Þjóðviljinn - 29.02.1980, Side 1
þá mistakist flest sem menn
taka sér fyrir hendur.
NU, og svo hefur það verið
vinsælt blaðaefni að ræða við
fólk sem fætt er á hlaupársdegi,
29. febr. og á þvf ekki afmælis-
dag nema fjórða hvert ár.
En hvers vegna er bætt inn
einum aukadegi á 4ra ára
fresti? Astæðan er sU, að sóiar-
árið og almanaksárið fara ekki
alveg saman, sólarárið stendur
ekki uppá heilan dag. Þess
vegna er þessi aukadagur settur
inn til að leiðrétta skekkjuna.
Þetta var ekki gert allsstaðar á
sama tfma og þvf er þessi mun-
ur á okkar timatali og til að
mynda JUIIanska timatalinu, en
á þvi og okkar tlmatali munar
13 dögum og erum við á undan.
— S.dór/Ljósm. — gel —
1 dag er 29. febrUar, hlaupárs-
dagur, eða eins og segir I hinni
frægu mánaðavlsu:
Ap. jUn. sept. nóv. þrjátlu hver,
einn til hinir kjósa sér.
FebrUar tvenna fjórtán ber,
frekar einn þá hlaupár er.
1 bók Arna Björnssonar
þjóðháttafræðings, „Sögu
daganna”, segir aö á hlaupárs-
degi hafi konur leyfi til að biöja
sér karlmanns. Hann má þá
ekki neita, en getur þó keypt sig
undan þvl með gjöf. Sem sagt
smá varnagli gegn þvi að vera
hnepptur I hjónabandið.
Annars er viða um lönd ótrU á
þessum degi og jafnvel á hlaup-
árinu öllu. Það er trU sumra að
Föstudagur 29. febrúar 1980. 50. tbl. — 45. árg.
Ákvörðum um nýtt
fiskverö:
Vísað
tilifir-
nefiidar
Lágmarksverð á loðnu-
hrognum ákveðið
Akvörðun um nýtt fiskverð,
sem bæði kaupendur og seljendur
höföu sagt upp frá 1. mars hefur
verið visaö til yfirnefndar, eftir
að reynt hafði verið að ná sam-
komulagi I Verðlagsráöi sjávar-
Utvegsins, en ekki tekist.
Hinsvegar tókst ráðamönnum
aö ná samkomulagi um verð á
loðnuhrognum I vetur og var það
ákveðið 120 kr. pr. kg. Afhend-
ingarskilmálar eru óbreyttir frá
þvi sem verið hefur.
BUast má viö að erfitt verði að
ná samkomulagi um nýtt fiskverð
frá 1. mars. Sjómenn og Ut-
geröarmenn vilja hækkup,en fisk-
kaupendur segjast tapa meira en
nokkru sinni fyrr og vilja lækkað
verö.
— S.dór
Auka-
blað
um framtaliö fylgir
blaðinu í dag
Þjóðviljanum fylgir i dag sér-
stakt 12 siðna aukablað með
leiöbeiningum við Utfyllingu
skattframtals einstaklinga og
skattmati framtalsárið 1980. Ný
skattalög eru gengin I gildi og
nýtt framtalseyðublaö hafa
framteljendur nU fengiö
heimsend. Vegna þessara nýj-
unga eru leiðbeiningarnar nú
amk helmingi viðameiri en oftast
áður og dugir ekki minna en heilt
aukablað til þess að koma þeim
fyrir. Þjóöviljinn minnir á aö
framtalsfrestur einstaklinga
rennur Ut 10 mars. Haldiö auka-
blaöinu til haga, og gangi ykkur
vel með framtalið. —
Um 700 sœkja þing Norðurlandaráðs í Reykjavík:
Sextíu ráðherrar!
Þjóðleikhúsið aðal-
fundarstaðurinn
/,Þetta þing verður fjöl-
mennasta þing Norður-
landaráðs sem haldið hef-
ur verið hér á landi og lík-
lega munu sækja þingið
milli 500-600 manns fyrir
utan starfsmenn f jölmiðla
er verða rúmlega 100",
sagði Friðjón Sigurðsson
skrifstofustjóri Alþingis er
Þjóðviljinn ræddi við hann
um þingið/ en Friðjón hef-
ur á hendi undirbúning
fundarins af hálfu Islands.
Að sögn Friðjóns þá eiga 78
þingmenn sætii Norðurlandaráði.
Atta þingmenn eru frá Islandi, en
18 frá hverju hinna Norðurland-
anna. Auk þingmannanna taka
milli 50-60 ráðherrar beinan þátt i
störfum ráðsins og þar af allir
forsætisráðherrar landanna.
Skýringarinnar á þeim mikla
fjölda er hingað kemur i tengslum
við þingið er aö leita I þvi,
aö meö ráöherrunum kem-
ur mikill fjöldi embættis-
manna, sérfræðinga og alls konar
aðstoðarfólks, auk þess sem þær
þrjár skrifstofur sem starfa á
vegum ráðsins verða hér með
sina fulitrUa. Þá munu einnig
mæta fulltrúar norrænu félag-
anna. Gert er ráö fyrir að þeir
rúmlega 100 starfsmenn fjölmiðla
er hingað koma verði meö
aðstöðu I Þjóöleikhúsinu og i
Kristalsal Loftleiða.
Noröurlandaráösþingið verö-
ur sett mánudaginn 3. mars kl.
14.00 I Þjóðleikhúsinu. en Þióð-
j Líflegra þing en áður?\
IÞað er álit ýmissa stjórn-
málamanna að umræöur á þingi
I" Norðurlandaráös I næstu viku
geti orðið öllu liflegri en á
B undanfömum þingum. Astæöan
Ier sú að nú geta þingfulltrúar
tekiö upp ýmis „heit mál” með
■ litlum fyrirvara svo sem loðnu-
deilu Islendinga og Norömanna
og beint fyrirspurn um málið til
viökomandi ráöherra. Slika
fyrirspurn þarf að leggja fram
meö 24 klukkustunda fyrirvara,
en samkvæmt fyrri fundarsköp-
um þurftu þingmenn aö hafa
lagt fyrirspurnir sinar fram
með 3 vikna fyrirvara/Taliö er g
liklegt að þingmenn ,krata fra ®
Noröur-Noregi muni nota fyrir- «
spurnarrétt þennan til að fjalla |
um loönudeilu Norömanna og m
Islendinga.
leikhúsið verður aðalfundarstað-
ur þingsins. Flestir erlendu þátt-
takendanna koma hingaö I leigu-
flugvélum siðdegis á sunnudag-
inn 2. mars og fara föstudaginn 7.
mars, en gert er ráð fyrir að þing-
inu verði slitið siðdegis þann .dag.
Þó að ÞjóðleikhUsiö verði aðal-
fundarstaður þingsins þá verður
fundarsalur I Arnarhvoli, hUs-
næði Hæstaréttar og AlþingishUs-
ið notað til nefndarstarfa. Vegna
sýninga I ÞjóöleikhUsinu fær
Norðurlandaráð ekki hUsið til af-
nota fyrr en á föstudagskvöld, en
öllum undirbUningi innanhUss
þarf að vera lokiö á sunnudag,
svo ekki er mikill tími til fram-
kvæmda.
Minna verður um veisluhöld á
þessu þingi en áður. Þannig verð-
ur hin svokallaða rlkisstjórnar-
veisla sem móttökulandið hefur
haldið felld niður, auk þess sem
sendiráð Norðurlandanna verða
ekki með móttökur fyrir þingfull-
trUa.
Á þinginu nUna verða þvl aðeins
um að ræða tvær opinberar mót-
tökur. í fyrsta lagi veröur mót-
taka þriöjudaginn 4. mars að lok-
inni afhendingu bókmennta- og
tónlistarverðlauna Norðurlanda-
ráðs. I öðru lagi verður Alþingi
með hádegisverðarboð fyrir alla
þátttakendur auk gesta miðviku-
daginn 5. mars. — þm.
lón Rafns
son látinn
Jón Rafnsson einn besti og
þekktasti baráttumaöur
verkalýöshreyfingarinnar á
Islandi er fallinn i valinn.
Hann lést i fyrrinótt á
sjúkradeild Landspltalans
aö Vifilsstööum eftir þriggja
mánaöa legu. Jón heföi oröiö
81 árs 6. mars næstkomandi.
Hann fylgdist af eldlegum á-
huga meö nýjustu atburöum
stjórnmálanna fram á siö-
ustu daga sina og haföi
einskis misst af þeim bar-
áttuanda sem einkenndi allt
hans Ilfsstarf.
Jón Rafnsson fæddist 6.
mars 1899 aö Vindheimum i
Norðfirði, sonur hjónanna
GuðrUnar Glsladóttur og
Rafns Júliusar Simonarson-
ar, útgerðarmanns.
Jón Rafnsson tók mikinn
og góðan þátt I skipulagningu
verkalýðsbaráttunnar á
Norðfirði og I Vestmanna-
eyjum á sinum yngri árum.
Arum saman var hann á-
samt mági sinum Isleifi
Högnasyni aðaldrifkraftur-
inn og skipuleggjandinn I
hörðum kaupgjaldsátökum
sjómanna og landverkafólks
i Véstmannaeyjum. Jafn-
framt byggöu þeir Jón og ís-
leifur ásamt mörgum öðrum
upp öfluga róttæka stjórn-
málahreyfingu, eina þá
þróttmestu og athafnasöm-
ustu á landinu.
Fundahöld og skipulags-
störf viösvegar um landið á
vegum hinnar róttæku
verkalýðshreyfingar voru
um árabil höfuðverkefni Jóns.
Hann átti mikinn þátt i þvi að
undirbúa jarðveginn I verka-
lýöshreyfingunni fyrir að-
skilnað Alþýöusambands og
Alþýðuflokks. Upp Ur þvi
efldist Alþýðusambandið
meir en nokkru sinni fyrr og
það tókst að sameina öll
verkalýðsfélög landsins inn-
an vébanda þess. Meðan
vinstri öflin réðu Alþýöu-
sambandinu á fimmta ára-
tugnum var Jón Rafnsson
framkvæmdastjóri sam-
bandsins.
Dagsverk Jóns Rafnssonar
i verkalýðshreyfingunni og
flokkum hennar, fyrst I Al-
þýðuflokknum, siðan I
KommUnistaflokknum,
Sósialistaflokknum og loks i
Alþýöubandalaginu er svo
mikið að vöxtum að það
verður ekki tiundaö I stuttri
dánarfrétt. En Jón Rafnsson
kom viðar við en I verkalýðs-
hreyfingunni. Hann var einn
af helstu hvatamönnum og
stofnendum Sambands is-
lenskra berklasjúklinga og
starfaði einnig að bindindis-
málum.
Eftir Jón Rafnsson liggja
ýmsar bækur I bundnu og ó-
bundnu máli. Mikla athygli
vakti er bók hans „Vor i ver-
um” var lesin i RikisUtvarp-
ið fyrir 2-3 árum. Þá var
hann og meistari ferskeytl-
unnar og Rósarimur hans
eru mörgum kunnar.
Jón Rafnsson kvæntist
aldrei en sonur hans og Þór-
disar Ottesen er Valdimar
Jónssoii skólastjóri á Norð-
firði sem þar býr ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þjóðviljinn
vottar aðstandendum Jóns
Rafnssonar samúð sina.
Margir eiga honum mikið að
þakka fyrir samfylgdina og
mun Þjóðviljinn minnast
hans siðar. —ekh.