Þjóðviljinn - 12.04.1980, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.04.1980, Qupperneq 11
Laugardagur 12. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 A æfingunni, sem Þvj. fylgdist meö hjá La Louviere fér ekki á milli máia aö Karl skaraöi frammúr i knautækniog útsjónarsemi. . Hér er boltinn kominn á loft og þá er eitthvaö I aöslgi. Mynd: —IngH Þegar Karl hdf aö leika meö La Louvlere I 1. deildinnl haustiö 1978 vakti hann strax nokkra athygli. Hér aö ofan hefur hann snúiö á vörn andstæöinganna og fyrsta mark hans I Belglu er staöreynd. Draumurinn að veruleika” varð Karl ásamt eiginkonunni, Ernu Haraldsdóttur. 1 fangi hans situr sonur þeirra, GIsli. Mynd: —IngH „Ég er þaö litill og léttur aö ég reiknaöi ekki meö þvi aö komast nokkurn tima út f atvinnufót- boita. Þegar ýmiss félög fóru aö gera tilboö I mig eftir leik 1A gegn Köln haustiö 1978 var eins og aö sjá draum rætast,” sagöi Skagamaöurinn knái, Karl Þóröarson i samtali viö Þjv. á heimili hans I La Louviere I Belgfu. Karl hefur mörg undanfarin ár glatt íslenska knattspyrnu- áhugamenn meö hreint ótrú- legri knattleikni sinni og skemmtilegum „karakter” á leikvelli. Þaö kom þvi ekki ýkja mikiö á óvart aö erlend knatt- spyrnufélög fóru aö bera viurn- ar i hann og eftir nokkurt japl, jaml og fuö ákvaö hann aö ganga til liös viö belgiska 1. deildarliöiö La Louviere. — Já, það var auöveld ákvöröun fyrir mig aö semja viö La Louviere. Þaö höföu fleiri liö veriö inn i myndinni s.s. Feyenoord, Twente og Ex- celcior, en þau gengu öll úr skaftinu. — Þegar ég var 17 ára stóö mér til boöa aö fara til Metz i Frakklandi, en þar sem ég var i Iönskólanum heima þá sleppti ég þvi. Hvernig gekk þér aö aölagast knattspyrnunm, og lítsháttum i Belgiu eftir aö þú komst hing- aö? Mér var tekiö frábærlega vel, bæöi af forráöamönnum liösins og leikmönnum. Eins hafa áhangendurnir ekki látiö sitt eftir liggja. Þó kom félagiö illa fram þegar KSI baö um mig i landsleik i fyrravor. Þeirri bón var neitað og sagt aö ég ætti aö spila siöasta leikinn á keppnis- timabilinu. Þegar á reyndi lék ég ekki þennan leik og missti þ.a.l. af landsleik. Karl átti erfitt uppdráttar I fyrravetur og vermdi vara- mannabekkinn seinni hluta vetrar. Á yfirstandandi keppnistimabili hafa málin hins vegar æxlast þannig aö hann er oröinn lykilmaöur I liöinu. Viö spuröum Karl hvaö hafi olliö þessari breytingu. — Siöastliöiö sumar kom ég heim á Skagann, ákveöinn i aö komast I liöiö hjá La Louviere aö hausti. Þvl hóf ég aö æfa i sumarfriinu hjá þjálfara 1A, Hilpert, og þetta bjargaði mér alveg. Ég læröi mikiö af Hilpert, hann er strangur en góöur þjálf- ari. — Ég fór siöan beint i aöalliöiö og hef veriö þar siöan. Anægöastur er ég þó meö hve um honum út- vel mér hefur gengiö aö skora og nú er ég markahæstur, leik- manna liösins. Samningur þinn viö La Louviere rennur út I vor. Hef- uröu einhverja hugmynd hvaö tekur viö aö runnum? — Þaö hefur ekkert komiö fram varöandi framtiö mina hér. Ég fer ásamt 9 öörum leik- mönnum á sölulista i vor og komi gott tilboö athugar maöur þaö. Þaö er liklegt aö einhver hreyfing komist á þessi mál þegar deildin er búin. — Ég hef einhvern veginn trú á þvi aö La Louviere vilji halda I mig, en ég hef ekkert heyrt ennþá frá félaginu. Þá hafa áhorfendur hér veriö aö impra á þessu. — Or þvi aö maöur er kominn út á annaö borö er siöasti mögu- leikinn sá, aö fara heim. Ég ætla aö vera i þessum bransa eins lengi og ég mögulega get. Eftir þvi sem Þjv. kemst næst eru mörg belgisk liö á höttum eftir Karli eftir hans frábæru frammistööu i vetur. Þaö eru þvi litlar likur til þess aö knatt- spyrnuáhugamenn fái aö sjá hann i hinum gul/svarta búningi ÍA á næstunni. Hins vegar er öruggt aö landsliöspeysunni is- lensku mun Karl Þóröarson klæöast I sumar og þá veröur gaman aö fara á Laugardals- völlinn. -IngH ÍÞRÓTTIR UM HELGINA: Breiðholts hlaup IR Breiöholtshlaup IR 1980 hefj- ast sunnudaginn 13. aprii kl. 14.00. Akveöin hafa veriö 6 hlaup, sem fram munu fara sunnudagana 13. — 20. og 27. april og 4. — 11. og 18. maf, eöa sex sunnudaga I röö. Aö svona langt er liöiö á áriö áöur en hlaupin hef jast aö þessu sinni, er gert til aö braut sú, sem hlaupin er, veröi ekki eins slæm og oft vill veröa aö vetrarlagi. Hlaupin veröur sami hringur- inn og undanfarin ár, en hann er um 800 metra langur. Hlaupiö er opiö öllum, ungum sem öldnum, og hlóta allir verölaun sem ljúka 4 hlaupum af þessum sex. GR með aðstöðu að Korpúlfs- stöðum Golfklúbbur Reykjavikur hef- ur fengiö til afnota gott æfinga- svæöi i landi Korpúlsstaöa og er þar búiö aö koma fyrir 9-holu velli. Vegna þess hve mikill hol- klaki er i Grafarholtsvellinum á vorin hafa GR-menn brugðið á þaö ráö aö leita á aörar slóöir þegar fiöringur fer aö komast i þá á vorin meö hækkandi sól. -IngH íslandsmótið í lyftingum um helgina isiandsmótiö i lyftingum, híö 11. I rööinni, fer fram laugar- daginn 12. aprfl og sunnudaginn 13. april i Laugardalshöllinni, og hefst keppnin báöa dagana kl. 14.00. Aö þessu sinni eru keppendur 23talsins: 11 frá KR,8frá ÍBA, 3 frá IBV og 1 frá Armanni, og veröur keppt I öllum þyngdar- flokkunum 10. A laugardag veröur keppt I 52 kg , 56 kg., 60 kg , 67,5 kg og 75 kg flokkunum eöa þeim léttari eins og þeir oft eru nefndir, en á sunnudaginn veröur keppt i þyngri flokkunum eöa 82,5 kg , 90 kg., 100 kg , 110 kg. og yfir 110 kg flokknum. Flestir veröa keppendur I 90 kg, flokknum eöa 5 talsins. Þaö er ölympluár i ár og þvi hafa lyftingamenn æft mjög vel eöa svo aö liklega hefur aldrei verið haldiö lslandsmót hér á landi, þar sém allir keppendur hafa veriö jafnvel undir keppn- ina búnir og lyftingamenn landsins I ár. Arangur þeirra á undanförnum mótum hefur sýnt þaö, svo ekki er hægt um þaö aö efast. Birgir Þór Borgþórsson KR Fræðslu- fundur GR mun gangast fyrir fræöslufundi nk. sunnudag kl. 15 i golfskáianum i Grafarholti. Ólafur Bjarki Ragnarsson mun flytja fyrirlestur um golf- reglurnar. A eftir fyrirlestri ólafs veröa sýndar golfkvikmyndir. Kvikmynda- kvöld ÍKFÍ 13. aprll nk. mun iþrótta- kennarafélag islands gangast fyrir kvikmyndakvöldi I BSRB- salnum aö Grettisgötu 89. Sýndar veröa margar fróöleg- ar myndir af iþróttamönnum og Iþróttaviöburöum innlendum. Sýningin hefst kl. 20.30. Úrslita keppni hjá körfubolta- mönnum Úrsiitakeppni hjá 4. og 3. flokkum i körfuknattleik veröur háö i Hagaskólanum um helg- ina. Þá veröur einnig leikiö til úrslita i 2. deild. I 2. deild keppa Höttur, KFI, og Haukar. Þór, Höröur, IR og KR leika 1 4. flokki. 1 3. flokki leika Tindastóll, Höröur, Valur og Haukar. Þá veröur einnig um helgina Islandsmót i minnibolta á veg- um KR og KKI. Þaö veröur haldiö i Fellaskóla og hófst keppnin kl. 19 I gærkvöld . Andrésar- Andar lelkar Hinir árlegu Andrésar-Andar leikar á skiðum veröa I Hliöar- fjalli um helgina. Þetta er fjöl- mennasta skiöamót sem fram fer hér á landi. Fótboltinn Fylkir og Valur leika á Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu kl. 14 1 dag og kl. 17 á morgun leika Víkingur og Armann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.