Þjóðviljinn - 22.04.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.04.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Stofnað í Reykjavík: Æskulýdsfélag sósíalista Stofnfundur æskulýðsfélags sósialista var haldinn i Lindarbæ og má hér sjá nokkurn hluta fundar- manna. Siðastliðinn laugardag var stofnað i Lindarbæ i Reykjavik æskulýðsfélag sósialista, en fyrir- hugað er að starfssvæði þess taki yfir Stór-Reykjavikursvæðið. A stofnfundinum voru félaginu sett lög, samþykkt starfsáætlun fyrir næsta starfsár og kjörin stjórn fyrir félagið. Samkvæmt lögum félagsins þá grundvallar það starfsemi sina á stefnuskrá Alþýðubandalagsins frá 1974, en félagið er þó ekki i neinum skipulagslegum tenslum við flokkinn, þvi menn þurfa ekki að vera félagar i Alþðubandalag- Fræðslunefnd BSRB: Hvernig eign- ast fóik þak yfur höfuðið? Þeirri spurningu og mörgum öðrum ætlar Sigurður E. Guð- mundsson framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar rikisins að svara i erindi er hann flytur á vegum fræðslunefndar BSRB annað kvöld, kl. 20.30. Sigurður mun m.a. gera grein fyrir löggjöf um húsnæðismál. Hann mun fjalla um félagslegar ibúðabyggingar og stefnu rikisins og sveitarfélaga i þeim efnum. Þá um skyldusparnað, lánamögu- leika og aðstöðu einstaklinga til húsbygginga. Þá er liklegt að málefni leigjenda beri á góma. Erindi Sigurðar er eitt i röð fjölmargra sem fræðslunefnd BSRB heur staðið fyrir i vetur. Bandalag kvenna Reykjavík: Auka þarf aðstoð við börn með sérþarfir A aðalfundi Bandalags kvenna I Reykjavik voru samþykktar eft- irfarandi ályktanir um aðstoð við börn með sérþarfir: 1. Aðalfundurinn skorar á Félagsmálaráð Reykjavikur- borgar að auka aðstoð við fjöl- skyldur barna meö sérþarfir. 2. Aðalfundurinn skorar á Menntamálaráðuneyti að hlutast til um það að heyrnarskert börn -fái notið sjónvarpsefnis - með islensku tali. Skal stefnt að þvi að settir verði textar við islenskt efni. Má þar nefna efni fyrir börn eins og „Stundina okkar” o.fl. Þetta myndi stuðla að þvi að minnka þann aðstöðumun, sem nú er með heyrnarlausum og heyrandi börnum. 3. Aðalfundurinn vill hvetja stjórnvöld til umhugsunar um til- verurétt barna með sérþarfir og hvetur þvi forráðamenn fjölmiðla að endursýna þáttinn „svona erum við”, sem sýndur var 31. okt. 1979. 4. a) Vangefin börn: Eru i fyrsta lagi börn, sem hafa sömu þarfir, sama rétt og heilbrigð börn. b) Vangefin börn: Eru ekki sér- hópur, sem ber að meðhöndla á frábrugðinn hátt, sem þýðir venjulega lakari meðferð. Við skorum á fjárveitingayfir- völd að veita allt það fjármagn, sem þarf til uppbyggingar þjónustu fyrir vangefin börn. Við skorum á fjárveitingayfirvöld að veita fé, svo unnt sé að fram- fylgja lögum um aðstoð við þroskahefta, sem tóku gildi 1. jan. sl.. — mhg inu til að geta gerst félagar. Inn- tökuskilyrði er bundið þvi að ann- að hvort séu menn i Alþýðu- bandalaginu eða ekki i nein- um flokkspólitiskum samtökum. Þá var samþykkt að aldursmörk félagsmanna skuli vera 16-30 ára að báðum árum meðtöldum. Hugmyndin með stofnun félagsins er m.a. sú að hefja skipulagt starf til að vinna gegn áróðri hægriaflanna meðal ungs fólks. Fyrirhugað er að nota sumarið til að skipuleggja starf- semi félagsins næsta vetur og á næstunni munu 5vinnuhópar fara af stað til að vinna að þessum undirbúningi. Munu þessir hópar m.a. fjalla um fræðslustarf félagsins, útgáfumál, hagsmuna- mál, menningarmál og utanrikis- mál. A stofnufundinum var kosin 7 manna stjórn fyrir félagið. For- maður var kosinn Þorsteinn Magnússon (17233/81333), en að öðru leyti skiptir stjórnin þann- ig með sér störfum að Bragi Guðbrandsson (20799) er varaformaður, Lúðvik Geirsson (50458) er ritari, Svandis Svavarsdóttir (12912) er gjald- keri og meðstjórnendur eru Magnús Ingvason (81647), Kristó- fer Svavarsson (66200) og ólafur Jónsson. Varamenn i stjórn eru Ólafur ólafsson (16011), Stigur Agústsson (72928) og Sölvi Ólafs- son (28947). Þeir sem ekki gátu mætt á stofnfundinn en hafa áhuga á þvi að ganga i félagið geta haft sam- band við ofangreinda stjórnar- menn i þeim simanúmerum sem tilgreind eru. Full verótrygging _________________öruggfjárfesting_________________ Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni. Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3 við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt mánaðarlega. Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi þeirra og vexti frá einum mánuði til annars. Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu. Vandfundin er öruggari fjárfesting. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú. /áSSifr ÉiiíJí fj SEÐLABANKI ÍSLANDS j- - PUTJEí* v1?.rð'j:eygging ( -VI :V J ,; '0AR.JGS.U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.