Þjóðviljinn - 08.03.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.03.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Fréttir úr borgarstjórn Eldhúsdagsumrædur um skipulagsmál Grunnt á ofstœkið hjá íhaldinu Það er orðið langt siöa'n haldinn hefur verið jafnlangur fundur i borgarstjórn Reykjavikur og I fyrrakvöld, en fundurinn stóð til klukkan að ganga fjögur um nóttina. Þó þreytumerki sæjust á einstaka borgarfuiltrúa var Al- bert Guðmundsson I essinu slnu og sagði hann um tvö-leytið að vonandi yrðu næstu fundir svona langir lika, — það næði ekki nokk- urri átt að senda menn heim á miðju kvöldi, þegar vinnudag- urinn væri rétt háifnaður! Mest var rætt um skipulags- málin, endurskoðun og stað- festingu aðalskipulagsins, og Höfðabakkabrúna. Inn i þær umræður blönduðust þó einstaka ræður m.a. um aðild borgar- starfsmanna að stjórnun fyrir- tækja og stofnana borgarinnar, leiktækjasalina, sem nú á að gera leyfisskylda og fleira. Veröur gerð grein fyrir þessum málum siðar I Þjóðviljanum en plássinu nú varið i skipulagsmálin, sem voru mál málánna eins og áður segir. Heift og stóryrdi Liklega hafa allir borgarfull- trúarnir 15 tekið til máls og sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar i þessum „eldhúsdags- umræðum um skipulagsmál.” eins og Kristján Benediktsson kallaði það. Var ýmislegt látið flakka sem vart er hafandi eftir, en málflutningur Sjálfstæðis- manna, einkum I Höfðabakka- málinu einkenndist mjög af heift og stóryrðum, bæði gagnvart borgarstarfsmönnum, frétta- flutningi Þjóðviljans og þeim sem mælt hafa gegn byggingu þess- arar hraðbrautabrúar. Það kom I ljós að borgarfulltrúar allra flokka, annarra en Alþýðubanda- lagsins, voru harðir á þvl aö hefja framkvæmdir við mannvirkið I sumar. Ekkert var til I þeim orð- rómi, aö Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Alþýöuflokksins væri á móti þvl, en hún kallaði frestun framkvæmdanna „svik við borgarbúa” I ræðu sinni. Var framkvæmdin samþykkt með 10 atkvæðum. Hvaö var verið að samþykkja? Einhvern veginn hafði maður samt á tilfinningunni að sumir borgarfulltrúar ættu bágt I málinu eins og stundum er sagt, þ.e. að þeir væru ekki vissir nema þeir væru að verja rangan mál- stað, en eins og ólafur B. Thors sagði þá hafa borgarfulltrúar árum saman legið undir skömm- um fyrir að hafa ekki komið á tengingu milli Arbæjar og Breið- holts. Þeir hafa borið viö fjár- skorti en nú þegar peningarnir væru til, mætti borgarstjórn ekki láta standa á sér. Þó á miöju gólfi I borgar- stjórnarsalnum væri stórt likan af Höföabakkabrúnni, sem sýndi hvað veriö var að samþykkja, þ.e. fjögurra akreina hrað- brautarbrú með miklum uppfyll- ingum beggja vegna i dalnum og miklar upphækkanir undir veg- inum norður af enda brúarinnar, þá var eins og borgarfulltrúar gerðu sér ekki grein fyrir þvi. Kristján Benediktsson og Björg- vin Guðmundsson lögðu þvert á móti áherslu á að áðeins ætti að gera tvær akreinar i fyrsta áfanga og að lækka ætti veginn i landinu meðfram Arbæjarsafni eins og slikar breytingar væru enginn vandi, og kölluðu ekki á nýja hönnun. Röksemdafærslur andstæöinga þessarar framkvæmdar, sem fólust aðallega I þvi að fyrst ekki ætti að leggja Fossvogsbrautina og ekki Höfðabakkaveginn milli Breiðholts I og III væri engin ástæða til þess að gera ráð fyrir þessu mikla mannvirki, heldur Húsid illa Éariö af fóa? ætti að hanna annaö og minna, létu menn eins og vind um eyr- un þjóta, og eins og Sigurjón Péturssonorðaði þaö, þá var ljóst að orð gátu engu um þokaö á þessum borgarstjórnarfundi. Skammir i allar áttir Þau féllu þó æði mörg eins og fyrr segir og vöktu mörg hver hneykslan og furðu. Magnús L. Sveinsson og Elln Pálmadóttir réöust af mikilli hörku á ótil- greinda embættismenn borgar- innar fyrir að „hlaupa I blöðin”, „vera á launum við að safna und- irskriftum ” „leka upplýsingum ’ ’, „gefa einhliöa og litaöa mynd af hlutunum”, „æsa upp og panta mótmæli” og fleira I þeim dúr. Lá við að maður byggist við tillögu um að málfrelsi og prentfrelsi yröi ekki látið ná til starfsmanna Rey kjavikurborgar. Greinilega hafði það hlaupiö fyrir brjóstið á þessum borgar- fulltrúum að Þjóðviljinn hefur gegnt þeirri sjálfsögöu skyldu sinni að upplýsa borgarana um það hvað er á döfinni hjá borgarstjórn Reykjavlkur, um hvað er deilt og hvers vegna. Las Magnús L. Sveinsson upp úr mörgum fréttum Þjóöviljans af þessum fyrirhuguðu fram- kvæmdum auk þess sem hann hellti sér yfir þá borgarbúa I Arbæ og Breiöholti sem hafa mót- mælt þeim. Beindust ásakanir hans ekki síst að undirrituðum blaðamanni, sem var I þeirri óvanalegu aðstöðu að sitja þennan fund sem formaður umhverfismálaráðs og vara- borgarfulltrúi, en Magnús tók greinilega mjög til sin almenn orð undirritaörar um að stjórnmála- menn lokuöu augunum fyrir stað- reyndum og beittu sjálfa sig og aðra blekkingum af þvi þeir þyrðu ekki að skipta um skoðun á neinum hlut. Lá við að maður byggist við tillögu um aö blaðaút- gáfa yröi lögð niður, alla vega að Þjóöviljinn, þetta voöalega blað yrði bannað. Torfusamtökin Daviö Oddson kallaði Borgar- skipulag Reykjavikur aldrei annaö en „Torfustofnunina” i ræðum sinum á þessum fundi og Albert Guömundsson sá ástæðu til að vara borgarstjórn við þremur hættulegum mönnum, sem hefðu komist til áhrifa hjá Reykjavikurborg, — öllum úr „Torfuhópnum”. Þessir voöalegu menn voru Sigurður Harðarson, Framhald á 17. slðu. Teikningar af nýbyggingum eru til t fréttum Þjóöviljans undan- fama tvo daga um Suöurgötu 7 hefur gætt misskilnings, sem nauösynlegt er aö leiörétta og biöja hlutaöeigendur velviröingar á. Hiö rétta er aö eigendur lóöar- innar eru ekki aöeins erfingjar séra Bjarna Hjaltested, eins og sagt var i blaöinu, heldur einnig erfingjar bróöur hans, Péturs Hjaltested, stjórnarráösfulltrúa. Aö sögn Geirs Stefánssonar lög- fræöings, sátu allir eigendurnir sameiginlegan fund, þar sem tek- in var ákvöröun um aö sækja um niöurrifsleyfi á húsinu, utan tveggja, en annar býr erlendis og hinn er sjúklingur. Þá er það ekki rétt sem fram kemur I frétt Þjóðviljans í gær aö Geir Stefánsson hafi keypt hlut i dánarbúi þeirra bræðra. Hann á engan hlut I eigninni, en kona hans er dóttir séra Bjarna og þvi ein af eigendunum. Þjóöviljinn ræddi I gær viö Geir Stefánsson og sagöi hann að fyrir um 15 árum hefðu eigendur húss- ins haft mikinn hug á þvi að það yrði varöveitt uppi I Árbæ. Lárus Sigurbjörnsson, þáverandi for- stöðumaður Arbæjarsafns hefði skoðað húsið vandlega og hefði álit hans verið að ekki væri unnt að flytja það úr stað. þar sem hinn upphaflegi hluti þess er múr- aöur I binding og neðri hluti húss- ins mjög illa farinn. Húsiö stóð úpphaflega á grunni og var þá gengið upp I það frá göt- unni, en tvivegis hefur verið byggt við það. Þegar Suðurgatan var hækkuð fyrir um 40 árum fór grunnurinn og neðsti hluti hússins á kaf og nú er svo komiöað gengið er niður eitt þrep inn um útidyrn- ar. Húsiö hefur þvi staöið I bleytu og for allan þennan tima að sögn Geirs og er mikill fúi i því allt upp undir gluggana. Geir sagöist furða sig á þvi að bygginganefnd væri ekki kunnugt um fyrirhugaöa notkun lóðarinn- ar, þvi fyrir tveimur árum hefði skipulagsnefnd borgarinnar fjall- að um tvær tillögur að nýbygg- ingum á henni. önnur tillagan gerði ráð fyrir þvi að gamla húsið yrði rifið, en hin aö þaö yrði látið standa, en nýbyggingar kæmu annars staðar á lóðinni. Sagði Geir að skipulagsnefnin hefði verið fylgjandi siðari tillögunni meö gamla húsinu áfram, en gef- ið nokkrar ábendingar um hvað betur mætti fara á teikningunum. Einnig hefði skipulagsnefndin gefiö upp nýtingarhlutfall á lóð- inni. Magnús Skúlason, formaöur bygginganefndar sagði i gær að engar teikningar hefðu fylgt niöurrifsbeiöninni til bygginga- nefndar og þó teikningar hefðu veriö lagðar fyrir skipulagsnefnd fyrir týeimur árum þyrfti bygg- inganefnd að fá staöfestingu á þvi hvað ætlunin væri aö framkvæma á lóöinni I dag, áður en hún tæki afstööu til niðurrifs. Borgarminjavörður mun á næstunni kynna sér ástand og sögu hússins og væntanlega gefa umsögn fyrir næsta bygginga- nefndarfund um niðurrifsbeiön- ina. -AI Tónleikar Lúðrasveit Verkalýðsins heldur sína árlegu tónleika í dag kl. 14.00 í Háskólabíói Stjórnandi er ELLERT KARLSSON Kynnir JÓN MÚLI ÁRNASON Hörku góð lúðrasveitartónlist við allra hæfi AÐGANGUR ÓKEYPIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.