Þjóðviljinn - 27.02.1980, Síða 16
UOBVIUINN
Miðvikudagur 27. febrúar 1980
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og
81285, afgreiðsla 81527 og Blaöaprent 81348.
L 81333
Kvöldsími
er 81348
50 hús skemmdust
í gífurlegu fárviöri á Suðureyn við Súgandafjörð
Elstu menn muna ekki
annað eins fárviðri og
það sem gekk yfir
Suðureyri á Súgandafirði
í fyrradag, og urðu þar
miklar skemmdir á hús-
um og öðrum mannvirkj-
um.
Veöurofsinn var svo mikill, aö
ljósastaurar bognuöu,
tólf -fjórtán simastaurar brotn-
uðu, bilar kyrrstæöir færöust
um metra eöa svo og mörg fleiri
dæmi mætti nefna um ofsann,
sagöi GuöniEinarsson, fréttarit-
ari Þjv. á Suöureyri i gærkvöldi.
Taliö er aö hátt á annaö
hundraö járnplötur hafi fokið af
húsum og i þaö minnsta 50 hús
skemmdust meira eöa minna. í
verstu hrinunum var það aöeins
fyrir haröfylgi manna aö hús
fuku ekki hreinlega. Þó varö
ekki komið í veg fyrir aö nokkur
þök lyftust af húsum.
Almannavarnanefnd staöar-
ins kallaöi menn út til að bjarga
þvi sem bjarga mátti. Gekk þaö
starf vel og ekki uröu nema þrir
menn fyrir litilsháttar meiðsl-
um.
Járnplöturnar fuku eins og
skæöadrifa út um allt og brutu
rúöur i húsum. A einum bæ i
nágrenni staöarins fauk hesthús
í heilu lagi um nokkur hundruö
metra. Á Galtarvita uröu
skemmdir, þar fuku tvær hlöö-
ur.
Menn frá Fiskiðjunni og öðr-
um fyrirtækjum unnu við lag-
færingar i dag hver á sinum
vinnustaö, en auk þess gekk 25
manna flokkur sjálfboöaliöa um
plássiö og lagfæröi Ibúöarhús.
Simasamband hefur veriö i
mesta ólestri undanfarna daga
— en i dag var bætt úr þeim
málum til bráöabirgöa.
— S.dór.
Dr. Sveinbjörn Rafnsson
Prófessorsembætti!
almennri sagnfræði:
Rafmagnid:
Litlar
skemmdir
en miklar
truflanir
Segja má að skemmdir á raf-
linum og staurum hafi oröið
furðu litlar I óveörinu i fyrradag
miðað við veðurhaminn. A
Vestfjörðum urðu hinsvegar
miklar rafma gnstruflanir
vegna þess að linum sló saman
og selta settist á þær. Af þessum
sökum slógu rofar út hvað eftir
annað og stóðu starfsmenn
Orkubús Vestfjarða við það
allan daginn að setja straum á
aftur. Mjólkárvirkjun sló einnig
út af þessum sömu sökum.
Skemmdir á Vestfjöröum
uröu þær einar aö rafmagns-
staur i linunni Mjólkárvirkjun-
Rafnseyri brotnaöi.
Hér sunnanlands uröu þær
skemmdir helstar aö Hellulinan
fór I sundur þegar eldingu sló
niöur, en hægt var aö færa álag-
iö yfir á aöra llnu og olli þetta
þvi ekki teljandi truflunum.
Nokkrar truflanir uröu á raf-
magni á nokkrum sveitabæjum
fyrir austan Fjall.
A Snæfellsnesi varö litiö sem
ekkert tjón,en þar veröa oft bil-
anir I vondum veörum. Eldingu
sló niöur i rafmagnsllnu viö
Geitháls viö Reykjavlk og fór
rafmagn af stutta stund vegna
þess.
Þá varö bilun I linunni frá
Kröflu til Akureyrar en siödegis
i gær var ekki vitaö hvaö olli
henni, en taliö var aö skemmd-
irnar væru af völdum veöurs.
— S.dór
Sítninn:
Eldingar og
veðurofsi
olli víða
truflunum
Viðgerð hófst um leið og veðrið gekk niður
AU miklar slmatruflanir og
bilanir uröu I fyrradag af völd-
um fárviðrisins og eins af völd-
um eldinga hér sunnanlands.
Slmasambandslaust varð frá
Selfossi og austur úr vegna þess
að jarökapall milli Selfoss og
Hvolsvallar fór I sundur. Er tal-
ið fullvlst að elding hafi valdiö
þvi, en I gær var verið að hefja
viðgerö.
Síminn fór einnig af I Stykkis-
hólmi, þegar loftnet sem beint
er að sérstökum spegli uppá
fjalli snerist til i hvassviörinu.
Þessari bilun var strax kippt I
lag. Þá varö og simasambands-
laust viö Patreksfjörö og I gær
var veriö aö hefja viögerö, en
ekki ljóst hvaö olli biluninni.
Þá varö sambandslaust frá,
Akureyri til Egilsstaöa og fé’l
Húsavlk út þess vegna. Þar
haföi öryggi brunniö yfir og var
þvi fljótlega kippt I lag.
Loks varö svo bilun á síma-
sambandi viö Höfn I Horna-
firni, en þó fór sambandiö ekki
alveg. Þar var um aö ræöa bilun
sem varö á Reynisfjalli og er
talið aö elding hafi valdiö henni.
Ekki var hægt aö komast uppá
fjalliö fyrr en siödegis I gær
vegna veöurs og hófst viögerö
þá þegar.
— S.dór.
Banaslvs um borð í Ingólfl Arnarsyni
Ingimar Halldórsson, 54 ára gamall
háseti á Reykjavíkurtogaranum Ing-
ólfi Arnarsyni beið bana er hann féll
niður á dekk á togaranum þegar skipið
fékk á sig hnút þar sem það var að
toga í Víkurálnum í veðurhamnum í
fyrradag. Slysið átti sér stað um
hádegisbilið. — Togarinn sigldi inn til
Patreksf jarðar með líkið en hélt svo
aftur á veiðar. — S.dór.
Bakhir Oddsson formaður Félags
Loftleiðaflugmanna:
Liklegt að
allir verði
endurráðnir
Ég geri ráð fyrir þvi að þegar Undanfariö hafa tvær DC-8 vélar
uppsagnir okkar taka gildi 1. veriö I förum yfir N-Atlantshaf en
april n.k. veröum viö allir endur- er von á aö sú þriöja bætist viö
ráðnir, sagöi Baldur Oddsson for- á næstunni og veröi jafnvel fjórar
maður Félags Loftleiðaflug- í förum i sumar. Loftleiöaflug-
manna I samtali við Þjóðvjljann I menn hafa aö undanförnu gengiö
gær en eins og kunnpgt er var 24 inn I fragtHug á vegum Cargolux
flugmönnum sagt upp um °6 bjóst Baldur viö aö framhald
áramótin. yröi á þvl. Þá sagöist hann fast-
Flugmenn telja að staðið verði við þau heit að fslenskar áhafnir verði
ráðnar til Air Bahama, dótturféiags Flugieiða (Ljósm.: gel)
lega reikna meö aö staöiö yröi viö
samninginn um aö Islenskir flug-
menn yröu ráönir á vélar Air
Bahama, dótturfyrirtækis Flug-
véla.
Háannatlmi Flugleiöa er á
sumrin og munu bókanir gefa til-
efni til aukinnar bjartsýni.
Baldur Oddsson sagöi af ef bætt
yröi viö flugvélum yfir sumar-
timann gætu Fiugleiöir tekiö aö
sér pllagrimaflug næsta haust og
fengju þá flugmenn áframhald-
andi vinnu viö þaö.
Auk flugmannanna var 16 flug-
vélstjórum, 52 flugfreyjum og 16
flugvirkjum sagt upp störfum um
siöustu áramót en alls voru
uppsagnirnar hér á iandi hjá
fyrirtækinu 139. Má nú búast viö
betri atvinnuhorfum þessa fólks.
— GFr
Sveinbjöm
fékk
stöðuna
Ingvar Gisiason menntamála-
ráðherra hefur nú veitt hina
umdeildu stöðu prófessors I
almennri sagnfræði við
heimspekideiid Háskóla íslands.
Var dr. Sveinbirni Rafnssyni veitt
staðan frá og með 1. mars n.k.
Sveinbjörn Rafnsson er fæddur
1944, varö stúdent frá MR 1964,
lauk fil.kand-prófi i sagnfræöi og
norrænni fornleifafræöi frá
Háskólanum I Lundi 1968, stund-
aöi slöan framhaldsnám I
fornleifafræöi Evrópu á miööld-
um og lauk prófi i þeirri grein
1969. Fil.lic.-prófi I sagnfræöi
lauk hanni janúar 1974 og hlaut
doktorsgráöu I sagnfræöi voriö
1974. Hann hefur veriö stunda-
kennari viö Háskóla Islands frá
1974 og styrkþegi viö stofnun
Arna Magnússonar frá 1976.
— GFr
Gunnari Thor-
oddsen veittur
stórkrossinn
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra hefur veriö sæmdur
stórkrossi hinnar islensku fálka-
orðu en hann er æðsta stig fálka-
orðunnar ef frá er talinn
stórkross með keðju sem forseti
islands ber einn.
Birgir Möller forsetaritari
sagöi I samtali viö Þjóöviljann I
gær aö föst venja væri aö veita
forsætisráöherrum stórkrossinn
og sú væri ástæöan fyrir þvl aö
Gunnar Thoroddsen er sæmdur
honum núna. Af núlifandi mönn-
um bera stórkrossinn fyrrverandi
forsætisráöherrar, sem hafa vilj-
aö veita honum móttöku, bisk-
upinn yfir Islandi, hr. Sigurbjörn
Einarsson. og Halldór Laxness
rithöfundur.
— GFr
V erðhækkun
á timbri
Timburinnflytjendur eru nú
nýbúnir að gera samning um
kaup á um 20.000 rúmm. af timbri
frá Rússlandi. Er þaö rúmlega
þriðjungur af árlegum timbur-
innflutningi til landsins. Þessi
samningur er að upphæð 1.257.000
dollarar.
Veruleg veröhækkun hefur nú
oröiö á timbri I heiminum frá
siöasta ári. I erlendri mynt er
veröiö nú svipaö og þaö var 1974
en þá hækkaöi þaö mjög I kjölfar
oliuveröhækkananna.
Aöur en þessi samningur var
geröur haföi Sambandiö náö aö
festa kaup á allverulegu magni af
timbri frá Finnlandi og Sviþjóö.
Kemur þaö til landsins á næstu
mánuöum og er á talsvert hag-
Framhaid á bls. 13