Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. júnl 1980. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 Rætt við Hávarð Olgeirsson skipstjóra á Dagrúnu IS frá Bolungarvík AAál málanna hjá togarasjómönnum um þessar mundir er vita- skuld þorskveiðibannið og þó alveg sérstaklega framkvæmd þess. Flestir virðast sjómenn vera sammála fiskif ræðingum um að nauðsynlegt sé að takmarka þorskveiðar, en menn greinir á um hvernig að takmörkunum þorskveiða skuli staðið. Við heimsóttum Hávarð Olgeirsson skipstjóra á skuttogaranum Dagrúnu ÍS frá Bolungarvík og ræddum þessi mál og fleira við hann, en fyrst var hann spurður álits á framkvæmd þorskveiði- takmarkananna. Vinnslan í landi ráði — Meöalsjómannahafa verið nokkuö skiptar skoöanir varö- andi veiðibanniö. Þó hygg ég aö flestir séu nú sammála um aö nauösynlegt sé aö takmarka þorskveiöarnar. Aftur á móti greinir menn enn á um hvernig skynsamlegast sé að fram- kvæma veiöibanniö. Ég er þeirrar skoöunar að sú aöferö sem notuö er, sé ekki sú besta. Ég tel aö vinnslan i landi eigi aö ráöa I þessu efni. Þar á ég viö, aö stööva eigi veiöar, þegar húsin hafa ekki undan, veiöa ekki meira en svo aö vel hafist undan i landi. Ég tel vist aö meö þvi móti yröi um næga friöun aö ræöa. Hefur þorskgengd aukist I seinni tfð? — Já, þaö tel ég vera og eins er mun minna um smáþorsk 1 aflanum en var, og ég er ekki i vafa um aö þaö má þakka möskvastækkuninni og eins skyndilokunum veiöisvæöa þar sem of mikiö hefur veriö um smáþorsk. Hvert er þitt álit á hugmynd- inni um kvótaskiptingu? — Ég er henni algerlega and- vigur og svo mun vera meö flesta togarasjómenn hér á Vestfjörðum. Viö erum meö bestu togaramiðin hér hjá okkur og þvi ekki nema eölilegt aö viö séum andvigir kvóta- skiptingu milli skipa. Þeir vita sjálf- sagt eitthvað/en.... Af þvi aö þú nefndir áöan aö þorskur væri aö aukast, bendir þaö þá til þess aö fiski- fræöingarnir hafi rangt fyrir sér þegar þeir halda þvi fram aö þorskurinn sé ofveiddur? Frá Bolungarvik Skekkja í þessu hjá þeim — Mér og fleirum hefur fund- ist þorskstofninn fara vaxandi uppá siökastiö; maöur hefur þetta á tilfinningunni. Vissulega eru sveiflur i veiöinni, annaö kastiö er mokveiði af þorski, en svo koma timar sem litiö fæst. Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem þekkjum þessi miö hér útaf Vestfjörðum; svona hefur þetta alltaf verið. Ég er ekki aö halda þvi fram aö fiskifræöingarnir viti ekkert um þetta mál, fjarri þvi, en ég hygg aö þaö sé dálitil skekkja í þessu öllu saman hjá þeim blessuöum. — En talandi um ofveiöi og veiöitakmarkanir, þá finnst mönnum skjóta skókku viö þegar sifellt bætast ný skip i flotann. Nú er svo komiö aö okk- ur er bannað aö stunda þorsk- veiöar 1/4 hluta ársins og á meðan bætt er nýjum fullkomn- um skipum i flotann hlýtur þessi banntimi aö lengjast frá ári til árs. Nú erum viö reknir út á grálúöuveiöar og fáum ekkert fyrir aflann, ekki einu sinni helming af þorskveröi. Þar ofan Hávaröur Olgeirsson á bætist svo aö grálúðuveiöin er dýr hvaö veiöarfæri snertir, þar sem toga veröur aö slæmum botni. Svona háttarlag nær engri átt. — Mig langar aö skjóta þvi hér að, aö ég tel aö sjómanna- samtökin i landinu eigi aö taka þaö inni kjarasamninga aö stööva stækkun flotans. Kannski einhverjum þyki þetta skrýtin hugmynd, en ef aö er gáö, sjá allir aö hvert skip sem bætist I fiskiskipaflotann þýöir minni afla fyrir hin sem fyrir eru og þá um leiö minni tekjur til handa sjómönnum. Það er þvi ekki svo litiö hagsmunamál fyrir sjó- menn aö stækkun skipastólsins sé stöövuö. Vitanlega veröur eölileg endurnýjun aö eiga sér staö, en ekki fjölgun skipa. Ef viö vikjum aöeins aö ööru máli, nú er mikil vinna á skut- togurunum og þénusta góö, reyna menn ekki aö taka sér fri ööru hvoru? — Jú, og hjá okkur hefur sú regla gilt aö leyfa mönnum aö taka eins oft fri og þeir vilja. Aö visu er þaö ekki hægt nú á grá- lúöunni, þar sem allir vildu helst vera I frii meöan á þeim veiöiskap stendur, en aö ööru jöfnu er reynt aö veröa ævinlega viö óskum manna um fri. Viö erum til aö mynda tveir skip- stjórarnir og erum meö skipiö i hálfan mánuö I senn, en siöan skiptum viö hlutnum alveg jafnt. Þaö er alveg nauösynlegt aö menn geti tekið sér fri I þessari vinnu sem er bæöi mjög erfiö og þá ekki siöur vegna þess aö ef menn gæta sin ekki eru þeir fyrr en varir lentir inni skattvitahring sem gæti leitt til þess aö þeir heföu aldrei efni á að taka sér fri og slikt vilja menn af eölilegum ástæöum foröast I lengstu lög. — s.dór Rabbað vid Pétur Runólfsson rækjusjómann í Bolungarvík Þegar blaðamann Þjóðviljans bar að niður við höfnina í Bolungarvík á dögunum, voru menn i óða önn að gera báta sina klára fyrir handfæra- veiðar sumarsins, eftir ágæta rækjuvertíð. Einn af þeim sem var að mála bát sinn þarna var Pétur Runólfsson, sem á óla IS 81, 13 tonna trébát sem hann er með á rækju yfir veturinn, en fer svo á handfæri yfir sumar. — Viö byrjum á rækjunni I októberlok eöa byrjun nóvem- ber og kvótinn er vanalega orö- inn fullur svona i endaöan mars eöa byrjun april, sagöi Pétur. Hvernig gekk vertiöin I vetur? — Mjög vel, þetta er ein af bestu vertiðum sem ég man eft- ir. Héöan hafa veriö geröir út 6 bátar á rækju I vetur af 9 bátum sem máttu veiöa, þrlr nýttu ekki leyfi sin. Leikmanni þykja þetta nú heldur litlir bátar til aö róa á yf- ir vctrarmánuöina, þegar allra veöra er von Pétur? — Já þaö má kannski segja þaö. Þess ber þó aö geta, aö viö erum hér i Djúpinu eöa inná fjöröum og lendum þvi sjaldan i verulega vondum veörum, en þó getur þaö vissulega komiö fyrir. Maður hefur fyrir olíunni Pétur Runólfsson Nú er þaö svo, aö hin siöari ár hafa menn verið aö fá sér stærri báta I þetta og geta þvi sótt i verri veðrum en þeir sem eru á litlu bátunum. En vegna þess aö kvótinn er 5 tonn á viku á hvern bát, þá setur það pressu á menn á litlu bátunum aö róa i verri veörum en æskilegt væri, vegna þess aö af þessum 5 tonnum á viku geymist ekkert til næstu viku ef ekki er hægt aö róa vegna veðurs eöa annars. Þetta er kannski þaö hættulegasta. Mér skilst aö nokkur rigur sé á mili Bolvlkinga og tsfiröinga útaf kvótaskiptingunni? — Já, okkur Bolvikingum þykir hlutur Isfiröinganna gerö- ur of mikill og þeirra kvóti of stór miöaö viö okkar sem aöeins höfum eina vinnslustöö hér i Bolungarvik. Hann er frá Isa- firöi sjávarútvegsráöherrann sem kom þeim reglum á sem nú er fariö eftir. Ef viö snúum okkur aö ööru, hvenær byrjaröu á handfærum? — Ég veit þaö nú ekki fyrir vlst, en ætli þaö veröi ekki nærri miöjum júni. Hvaö veröiö þig margir á? — Viö veröum bara tveir og förum i útilegu; erum svona 3 daga aö veiöum I senn. Og þaö er gott upp úr hand- færaveiöunum aö hafa hér fyrir vestan? — Maöur hefur fyrir oliu á bátinn vona ég. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.