Þjóðviljinn - 01.06.1980, Síða 3
Sunnudagur 1. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Rabbaö viö þann aldna heiöursmann
Gísla Guðmundsson á Súgandafirði
Hvaða lesanda Þjóðvilj-
ans kannast ekki við hin
skemmtilegu fréttabréf
Gisla Guðmundssonar frá
Suðureyri við Súganda-
f jörð/ sem um árabil hafa
birst í blaðinu? Og þótt
bréfin hans Gísla séu
skemmtileg, þá er enn
skemmtilegra að heim-
sækja hann og heyra hann
segja frá viðburðaríkri
ævi, sem sjómaður um
áratugaskeið/ þar af lengi
sem kunnur aflaskipstjóri.
Gísli er nú orðinn 79 ára/
samt er minnið óbrigöult,
og það sem rekur mann í
rogastans er hversu ná-
kvæmlega hann man allar
tölur, tímasetningar, daga
og ár.
— Ég hef alltaf átt einkenni-
lega gott meö aö muna tölur, ég
bara gleymi þeim aldrei, svaraöi
Gisli þegar orö var haft á þessu.
Komst ekki til baka
Nei, ég er ekki Súgfiröingur,
heldur Grundfiröingur, skal ég
segja þér. Ég er fæddur 1901 og
kom fyrst til Suöureyrar 22ja ára
gamall. Ég haföi þá ráöiö mig á
handfæraveiöar á bát héöan, og
þaö var allt i lagi, gekk ágætlega.
A þessum árum var ekki greiöfær
leiö frá Suöureyri, flugiö ekki
byrjaö og feröir strjálar. Ég segi
alltaf aö ég hafi ekki komist
burtu, því hér hef ég átt heima
siöan. Konan segir nú annaö. Nú,
en þar sem ég „komst” ekki
burtu, þá réö ég mig á bát um
haustiö, en eftir 6 daga á sjúnum
veiktist ég og lá 16 vikur á sjúkra-
húsinu á Isafiröi. Vilmundur
Jónsson, slöar landlæknir, var þá
á Isafiröi og hann skar upp.ámér
höfuöiö, þetta var höfuömein,
sem hrjáöi mig.
— Hvenær byrjaöir þú svo skip-
stjðrn?
— Ariö 1927 á 11 tonna hand-
færabát, en þá var alltaf róiö meö
handfæri héöan yfir sumariö. A
vetrum fórum viö suöur á land á
vertiö.
— Var þetta ekki leiöindalif aö
vera aö heiman frá sér meira en
hálft áriö á vertiö fyrir sunnan;
kom ekki til tals hjá ykkur aö
flytja suöur?
— Mér likaöi all-vel hér á Suö-
ureyri, en samt vildi ég flytja, en
konan vildi þaö ekki; nú aftur á
móti vill hún flytja en ekki ég.
Sigldur niður
— Svo eignaöistu bát, ekki
rétt?
— Já, ég keypti Freyju 1S 64
meö öörum og var meö hana þar
til 1939, en áriö 1930 haföi ég tekiö
skipstjórapróf á Isafiröi, sem
veitti mér réttindi á allt aö 60
tonna bát. Ég var svo meö ýmsa
báta, bæöi á vertlö og á sumar-
sildveiöum, en ég hætti á sjó 1955,
eftir mikiö slys sem viö lentum I.
Ég var þá meö Súgfiröing IS sem
var alveg nýr 40 tonna bátur. Viö
vorum 5 á og vorum aö draga lln-
una 36 mllur N-V af vestri frá
Sauöanesi og áttum eftir aö draga
40 lóöir. Þaö var svarta þoka en
ekki mikill sjór. Allt I einu sáum
viö breskan togara koma út úr
þokunni og stefna á okkur. Hann
rásaöi mikiö og viö vorum aö
velta þvl fyrir okkur hvort hann
ætlaöi fyrir framan eöa aftan viö
okkur, en svo allt I einu stefndi
hann beint á okkur á fullri ferö og
þrátt fyrir tilraun til aö vlkja
okkur undan tókst þaö ekki. Hann
keyröi innl bátinn miöjan, alveg
innaö vél. Súgfiröingur sökk á 5 til
7 mínútum eftir aö togarinn haföi
bakkaö. Viö lentum allir I sjón-
um; mér og öörum var bjargaö;
tveir félagar mínir drukknuöu.
Hann hét Kingstone Perol, þessi
togari og skipstjórinn á honum
bar þaö fyrir sjórétti á tsafiröi aö
hann heföi veriö meö sjálfstýr-
ingu á og aö enginn maöur heföi
veriö I brúnni; þeir heföu veriö
búnir að setja strikið heim til
Englands. Sjálfstýringin er skýr-
ingin á þvl hvers vegna hann rás-
aöisvona mikiö. Eftir þetta hætti
ég á sjó. Þetta var ógurlegt áfall,
sem ég jafna mig aldrei á. Eftir
þetta vann ég viö smlðar og slöan
tók ég viö vigtinni hérna, þar til
1975 aö ég hætti vegna heilsu-
brests.
Maður veit aldrei
hve langt er á milli
lifsog dauða
— Hefuröu oft lent i lifsháska á
sjó fyrir utan þetta Gisli?
— Já, nokkrum sinnum. Ég
hygg aö þaö hafi staðiö tæpt 9.
mal 1926 þegar ég lenti i strandi
viö Hraun I Grindavlk. Ég var þá
háseti á Hákon og viö vorum á
heimleið, þar sem lokadagur var
11. maí. 8. mai var austanrok
og úfinn sjór, en aö morgni 9. mai
var skolliö á N-A fárviöri og kl.
10.00 um morguninn strönduöum
viö. Okkur tókst öllum 22 aö kom-
ast I jullu og á henni hröktumst
viö til kl. 19.00 um kvöldiö aö
okkur var bjargaö á land I Blá-
siðubás nærri Reykjanesvita.
Rétt á eftir skall yfir ólag og möl-
braut julluna; þaö heföi ekki þurft
að spyrja aö leikslokum hefðum
viö veriö enn um borö. Maöur veit
aldrei hve langt er á milli llfs og
Þeir
gátu
ekki
þagað
nema
í sex
daga
dauöa. Svona til gamans má geta
þess aöáriö áöur strandaöi kútter
Sigrlöur og áhöfnin bjargaöist l
sömu jullunni og viö björguöumst á
I þetta skiptiö.
— Ég hef nokkrum sinnum ver-
iö hætt kominn fyrir utan þetta.
Þegar ég var 12 ára datt ég I mó-
gröf og frændi minn bjargaöi mér
á siöustu stundu. Eitt sinn hvolfdi
undan okkur pramma þegar viö
vorum á leiö út I bát hér á leg-
unni, en okkur var bjargaö öllum
þrem. Nú, og maöur hefur lent
milli skips og bryggju og svona
eitt og annaö hent mann á langri
ævi.
Þegar við
sóttum eplin
— Versta veöur sem ég man
eftir á sjó var 1947, þegar viö vor-
um á leið frá Reykjavik til Suöur-
eyrar rétt fyrir jól, meö epli, sem
viö vorum beönir um aö sækja
suöur. Viö vorum á 19 tonna bát
og lentum 1N-A fárviöri. Viö lögö-
um af staö frá Reykjavlk á Þor-
láksmessu I ágætu veöri. Aö visu
var spáö versnandi veöri, en viö
létum þaö ekkert á okkur fá og
lögöum af staö, enda mikiö I húfi
þar sem jólaeplin voru. Viö kom-
um ekki til Suöureyrar fyrr en kl.
23.00 á aðfangadagskvöld og I
ægilegra veöri hef ég ekki veriö á
sjó. Ég stóö viö stýriö allan tlm-
ann þvl meö mér voru aðeins
tveir ungir piltar, báöir óreyndir.
Ég man alltaf þegar viö vorum
staddir I Látraröstinni, þá heyröi
ég smelli I vélinni og hélt aö hún
væri aö gefa sigi ef svo heföi ver-
iö, væri ég ekki hér. Þetta var þá
bara brúsi sem slóst viö kúpplíng-
una. Viö komum viö á Flateyri og
lönduöum þar nokkrum kössum
af eplum. Þeir báöu okkur aö
vera um kyrrt, þaö væri alls ófært
til Suöureyrar. Ég ansaöi þvl ekki
og hélt áfram og komst heim.
— Daginn eftir á jóladag fór ég
I kirkju og þá komu allir til mln og
tóku I höndina á mér án þess að
segja neitt. Ég vissi aldrei hvort
þaö var vegna þess að viö slupp-
um lifandi úr þessu eöa hvort þaö
var aö þakka mér fyrir aö koma
meö jólaeplin.
Þeir gátu ekki þagað
— Segðu mér söguna af þvi, þeg’-
ar þú fannst steinbltsmiöin hér
fyrir utan.
— Já, þaö var nú meira. Þaö
var áriö 1952 að vertlö hér haföi
veriö meö eindæmum léleg. Ég
get sagt þér sem dæmi aö I mars-
mánuöi fengum viö ekki nema 21
tonn af steinbit. Þaö var alveg
sama hvar lagt var, allt stein-
dautt. Hluturinn hjá okkur fyrir
mars var 491 kr. Svo var þaö einu
sinni aö ég lagöi mig I róöri. Og
mig dreymdi draum, sem ég réö á
þann veg aö veriö væri aö gefa
mér vlsbendingu um aö leggja
llnuna á ákveönum staö. Þegar ég
vaknaöi gaf ég skipun um aö sigla
þangaö, en þar haföi ekkert veriö
lagt. Jæja, lagsmaöur, þaö er eins
og viö manninn mælt, steinbltur á
hverjum krók, þegar fariö var aö
draga. Hinir voru komnir heim og
búnir að landa einhverri óveru
þegar viö komum hlaönir heim.
Þeir horföu mikiö á okkur, vöpp-
uöu I kringum okkur, en enginn
sagöi orö. Þegar viö svo fórum út
aítur sá ég engan bát og hyggst
nú halda aftur á sömu miö. Þegar
viö komum hér fyrir nesiö blöur
einn þar og eltir okkur á miöin.
Hann fyllti sig eins og viö og
þegar I land var komiö sagöi hann
öllum hinum frá. Ég haföi nú
samband viö karlana og lagöi til
aö viö héldum kjafti yfir þessu I
talstöövarnar, svo viö fengjum
ekki allan Vestfjaröaflotann yfir
okkur. Þeir voru sammála þvl.
Þetta gekk I 6 daga, þá sprakk
einn af monti og kjaftaöi frá öllu
saman. Næsta dag var allur flot-
inn kominn á staöinn og eftir 2
daga var allt uppuriö.
Þá bara
hætti ég að drekka
— Já. mér þótti sopinn helvíti
góöur, og drakk of mikiö, en samt
aldrei til skaöa. Ég stundaöi alla
ævi mlna vinnu; vlniö taföi mig
aldrei frá henni. Ég drakk mig
fullan I fyrsta skipti þegar ég var
12ára. Þá sátu karlar undir vegg
og voru aö drekka og hreppstjór-
inn var þar á meðal og hann rétti
alltaf flöskuna aftur fyrir sig til
mln og ég saup á. Auövitað varö
ég dauöadrukkinn og fárveikur,
fór heim og kastaöi upp. Amma
mln blessunin kom aö mér og sá
hvers kyns var og sagöi: — Guö
blessi þig barniö mitt. Þessi bæn
hennar ömmu minnar kom oft
uppi huga mér slöar á fyllirli. Og
óg skal viöurkenna þaö aö ég baö
oft guö um aö hjálpa mér til þess
að hætta aö drekka. Svo var þaö
1963,8. janúar aö ég var á fyllirli I
Reykjavlk. Ég fór slöan heim
þangaö sem ég gisti, sofnaöi og
vaknaöi ekki fyrr en um kvöld-
mat og var þá svo aumur aö ég
haföi ekki matarlyst. Um nóttina,
þann 9. janúar 1963 dreymdi mig
draum. Ég þóttist hitta Jesú Krist
vestur I Grundarfiröi á æsku-
slóðum mlnum, þar sem hann lá
særöur eftir aö hafa veriö grýttur.
Ég tók hann upp og ætlaöi meö
hann um borö I Fréyju 1S og til
læknis I Stykkishólmi. Þá var
Freyja farin frá bryggjunni. Þar
sá ég þá allt I einu uppbúiö rúm og
lagöi hann þar og fannst mér þá
sem sonardóttir min lægi I rúm-
inu. Þegar ég vaknaöi réö ég
drauminn á þann veg, aö þetta
væri svar viö bænum mínum og
ég ákvaö aö steinhætta aö
smakka vln. Slöan hefur ekki
komiö dropi innfyrir minar varir,
og veröur ekki úr þessu. — S.dór