Þjóðviljinn - 12.04.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1980, Blaðsíða 3
Frystihúsin á ísafíröi: Stöðvast eftir helgi Reiknað er meö aö frystihúsin á tsafiröi stöövist aö mestu eftir helgina en þö er gert ráö fyrir aö eitthvaö veröi unniö i saltfiski og skreiö, sagöi Pétur Sigurösson forseti ASV i samtali viö Þjóövilj- ann i gær. t frystihúsunum vinna um 400 manns. Pétur sagöi aö ekkert væri aö frétta úr kjaradeilu sjómanna. Engir fundir hafa veriö boöaöir enda virtist slikt vera tilgangs- laust, ekki sist eftir aö formaöur Otvegsmannafélagsins, Guö- mundur Guömundsson, heföi látiö hafa eftir sér i fyrrakvöld aö út- geröarmenn væru ósveigjanlegir. — GFr. Þorgeir ólafsson Nýr aug lýsinga- stjóri Nýr auglýsingastjóri er tekinn til starfa á Þjóöviljanum. Hann heitir Þorgeir Olafsson og hefur starfaö viö blaöiö I rúmt ár. Þjóö- viljinn þakkar fráfarandi auglýs- ingastjóra, Rúnari Skarphéöins- syni.vel unnin störf og óskar hon- um góös gengis á nýjum starfs- vettvangi. Skólaskák- mótReykja- \ikur Miövikudaginn 9. april og fimmtudaginn 10. fór fram i húsa- kynnum Taflfélags Reykjavikur skákmót milli skákmeistaranna i öllum skólum Reykjavikur. Keppt var i tveimur aldursflokk- um. Keppendur i yngri flokknum voru á aldrinum 7-12 ára, en i eldri flokknum voru keppendur á aldrinum 13-15 ára. úrslit uröu þau aö i eldri flokknum sigraöi Karl Þorsteins meö 7 vinninga af 7 mögulegum. 1 ööru sæti var Lárus Jóhannsson meö 6 vinn- inga. 1 yngri flokknum sigraöi Davlö ólafsson úr Hólabrekkuskóla, i ööru sæti uröu jafnir þeir Tómas Björnsson Hvassaleitisskóla og Arnaldur Loftsson Hliöaskóla. 13 keppendur tóku þátt I mótinu i eldri aldursflokknum en 16 i þeim yngri. Aöeins tveir efstu úr hvor- um flokki komast i landskeppnina sem haldinn veröur aö Varmár- landi I Borgarfiröi 24.-27. april n.k. og keppa þeir Arnaldur og Tómas þar innbyröis um annaö sætiö og um leiö réttinn til aö keppa á landsmótinu. O.V.H. Laugardagur 12. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 . fl ! I: ' Byggingu Dvalarheimilisins miöar vel. Dvalarheimili aldradra á Húsavik i/ • mHfi * • — Ljósm. — vh. Tekið í notkun í haust Byggingu Dvaiarheimilis aldr- aöra á Húsavik miöar vel og er ráögert, aö i haust veröi teknir I notkun tveir þriöju hlutar húss- ins, aö þvi er Egili Olgeirsson form. dvalarheimilisstjörnar- innar sgaöi Þjóöviljanum. Smiöi hússins hefur nú staöiö yfir i um fimm ár og mun húsiö fullbyggt taka 35-40 vistmenn. Ibúöir veröa bæöi fyrir hjón og einstaklinga og veröur þarna lika atvinnu- og félagsaöstaöa fyrir annaö eldra fólk á Húsavik og ná- grenni. Húsiö er sambyggt sjúkrahús- inu og er á þrem hæöum auk kjallara og sundlaugar. Sveitar- félögin i kring hafa aöallega séö um fjáröflun, auk iáns sem Hús- næöismálastofnun rikisins veitti. Undanfarin ár hefur sjúkrahús- iö á Húsavik haft rúm fyrir 12 aldraöa vistmenn og er knýjandi þörf fyrir nýja dvalarheimiliö þegar þaö kemst i gagniö. — F.Th. Bókun í útvarpsráði um páskaboðskap Vilmundar Siðíaust af sagnfrædingi Dagskrárstjórinn uppfyllti ekki þær kröfur sem gerdar eru til hans sem sagnfræðings A útvarpsráösfundi i gær uröu talsvcröar umræöur um þátt Vil- mundar Gylfasonar alþingis- manns á páskadag. Fulltrúi Aiþýöubandalagsins Ólafur R. Einarsson lét bóka eftirfarandi: ,,A páskadag annaöist fyrrver- andi menntamálaraðherra Vil- mundur Gylfason dagskrárstjórn i eina klukkustund. Þessi dag- skráriiður varö i höndum Vil- mundar aö allsherjar erinda- flutningi þar sem dagskrárstjór- inn reyndi af fremsta megni aö varpa einhliöa ryrö á þá menn i islandssögu siöustu 100 ára sem haröast hafa gengiö fram viö verndun landsréttinda. Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum: Samstaða með vestfirskum sjómönnum Aöalfundur Sjómannafélagsins Jötuns i Vestmannaeyjum, sem haldinn var 5. april s.l. lýsti yfir stuöningi viö kröfur Sjómanna- félags ísafjaröar og voru vest- firskum sjómönnum sendar bar- áttukveöjur vegna vinnudeilu þeirra. Fundarmenn voru sammála um aö róttækra aögeröa væri þörf I samningamálum sjðmanna, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Aöalfundur Sjómannafélags- ins Jötuns lýsir furöu sinni og vanþóknun á þvi ófremdar ástandi sem rlkir i samnings- málum Islenskra sjómanna. Nú er aö hefjast þriöja áriö frá þvi aö samningum var sagt upp og er ekki neitt útlit fyrir aö samninga- viöræöur hefjist á næstunni. Fundurinn skorar þvi á sam- bandsstjórn Sjómannasambands Islands og öll stéttarfélög á land- inu, aö taka nú þegar ákvöröun um næsta skerf i kjarabaráttu sjómanna.” Miklar umræöur uröu um fri- tima sjómanna og samþykkti fundurinn aö fela formanni félagsins aö fara þess á leit viö Utvegsbændafélag Vestmanna- eyja aö taka upp samningaum- leitanir um helgarfri sjómanna. Stjórn félagsins skipa nú: Elias Björnsson formaöur, Þorsteinn Guömundsson, Valur Valsson, Agúst Helgason og Hjalti Hávarösson. — GFr Tónleikar í Háskólabíói Hamrahliöarkórinn og Horna- flokkur Kópavogs halda tónleika i Háskólabiói á morgun klukkan 19.00. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar byggingu Hjúkrunar- heimilis aldraöra i Kópavogi. Verö aögöngumiöa er kr. 3.500. Meöal annars var timinn notaö- ur til einhliöa fordæmingar á þeim er haröast gengu fram um stofnunlýöveldisins 1944, en hins- vegar einhliöa lofsöng um þá er fresta vildu henni og biöa viö- ræöna viö konung. Þátturinn var notaöur til aö néttlæta stjómar- skrárbrot Breta á Islandi voriö 1940 og þaö sérstaklega harmaö aö islenskir sósialistar skyldu hafa notiö málfrelsis og ritfrelsis, en þaö frelsi telst grundvöllur al- mennra mannréttinda og horn- steinn lýöræöis. Ekki er aö efa aö þessi málflutningur þingmanns- ins er löglegur en siölaus. Meginþemaö i páskaboöskap fyrrverandi menntamálaráö- herra var þó aö reyna aö innræta hlustendum sðrstæöa söguskoöun sem ráöiö hefur rikjum hjá vissum öflum er standa flytjanda nærri. Líta má á þáttinn i heild sem óöinn til þeirra sem ávallt eru reiöubdnir til aö gefa strax eftir fyrir ágangi erlends valds. Ég tel aö Vilmundur Gylfason hafi meö erindi þessu brugöist þvi trausti sem honum var sýnt, og er leitt tilþess aö vita aö þáttur sem þessi skuli nýttur til svo ein- strengingslegrar innrætingar. En fyrst og fremst finnst mér dag- skrárstjórinn ekki uppfylla þær kröfur um hlutlægni sem geröar eru til hans sem sagnfræöings.” Sumarvinna skólafólks: Tilraun með fram- leiðslu sorpgáma — Þaö veröa geröar tilraunir meö þaö i sumar aö fara út i framleiöslu, sagöi Guömundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi og for- maður atvinnumálanefndar Reykjavikur, er Þjv. spuröist fyr- ir um atvinnu fyrir skólafólk á vegum borgarinnar. Borgarráö hefur samþykkt tiilögu nefndar- innar aö verja 7 miljónum króna til kaupa á hráefni i um 100 sorp- gáma sem skólafólk mun fram- leiöa. — Þessi hugmynd kom fyrst upp I fyrravetur, sagöi Guömund- ur, — aö reyna aö breyta til og fara út i framleiöslu. Siöan hefur veriö unniö aö þessu verkefni. Ekki vannst nógur timi til aö hrinda þessu I framkvæmd i fyrravor, en þaö veröur gert nú I sumar. Ráöningarstofa Reykjavikur- borgar byrjaöi um siöustu mán- aöamót aö taka viö umsóknum skólafólks um sumarvinnu. Reiknaö er meö aö borgin veiti nokkur hundruö ungmennum at- vinnu i sumar sem endranær. — Þaö veröa ekki margir I sorpgámaframleiöslunni, sagöi Guömundur, — Þarna er fyrst og fremst veriö aö brydda upp á nýj- ung, og ef vel tekst til má búast viö aö þetta geti oröiö meira i framtiöinni. -eos. Þversögn Platóns Amorgun kl. 14.30 veröur hald- inn i Lögbergi fundur félags á- hugamanna um heimspeki. Fyr- irlesari veröur Eyjólfur Kjalar Emilsson og mun hann halda er- indi sem hann nefnir „Þversögn Platóns”. Fundurinn er öllum opinn. Tvöfaldur ósigur gegn Svium! 1 gærkvöldi fór fram leikur i Polar Cup I körfubolta milli Svia og islendinga. Frændur vorir höföu betur i viöureigninni og sigruöu meö 96-73. Þá unnu Finnar Norömenn meö 75 stigum gegn 57 og Sviar unnu Dani heldur betur, eöa 114-69! Aftur laut landinn i lægra haldi gegn Svium, þegar leik unglinga- landsliösins á Noröurlandamót- inu I handbolta lauk meö sigri þeirra sænsku, 21 mark gegn 13. Staöan I hálfleik var 13-6. Þá sigr- uöu Danir Norömenn 27-22 og Finnar sáu fyrir frændum okkar Færeyingum meö 34 mörkum gegn 11. —— v. Athugasemd krakka á Unglingaheimilinu: Óréttlátt að allir líði fyrir asnaskap þriggja Krakkarnir sem dvelja á Unglingaheimili rikisins hafa sent frá sér eftirfarandi athuga- semd: „Vegna frétta í öllum fjölmiöl- um um innbrot og skemmdaverk sem þrir strákar hér af heimilinu frömdu, viljum viö taka þetta fram: Þaö er óréttlæti aö allir krakkarnir hér liöi fyrir asnaskap þriggja nýkominna strákpjakka, sem hugsa ekki neitt út I þaö sem þeir eru aö gera. Siöan þetta skeöi höfum viö oröiö fyrir aökasti út af þessu. Og þeir sem eru hér, og þeir sem voru hér og þeir sem eiga eftir aö vera hér, liöa fyrir þetta i framtiöinni, t.d. þegar þeir eru aö leita sér aö vinnu eöa hús- næöi eöa þviumlikt. Viö förum oft I ferðalög til aö hressa upp á mannskapinn og yfirleitt gengur allt vel. Viö sem skrifum þetta erum ekki dæmdir glæpamenn sem þarf aö passa.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.