Þjóðviljinn - 12.04.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.04.1980, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. aprll 1980 Af skíðamönnum Ég er víst búinn að skrifa hartnær áratug í Þjóðviljann og sjálfsagt meira bull en margur annar. Um einn málaflokk hef ég þó aldrei drepið niður penna en það eru íþróttir. Ef til vill er það vegna þess að mér hefur fundist íþróttum gerð nægilega gáfuleg og ítarleg skil í íslenskum blöðum, en lesendur blaðanna hafa ef til vill veitt því athygli að oft er lung- inn af því andlega fóðri sem fyllir blöðin helg- aður einmitt íþróttum. Jæja, en nú ætla ég semsagt að skrifa íþróttagrein og þykist hafa til þess ærna ástæðu. Tilef nið er nef nilega stórmerk grein, sem ég rakst á eftir sjálfan formann Skíðasambands Islands í einu af dagblöðum borgarinnar og f jallar um hið glórulausa fyllerí á bestu skíða- mönnum íslensku þjóðarinnar. Skiðaíþróttin hefur stundum verið kölluð álappaíþrótt af því að grunur hefur leikið á því að betri árangur náist ef menn standa á löppunum þegar hún er þreytt (sakar ekki að geta þess hér innan sviga að besti göngumaður allra tíma var Finninn Lappaleinen). En sem- sagt nú er sá grunur f arinn að læðast að manni að tveir nýbakaðir íslandsmeistarar í alpa- greinunum hafi náð þessum árangri með því að fara gegnum svigbrautir, nálar og vertí- kala ölóðir á skallanum og herðablöðunum. Ég vona að minnsta kosti að ég hafi ekkert mis- skilið í grein formanns Skíðasambands Is- lands. Nánari tildrög þessa máls virðastveraþau, ef marka má Dagblaðið á f immtudaginn, að á skallanum andrúmsloftið sé orðið slíkt milli formanns Skíðasambands (slands og tveggja nýbakaðra Islandsmeistara að þeir síðarnefndu neiti að keppa framar fyrir íslenska landsliðið. Ekki er það nú gott maður. Að sögn formanns Skíðasambands (slands kjósa þessir ágætu afreksmenn að þegja þunnu hljóði yfir þeim ástæðum, sem valdið hafa þessu „þvingaða andrúmslofti". Ekki veit ég hvort þetta andrúmsloft er í anda við guðaveigar eöa eitthvað sálræns eðlis enda engin viðhlítandi skýring gefin á því í þessari annars ítarleguog merku_grein undir fyrirsögninni „LANDSLIÐSMENN SAKÁÐIR UM FYLLIRI". Hinsvegarer tekið fram að fslandsmeistar- inn hafi borið gæfu til að fá að æfa með Ing- mar Stenmark „til þess að þetta mætti takast". Ekki veit ég hvað það er sem átti að takast, en líklega er átt við að hinn ágæti íslenski skíðakappi hefði átt að slá Stenmark við, úr því að hann fékk tækifæri til að stunda æfingar í námunda við hann. Árinni kennir illur ræðari, segir gamalt íslenskt máltæki,og hér sannast, að sögn for- manns Skíðasambandsins, hið fornkveðna. íslandsmeistarinn kenndi semsagt skíðunum sínum um það að hann fór mest á skallanum og herðablöðunum niður svigbrautirnar; og svo náttúrulega hinu margumrædda slæma and- rúmslofti. Og nú spyr sá sem ekki veit (undirritaður): Er það rétt, sem skilja má á þessari stór- merku iþróttagrein, að Islandsmeistarinn hafi ekki fengið að nota þau skíði, sem hann hafði mesta tiltrú á? Alltaf er þetta nú að verða skrítnara oa skrítnara. Varla hefur hann þurft að etja kappi við Ingmar Stenmark á sundblöðkum þrúgum, skautum eða tunnustöf um að fornum sið. Og er hér ekki komin skýringin á öllu heila málinu. Ábðvitað átti hann að vera á uppá- haldsskíðunum sínum. Punktum pasta. Ef ég hefði verið formaður Skíðasam- bands Islands, þá hefði ég látið hann keppa á stökkskíðum. Þau eru þann- ig hönnuð að þau eru allra skíða þyngst og þar að auki undir þeim þrjár raufar (ef ég man rétt), þannig að drukk- inn skíðamaður og valtur á fótum verð- ur þrisvar sinnum stöðugri heldur en á venjulegum svigskíðum, sem hafa bara eina rauf. Þar að auki eiga drukknir skíðamenn helst ekki að taka þátt í öðru en stökki, því þar er farið beint af augum, svif ið í himingeimn- um dálitla stund; en I slíku hafa ölkærir menn staðgóða reynslu; og síðan ekki staðnæmst fyrr en í gamalli heysátu neðst I brekkunni. Sem sagt kjörin íþrótt fyrir gleðimenn I stuði. Hitt má svo kannske fylgja hér að þótt ég sé enginn sérfræðingur í álappa-né alpagreinum á skíðum, þá hef ég stundum látið það eftir mér að horfa á bæði þá Sigurð og Hauk „keyra" og þótt þeir haf i að vísu ekki enn náð Ingemar Stenmark, þá verð ég að segja að þeir virðast ekki bera það með s~ér að þeir haf i legið í langvarandi fylliríi í rennusteininum, jaf nvel þótt formaður Skíðasambands (slands láti hafa eftir sér orðrétt i Dagblaóinu að „margir forystumenn skíðaiþróttarinnar viti mætavel að ekki sé minnsta ástæða til að sýna sumum piltanna tiltrú að þessu leyti" og „Sig- urður Jónsson hef ur á sér sérstakt orð í þess- um efnum/' eins og formaðurinn segir orð- rétt. Annars skilst oss að búið sé að skipa sátta- nefnd í málinu og eru það átta fararstjórar, sem stofnað hafa tvöfaldan kvartett og er þetta viðlagið: Nú er aðeins um að gera að allir verði skítþvegnir því iþróttamenn eiga að vera algerlega hvítþvegnir. Flosi Þórarinn Einarsson bóndi Höfða Vatnsleysuströnd Fæddur 12. apríl 1884 — Dáinn 7. apríl 1980 Heiöursmaöurinn Þórarinn Einarsson veröur i dag 12. aprfl kvaddur hinstu kveöju nákvæm- lega níutiu og sex árum frá fæðingu sinni, þvi þennan dag var hann i heiminn borinn i ldgum bæ I Krisuvik áriö 1884. Móöirin sem fagnaöi þessum hrausta strák var Margrét Hjartardóttir en faöir- inn dugnaöarmaöurinn og sjó- sóknarinn Einar Einarsson i Nyjabæ 1 Krisuvik. Einar mun hafa veriö siöasti formaöur sem réri frá hinni fornu verstöð aö Selatöngum. Frá veru sinni i Krisuvlk kunni Þórarinn margt aö segja, meöal þess var skemmtileg frásögn af Arna fyrrum sýslumanni Skaft- fellinga sem tók sig upp austan úr sveitum meö mörg hundruö f jár og settist aö i Krisuvik. Þórarinn rifjaöi þetta upp ásamt fleiru í skemmtilegu viötali er birtist viö hann i lesbók Timans fyrir nokkr- um árum. Þau hjón Einar og Margrét tóku sig upp meö sinn stóra barnahóp og fluttust til Grinda-' vikur þegar Þórarinn var átta ára aö aldri.Þeirrar feröar minntist hann oft, þvi fæturnir voru stuttir og leiðin löng ungum göngu- manni, en skapiö var mikiö og ekki lét hann sér til hugar koma aö gefast upp. 1 Grindavik ólst hann upp viö kröpp kjör og vann alla þá vinnu er til féll bæöi til sjós og lands. Lifsbaráttan var geysihörö og vinnudagurinn langur og strangur. Þórarinn fluttist skömmu eftir aldamótin meö foreldrum sinum aö Bergskoti á Vatnsleysuströnd, þar sem hann stundaði bæöi búskap og sjósókn. Ströndin var vfst ekki vel til búskapar fallin á þessum árum, túnbleölar umgirtir haglega hlöönum grjótgöröum þar sem klappirnar gægöust allsstaöar upp Ur, en sjórinn var gjöfull allan ársins hring, þorskurinn i byrjun vertiöar, hrokkelsin þegar voriö fór aö segja til sin og svo blessuð vorýsan sem gekk inn á miöin langt fram á sumar. Allt var nýtt og engu hent, sloriö var boriö á klappir og hóla, hausar hertir og fiskurinn saltaöur og hertur. Lifrin var sett i stóra kagga þar sem hún var látin sjálfrenna, gota og kútmagar fóru til heimilisnota. Um það leyti sem áöur um ræöir var Margrét móöir Þór- arins farin á heilsu, og þjáöi hana sá sjúkdómur sem löngu er útdauöur á Islandi. Einar faöir hans var þá oröinn aldraöur maður og þurfti Þórarinn þvf sár- lega á hjálp aö halda viö búreksturinn. Þá varö hann fyrir þvi láni aö til hans réöst mikil dugnaöar- og mannkostastúika, Guörún Þorvaldsdóttir frá Alftár- tungukoti á Mýrum. Hvort þau hafa veriö trúlofuö er hér var komiö sögu veit ég ekki, en svo mikiðer vist að þessi myndarlegu ungmenni gengu f hjónaband 7. október áriö 1910. Börnin fæddust hvert af ööru, elstur var Þorvaldur lögfræöingur sem lát- inn er fyrir nokkrum árum, þá Margrét húsfreyja aö Knarr- arnesi, Anna fyrrum kaupkona i Reykjavik, Unnur húsfreyja f Borgarnesi og yngst Asta Gunnþórunn húsfreyja aö Bergs- koti. I heimili hjá Þórarni var á þessum ti'ma systursonur hans Siguröur og gengu þau Guörún og Þórarinn honum I foreldra staö: mikiö dálæti höföu þau hjón á honum og er til skemmtileg saga er þaö sannar en skal látin ósögö hér. Þeir Sigurður og Þorvaldur voru ákaflega' samrýmdir og sagöi Guörún oft aö er þeir voru litlir mátti hvorugur af hinum sjá. Nærri má geta aö þröngt hefur verið um þessa stóru fjölskyldu I litlu torfbaöstofunni i Bergskoti. Þau Þórarinn og Guörún réöust þvi i aö kaupa jörö er lá saman viö Bergskot sem Höföi heitir. Fluttu þau þangaö meö allan barnahópinn sinn og sameinuöu jaröirnar f eina. Var nú kominn grundvöllur aö nokkuö góöu búi á þeirra tfma mælikvaröa. Þaú hjónin voru ákaflega samhent aö vinna heimili sinu allt þaö besta og var þá hvorki horft i tima né erfiöi. Þórarinn var oft aö heiman viö vinnu sem til féll, bæöi land- vinnu og til sjós á skútum tima og tima.Heimilið hvildi þáá heröum húsfreyjunnar aö öllu leyti. Hún brást heldur ekki sinum góöa maka og kvartaöi ekki þó aö svefntiminn væri ekki alltaf langur; þaö þurfti aö lú garöana, bæta plöggin af fólkinu, baka og sjóða, verka fiskog heyja i skepn- urnar. Ollu var haldiö til haga meöráðdeildogútsjónarsemi. En þó aö húsrými væri ekki mikiö var hjarta þeirra hjóna svo sann- arlega á réttum staö þvi aö enn stækkaöibarnahópurinn og fjórar fósturdætur bættust viö, og var þeim. sýnd sama ástúöin og umhyggjan og bömunum sem fyrir voru. Þær eru: Hulda, búsett i' Ameríku, Gunnþórun, húsfreyja í Reykjavik, Elisabet, húsfreyja I Reykjavik, og Kristjana, húsfreyja f Garöabæ. I öllu veraldarváfstrinu gleymdist samt ekki aö innræta öllum barnahópnum guösótta og góöa siöi. Renni ég grun I aö þar hafi menning þjóöar vorrar veriö i hávegum höfö, þvi aö hjónin voru bæöi mjög vel greind og margfróö. Krakkarnir fóru þvi úr fööurgaröimeögott vegarnesti þó aö veraldarauönum væri ekki fyrir aö fara. Starfiö var margt, en samt gáfust stundir til aö gleöjast meö glööum. Þórarinn var ákaflega léttlyndur maöur og tók þar af leiöandi mikinn þátt i félagslffi sveitar sinnar. Einnig hlóöust á hann ýmis trúnaöarstörf; hann vann mikiö i þágu búnaöarfélags- ins óg sat fundi sem fulltrúi I Mjólkurfélagi Reykjavikur f fjölda ára. Safnaöarmál lét hann einnig til sín taka og hringdi hann klukkum kirkju sinnar aö Kálfa- tjöm i tugi ára eöa þar til fæturnir neituðu aö klifra upp I turninn lengur Mjög góöa söngrödd haföi Þórarinn, mjúkan og fagran bassa og söng hann f kór kirkj- unnar fram á elliár. Hann var mikill trúmaöur og sagöi hann mér aö aldrei heföi hann látiö hjá liöa aö lesa hina fornu sjóferöabæn er hann fór i róöur. Hverjum degi heilsaði hann meö þvi aö signa sig móti risandi sól og lagöist aldrei til svefns án þess aö fela sig og sina guöi f hendur. Mikinn fjölda af rímum og kvæöum kunni hann og var stál- minnugur á gamlan fróöleik. Gat hann sagt frá mörgum kunnum mönnum og sérkennilegum sem nú eru löngu gengnir og atburöum sem nú eru aö falla I gleymsku. Feröalög vorumikiöyndihans og sleppti hann ekki tækifæri til þess aöskreppa milli sýslna og jafnvel landa er búskaparvafstriö fór að hægjast og ungarnir flognir úr hreiörinu. Þegar þau Þórarinn og Guörúnbrugöubúiáriö 1959höföu margir bæöi stórir og smáir átt athvarf i þeirra ranni. Jón tengdasonur þeirra og Asta yngsta dóttirin keyptu þá jöröina og voru gömlu hjónin til heimilis hjá þeim. Guörún lést eftir stutta en erfiöa legu áriö 1971. Þá höföu þau hjón þolaö saman súrt og sætt i sextiu og tvö ár. Mikill var sökn- uöur Þórarins eftir sina góöu konu en fullvissan um endurfundi var alger. Hann átti sföan góöa elli hjá Astu og Jóni og veit ég ekki þann hlut sem þau heföu ekki viljaö fyrir hann gera. Ættbogi hans er orðinn stór og var hann orðinnlangalangafi löngu áöur en hann lést. Alla afkomendur sina mundihann og þekkti fram undir þaö siðasta og stuttir fætur áttu margar feröir I herbergiö til hans til aö fá hlýja stroku á vanga og huggun 1 þeim raunum sem smáfólk þjáir, og sakaöi þá ekki aö fá mola úr skúffunni hans I leiöinni. Eg tel aö mér hafi veriö þaö varanleggæfaerég fékk barnungi aö kúra mig f stóra rúminu hjá afa og ömmu, læröi aö rifa þorsk- haus og hjusta á gamlar sögur, sötra kaffi úr skeggbolla þrátt fyrir fullyröingar ömmu um aö krakkar hættu aö stækka ef þau drykkju kaffi, en hefet og fremst þaö aö finna aö tfmi var til aö hlusta á hraölyginn krakka sem Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.