Þjóðviljinn - 26.04.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1980, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. apríl 1980,94. tbl. —45. árg. JökultindurSÍ 200 fórst viö lík eins skipverj- ans fannst á Landeyjarsandi tSAFJÖRÐUR: Sjómanna- samningar saniþykktir annarsstaðar á Vestfförðum hefur ekki verið fundað um samningana Sjómenn á isafirói samþykktu nýja kjarasamninga á fundi i Alþýöuhúsinu i gær meö 38 at- kvæöum gegn 11, tveir sátu hjá. Þar meö er verkfalli isfirskra sjó- manna lokiö og togararnir létu úr höfn i gærkveidi. Pétur Sigurösson, formaöur Alþýöusambands Vestfjaröa sagöi I samtali viö Þjóöviljann i gærkveldi aö þvi færi fjarri aö hann og sjómenn almennt á Isa- firöi væru ánægöir meö þessa samninga. Atur á móti mátu menn stööuna þannig aö ef til vill væri hægt aö ná einhverju meira fram meö áframhaldandi verkfalli, en þá um leiö á kostnaö landverkafólks, sem nú gengur um atvinnulaust vegna verkfalls sjómanna. — Ég tel aö þetta hafi veriö varnarsamningar og aö sá hafi vægtsem vitaö haföi meira, sagöi Pétur og bætti þvi viö, aö vissu- lega horföu menn björtum augum til loforöa opinberra aöila um ýmsar lagfæringar og þessir samningar væru geröir út á þau loforö aö stórum hluta. Pétur sagöist ekki vita til þess aö önnur sjómannafélög á Vest- fjöröum væru meö fundi i huga, enda lægi þeim ekkert á þar eö þau heföu ekki boöaö verkfall. Aöal atriöin I þessum nýja kjarasamningi sjómanna á Isa- firöi eru fritt fæöi fyrir alla úti- legu báta og greiöir afla- tryggingasjóöur fæöiö. Þá liggur fyrir loforö ráöherra um aö lögum um lögskráningu veröi breytt, en þau lög hafa útgeröar- menn misnotaö gróflega. Ginnig liggur fyrir loforö ráöherra um breytingu á sjómannalögum um slysa og veikindatilfelli. Þá feng- ust inni samninga kröfurnar um hliföarfatapeninga til annarra en háseta. Hækkun á ákvæöisvinnu viö beitningu um 5% fékkst fram og stytting á uppgjörstima úr 15 dögum i 9 og timabil þaö sem landróörabátar mega ekki róa var lengt. Þá var samþykkt aö 12. maöur kæmi á linubátana og linan lengdist sem svarar 1/5 og gefur þetta auknar tekjur. Háseta á sjó er bætt þetta upp meö 1/8 úr hásetahlut. Hafnarfri netabáta kemur nú til og hafnarfri á skut- togurum lengist úr 24 tlmum I 30 og gengiö var frá 3ja daga jóla- frii. —S.dór Sumri heilsað í miðbœnum Sumri var heilsaö meö skrúögöngum, lúörablæstri og ýmislegri skemmtan og var margt um manninn i miöbænum enda þótt veöur væri hráslagalegt — og hér og hvar um landiö frusu saman sumar og vetur. (Ljosm.: gel) Ljóst er nú aö 15 tonna bátur, Jökultindur SI 200 hefur farist viö Vestmannaeyjar sl. miövikudag, lik skipstjórans Guömundar E. Guöjónssonar fannst á Land- eyjarsandi i gær siödegis. A bátnum voru auk Guömundar, sem var 48 ára gamall til heimilis aö Bogahliö 18, Magnús Guö- mundsson, sonur hans 20 ára og Kári Vaiur Pálmason 20 ára til heimilis aö Brekkugeröi 12 allir úr Reykjavik. Báturinn fór á sjó sl. miöviku- dag en kom ekki fram um kvöldiö og tilkynnti sig ekki og var þá hafin leit aö honum af sjó, úr lofti og gengnar voru fjörur. Félagar úr björgunarsveitum SVFl I Vest- mannaeyjum, Landeyjum og undan Eyjafjöllum gengu fjörur og siödegis I gær fannst lik Guö- mundar skipstjóra og eiganda bátsins á Landeyjarsandi. Rjómalogn og gott veður var þegar slysiö átti sér staö og vita menn ekki meö hvaöa hætti þaö hefur getað átt sér staö. Guömundur E. Guöjónsson var kafari og sá um viöger' og eftirlit á rafmagns- og öörum leiöslum við Vestmannaeyjar. —S.dór 146 fórust í flugslysi á Tenerife Bresk leiguflugvél af geröinni Boeing 727 rakst á fjall á Tene- rife, sem er ein af Kanarieyjum, i gær og fórust allir sem I henni voru eöa 146 manns. Brak úr vélinni hefur sést i um þaö bil 1800 metra hæö. Flugvélin var I aðflugi, en ekki er vitaö meö hvaöa hætti slysiö varö. Flugvélin var meö 136 farþega um borö, og var þaö allt orlofsfólk frá Manchester og nærliggjandi bæjum. Þetta er versta flugslys i breskri flugsögu til þessa Misheppnaður hjörgun- arleiðangur til Irans Nœst verða gíslamir drepnir, segir Khomeini Níutlu manna sveit bandariskra hermanna gerði I fyrrinótt tilraun til að leysa gislana i bandariska sendiráðinu I Teheran úr haldi. Carter forseti lét hætta við leiðangurinn eftir að þrjár þyrlur leiðangursmanna höfðu orðið fyrir bilunum. Atta landgönguliðar létust og fjórir fengu brunasár þegar þyrla og flutningavél sveitarinnar rákust á i bækistöð sem sveitin hafði komið sér upp I eyðimörk ca. 320 km suðvestur af Teheran. Hersveitin lenti ekki i bardaga viö trani, en handtók farþega langferöabils sem átti leiö hjá. Bandariski varnar- málaráðherrann Harold Brown hefur neitaö staðhæfingum aja- tolla Khomeinis um aö fleiri leiöangursmenn hafi veriö felldir. Næst mun illa fara. Khomeini erkiklerkur sagöi ennfremur, aö ef aö leiöangur- inn heföi komist til Teheran, þá heföu allir gislarnir veriö drepnir. Stúdentarnir sem hafa gfslana á sinu valdi hafa tekiö i sama streng. Khomeini varaöi Carter viö þvi, aö önnur tilraun af þessu tagi mundi kosta gisl- ana ltfiö. Þótt ekkert mein yrði þeim nú gert. Banisadr forseti skoöaöi flug- vélaflökin I eyöimörkinni i dag og áfelldist Carter fyrir aö hann bæri sjálfur ekki viröingu fyrir þeim alþjóöalögum sem hann teldi sig vera aö berjast fyrir. Atta þyrlur og sex flutninga- vélar tóku þátt I leiöangri þess- um. Þyrlurnar komu frá flug- vélamóöurskipinu Nimitz, sem er á Indlandshafi. Flutningavél- arnar, sem voru af Herkúles- gerö, hafa aö líkindum komiö frá Egyptalandi. Skýring Carters. Um hádegisbil aö islenskum tima gaf Carter forseti sina skýringu á atburöunum I út- varps- og sjónvarpsávarpi. Hann sagöi aö leiöangur af þessu tagi heföi lengi veriö I undirbúningi og sveit sjálfboöa- liöa þjálfuö fyrir hann. En hingaö til haföi veriö frestaö aö reyna aö frelsa gfslana meö vopnavaldi meöan unniö væri aö lausn málsins eftir öörum leiö- um. Sjálfur kvaöst hann bera alla ábyrgö bæöi á aö senda leiöangurinn af staö og aö kalla hann á brott. Honum heföi ekki veriö stefnt gegn Irönsku þjóö- inni heldur heföi hún veriö farin af mannúöarástæöum. Carter sagöi aö þaö heföi veriö sér nauösyn og skylda aö reyna björgun meö þessu móti þvi aö Irönsk yfirvöld „vildu ekki eöa gætu ekki” leyst gisia- máliö. Viðbrögð. Viöbrögö viö herhlaupi þessu hafa veriö neikvæö i Arabarikj- unum, m.a. í Pakistan. Undan- tekning er Sadat Egyptaforseti, sem hefur hvatt Bandarfkja- menn til aö reyna aftur. Frá höfuöstöövum Nató bár- ust þær fregnir, aö Bandarikja- menn heföu ekki skýrt banda- mönnum sinum frá þvi sem i vændum var. Luns fram- kvæmdastjóri taldi aö staöa gislanna væri nú enn erfiöari en fyrr. Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur lýst áhyggjum sinum af málinu, en gert er ráö fyrir aö bæöi hans stjórn og önnur Efnahags- bandalagsrfki muni ekki hverfa frá stuöningi viö efnahagslegar Einn af gislunum í sendiráðinu; er hugsanlegt að unnt sé að ná þeim lifandi með vopnavaldi? refisaögeröir viö Iran sem fyrr voru samþykktar. 1 Bandarikjunum hafa stjórn- málamenn hvatt hver annan til aö foröast aö fordæma forset- ann. Einn af þingmönnum Demókrata, Henry Reuss frá Wisconsin, hefur þó lýst þvi yfir nú þegar aö Carter beri aö draga sig I hlé úr kosningabar- áttunni. Hann hafi bæöi rofiö lög um samráö viö þingiö og skapat tortryggni meöal bandamanna i Vestur-Evrópu. Sjá leiðara — Bls. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.