Þjóðviljinn - 22.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. april 1980 UOBMIINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis L tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvænidastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. L’msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Ú’tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Skrifstofa -.Guörún GuÖvarÖardóttir. Afgreiösla : Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardótti^ Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Kitstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprenthf. Fólkið á sendiráðslóðinni • Að undanförnu hafa þær tiu þúsundir Kúbumanna, sem hafa sestaðá lóðsendiráðs Perú í Havana og vilja fara úr landi, verið mjög á fréttadagskrá. Tvær túlkanir eru öðru fremur á dagskrá. Annarsvegar fara borgara- leg blöð og fréttaskýrendur, sem túlka þennan skyndi- lega fjöldafíótta gegnum sendiráðshlið sem skipbrot byltingarinnar á Kúbu, vísbendingu um að Castro og hans mönnum hafi mistekist herfilega og gefi flóttinn vísbendingu um að gífurlegur fjöldi landsmanna kjósi sér helst það hlutskipti að flýja land. • Stjórnvöldá Kúbu hafa hinsvegar keppst mjög við það undanfarna daga í f jölmiðlum og með fundahöldum og f jöldagöngum, sem hálf önnur miljón manna tók þátt í að sögn sjónvarpsins, að sýna fram á að fólk þetta séu undanvillingar, undantekningar, sori mannfélagsins. I hátalara hefur verið hrópað um að ,,iðjuleysingjar, andfélagslegt fólk, lögbrjótar og úrþvætti" eins og það var orðað, skyldu hafa sig á brott frá Kúbu sem fyrst. Málgagn kommúnistaf lokksins á Kúbu, Granma, tók mjög í sama streng á dögunum, og vísaði þá í leiðinni til f unda, sem haldnir hefðu verið víða um eyna og þar sem hundruð þúsunda hefðu komið út á göturnar til að stað- festa stuðning sinn við stjórnina. • Það liggur nokkuð Ijóst fyrir að hvorug túlkunin er rétt. Þegar flóttinn er túlkaður sem skipbrot byltingar- innar á Kúbu er horft fram hjá þeirri einföldu stað- reynd, að í hinum fátækari ríkjum heims (og Kúba er eitt þeirra, þótt merkar framfarir hafi þar orðið eftir bylt- ingu) er mikill f jöldi fólks, sem í sjálfu sér hefur litlar áhyggjuraf stjórnmálabaráttu og stjórnskipan, en hefur því meiri áhuga á að komast til ef naðri ríkja. Og þá ekki sísttil hinna auðugu Bandaríkja, sem eins og einn Kúbu- vinur rakti i nýlegri Morgunblaðsgrein, hafa marga möguleika til að gera neysludrauma millistéttanna að alsherjarviðmiðun og keppikef li í stórum hlutum heims. Þaðereinnig horft f ram hjá þeirri tvöfeldni, að einungis þeim sem vilja flýja byltingaríki er leyft að kalla sig pólitíska flóttamenn og fá þar með dvalarleyfi í efnuðum ríkjum eða sérstaka fyrirgreiðslu í öðrum. A meðan að þeim er vísað frá sem flýja eymdarbæli eins og Haiti, þar sem illa þokkuð stórnvöld hafa tryggt sér velvilja vestrænna ríkja. • £n það er líka mikil einföldun að kalla Kúbumennina á sendiráðslóðinni illþýði. Erlendir fréttamenn telja sig reyndar sjá þar misjafna sauði, séu sumir flóttamenn tengdir svörtum markaði og þessháttar, en þar má einnig sjá ýmsa menntamenn og svo ósköp venjulegar f jölskyldur. Þegar tíu þúsundir manna kasta öllu frá sér á skammri stund og eru reiðubúnir til að slíta öll tengsli viðættland sitt þá eru það stærri tíðindi en svo að nokkur ein skýring f innist. I þessu sambandi er rétt að vitna til ítalska kommúnistablaðsins l'Unitá, sem segir svo í leiðara á dögunum: • „Það er hvorki hægt að útskýra né leysa vand.a kúbönsku f lóttamannanna í sendiráði Perú með þvi að stimpla fólkið einfaldlega sem andfélagslegt fyrirbæri eða segja að það hafi látið blekkjast af lofgjörð um hið kapítaliska samfélag. Þetta er fólk sem vill yfirgefa land, sem hefur sett sér það markmið að byggja upp nýtt samfélag. Þessu fylgja mörg vandamál. Atburðir af þessu tagi hljóta að hvetja til nýrrar úttektar á efna- hagsskipan og stjórnsýsiumynstri í viðkomandi ríki." ©l'Unitá kveðst ekki vilja að menn setji sig á háan hest í þessum efnum eða reyni að koma fram sem skóla- kennarar andspænis Kúbumönnum. En (pað er sjálfgert að taka undir það viðhorf, að atburðir eins og þeir sem gerast í Havana ná út fyrir spurningar um vanþróun og erfiðleika fortíðar — þeir skipa hverjum sósíalista að skoða ástand byltingarríkis í anda lýðræðislegrar kröfugerðar til sósíalisma. Hlippt Kúbudramað Sl. föstudag birti Morgunblaö- iö mynd frá Havanna sem sögö synir leggja eins og kunnugt er meiri áherslu á aö siöa aöra en sjálfa sig. Vandamálið Kortsnoj t nýútkomnu hefti timaritsins Skák, fjallar Jóhann Þórir Jóns- ---— SVO mikil er Ortröðin á lóð sendiráðs Perú i Havanna, þar sem taplcga 10 þúsund manns bíða brottílutnings að við stórslysi lá i dag þcgar hindrun á lóðarmörkunum lét undan. Mál flóttafólksins hcfur vakið mikla eftirtekt á Kúbu 'og er búizt við mikilli þátttöku i útifundi. sem haldinn veröur i námunda við sendiráðið á laugardag. en tilgangur fundarins er að mótmæla flóttanum. (AP-simamynd). var vera af örtröö á lóö sendi- ráös Perú, þar sem fólk hefst viö sem vill komast úr kúbönsku sælunni. Eitthvaö hafa mál snú- ist hér viö þvi á spjöldum og boröum sem fólkiö á myndinni ber, má m.a. lesa áletranir þar sem stendur e-ö á þessa leiö: „Burt meö úrhrök þjóöarinn- ar”, „Þeir sem ekki viröa svita okkar eiga aö hypja sig úr landi”. Myndin er því af stuönings- mönnum Castro, sem telja flóttafólkiö vera leifar af gam- alli yfirstétt sem reynt hefur aö halda i gamla lifnaöarhætti og aldrei sætt sig viö niöurstööur kúbönsku byltingarinnar. Um helgina marséruöu svo miljón stuöningsmenn Castrós fram hjá sendiráöi Perú í Havanna til þess aö láta I ljós svipaöar til- finningar og fólkiö á Morgun- blaösmyndinni. Langt seilst Þorsteinn Gylfason ritar I Morgunblaöiö sl. sunnudag grein um franska heimspeking- inn, Jean Paul Sartre. í lok hennar vitnar Þorsteinn i um- mæli Svavars Gestssonar um sinnaskipti Halldórs Laxness: „Halldór Laxness var einn þeirra snilldaranda þessarar svikatiöar sem iöruöust oröa sinna og geröa og skrifuöu játn- ingarrit i yfirbótaskyni. Svavar Gestsson heilbrigöisráöherra gaf þá skýringu á sinnaskiptum Halldórs á sfnum tima aö auö- valdsmangarar heföu hlaöiö undirhann silkipúöum og skvett á hann líkjöri.” Langt er nú seilst. Hér mun vera átt viö grein er Svavar Gestsson ritaöi I skólablaö Menntaskólans I Reykjavik I fjóröa bekk, 1962. Fjallaöi hún um Strompleikinn og var i þá tiökanlegum absúrdstil. Þaö hefur ekki veriö til siös I opin- berri umræöu hér aö vitna I skólaskáldskap eöa ritsmiöar I skólablööum sem fullgilda vöru. 1 þaö minnsta hafa bernskubrek gagnfræöaskólanema og menntskælinga fengiö aö njóta sannmælis sem afuröir ómót- aöra unglinga. En þeir Gylfa- Friörik Kortsnoj son um þátt islenskra fjölmiöla I samskiptum Friöriks Ólafsson- ar og sovéska flóttamannsins Kortsnojs: „Eitt af þeim málum sem efst hafa veriö á baugi úti I hinum breiöa skákheimi slöan Friörik Ólafsson varö forseti FIDE er vandamál Kortsnojs. Allir sem áhuga hafa þekkja söguna nokkuö vel frá annarri hliöinni, þ.e.a.s. Kortsnojs,'þvi fjölmiöl- ar bæöi erlendir og innlendir hafa veriö natnir viö aö birta hvaö eina sem flóttamaöurinn lætur frá sér fara. Aö minu mati er þetta mjög alvarlegt mál og þá sérstaklega fyrir islenska f jölmiöla. Á ég þá sérstaklega viö ómaklegar árásir Kortsnojs á Friörik. Þeir sem um fréttamiölun sjá veröa auövitaö aö hafa næga þekkingu á þeim málum sem fréttir ber- ast af, til, þess aö geta greint á milli, hvort rétt sé sagt frá eöur ei. -v Þeir sem gleggst þekkja mál Kortsnojs hafa samúö meö hon- um þrátt fyrir allt, þótt flestum ef ekki öllum hafi reynst erfitt að leggja honum liö til lengdar vegna þeirrar staöreyndar aö Kortsnoj metur slikt einskis og snýr baki viö mönnum, svo ekki sé meira sagt, þegar honum finnst þaö henta sér.” Ábending til fjölmiðla „Hvaö eru islenskir fjölmiöl- ar aö aöstoöa Kortsnoj viö aö níöa Friörik Ólafsson? Mann sem bæöi persónulega og i krafti embættis sins hefur lagt sig mjög fram um aö fá lausn á helstu vandamálum þessa ógæfusama flóttamanns. Þetta gera þeir þó, meö þvi aö hlaupa upp til handa og fóta, hvert sinn sem Kortsnoj lætur eitthvaö frá sér fara, og birta allan óhróöurinn frá honum. Þaö er engin afsökun þótt reynt sé að skáka i þvi skjólinu, aö aö- eins sé veriö aö koma á fram- færi skoöunum ofsótts útlaga. I þessu sambandi skulum viö horfa á eftirfarandi: 1. Kortsnoj tók þá ákvöröun á eigin spýtur aö flýja, og þar meö aö skilja fjölskyldu sina eftir. Honum voru best ljósar afleiö- ingarnar af þessari ákvöröun. 2. Er þaö á annarra ábyrgö, ef hróp Kortsnojs nú úr öruggri höfn nær ekki tilgangi sinum? 3. Þótt gætt hafi tilhneiginga til þess aö hamla gegn þátttöku Kortsnojs í ýmiss mót vegna af- stööu Sovétríkjanna, hefur hann einnig gert sig sekan um hiö sama og neitaö aö vera meö i mótum sem R. Keene, fyrrver- andi aöstoöarmaöur hans, hefur fengiö boö á. Er einhver grund- vallarmunur á þessu tvennu? 4. Þaö sem varpar þó mestum efasemdum I hug mér varðandi Kortsnoj er þaö, aö eftir flóttann hefur hann verið ótrauöur aö upplýsa, hverjir þaö voru sem helst réttu honum hjálparhönd þegar hann var fallinn I ónáö þar eystra og var aö undirbúa flóttann. Hann veit þó betur en við hverja meðhöndlun slíkir menn fá I járntjaldslöndunum.” Ekki saman að jafna „Nei og aftur nei. Leggiö þessa tvo menn ekki aö jöfnu. Friörik og Kortsnoj. Þótt ágæti Friöriks sé mikiö og óumdeilanlegt vit- um við vel af öðrum dæmum hve varhugavert áhrifavald fjöl- miöla getur veriö. Islenskir fjölmiölar veröa aö geta greint á milli ágæti bestu sona islensku þjóöarinnar og kannski brjóstumkennanlegra landflótta snillinga, sem allt er þó reynt aö gera til aöstoöar. Víst er aö enginn yröi jafnfeg- inn og Friðrik, næöist kona og sonur Kortsnojs frá Sovétrikj- unum.” —e.k.h. L.. 09 shor ið —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.