Þjóðviljinn - 03.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn: Undanfarna daga hafa götubardagar geisað á Norðurbrú I Kaupmannahöfn. ibúar hverfisins hafa staðiðgegn niðurrifi leikvallar i hverfinu, borgaryfir- völd hafa sigað á þá slagsmálahundum lögreglunnar, og hart var barist allan þriðjudag og miðvikudag. Fólk er enn f viðbragðsstöðu, og mikil götuvígi hafa verið reist í götunum umhverfis leikvöllinn. Ariö 1974 var rifin stór húsa- samstæða á Norðurbrú, og hópur Ibúa bætti úr skorti á barnaleikvelli I hverfinu með þvi að gera lóðina að bygginga- leikvelli. Borgaryfirvöld sam- þykktu þessa ráöstöfun um siðir, en i vetur ákvað borgar- stjórnin að byggja á lóöinni. Einungis var boðið upp á mun minni og lakari lóðir fyrir leik- völlinn, svo að ibúarnir íystu þvl yfir, að þeir myndu berjast af alefli fyrir varðveislu hans á núverandi stað. 24. mars s.l. áttu bygginga- þriðjudag mættu hundruð lög- regluþjóna á leikvöllinn, gráir fyrir járnum, og I för meö þeim voru ruðningsmenn með jarð- ytur. Bardagar íbúarnir flykktust út á leik- völlinn og töföu verkið meö þvl - að setjast upp á byggingar og leiktæki. Eftir margra tlma bardaga var búið að jafna leik- völlinn við jörðu og lögreglan dró sig I hlé. En þær þúsundir ibúa, sem barist höfðu við lög- regluna um daginn, létu hendur Lögregla og ýtumenn jafna leikvöllinn við jörðu Götubardagar 1 Kaupmannahöfn framkvæmdir á lóðinni að hefjast, en um 1000 Ibúar vörnuðu iðnaðar- og verka- mönnum að vinna störf sin, svo að ekkert varö úr fram- kvæmdum. tbúarnir héldu vörö um lóðina næstu vikur, og yfir- völd létu ekki til skarar skriða fyrr en 22. aprfl. Þá fjarlægðu á annað hundrað lögreglumenn mótmælendur, svo að bygginga- verkamenn komust aö til að ryðja burt kofum, timbri o.fl. af leikvellinum. Um kvöldið hvarf lögreglan á braut. Viku siðar lét lögreglan aftur til skarar skrlða. Siðastliöinn standa fram úr ermum og endurreistu bygggingarleik- völlinn um kvöldið og nóttina. A meðan lögreglan hafði völlinn á valdi sinu á þriöju- daginn, tók hluti Ibúanna það til bragðs, að loka aðalgötu hverfisins, Norrebrogade. Byggð voru götuvlgi og umferð hindruð algerlega. Lögreglan fékk ekki við neitt ráðiö, og á miövikudaginn var haldiö áfram að byggja götuvlgi á öllum götum, sem liggja að byggingaleikvellinum. Siðdegis streymdi fjöldi fólks inn á Noröurbrú og óaldarseggir Ibúará Norðurbrú reisa götu- vígi og skáka lögreglu reistu þar vlgi, brutu rúður og gerðu annan óskunda. Þvl ákváðu Ibúarnir að ryðja götu- vlgjunum burt á Norðurbrú- götu. Þar héldu hinsvegar óaldarseggirnir uppteknum hætti fram á nótt og bar mest á sveitum leðurjakkaraggara, svonefndum rokkurum, sem brutust inn I verslanir og börðust við lögregluna. 100 handteknir Um 100 manns hafa veriö handteknir en flestum sleppt aftur. Margir hafa hlotiö bein- brot og önnur meiðsli I átök- unum en enginn meiðst lifs- hættulega. A miðvikudag virtist borgar- yfirvöldum þaö loksins ljóst, að ibúar Noröurbrúar yrðu ekki brotnir á bak aftur með ofbeldi. Skoðanir hafa verið skiptar i þingnefnd og borgarstjórn og meiri hluti félagsmálanefndar borgarinnar leggur til, að ibú- arnir fái stærri lóð I nágrenninu gegn þvi að þeir fallist á, að byggt sé á hinni gömlu. i Fyrsta maí aðgerðirnar féllu mjög i skugga baráttunnar á Noröurbrú. Tugþúsundir manna komu hvergi nærri funda- höldum verkalýðsfélaga og verkalýðsflokka en héldu til á byggingarleikvellinum mest allan daginn. Lögreglan reyndi að loka öllu borgarhverfinu og ætlaði m.a. að stöðva göngu nokkur þúsund anarkista, sem komu úr miöbænum, < þegar þeir komu úr vöruhúsinu Illum. Anarkistarnir voru ekki á þvl frekar en aðrir að láta lögregl- una segja sér hvar þeir mættu ganga og varð lögreglan frá að hverfa. Slðan gróðursettu anark- istarnir tré á byggingaleik- vellinum á Norðurbrú. Nýjustu fréttir Frá Gesti Guðmundssyni I Kaupmannahöfn, kl. 10:45. t dag kom enn á ný til átaka á by g gin ga rleik vellinu m á Noröurbrú. Lögreglan hafði far- ið fram á að Ibúarnir ryddu götuvlgjunum á brott, til að sjúkra- og brunabflar kæmust inn á svæðið. tbúarnir urðu að tilmælunum og tóku til við að ryðja götuvigjunum til hliðar. Þegar verkið var langt komið, um þrjúleytið, réðist lögreglan hins vegar til atlögu, og á með- an vinnuvélar ruddu vigjunum I burt, sótti lögreglan inn á bygg- ingarleikvöllinn og barði á þvl fólki sem stóð vörö um hann. Eftir nokkur átök dró lögreglan sig til baka. Nú I kvöld ganga um 50 lögregluþjónar, tilbúnir I striðsbúningi, umhverfis völlinn þar sem hundruð manna standa tilbúin til varnar. Mikil spenna er I loftinu, en þó er ekki við þvi að búast að lögreglan láti til skarar skriða, fyrr en eftir helgi. Frá hópreiö Fáks að Hlégaröi I Mosfellssveit Firmakeppni Fáks 1980 Firmakeppni Fáks 1980 fer fram á Vlðivöllum I dag og hefst úr- slitakeppnin kl. 4 siödegis. Um 300 fyrirtæki taka þátt I keppninni og verður keppt I þrem flokkum, unglinga, kvenna og karla. Keppni unglinganna hefst kl. 13, kvenna kl. 14 og karla kl. 15 og fara forkeppni og úrslit fram á stóra hringnum á Vlöivöllum. Valdir veröa i úrslit um 10 hestar I hverjum flokki en fimm fyrstu keppendur I hverjum flokki vinna til viöurkenningar. Dæmt veröur i fyrsta lagi fyrir samræmi hests og knapa og fegurð I reiö og I ööru lagi fyrir takt og fjölhæfni. Lúðrasveit unglinga úr Arbæ mun leika á svæðinu kl. 15.30- 15.30og félagshesthús Fáks verða opin gestum kl. 14-17. Sovéskir kvikmynda- dagar Sovésk kvikmyndavika hefst I Laugarásbiói mánudaginn 5. mal kl. 17.30, með sýningu á sovésk- finnsku myndinni „Traust”, sem fjallar um þann sögufræga atburð er Finnland fékk sjálfstæði sitt, skömmu eftir byltinguna I Rúss- landi. A þriðjudaginn veröur sýnd myndin Lifi Mexlco sem Sergei Eisenstein gerði upphaflega 1 Mexico, en lauk aldrei við sökum ýmissa vandamála sem upp komu við gerö myndarinnar. Aö- stoðarleikstjóri hans, Grigori Alexandrof, hefur nú um margra ára skeið unnið við að ljúka myndinni samkvæmt skrifuðum texta Eisensteins. Einn þeirra manna sem unnu að endurupp- töku myndarinnar, N. Orlov, er kominn hingað til lands og verður viöstaddur kvikmyndavikuna ásamt lettneska leikaranum Gun- ar Tsilinsky. Sónata á vatninu heitir mynd sem sýnd veröur miövikudaginn 7. mai kl. 19.00 og er hún gerð i Lettlandi. Aöalhlutverkið leikur Gunar Tsillnsky. Norrœn vefjarlist: Sídasta sýningar- helgi Um þessa helgi eru slðustu forvöð að sjá hina glæsilegu sýningu á norrænni vefjarlist aö Kjarvals- stööum. Sýningin veröur opin kl. 14—22 I dag og á morgun. —ih Grúslumenn hafa að undan- förnu vakið heilmikla athygli fyrir góðar kvikmyndir, og 8. mai kl. 19 verður sýnd mynd þaðan, Stjúpmóðir Samanischvili. Loks verður sýnd mynin Og hér rlkir kyrrð og friður.sem gerist I slðari heimsstyrjöldinni. Hún verður sýnd 9. mái kl. 17.00. I tengslum viö kvikmyndavik- una veröur haldinn fundur kvöld- iö 8. mai I MÍR-salnum nýja aö Lindargötu 48. Þar mun N. Orlov spjalla við fundargesti um sovéska kvikmyndagerð og sér- staklega um endurupptöku Eisenstein-myndarinnar Lifi Mexico. -ih Karl Kvaran sýnir Karl Kvaran listmálari opnar I dag kl. 14 sýningu I Asmundarsal við Freyjugötu. A sýningunni eru 26 myndir unnar meö kínversku bleki og eitt oliumálverk. Sýningin verður opin til 18. mai. Opnunartiminn er kl. 14—22 um helgar en kl. 16—22 virka daga. —ih Sálin hans Jóns míns að Kjarvalsstöðum Leikbrúðuland sýnir Sálina hans Jóns mlns að Kjarvalsstöð- um I dag og á morgun, og hefjast sýningarnar kl. 15.00, báða dag- ana. Sálin hans Jóns mins er brúðu- leikur, saminn uppúr þjóðsögunni }g leikriti Daviös Stefánssonar, Gullna hliðinu. Þetta er sýning fyrir alla fjölskyiduna. -ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.