Þjóðviljinn - 29.03.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.03.1980, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. mars 1980 AF UPPHAFI AÐ RITDEILU Mér finnst ailtaf voða gaman að blaðadeil- um. Svoleiðis skrif eru einmitt í hátísku í Þjóðviljanum um þessar mundir. Allir á bóla- kafi í því að skrifa um Þjóðviljann í Þjóðvilj- ann. Nú ætla ég að fara í blaðadeilu við Böðvar og Bríeti og ef þau ekki svara mér, þá svara ég mér bara sjálfur í Þjóðviljanum á laugar- daginn kemur. Ég ætla að byrja á Bríeti, sem er bæði vin- kona mín og kollega.Hún sagði mér nefnilega í morgun (þriðjud. 25. mars) að hún væri að skrifa grein, sem væri um Þjóðviljann og ætti að koma í Þjóðviljanum. Hins vegar er ég að fara á spítala á morgun og grein Bríetar ekki komin, svo ég verð að svara henni án þess að hafa séð hana eða lesið. Það kemur ekkert að sök, þóég hafi ekki hugmynd um hvað stendur í grein Bríetar, því að ég get haft að leiðarljósi klassískan ritdeilustíl, eins og hann gerist bestur. Þó ég haf i enn ekki lesið grein Bríetar f inn ég mig knúinn til að svara henni nokkrum orð- um og leiðrétta hrikalegustu missagnirnar, sem kunna að koma fram í skrifum hennar. Ég get vissulega fallist á margt sem væntan- lega kemur fram í greininni, en væri Bríeti ekki nær að forðast alhæfingar, beita rök- hyggju, sleppa staðlausum stöfum, halda sig við afmarkað efni, án þess þó að einhæfa um of — heldur en að geysast f ram á ritvöllinn af því offorsi, sem við má búast þegar — og ef — greinin birtist. ( Auðvitað er það rétt að Þjóðviljinn mætti vera öðruvísi en hann er, en gleymir þá Bríet ekki þeirri augljósu staðreynd að fræðilega (hér á ég ekki við hugmyndafræðilega) má Þjóðviljinn líka vera einsog hann er. Ef til vill mun Bríet haga orðum sínum öðruvísi ef hún hefði kannað það hve oft það hefur verið reyfað og rannsakað á ritstjórn blaðsins og í samráði við útgáf ufélagið, f lokkinn og fólkið í landinu, hvernig Þjóðviljinn gæti orðið, ef bæði væri reynt að haf a hann eins og hann er, eins og hann er ekki, eins og hann gæti orðið ef hann væri ekki eins og hann er, já jafnvel hvernig hann yrði ef hann væri eins og hann á að vera að dómi þeirra sem vita hvernig hann á að vera til að sem f lestir kaupi hann, lesi og tileinki sér hið smellna og hnitmiðaða póli- tíska innihald hans. Gagnrýni á alltaf rétt á sér, en gagnrýni sem beinist aðeins að hinu neikvæða og því sem miður fer er niðurrifsstarfsemi, sem þjónar engum nema erkióvinum öreiganna í landinu, kapítalistunum. Hvers vegna alltaf að benda á það versta? Getur Bríet ekki bent á greinarnar mínar, í' staðinn f yrir (ef hún þá kemur til með að gera það) að tönnlast á vanköntum Þjóðviljans? Slíkar spurningar hljóta að leita uppí hugann þegar og ef grein Bríetar birtist. Sjálfur mun ég nota banaleguna mína á Borgarspítal- anum til að lesa þá grein, sem ég hef nú þegar svarað án þess að hafa lesið hana, og fá endanleg lokasvör við því hvað horf ir til heilla fyrir blað vort, Þjóðviljann. Ég á hinsvegar óhægara um vik að stofna til blaðadeilu við Böðvar en Bríeti, af þeirri einföldu ástæðu að ég hef þegar lesið grein Böðvars um Þjóðviljann í Þjóðviljanum og það sem verra er, ég er honum sammála í öll- um megindráttum. Það er auðvitað rétt að það er ekki bara afrek, heldur kraftaverk að starfsfólki Þjóðviljans/ sem er að sögn Böðvars „úrvalsgott einvalalið og valinn maður í hverju rúmi", skuli takast að búa til versta blað sem um getur. Samanburðurinn á Morgunblaðinu og Þjóðviljanum er líka orð í tíma töluð. Þetta er nefnilega hárrétt og skarplega athugað hjá Böðvari að Morgun- blaðið birtir ítarlegri erlendar fréttir fyrir út- lendinga á Islandi en Þjóðviljinn, en það er ekki nog með það heldur líka ítarlegri auglýs- ingar, ftarlegri eftirmæli, ftarlegri skrítlur og myndabrandara og það sem verst er, ítarlegri umf jöllun um það sem okkur er þó öllum kær- ast, sjálft kynferðislífið. Það er erfitt að geta sér til um hvað veldur ítarleika Morgunblaðs- ins framyfir Þjóðviljann en sumir hafa getið sér þess til að það sé í einhverju sambandi við þá staðreynd að Morgunblaðið er 64 síður en Þjóðviljinn 16 og í Mogganum eru sko „dálk- sentímetrarnir" ekki „goldnir með lambsverði fátæka mannsins og eyri ekkj- unnar", eins og Böðvar segir réttilega um blaðrými Þjóðviljans. Hér hef ég aðeins rakið það sem ég er Böðvari sammála um. Nú kem ég að því sem að mínum dómi er rangt í grein hans um Þjóð- viljann í Þjóðviljanum, en það er að kyn- ferðismálum séu gerð f ull-ítarleg skil í blaðinu Það vekur furðu mína að nokkur sannur sósfalisti skuli leyfa sér að varpa fram slíkri skoðun og það í málgagni alþýðunnar á (s- landi. Veit Böðvar ekki að kynlffið er eitt helsta hagsmunamál fólksins í landinu og raunar eini þátturinn í hinni eilífu kjarabar- áttu þar sem ríkir og fátækir sitja við sama borð. Um þetta merka hagsmunamál fólksins í landinu hef ur Þjóðviljinn verið f urðu hljóður uppá síðkastið og ekki verið minnst á „do-do" síðan Olga Guðrún var með eina opnu um það, fyrir svo sem mánuði, á unglingasíðunni, að það væri ekkert hættulegt fyrir unglinga að gera „hitt" við sjálfa sig. Síðan hefur ekki verið minnst á kynlífið í Þjóðviljanum, nema ef vera skyldi það sem Böðvar segir um blaðamenn Þjóðviljans, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Morgunblaðið hefur hér afturámóti verið vel á verði, fengið prófessor Jónatan Þór- mundsson til að skrifa um vændi; skýrði frá því á forsíðu á sunnudaginn var, að búið væri að stofna sæðisbanka á (talíu, og mun páfinn eiga bankabók nr. 1. Þá er skýrt f rá því í sama tölublaði Morgunblaðsins, 70. tbl. 67. árg., að „ kvenf ólk spjari sig betur buxnalaust" og f sama tölublaði ítarleg úttekt á f Ijótandi hóru- húsum í Rotterdam undir yfirskriftinni „Fast þær sækja sjóinn Rotterdamdömurnar". Nei Böðvar. Þjóðviljinn verður nú sem endranær að hafa forystu og frumkvæði f feimnismálum. Hinar vinnandi stéttir mega ekki missa sjónar af þeim lífsgæðum sem þær haf a öðlast til jaf ns við kapítalistana — sjálf u kynlífinu. Þvíeinsog Karl Marx sagði: „Kyn- lífið er ópíum öreiganna". Hér fer vel á þvf að birta lesendabréf sem barst til Þjóðviljans fyrir nokkru: Þjóðviljinn mun vel og lengi lifa lesinn verða hér í Reykjavík, ef Bríet mín og Böðvar í hann skrifa um bolsévisma, list og pólitík. Flosi Likan af Austurdeildinni. Höfundur skipulags er Geirharöur Þorsteinsson arkitekt. Austur- deildinni úthlutað Borgarráö úthlutaöi I gær löö- um undir 50 einbýlishús I Hóla- hverfi, þar sem kallab hefur veriö Austurdeild. Húsin veröa I þyrp- ingum noröan Hólabergs eins og sjá má af meöfylgjandi mynd af skipulaginu og nefnast göturnar Klapparberg, Lágaberg og Neöstaberg. úthlutun raöhúsa- lóöa á Eiösgranda fer væntanlega fram á þriöjudag. Eftirtaldir lóöarhafar fengu allir 84 stig: Klapparberg 1, Sveinn Guömundsson, Noröur- brún 8, 3. Gisli Magnússon, Hof- teig 28. 5. Bryndis Steinþórsdótt- ir, Austurbrún 4. 7 Haukur Gunn- arsson, Laugarnesvegi 37. 9 As- bjöm Björnsson, Suöurhólar 6.11 Guörún Siguröardóttir, Vestur- berg 98. 13 Bjarni Þorvaldsson, Hrisateig 32. 15 Páll Hannesson, Hrafnhólar 4. 17 Þórir Sigur- björnsson, Stórageröi 24. 19 Haukur L. Friöriksson, Grensás- vegi 26. 21 Einar S. Hjartarson, Reykjavikurveg 29. 23 Egill Gestsson, Miöstræti 5. 25 Björn Gústafsson, Vesturberg 122. 27 AgUst Þóröarson, Austurberg 8. 29 Ægir Jónsson, Kriuhólar 2. 31 Hallgrimur ólafsson, Stelkshólar 10. 2 Skúli Guöbrandsson, Hraun- bæ 150. 4 Pétur Agústsson, Dúfna- hólar 2. 6 Stefán Vagnsson, Hraunbæ 2.8 Einar O. Einarsson, Eyjabakka 9.10 Kristján O. Jóns- son, Suöurhólar 8. 12 Guömundur H. Hannesson, Þórufell 12. 14 Sig- uröur G. Þorsteinsson, Arahólar 4. 16 Asgeir H. Eiriksson, Krummahólar 6. Lágaberg 1 Úlfar Þorláksson, Mariubakka 12. 3 Július Jónsson, Dalsel 12. 5 Haraldur Lýösson, Fellsmúla 12. 2 Jón S. Hallgrims- son, Bræöraborgarstig 1. 4. Sig- uröur R. Guöjónsson, Hæöargaröi 50. 6 Eysteinn Pétursson, Eyja- bakka 11. 8 Gunnar Gestsson, Kleppsvegi 76. Neöstaberg 1 öli H. Jónsson, Grænahliö 22. 3 Rúnar Gunnars- son, Kóngsbakka 4. 5 Finnbogi G. Kristjánsson, Mariubakka 10. 7 Gunnar A. Ingvarsson, Bústaöa vegi 107. 9 Erlendur Eysteinsson, Bólstaöarhlfö 62. 11 Björn ólafs son, Arahólar 4. 13 Óskar G. Sig- urðsson, Holtsbúö 35, Garðabæ. 2 Inga S. Ingvadóttir, Æsufell 2. 4 Reynir H. Jóhannsson, Hraunbæ 38.6 Arni M. Björnsson, Dalaland 3. 8 Jóhann Diego Arnórsson, Espigeröi 18. 10 Sævin Bjarnason, Asparfell 10. 12 Baldur H. Jóns- son, Tómasarhaga 55. 14 Gunnar H.Magnússon, Miklubraut 76. 16. Eirikur Briem, Hraunbæ 180. 18 Olafur Jónsson, Flúöasel 74. 20 Karl Kreidler, Suöurhólar 8. 22 Svavar Magnússon, Asparfell 12. 24Björgvin H. Kristinsson, Jóru- fell 2. Gatnagerðargjald er um 3,5 miljónir króna sem greiöist I þrennu lagi á þessu ári. — AI. Umferdar- vika S.V.F.L — Munum aö ganga á móti akandi umferö á vinstra veg- arkanti, þar sem engar gangstéttir eru. — Blindir mega ekki aka bifreiö, og þvf má ökumaöur, sem ekki sér út úr bifreiö, alls ekki aka af staö. — Hafið ljósker bifreiö- anna hrein og ljósin rétt stillt. Takmarkiö er aö þið sjáiö aöra og aörir sjái ykkur. — Dimmviöri og slæm færö krefst aukinnar aö- gæslu. Metiö aöstæöur hverju sinni og akiö meö ökuljós. — Förum yfir götur á gangbrautum. — Verum kurteis; kurteisi kostar ekki peninga. — Gatan er ekki leiksvæði. — I góöu skapi gengur allt betur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.