Þjóðviljinn - 25.03.1980, Side 15

Þjóðviljinn - 25.03.1980, Side 15
Þriöjudagur 25. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 Áviraiingsvonín Jack Weston i hlutverki sinu i Sæt er ávinningsvonin. Sjónvarp kl. 21.10 Annar þáttur glæpamynda- fiokksins óvænt endalok er á dagskrá sjónvarps i kvöld og nefnist Sæt er ávinningsvonin. Þættir þessir eru byggðir á smásögum eftir-Roald Dahl, breskan rithöfund af norskum ættum, sem þekktastur er fyrir spennandi smásögur. Hann flytur inngangsorö aö hverjum þætti, og i kvöld segir hann áhorfendum frá ást sinni á fjárhættuspili, en sú ást varö einmitt kveikjan aö smásög- unni sem hér um ræöir. Þátturinn gerist um borö i farþegaskipi. Þar er spilaö fjárhættuspil á hverju kvöldi, og er skipstjórinn sjálfur potturinn og pannan I þeirri spilamennsku. Eins og viö mátti búast gerist ýmislegt óvænt, brögö eru i tafli og endirinn kemur á óvart. Náttúruhagir menn Halidór Laxness ies kafla úr Paradisarheimt i þættinum Aöur fyrr á árunum. — Þátturinn fjallar um náttúruhaga menn á tré, — sagöi Agústa Björnsdóttir, stjórnandi þáttarins Aöur fyrr á árunum, sem er á dagskrá morgunútvarpsins i dag. — Efnið er tekið úr ýmsum bókum, m.a. tslendingasögun- um, Sagnaþáttum Bólu - Hjálmars, Ferðabók Eggerts og Bjarna, og bókinni Hundrað ár i þjóðminjasafni, eftir dr. Kristján Eldjárn. Aöallesari er Guðni Kolbeins- son. Einnig les Halldór Lax- nessúr Paradisarheimt, og er sú upptaka frá þvi hann las söguna i útvarp sem fram- haldssögu, — sagði Agústa aö lokum. Útvarp kl. 10.25 Floslár; i honum voru gerðir sessuborðar og hempu borðar (Þjóðminjasafnið— Ljósm.: gel) Kötturinn og músin Tommi og Jenni eru á dag- skrá i kvöld. Flestum krökk- um þykir áreiöanlega gaman aö þeim, og sannast þar hiö fornkveöna, aö litlu veröur Vöggur feginn. Griniö i þessum þáttum er afskaplega ameriskt, og bygg- ist einungis á þvi að einhverj- um tekst aö plata einhvern, og mest er grinið þegar einhver er flattur út einsog pönnukaka eða honum er þeytt útum vegg meö þeim afleiöingum aö gat kemur i vegginn. Þaö jákvæöa viö þættina, er kannski helst það aö oftast eru þaö mýsnar sem bera sigurorö af hólmi, þær eru sniðugri en kötturinn. Margur er knár, þótt hann sé smár, einsog sagt er, og undir það vilja liklega allir krakkar taka. -ih Sjónvarp kl. 20.35 Sunnanverð Afríka — I Umheiminum I kvöld verður fjallaö um sunnan- veröa Afriku, og þá aöailega um Zimbabwe, — sagöi Bogi Agústsson umsjónarmaöur þáttarins. — Sýnd verður kvikmynd þaöan, og sagt frá nýlega af- stöönum kosningum og breyt- ingum, sem kosningaúrslitin kunna aö hafa I för með sér á svæöinu öllu. Til þess aö ræöa almennt um þjóöfélög Afriku hef ég fengiö til min Steinar Höskuldsson, viöskipta- fræöing. sem hefur unniö i Kenya um árabil. 1 lokin veröur svo f jallaö um Suöur-Afriku, um apartheid - stefnuna og þá vakningu sem viröist vera I gangi hjá ýms- um hvitum mönnum þar, i þá átt aö timabært sé aö breyta um stefnu gagnvart svarta meirihlutanum. -ih Sjónvarp kl. 21.35 frá Hríngið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrífið Þjóðviljanum lesendum Búbótin er metin til tekna Jakobina Siguröardóttir, Garöi i Mývatnssveit, hringdi til okkar og viidi koma á framfæri athugasemdum vegna iesenda- bréfa sem birtust hér á sföunni á miðvikudag og fimmtudag i siðustu viku. A fimmtudaginn birtist bréfiö „Búbót sem oft vill gleymast”, en þar telur ó að bændur fái drjúgan skerf til heimilis- rekstrar úr framleiöslunni, og á þar viö mjólk, rjóma, smjör, kjöt og jaröávexti. Þarna segir Jakobina aö sé fariö meö rangt mál. Það fari enginn út i gripahúsin og taki þar ókeypis kjöt og mjólkuraf- urðir. Hvað meö fóörun og umhirðu skepnanna? Kostar það ekkert? Og þar aö auki er þetta allt metiö til tekna á skatt- skýrslum allra bænda. Sagði Jakobina aö bændur borguðu þessar vörur áreiðanlega jafn- dýru veröi og aðrir landsmenn. A miövikudaginn birtist bréfiö „Vændi — nýr atvinnu- Ragnar Arnalds bedinn svara Bandalag háskólamanna hef- ur ekki verkfalls- eöa samnings- rétt. Dómsúrskuröur ákvaröar kjör félaga BHM i raun og veru. Ragnar Arnalds hefur nýlega tilkynnt BSRB aö rikisvaldiö telji engar launahækkanir koma tii greina i yfirstandandi kjara- samningum. Þar eö launastigar BHM og BSRB eru svipaöir bið ég Ragnar aö svara nokkrum spurningum. 1. Telur þú rangt aö bæta BSRB og BHM a.m.k. 10—15% kjararýrnun frá siðustu samningum aö telja? Ég á viö bætur á árinu 1980 og til loka nýs samningstimabils, en ekki áratuginn. 2. Hverniggetur þú variö þaö aö taxtar neöan meöallags (ca. 450 þús. á mán.) fái enga launahækkun þegar fram- færsla meöalfjölskyldu kostar um 450 þús. kr. á mán. skv. Hagstofunni? Ég biö ekki um samanburö viö verkamanna- laun sem eru hrein svivirða viö fólk. 3. Viltu útskýra hvers vegna minna „svigrúm” er til launahækkana nú en 1978 þegar þú og flokkur launa- fólks studdi kjarabaráttu opinberra starfsmanna. 4. Þú segist ætla aö biöa með ýmsa þætti kjaramála opin- berra starfsmanna þar til „frjálsir kjarasamningar hafa farið fram” Eru samningar BSRB og rikisvaldsins annars eölisen samningar t.d. ASl og VSl? 5. Ert þú fylgjandi þvi aö BHM fái verkfalls- og samningsrétt til jafns viö BSRB eöa jafnvel ASt? Ég tel brýnt aö Ragnar svari þessum spurningum stuttlega i morgunblööunum sem öll fá þetta greinarkorn sent. AriT. Guömundsson, menntaskóiakennari. vegur?” eftir 94i3-8i08.Um þaö sagöi Jakobina, aö þaö væri eitt af þvi fáránlegasta, sem hún hefði séö af þessu tagi, og spuröi hvort engin takmörk væru fyrir þvi, hvaö viö birtum hér i lesendadálkinum. 1 þessu sambandi vill undir- rituð geta þess, aö fleiri les- endur hafa hringt og lýst yfir óánægju sinni með birtingu þessa bréfs. Þaö skal lika skýrt tekiö fram, að bréfiö atarna var i algjörri andstööu viö skoöanir umsjónarmanns siöunnar, og reyndar allra blaöamanna Þjóöviljans. Hinsvegar vekur þetta spurninguna, sem Jakobina varpar réttilega fram: eru engin takmörk? Hvaö á að birta, og hvaö ekki, af þeim lesendabréfum, sem okkur eru send? Þetta hefur stundum vafist óþægilega fyrir undir- ritaöri og væri vel þegiö að fá fleiri ábendingar og skoöanir lesenda á þvi máli. Lesendasiðan er vettvangur lesenda, ekki ritstjórnar Þjóð- viljans. Markmiðið meö þvi að hafa slika siðu i blaöinu hlýtur aö vera þaö, aö gefa lesendum kost á aö koma skoöunum sinum á framfæri og skiptast á skoðun- um viö aöra lesendur. Þaö hefur oft komið fyrir, aö fjörugar umræöur hafa tekist á þessum vettvangi, og upphaf þeirra má oft rekja til birtingar umdeilan- legra skrifa. Þegar ég fékk umrætt les- endabréf i hendurnar fannst mér koma fram i þvi afskaplega mikið af fordómum, sem hafa hingað til reynst lifsseigir hjá allstórum hópi manna. Ég var einmitt að vonast eftir að fá hressileg andsvör við þessu bréfi, og það er ástæðan fyrir birtingu þess. Hinsvegar má vel vera, að einu viöbrögöin séu þau, að Þjóöviljinn eigi ekki aö birta slik bréf. Kannski eru þessir fordómar löngu útdauöir og engin ástæöa til að vekja at- hygli á þeim. Samt er ég ekki enn úrkula vonar um að einhver lesandi taki sig til og svari áöurnefndu bréfi skriflega. —ih Undarleg undirskrift Fyrir nokkru barst mér bréf frá Húsnæðismálastofnun meö hjálagöri undirskrift, sem mér hefur ekki tekist aö ráöa — né heldur fjölmörgum kunningj- um, vinum og ættingjum, til iVirðingarfyllst, kvöddum. Er hér meö leitað á náðir Þjóöviljans. Með fyrirfram þakklæti, þolgóöur iesandi f. h. Húsnæðismálastofnunar ríkisins, lir munir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.