Þjóðviljinn - 12.04.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1980, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Laugardagur 12. apríl 1980, 82. tbl. 45. árg. Verkfall nú yfirvofandi Yfirlýsingar atvinnurekenda hafa hingað til veriö alleinhlftar um aö þeir væru ekki til viðtals og Þorskveidar í 2 miij net stöðvadar Frétt Morgun blaðsirts um skattheimtu alröng horfir þvi til verkfalls á Suður- eyri, sagði Sveinbjörn Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Súganda á Suöureyri i samtali við Þjóðviljann í gær. Bjóst hann við að stjórnarfund- ur yrði haldinn f félaginu annað- hvort i gærkvöldi eða dag og yröi þar boðað til verkfalls með viku- fyrirvara. Þó yrði reynt aö hafa samráö við önnur sjómannafélög á Vestfjörðum en ASV hefur ósk- aöeftir 20. apríl sem viðmiðunar- degi. A Suðureyri mundi verkfallið ná til togarans Elinar Þorbjarn- Framhaid á bls. 13 „Stjórnarfiokkarnir og rikisstjórnin hafa nú gert til- lögu um nokkra breytingu á skattstiganum sem miðar að þvf að teygja úr honum þannig að menn komast ekki i efsta skattþrep fyrr en nettótekjur eru orðnar yfir sjö miljónir króna. Auk þess hækkar persónuafsiáttur og barnabætur. Ég er viss um að þessi breyting á skattstig- anum mun mælast vel fyrir en þvf er ekki að leyna aö rikissjóður tekur aukna á- hættu með þessum breyting- um sem gætu þýtt að skatt- urinn skilaði einum til einum og hálfum miijarði minna en áætlað var,” segir Ragnar Arnalds fjármáiaráðherra i viðtaii á baksfðu blaösins i dag. 1 tilefni fullyrðinga Morg- unblaösins um aö skatt- heimtan færi 3 miljarða fram úr áætlun á þessu ári og verði 46.7 miljarðar I stað 43-44 miljarða sneri Þjóð- viljinn sér til Olafs Ragnars Grimssonar formanns fjár- hags- og viðskiptanefndar efri deildar. Olafur kvaö þetta fjarri lagiog minnti á að við álagn- ingu skatta nú væri verið að framkvæma kerfisbreyt- ingu. Viö þessa skattkerfis- breytingu skapaðist mun meiri óvissa um tekjuöflun fyrir rikissjóð en verið hefur áundanförnum árum. ÞaÖ á- lit sérfræðinga heföi komið fram að þessi óvissa f tekju- skatti einstaklinga gæti numið að minnsta kosti tveimur miljörðum iplds eða minusog jafnvel mun meira. „Ef óvissan reynist rikis- sjóði mjög i óhag getur á- lagning tekjuskatts þvi skil- að að minnsta kosti tveimur miljörðum og jafnvel þrem- ur til fjórum miljörðum minna en nú er gert ráð fyrir. Sú lækkun teljuskatta sem felst i tillögum um breyttan skattstiga hefur það I för með sér að rflds- sjóöur tekur mun meiri á- hættu i álagningu tekju- skattsins. Þótt Þjóðhagsstofnun hafi nú endurskoðaö tekjuáætlun- ina og hækkaö um 1-2% felur sú niöurstaöa ekki f sér nema 1 til 2 miljaröa króna breyt- ingu til hækkunar. Þaö er breyting sem er vel innan fyrrgreindra óvissumarka. Samanlögö niöurstaöa þeirra upplýsinga sem fram komu á fundi fjárhags- og vibskiptanefnda Alþingis I morgun er þvi sú aö rikis- sjóöur tekur enn verulega á- hættu og getur ef óvissan reynist rikissjóöi i óhag skil- að amk. einum til tveimur miljörðum minna en gert hefur verið ráð fyrir. Baksiðufrétt Morgun- blaðsins i gær er þvi alröng og dæmi um lélegar upplýs- ingar blaðsins f skattamál- um”, sagöi Ölafur Ragnar Grimsson. — ekh frá og með 30. april Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að stöðva þorsknetaveið- ar frá hádegi 30. april næstkom- andi á svæðinu frá Eystra-Horni suður, vestur og norður um aö Bjargtöngum. Bann þetta gildir að svo stöddu til 21. mai næst- komandi. Akvörðun þessi er tekin eftir umræður i rikisstjórn og fundi með hagsmunasamtökum i sjávarútvegi og sjávarútvegs- nefndum Alþingis. Byggist ákvöröun þessi á þeirri forsendu, að afli á þessu svæði hefur þegar náð þeim viðmiðunarmörkum, sem lögð voru til grundvallar um þorskafla á vetrarvertiðinni, en með þeim var gert ráð fyrir svip- uðum afla og i fyrra. Þar sem bátaafli á Vestfjörö- um, fyrir Norðurlandi og Austur- landi er minni en I fyrra, hefur ráðuneytið ákveðið að fresta ákvörðun um stöðvun þorskneta- veiða á þessu svæði um sinn og sjá hvernig þróun aflabragða verður i aprilmánuöi. Sjá baksfðu Skákáhugi hefur sennilega aldrei veriö meiri á tslandi en nú. Mynd þessi var tekin á skólaskákmóti Reykjavikur ifyrradag. (Ljósm.: eik) —Sjá 3. slöu. ÍBM kynnir tölvubúnað fyrir sjúkrahús: Býður ekki helstu ráð- gjöfum á þessu sviði IBM á Islandi hefur raöstefnu um tölvuvæöingu sjúkrahúsa 16.- 17. april n.k. Þar veröur kynntur sá tölvubúnaöur, sem fyrirtækið hefur á boöstólum á þessum vett- vangi. Ráðstefna þessi eða öllu heldur sölukynning verður haidin I samráði viö tölvunefnd rlkis- spitalanna, en IBM kostar hana aö öllu leyti og býöur m.a. hingaö tveimur Svium, sérfræðingum á þessu sviöi töivutækni. Athygli vekur, að meðal þeirra sem boðið er að sitja þessa ráð- stefnu, er ekki að finna þá aðila sem mest hafa unnið að tölvuvæð- ingu i heilbrigöiskerfinu hér á landi, en hinsvegar er ýmsum ut- an ríkisspítalanna boðið. IBM hefur þá ágætu baktrygg- ingu fyrir hugsanlegri gagnrýni á þetta „ráðstefnuhald”, að tölvu- nefnd rikisspitalanna sendi fyrir- tækinu bréf þann 11. febrúar s.l., þar sem óskað var eftir kynningu á tölvubúnaði fyrir heilbrigðis- þjónustu. Samskonar bréf munu Framhald á bls. 13 Verðum að skoða það sem markaðurinn býður upp á — Nýstofnuð tölvunefnd hefur fengið þaö hlutverk að tölvu- væöa alla rikisspitalana, sagöi Daviö A. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri rikisspltaianna er Þjóðviljinn ræddi viö hann I gær vegna ráöstefnu IBM I næstu viku. — Til þess aö kanna hvaö á boöstólum væri höföum viö samband viöalla umboösað- ila tölvubúnaðar, bæði vélbún- aöar og hugbúnaöar, og óskuö- um eftir þvi að þeir kynntu nefndarmönnum það sem þeir hafa upp á að bjóöa. Daviö sagöi aö Kristján ó. Skagfjörð hefði þegar kynnt þeim þremur sem sæti eiga i nefndinni nokkuð af sinum bún- aði, og haft góö orð um þaö aö boöið yrði upp á betri kynningu siðar. í tölvunefnd rikisspltal- anna eru auk Davíðs þeir Bjarni Þjóðleifsson og Siguröur Þórð- arson. Siðan baust IBM til að standa fyrir kynningu á sinum búnaði og baö nefndina aö tilnefna 15 þátttakendur. — Við þáðum þetta boö og tilnefndum 15 starfsmenn rikisspltalanna til þátttöku i þessum kynningar- fundi, sagði Davið, en sfðan bauð fyrirtækiö ýmsum öðrum til fundarins. — Það er greinilegt aö þetta hefur valdið miklum úlfaþyt hjá ýmsum, sagði Daviö. — Þeir bjóða dálltið undarlega til ráð- stefnunnar. Stjórnendum heil- brigöismála er boðið, en hins- vegar ekki þeim ráðgjöfum. sem mest hafa sinnt þessum málum i heilbrigðiskerfinu, en starfa ekki á stofnunum. — Menn verða að skoða það sem markaðurinn hefur upp á að bjóða, annars erum viö ekki þeim vanda vaxnir aö taka á- kvarðanir I þessum efnum, sagði Davíð. Hann sagðist vona, aðaðrir tölvuinnflytjendur sæju sér fært að standa fyrir svipaöri kynningu og IBM. Davið sagði aö ríkisstofnanir, þ.e. sjúkrahúsin og Háskólinn, væru að kaupa tölvur af Krist- jáni Ó. Skagfjörð fyrir 200-300 miljónir um þessar mundir og það væri til vitnis um að IBM einokaði ekki tölvumarkaðinn hér, eins og oft hefur verið hald- ið fram. — Mér finnst það þvl ekkert mál, þó að þessi fyrir- tæki fái hingaö erlenda sérfræð- inga og hafi svolltiö fyrir þvi að kynna okkur hvað þau hafa á boöstólum, sagði hann. — Við höfum ekkert keypt af IBM, en hinsvegar erum við að kaupa núna Digital-tölvur, sem Kristján Ó. Skagfjörö hefur um- boð fyrir, vegna þess að reynsl- an á hinum Noröurlöndunum sýnir það að þær hafa verið notadrýgri á rannsóknastofum. --Ég treysti læknum okkar og öðrum starfsmönnum hér til þess að vega og meta þær upp- lýsingar, sem erlend fyrirtæki gefa um þau tæki sem þau framleiða, sagði Davið A. Gunnarsson að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.