef þær gripa tii verkfalls. Forystuhlutverk kvenna. Þaö er æöi oft fullyrt aö karl- menn i póiitlskum samtökum og verkalýöshreyfingu leggist gegn þvi aö konur veljist til forystu. Þaö er einnig fullyrt aö þaö sé sérvandamál kvenna aö eiga Björn Amórsson skrifar erfitt meö aö stiga I pontu og fylgja málum sinum. Enn er hluti vandans falinn. Ég vil full- yra aö þaö sé almennt vandamál beggja kynjanna, aö við erum yfirleitt alin upp viö það aö halda kjafti og hlita forsjá „betri og hæfari manna”. Og hvaö fyrri fullyröinguna varöar þá hef ég aldrei rekist á þaö, hvorki I þeim pólitisku samtökum, sem ég hef tilheyrt, eöa innan samtaka launafólks,aö gengiö hafi veriö fram hjá manni af þeirri ástæöu einni aö hann væri kona. Þvert á móti er sú viöleitni vaxandi i seinni tiö aö unniö er aö þvi mark- visst aö reyna aö fá konur til aö setjast á framboöslista. Ehi er þá þessi margumræddi Framhald á 13. siöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.